Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
Útlönd
Eldskálitt sprakk
Sprenging varð í gær í skálinni þar
sem ólympíueldurinn verður tendr-
aöur í Calgary í Kanada. Sprengingin
varð í gasi þegar verið var að prófa
eldstæðið en í því mun ólympíueld-
urinn loga allan tímann sem vetrar-
ólympíuleikamir standa. Enginn
meiddist við sprenginguna en nokkr-
ar skemmdir urðu á eldskálinni.
Undirbúningur fyrir vetrarólymp-
íuleikana í Calgary er nú á lokastigi.
Margir af keppendum eru þegar
komnir þangað og eru við æflngar á
svæðum þeim og leikvöngum þar
sem keppni mun fara fram.
Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Calgary. Reglubundin
sprengjuleit mun fara fram á hveijum degi leikanna. Keppendur og gest-
ir verða að fara í gegn um hliö með röntgenleitartækjum og hart eftirlit
veröur með öllum þeim sem koma og fara um keppnissvæði og íbúöa-
svæði keppenda og gesta
Sérstakir lífverðir verða i fylgd með öllu þvf fyrirfólki sem heimsækir
leikana.
Þeir sem hafa yflrumsjón með öryggismálum á leikunum hafa þó lýst
þvi yfir að þeir reyni að vera eins lítið áberandi og hægt er. Byssum og
öðrum vopnum verður haldið innan klæða og öryggisverðir verða klædd-
ir á eins lítið áberandi hátt og talið er mögulegt.
Lyfjanotkun keppenda á vetrarólympíuleikunum verður einnig undir
smásjánni, meira nú en nokkru sinni fyrr. Forseti alþjóöa ólympíunefnd-
arinnar réðst í gær harkalega að þeim sem nota lyf til að auka getu sína
í íþróttum og hvatti íþróttamenn til þess aö vera á verði gagnvart lyfja-
notkun. Sagði forsetinn að íþróttamenn yrðu aö spyija sjálfa sig hvað
þeim þætti um þessa einstaklinga sera teldu sig geta svindlaö með lyfja-
notkun.
Gagniýna kontra
Stjómvöld í Nicaragua gagnrýndu í gær kontraskæruliða harðlega fyr-
ir að vilja tefja aðra lotu beinna samningaviðræðna fulltrúa kontra og
stjórnarinnar í Managua. Sögðu stjómvöld þessar tafir sanna að kontra-
skæruliðar hefðu ekki áhuga á raunverulegum samningum sem bundið
gætu enda á blóðbaðið í Nicaragua.
í tilkynningu frá Daniel Ortega, forseta Nicaragua, segir að ríkisstjóm-
in hafi beðiö rómversk-kaþólsku kirkjuna í landinu um að fá skæruliðana
til þess að mæta til fúndarins sem upphaflega var boðaður í Guatemala
á morgun.
Leiðtogar skæruliðanna sögöu í gær að vopnahlésviöræðurnar yrðu að
bíða þar til Miguel Obando y Bravo kardináli, sem hefur verið sáttasemj-
ari í deilum þessum undanfarið, sneri til baka úr heimsókn til Evrópu.
Skæruliðamir tóku ekki fram hvers vegna Bravo yrði að vera viöstadd-
ur.
Enn í haldi
Embættismenn Sameinuðu þjóö-
anna áttu í nótt fundi með fúlltrú-
um Palestínumanna og líbanskra
múliameðstrúarmanna í Sidon í
Líbanon í þeirri von að fá lausa tvo
Norðurlandabúa sem rænt var í
Sidon um síðustu helgi.
Ekkert hefur enn spurst til
mannanna tveggja, Svians Jan
Stening og Norðmannsins William
Jörgensen.
Aö sögn embættismanna ganga
samningaviðræður um lausn
mannanna tveggja stirðlega þrátt
fyrir loforð frá þeim sem rændu
þeim um að þeir yrðu látnir lausir
mjög fljótlega.
Stjömustríðsbúnaður á loft
í gær var skotið á loft í Bandaríkj-
unum eldflaug með búnaöi sem nota
á við tilraunir er tengjast geim-
vamaáætlun Bandarikjamanna,
þeirri sem nefnd hefur verið stjöm-
ustíð.
TUraunir þessar munu vera hinar
flóknustu sem Bandaríkjamenn haía
enn gert úti í geimnum og munu
kosta um tvö hundruö miUjónir doll-
ara.
Tilraunimar fara fram á næstu níu
dögum.
Sonur og eiginkona danska sendi-
herrans sem horfinn er á Spáni.
Símamynd Reuter
Danskur sendi-
heira hverfur
á Spáni
Haukur'L. Haukssan, DV, Kaupmannahöín:
Danans Vagns Hoelgaard, 74 ára
gamals sendiherra á eftirlaunum,
hefur verið saknað á Spáni frá því á
miðvikudagskvöld í síðustu viku.
Fjöldi spænskra lögreglumanna auk
danskra nágranna sendiherrans í
Marabella á Costa del Sol hafa árang-
urslaust leitað að sendiherranum frá
því að tilkynnt var um hvarf hans.
Orðrómur var á kreiki um mann-
rán en ekkert hefur staðfest þann
grun enn sem komið er. Spænska
lögreglan hefur í hyggju að lýsa eftir
sendiherranum út frá þeim forsend-
um að hann geti ráfaö um í minnis-
leysi.
Vagn Hoelgaard fór á eftirlaun 1981
eftir 42 ár í utanríkisþjónustu Dana.
Hann var meðal annars sendiherra
í Mexíkó, Guatemala, E1 Salvador og
á Kúbu. Vakti hann athygli 1981 er
sendiráð Dana var hertekið af Mex-
íkönum er vildu vekja athygli á
bágbomum lýðræðisháttum í landi
sínu. Endaði aðgerð sú friðsamlega
eftir að sendiherrann hafði fengið
loforð mexíkanskra yfirvalda þess
efnis að mótmælendunum yrði ekki
gert neitt aö aðgeröinni lokinni.
ar sem sest hafa að á herteknu
svæðunum sem hafa ráöið Palestínu-
mönnum bana.
Deilur standa nú milli embættis-
manna Sameinuðu þjóðanna á
herteknu svæðunum og palestínskra
íbúa þeirra annars vegar, ísraelska
hersins hins vegar, vegna dauða
sautján ára unglings á Gazasvæðinu.
Embættismennimir halda því fram
að ísraelskir hermenn hafi barið
drenginn til bana.
Segja þeir að miklir áverkar hafi
verið á líki piltsins, hafi höfuð hans
verið illa farið, hendur hans hruflað-
ar og bólgnar og bak hans svart eftir
barsmíðar. Saka þeir liðsmenn úr-
valssveita ísraelska hersins, sem
fjarlægðu piltinn, Mohammed Aqel,
frá heimili sínu á sunnudagskvöld,
um að hafa valdið dauða hans.
ísraelski herinn hefur neitað öllum
sakargiftum.
Vaxandi ofbeldi á herteknu svæð-
unum undanfama daga hefur aukið
alþjóðlegan þrýsting á ísraelsmenn
um að finna lausn á vandamálum
svæðanna. Talsmaöur ísraelska ut-
anríkisráðuneytisins sagði í gær að
öllum tilmælum erlendis frá yrði
svarað með eðlilegum hætti þegar
tími væri kominn til.
Tuttugu og einn
fórst í flugslysi
Gizur Helgason, DV, Lubedc
Tuttugu og einn maður fórst í gær
í flugslysi er varð við Múlheim í
Vestur-Þýskalandi.
Véhn var í aðflugi að flugvellinum
í Dússeldorf er flugslysið átti sér
stað. Veðurskilyrði vora slæm en
orsakir slyssins em óljósar. Flugvél-
in hvarf um áttaleytið í gærmorgun
af radarskermum flugumferðarstjör-
anna í Dússeldorf.
Brak úr flugvé]inri dreifðist um
eins ferkílómetra svæði og lík far-
þeganna vom algjörlega óþekkjan-
leg. Mesta mildi var að vélin skyldi
ekki brotlenda í íbúðarhúsahverfi
sem er rétt hjá slysstaðnum.
Björgunarmaður við flak flugvélarinnar sem fórst i Vestur-Þýskalandi I
gær. Tuttugu og einn maður fórst í slysinu. Sfmamynd Reuter
ísraelar hafa nú drepið alls um fimm-
tíu Palestínumenn í átökunum á
herteknu svæðuhum á Gaza og Vest-
urbakkanum undanfarna tvo
mánuði. Flest fómarlambanna hafa
látist af völdum aögerða ísraelska
hersins en í nokkrum tilvikum hafa
þaö verið óbreyttir ísraelskir borgar-
Aðstandendur reyna að hemja ættingja eins af palestínsku ungmennunum
sem ísraelski herinn drap um síðustu helgi. Símamynd Reuter
Hafa drepið 50
Palesta'numenn