Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. Fréttir Sveinn Jónsson, tvvtugur Eskfirðingur: „Þú ert ekki dauðurennþá" - sagði einn lögreglumaðurinn „Þú ert ekki dauður ennþá. Þetta sagði einn þriggja lögreglumanna sem fóru með mig á slysadeild eftir að þeir höfðu handleggsbrotiö mig,“ sagði Sveinn Jónsson, tvítugur Esk- firðingur. Sveinn varð fyrir óhugn- anlegri lífsreynslu um síðustu helgi. Án þess að hann hefði neitt til saka unnið sótti lögreglan hann í heima- hús og honum var síðan misþyrmt á lögreglustöðinni. „Þetta hófst með því að ég var ásamt þremur öðrum að koma af veitingahúsinu Fógetanum. Ég varð fyrir því að ég rann til á hálkunni og skall á bíl. Eigandi bílsins brást hinn versti við. Hann sagði að ég hefði beyglað bíhnn og rispað. Ég og fólkið, sem var með mér, sáum engar skemmdir á bílnum. Samt gaf ég bíl- eigandanum nafn mitt og heimilis- fang og gaf honum þar með kost á að hafa samband við mig daginn eft- ir. Það leið ekki langur tími þar til var bankað heima hjá mér. Bróðir minn fór til dyra. Fyrir utan voru þrír ein- kennisklæddir lögregluþjónar og eigandi bílsins sem ég hrasaði á. Lög- reglan vildi fá að tala við mig. Þegar ég kem út segjast þeir vOja fá mig í lögreglubílinn. Ég haíði ekkert á' móti því enda haíði ég ekkert af mér gert og taldi að ég ætti ekki von á neinu slæmu. Þegar ég var kominn inn í lögreglubílinn var ég handjám- aður. Eg streittist á móti en fékk ekki við neitt ráðið. Lögreglumenn- imir ákváðu að- fara með mig á lögreglustöðina. Þegar þangað var komið var farið með mig til varðstjóra. Hann spurði mig nokkurra spuminga. Eftir það segir hann við lögreglumennina að þeir skuli fara með mig í fanga- geymslu. Þar var ég leiddur í fata- geymslu. Kona, sem þar var, bað mig um skilríki. Þegar hún sá að ég er frá Eskifirði byrjaði hún að svívirða mig og Austfirðinga almennt, sagði alla sem þaðan koma hið versta fólk. Þeg- ar mér var sýndur slíkur dónaskap- ur og svívirðingar neitaði ég aö fara úr jakkanum. Tveir lögreglumann- anha voru enn til staðar. Þegar ég neitaði að fara úr réðust þeir að mér. Þeir sneru mikið upp á vinstri handlegginn. Þegar handleggurinn var orðinn stífur af snúningnum hélt annar mér á meðan hinn barði hand- leggnum í borðbrún. Ég fann strax mikið til og var nærri því að missa meðvitund. Þeir sögðu við mig eitt- hvað á þá leið aö ég væri ekkert alvarlega slasaöur, hefði í mesta lagi farið úr liði og ætluðu samt að setja mig inn í fangaklefa. Þá fóru þeir að gera sér grein fyrir að ég hafði meiðst mikið. í því kom þriðji lögreglumað- urinn og í framhaldi af því ákváðu þeir að fara með mig á slysadeild. í lögreglubílnum kveinkaði ég mér og sagði þá einn lögreglumannanna: „Hvað er þetta, þú ert ekki dauður ennþá.“ Þegar við komum á Borgarspítal- ann er farið með mig í myndatöku. Þá kom í ljós að ég var tvíbrotinn á vinstri upphandlegg og einnig skadd- aðist olnbogi eitthvað. Lögreglu- mennimir fóru við svo búið. Þeir kvöddu mig ekki. Ég var á Borgar- spítalanum um nóttina. Daginn eftir sækir bróðir minn mig. Við förum beina leið til Rannsóknarlögreglunn- ar og ég kæri. Þar var mér vel tekið og eftir að skýrsla hafði verið tekin af mér var ég hvattur til að fá mér lögfræðing. Það gerði ég strax eftir helgina. Lögmaðurinn hefur sagt mér að það hggi ljóst fyrir að lög- reglumennimir höfðu enga heimild til handtöku. Ég fer að sjálfsögðu fram á miskabætur og víst er að ég kem hvergi til með að gefa eftir í þessu máli,“ sagði Sveinn Jónsson. Sveinn kom til Reykjavíkur fyrir tveimur vikum. Hann var aö fara að viima á nýjum vinnustað. Af því get- Sveinn Jónsson, tvítugur Eskfirðingur, tvibrotinn á handlegg eftir meðferð lögreglu. DV-mynd KAE ur ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi í maí. Hann á eftir að vera í gifsi í átta vikur og síðan tekur endurhæfing við. Hann sagðist hafa mikla óbeit á lögreglumönnunum sem fóra svo ilia með hann. Sveinn vissi ekki í fyrstu að eigandi bílsins væri lögregluþjónn og að hann og sá sem gekk lengst í ofbeldinu væru feðgar. „Maður er alveg vamarlaus gegn svona löguðu. Það er bölvanlegt að lenda í slíku. Ég sé ekki fram á að fá neina peninga út úr þessu á næst- unni. Fyrst ég er kominn til Reykja- víkur ætla ég að vera hér áfram. Ég get ekki gert nauðsynlegustu hluti án hjálpar og auk þess er ég að verða auralítill og verð óvinnufær í nokkr- ar vikur. Þetta verð ég allt að þola og það án þess að hafa nokkuð til unnið.“ -sme Sykurmolar í fýrsta sæti Cold sweat með Sykurmolunum korast í efsta sæti óháða listans í Melody Maker í þessari viku, ein- ungis fáeinum vikum eftir að Birthday með sömu sveit yfirgaf það sæti. Um leið og Cold Sweat náði toppnum á óháða listanum féll það töluvert á almenna listan- um; úr 29. sæti og niður í þaö 46. í þessu hefti tímaritsins eru frétf- ir af Sykurmolunum eins og vanalega. Greint er frá því að sveit- in hafi ákveðið að halda sér við útgáfufyrirtækið One Iáttie Indian í Bretlandi en viðræður standi við stærri fyrirtæki, Elektra og Sire, um dreifingu á Bandaríkjamark- aði. Þá er greint frá fyrirhugaðri tónleikaferð sveitarinnar um Bret- land í vor og einnig er stutt spjall við Björk Guðmundsdóttur söng- konu. Þar segir hún frá leik sínum í nýju sjónvarpsleikriti Kristínar Jóhannesdóttur sem Björk segist líta mjög upp til. -gse ^ Fleiri „flóðabflar" á leiðinni: A annað hundrað bílar frá Drammen væntanlegir Fjórmenningamir, sem fluttu til landsins 235 Subarabíla, sem lent höfðu í flóði á hafnarsvæðinu í Drammen í Noregi, hafa fest kaup á rúmlega hundrað bílum til viðbótar. Þeir bílar voru einnig á hafnarsvæð- inu í Dramen þegar flóðið varð. Bílarnir era keyptir í Amsterdam í Hollandi. Þeir bílar era af Mazda- og Daihatsugerðum. Bílamir era vænt- anlegir til landsins um mánaðamót- in. Bílana keyptu fjórmenningamir af sömu aðilum og þeir keyptu Subara- bílana af. Hér á landi verða bílamir seldir á hlutfallslega sama verði og Subaruamir. Endanlegt verð er ekki ákveðið og hyggjast fjórmenningam- ir auglýsa verðið og bílana fljótlega. Ábyrgð verður eins háttað og á Su- barabílunum. Margeir Margeirsson, einn inn- flytjendanna, sagði að Mazdabílamir hefðu farið best allra bíla úr flóðinu. Sumir Daihatsubílana sluppu ekki eins vel. Margeir sagði að þá bíla væri búið að þurrka og að það hefði verið gert í Amsterdam. -sme' Forráðamenn fískvinnslunnar leggja til að samningaviðrðeðum verði siltið Beðið eftir ríkisstjóminni Niðurskurður á opinberum framkvæmdum á borði ríkisstjómarinnar Forráðamenn fiskvinnslustöðva hafa lagt það til innan Vinnuveit- endasambandsins að viðræðum við Verkamannasambandiö verði shtiö. Þessir aðilar telja að í Ijósi afkomu frystingarinnar sé enginn grandvöll- ur fyrir kjarasamningum fyrr en ríkisstjómin hefur gefiö upp til hvaða aðgerða hún ætlar aö grípa til þess að bæta stöðu greinarinnar. Ákvörðun ríkisstjómarinnar um að bíða með aðgerðir þar til á lokastígi samninganna eða jafnvel að samn- ingunum loknum stendur hins vegar óhögguð. Það stendur því jám í jám í samningaviðræðunum, ekki milli samningsaðila heldur fiskvinnsl- unnar og ríkissljórnarinnar. „Við erum orðnir langþreyttir á að bíða eftír því að ríkisstjómin grípi til aðgerða þegar komið er að ein- hveijum dularfullum punkti í viðræðunum," sagði Ólafur B. Ólafs- son, forstjóri Miðness í Sandgerði, í samtali við DV. „Viö getum ekki samið um neitt eins og ástandið í greininni er núna. Fyrirtækin eru komin að þrotum. Menn horfa upp á það skelfingu lostnir að ríkisstjómin virðist stefna að-því aö kreppa svó að fiskvinnslunni að hún semji við sitt fólk um nánast ekki neitt. Það getur hins vegar verið að fyrirtækin standist þessa kreppu ekki mikið lengur." En hvaða aðgerða er beðið frá rík- isstjóminni? Allir era sammála um það að gengisfelling ein og sér skilar litlum árangri. Hún gæti auk þess orðið til þess að taprekstur frysting- arinnar yrði í raun fluttur á aörar greinar í sjávarútvegi. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar frá því seint í janúar era saltfiskverkun og útgerð reknar með hagnaði. „Gengisfelling yrði til þess að lán útgerðarinnar hjá Fiskveiðasjóði myndu hækka og sömuleiðis öll að- fóng útgerðarinnar. Þessu yrði að mæta með hækkun á fiskverði sem aftur leiddi til útgjaldaaukningar hjá húsunum. Ef fiskverði yrði haldið Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson niðri þýddi það í raun að tap frysting- arinnar yrði flutt yfir á útgerðina. Eða þá að ásókn í ferskfisksölu er- lendis myndi stóraukast og útflytj- endur myndu yfirbjóða fiskinn á mörkuðunum hér,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands ísl. útvegsmanna, í samtali við DV. Gengisfelling hefur auk þess þensluáhrif og skammtímaáhrif hennar flara út á tveimur til þremur mánuðum. Þær aðgerðir sem for- svarsmenn fiskvinnslimnar krefjast era því auk gengisbreytinga endur- greiðsla á laima- og söluskatti, niðurskurður í opinberum fram- kvæmdum og aðrar þær aðgerðir er draga úr þenslu og geta orðið til þess að vextir og fjármagnsbyröi lækkar. „Menn sjá nú fram á allt annan og meiri jafnvægisvanda en gert var ráð fyrir í haust. Bakgrunnurinn fyrir fjárlögum og lánsfjárlögum er því orðinn annar. Framkvæmdir ríkis- ins og þeirra sem það getur haft áhrif á era því til endurskoðunar en það er enn ekki ástæða til að varpa neinu fram í þeim efnum,“ sagði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra í samtali við DV. Um gengismál og endur- greiðslu á sköttum sjávarútvegsins sagði Jón að ákvörðun ríkisstjómar- innar um að hafa ekki afskipti af samningnm aðila vinnumarkaðarins stæði óhögguð. „Við teljum að það sé óráðlegt að gripa inn í málið á þessu stigi,“ sagði Jón. Það stendur því jám í jám milli fiskvinnslunnar og ríkisstjómarinn- ar. Verkamannasambandið leggur mesta áherslu á aö bæta kjör fisk- vinnslufólks. Samningsaðilar þeirra á því sviði telja sig hins vegar ekkert hafa upp á að bjóða. „Það hefur skýrt komið fram hjá forsvarsmönnum fiskvinnslunnar að við getum ekki skrifað undir neina samninga við óbreytt ástand,“ segir Ólafur B. Ólafsson. En þó ríkisstjómin ætli sér ekki að grípa inn í samninga bíða hennar ákvaröanir um hvernig unnið skuli á áætluðum tíu milljarða viðskipta- halla á þessu ári. Auk niöurskurðar í opinberam framkvæmdum kemur til greina að hækka lántökugjald á erlendum lánum til að minnka ásókn í þau, hækka tekju- og eignaskatt sem ekki hefur jafnmikil þensluáhrif og hækkun óbeinna skatta ásamt fleiri úrræðum. Að sögn Jóns Sigurðsson- ar hafa þessar aðgerðir enn ekki verið ræddar í ríkisstjóminni. Það liggur hins vegar pressa á rík- isstjóminni að grípa til aðgerða gagnvart viöskiptahallanum þar sem þær munu slá á þenslima, lækka vexti og minnka irmlendan kostnað fiskvinnslunnar. Að sögn forsvars- manna fiskvinnslunar bíða þeir ekki síður eftir slíkum aðgerðmn en geng- isleiðréttingu. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.