Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. 7 DV Lausn á vanda refabænda: Akvörðun verður að koma í næstu viku Fréttir / Ákvörðun um hvemig vandi refa- bænda verður leystur þarf að koma sem fyrst. Nú í lok febrúar hefst ásetning hjá refabændum og verður því að finna úrræði sem fyrst. Það er því ljóst að nefnd sú sem land- búnaðarráðherra skipaði til að fjalla um vanda refabænda vinnur undir tímapressu. Hefur reyndar verið gagnrýnt hve seint nefndin var skip- uð. Að sögn Árna Gunnarssonar, sem sæti á í nefndinni, verðUr hún að skila niðurstöðum frá sér í upp- hafi næstu viku. Meðal þeirra ráða sem nefndin hef- ur til skoðunar eru endurgreiðsla söluskatts, framlög úr framleiðni- sjóði, frekari skuldbreytingar hjá Stofnlánadeiid og lán frá Byggða- stofnun til fóðurstöðva. Þá er líklegt að Bjargráðasjóður muni eitthvað greiða út en ljóst er að aðeins hluti vandans verður leystur þar. Allar þessar fyrirgreiðslustofnanir hafa áður lánað til refabænda. Við rannsókn nefndarinnar hefur fátt komiö í ljós sem gefur tilefni til bjartsýni. „Það liggur ljóst fyrir að þessir menn hafa verið hvattir til að fara út í þennan búskap með bú- Vejviseren til- nefhd til óskars- verðlauna - Helgi Skúlason í einu aðalhlutverkanna Helgi Skúlason leikari. Norska kvikmyndin Vejviseren (Leiðsögumaðurinn), þar sem Helgi Skúlason leikur eitt aðalhlutverk- anna, hefur verið tilnefnd til óskars- verðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Fimm erlendar myndir voru tilnefndar og fer verölaunaaf- hendingin fram í apríl. Leikstjóri myndarinnar er Nils Gaub. „Myndin er byggð á samískri þjóð- sögu þar sem ræningjar heija á Samabyggðimar,“ segir Helgi Skúla- son sem fer með hlutverk eins ræningjanna. „Þeir.koma einhvers staöar austan að og stráfeila alla sem fyrir þeim verða og hirða allt laus- legt. Myndin gerist einmitt í einni slíkri árás og lýsir baráttu ungs drengs sem ræningjarnir hertaka og vilja láta vísa sér á verðmæti." Leiðsögumaðurinn hefur enn sem komið er aðeins verið sýndur í Nor- egi og hefur slegið öll aðsóknarmet þar í landi. Helgi segir myndina verða sýnda hér á landi í vor. -JBj Fræðslustjóramárið: Sturia krefst 6 millj- óna í skaðabætur Málflutningi í máli Sturlu Kristj- ánssonar, fyrmm fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi eystra, gegn ríkissjóði lauk í Borgardómi Reykja- víkur 15. febrúar síðastliðinn. Kröfur Sturlu em að hann fái 6 milljónir í skaðabætur og að brottvikning hans úr starfi fræðslustjóra í janúar í fyrra verði gerð ólögmæt. Dómari í málinu er Hjördís Hákon- ardóttir en Jón L. Arnalds borgar- dómari og Guðmundur Arnlaugsson eru meðdómendur. Lögmaður Sturlu er Jónatan Sveinsson hæstaréttar- •lögmaður en Guðrún M. Árnadóttir hæstaréttarlögmaður er lögmaður ríkissjóðs. -JBj Stjaman til Akureyrar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: Útvarpsstöðin Stjarnan mun að öllum líkindum hefja útsendingar á Akureyri í dag. í gær var unnið að uppsetningu sendis stöðvarinnar en hann er á þaki Bamaskóla Akureyrar og var búist við að því verki myndi ljúka í gær. Gunnlaugur Helgason á Stjörnunni tjáði DV í gær að sent yrði út á FM-104 og myndi útsending nást á Akureyri og í næsta nágrenni. Þar með er ljóst að ekkert verður úr samvinnu Stjörnunnar og Hljóð- bylgjunnar á Akureyri sem rætt hefur verið um að undanfórnu. Þegar Stjarnan hefur hafið útsendingar á Akureyri geta Akureyringar valið á milli 5 útvarpsstöðva auk þess sem Svæðisútvarp Norðurlands sendir út tvisvar á dag í stuttan tíma í senn. háttabreytingum,“ sagði Ámi. Hann taldi að það væri nánast siðferðileg skylda að aðstoða refabændur, hvort sem það yrði gert til að halda áfram eða til að hætta. Þama hefðu margar fjölskyldur lagt allt sitt undir að frumkvæði stjómvalda. Árni sagði að því væri ekki hægt að neita að af þessari búgrein væru töluverðar gjaldeyristekjur og meö aukinni hagræðingu mætti halda hluta refaræktar gangandi áfram. Það væri þó ljóst aö flutningskostn- aður á fóðri væri allt of mikill vegna þess að búin eru of dreifð. Þá væri fjármagnskostnaður aö drepa þessa grein eins og aðrar í landinu. -SMJ NÝ BILLIARDSTOFA í KÓPAVOGI í dag kl. 16.00 verður Billiardstofa Kópavogs opnuð í Hamraborg 1 (norðanmegin). Sími 641899 LEÐURLUX Vinsældir þess fara sívaxandi SERES SOFASETT Seres sófasett Leðurlux kr. 79.000 Leður kr. 157.000 TM-HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22 ■ Opið allar helgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.