Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 40
F R
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá ísíma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Astkrift - Dreiflngr Simi 27022'
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988.
Innflutningur eggja:
Ekkert
- svar
Landbúnaðarráöuneytið hefur enn
ekki svarað beiðni Hagkaups og
Landssambands bakarameistara um
að flytja inn egg. Hagkaup biður um
aö fá að flytja inn 20 tonn af kjúkling-
um og um 17 tonn af eggjum í einni
sendingu. Bakaramir óska eftir að
flytja inn 25 tonn af eggjum á mánuði.
„Það er fordæmi fyrir eggjainn-
flutningi. Við bakarar fengum að
flytja inn egg frá Hollandi í eggja-
skorti fyrir nokkrum árum. Til að
standast samkeppnina verðum við
að fá að flytja inn egg núna,“ sagði
Haraldur Friðriksson, formaður
Landssambands bakarameistara, í
^iorgun.
Jón Ásbergsson, forstjóri Hag-
kaups, sagðist í morgun eiga von á
svari frá landbúnaðarráðuneytinu
núna í vikunni. „Svarið gæti þess
vegna komið á morgun.“
-JGH
GuðmundurG. Þórarínsson:
Vill breyta
búvörulögunum
„Ég er að skoða hvort hægt sé að
breyta lögunum en það er ljóst að
ráðherra getur ekki breytt reglu-
gerðinni," sagði Guðmundur G.
Þórarinsson en athygli vakti á þingi
í gær aö hann lýsti yfir andstöðu
sinni við framkvæmd landbúnaðar-
ráðherra varðandi verðstýringu á
eggjum og kjúklingum.
Guðmundur sagðist ekki efast um
skyldu ráðherra til að setja reglugerð
en hann væri hins vegar óhress með
ákvæði búvörulaga þar að lútandi.
Guðmundur átti ekki aðild að setn-
^ggu búvörulaganna og sagði að
víssulega þætti honum hann hafa
frjálsari hendur fyrir vikið til að
mótmæla þeim. Taldi hann kvóta-
kerfi í þessari framleiðslu hörmulega
ráðstöfun.
-SMJ
- sjá einnig bls. 5
ovBiLAsr0i
ÞRDSTUR
68-5060
■ VANIR MENN
LOKI
Þá hafa þeir líka fengið
jaka fyrir norðan!
Guðmundur J. Guðmundsson,
Atök ef ekki semst
á næstu tíu dögum
„Égveitaðóánægjafólkserorð- samtali viö DV í morgun. ákvarðanir um til hvaða ráöa verði skammtímasamninga.
in svo mikil að ef ekki nást I dag verður haldinn fundur hjá gripið ef samningar nást ekki á Guðmundur J. sagði að það væri
samningar á næstu 10 dögum eða samninganefiid Verkamannasam- næstu dögum. vissulega nokkuð harður veggur
svo þá sýður upp úr og kemur til bandsins og á morgun hefur verið Karvel sagði i samtali við DV í hjá Vinmiveitendasambandinu en
átaka. Og þá er ég ekki að tala um boðað til formannafundar þess. morgun að auðvitað yrðu kröfur samt sagðist hann ekki vera von-
skammtimasamninga heldur Bæði Karvel Pálmason varafor- Verkamannasambandsins með laus um að hægt yrði að ná
samninga til eins árs,“ sagði Guð- maðurogGuðmundur J.,formaöur öðrum hætti ef langtímasamningar samningum þótt hann gerði sér
mundur J. Guðmundsson, formað- sambandsins, töldu vfst að á for- yrðu gerðir en raenn voru að tala grein fyrir því að það yrði erfitt.
ur Verkamannasarabandsins, í raannafundinum yrðu teknar umádögunummeðanrættvarum -S.dór
Kuldinn ógnar hafbeitarstöðvunum:
Stórijón ef kuld-
inn helst áffam
Búast má við að hafbeitarstöðvar
í Hvalfirði og Kollafirði verði fyrir
gríðarlegu tjóni ef ekki hlýnar í veðri
í bráð. í stöðugri norðanátt og miklu
frosti að undanfomu hefur sjórinn í
þessum stöðvum kólnað svo að hætt
er við að hundruð þúsunda seiða,
sem sett voru í kviar síðastliðið sum-
ar, muni drepast. Sé miðað við
endanlegt söluverð þessara seiða má
reikna með aö um 200 milljóna króna
tjón gæti orðið að ræða.
Það eru einkum tvær stöðvar í
Hvalfirði og ein í Kollafirði þar sem
hætta er á tjóni. í þessum stöðvum
hefur hitastig sjávarins farið niður í
mínus eitt stig. Fiskurinn mun geta
þolað þennan kulda í stuttan tíma
en ef ekki hlýnar í bráð má búast við
því aö hann fari aö drepast.
í kvium Laxalóns í Hvalfirði eru
um 200 þúsund seiði sem sett vora í
kvíar í sumar og í hafbeitarstöð
Finns Garðarssonar við Strönd í
Hvalfirði eru um 100 þúsund seiði. í
Báðum þessum stöðvmn hefur sjór-
inn farið í eitt stig undir frostmarki.
Að sögn Ólafs Skúlasonar, eiganda
Laxalóns, lagði yfir kvíamar hjá
þeim og vonast hann til að það muni
hindra frekari kólnun.
„Ef sama frostið helst næstu viku
og ef ekki skiptir um átt svo að hlýrri
sjór komist inn Faxaflóann má búast
við að við fórum að slátra,“ sagði
Ólafur í samtali við DV í morgun.
í gær reyndist hitastigið í kvíum
íslenska fiskeldisfélagsins í Kolla-
firði einnig vera komið í eitt stig
undir frostmarki. Þar eru um 80 þús-
und seiði í sjó. í þessum stöðvum er
einnig umtalsvert magn af fiski sem
kominn er í slátrunarstærð.
-gse
Jón Helgason landbúnaðarráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í
gær fyrir ákvarðanir um framleiðslustýringu á eggjum og kjúklingum, með-
al annars af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar. Sjá nánari fréttir af
umræðunum á Alþingi á bls. 5 DV-mynd GVA
Hafís á leið til landsins:
Jakar við Grímsey
ur hann u.þ.b. eina sjómílu á klukku-
stund. Samkvæmt því ætti ísinn að
sjást frá eynni i dag. Flestir bátanna
frá Grímsey tóku upp net sín í gær
vegna hafissins,“ sagði Bjami Magn-
ússon, hreppstjóri í Grímsey, í
samtali við DV í morgun.
í morgun sáu skip í Grímsey staka
jaka á reki skammt utan við höfnina
þar. Einnig sigldu skip fyrir utan
Norðausturland gegnum dreifðan ís,
35-40 sjómílur norður af Langanesi.
Töldu menn íshraflið hggja í austrn1
en mjög slæmt skyggni er á þessum
slóðum. Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni er spáð áframhald-
andi norðanátt og þýðir það að ísinn
mun halda áfram að nálgast landið.
Ekki var hægt að fara í ískönnun-
arflug vegna slæmrá veðurskilyrða
í gær. Er þvi ekki nákvæmlega vitaö
á hvaða slóðum hafísinn liggur en
talið er að hann nái frá Skaga austur
að Langanesi.
„Sjómenn sögðu ísinn í gær vera
rúmlega 30 sjómílur frá eynni og rek-
Veðrið á morgun:
Svipað
veður
áfram
Á morgun verður áfram norðlæg
átt á landinu með éljum norðan-
lands en líklega úrkomulaust
syðra. Frost verður á bilinu 2 til
10 stig.
-JBj