Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Side 17
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. 33 íþróttir Elisabet Þórðard., DV, Antwerpea- íslenskt badmlntonfólk tekur þessa dagana þátt í Toona Cup- mótinu sem haldiö er i Antwer- pen í Belgíu. • Broddi sat yfir í fyrstu um- ferö. í 2. umferð sigraöi hann Belga, 15-6 og 15-3. I 3. umferö sigraöi Broddi Norðmanninn Sperre, 10-15, 15-7 og 15-7, og í 4. umferð Sogaard frá Danmörku, 15-12, 7-15 og 18-16. Róöurinn varð Brodda erfiöur í 5. umferö en þá mætti hann Ib Fredriksen frá Danmörku og tapaöi, 3-15 og 6-15. • Guðmundur Adolfsson keppti einnig í einliöaleik en var sleginn út í 1. umferð af Pontus Jannti frá Finnlandi, 2-1, en Pontus er Evrópumeistari ungl- inga. Loturaar fóru 2-15, 15-11 og 16-17. Ármann Þorvaldsson sat yfir í fyrstu umferð en í 2. umferð mætti hann Isaksson frá Svíþjóð en beið iægri hlut, 12-15 og 11-15 Þórdís Edwald og Elísabet Þórðardóttir tóku þátt í einllða- leikskeppninni. Mótheiji Þórdfs- ar f l. umferð gaf leikinn en i 2. umferð tapaöi Þórdfs fyrlr Awati frá Indónesíu, 8-11 og 3-11. Elfsa- bet tapaöi fyrir Ubben fVá V- Þýskalandi, 5-11 og 11-12. í tvenndarleik kvenna er isienska liðið komið i 8liða úrsiiL avík, til vinstri, og ísak Tómasson f Njarðvík DV-mynd Brynjar Gauti - sem mætir Víkingi í Evrópuleik á sunnudagskvöld í Höllinni Sovéska liðiö ZSKA Moskva, sem mætir Víkingum í Evrópuleik á sunnudagskvöld, er eitt sterkasta fé- lagslið sem fram hefur komið í Ráðstjórnarríkjunum í áraraðir. Dátar skipa hvert sæti og hefur lið- ið af þeim sökum nægan tíma til að sinna íþróttinni og ná árangri. í fyrra varð ZSKA meistari í Evrópukeppni bikarhafa en ver ekki titil sinn í ár þar sem félagið hreppti sovésku krúnuna. - Spilar því í meistara- keppni Evrópu á sama hátt og Víkingar. í fyrra slógu Sovétmeistararnir eft- irtalin lið úr keppni bikarhafa: Norska liðið Rapp frá Þrándheimi, sænska liðið Drott, SC Leipzig frá A-Þýskalandi, Dinos Slovan frá Júgóslavíu og loks Amicitia Zurich frá Sviss. ZSKA spilaöi tiu leiki í keppninni á því leikárinu, vann átta þeirra og tapaði tveimur, báðum mjög naum- lega. Sex a-landsliðsmenn eru í ZSKA, þar af tvær af skærustu stjörnum Sovétmanna, iínumaðurinn Alex- ander Rymanov, sem er einn hæsti leikmaður heims í þeirri stööu - tæp- ir tveir metrar, og skyttan Mikhail Vasiljev. Þá eru fjórir unglingaliðs- menn í ZSKA en sovésku piltarnir mættu einmitt þeim íslensku á HM- unglinga í Júgóslavíu á síðasta ári. Sovétmenn urðu í 3. sæti á því mót- inu, léku um bronsverðlaun við Svía og höfðu betur. Það má því ljóst vera að þaö eru engir aukvisar sem mæta Víkingum í Höllinni á sunnudag klukkan 20.30. -JÖG • Arni Indriðason, þjálfari Vfkings, hefur fagnað glæstum sigrum með félag inu. Fagnar hann góðum árangri á sunnudagskvöld? Fýririiuguð koma bandarískra körfuboltasnillinga að engu orðin? Hæpið aðPistons komi til íslands Allt útlit er nú fyrir að bandaríska körfuknatt- leiksliðið Detroit Pistons geti ekki komið til íslands eins og fyrirhugað var. Er þetta mikið áfall fyrir körfuknattleiksunnendur og Körfuknattleikssam- bandið því að lið Detroit Pistons er eitt skemmtileg- asta og besta liðið í NBA-deildinni. Á dögunum leit út fyrir að fátt eitt gæti komið í veg fyrir komu Detroit Pistons hingað til lands og forráðamenn Körfuknattleikssam- bandsins voru famir að bóka komu liösins en í upphafi skrifuöu for- ráðamenn Detroit Pistons KKÍ bréf þar sem þeir óskuðu eftir að leika hér á landi. Alit komið í hnút Málið var síðan komið í nokkra biðstöðu eða þar til fyrir nokkrum dögum að bréf barst aftur frá hðinu og forráðamenn þess sögðu allt komiö í hnút Alþjóða körfuknatt- leikssambandið hafði lagt blessun sína yfir fyrirhugaða keppnisferð Pistons um Evrópu í sumar en stjóm NBA-deildarinnar hefur ekki enn lagt blessun sína yfir hana. Stjómin hefur þegar hafnað óskum frá öðrum félögum en Pist- ons en hefur þó ekki enn svarað beiðni Detroit Pistons neitandi. Allt bendir þó til þess að svo muni fara. Forráðamenn Pistons hafa sagt við KKÍ að þeir séu svartsýnir á að leyfið fáist. • Þó aö menn séu auðvitað sár- svekktir yfir gangi mála síðustu daga er það þó huggun harmi gegn . aö hugsaanlegt er að besti maður Detroit Pistons, bakvörðurinn Is- iah Thomas, og annaðhvort aðal- þjálfari liðsins eða framkvæmda- stjóri komi hingað til lands í sumar og miðli körfuknattleikssmönnum af þekkingu sinni og reynslu. Körfuknattleiksunnendur munu þó varla njóta veru þeirra hér og er því enn gramir. -SK 5 upp á allt það besta iði UMFN, 87-86. Jón Kr. lék sinn 200. leik. 38 stig Vals dugðu UMFN ekki fyrri hálfleiks skoraði Magnús Guð- finnsson 4 stig á aðeins 20 sekúndum og staðan var orðin 52-40. Útlitið var því ekki gott hjá meisturunum í síðari hálfleik en þeir hófu hann með látum og minnkuðu muninn í aöeins tvö stig, 58-56, eftir aðeins íjórar mínútur. Fljót- lega hrökk Keflavíkurliðið aftur í gang og komst yfir, 78-70, eftir tólf mínútur. Spennan hélst áfram og þegar 2 mínút- ur voru eftir var staðan 83-80 og allt orðið vitlaust í íþróttahúsinu í Keflavík. Þegar aðeins 12 sekúndur voru eftir skoruðu heimamenn og staðan 87-86. Njarðvikingar hófu sókn en lokaskotið geigaði. • Jón Kr. Gíslason lék í gærkvöldi sinn 200. leik með meistaraflokki ÍBK og í þeim hefur hann skorað 3073 stig og tekið 790 vítaskot og hitt úr 521 sem gerir 66% nýtingu. Ekki ónýtt fyrir ÍBK að eiga slikan leikmann. í gærkvöldi léku þeir Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúlason og Magnús Guðfinnsson best í liði ÍBK. • Valur Ingimundarson skoraði 38 stig fyrir UMFN en ekki dugði það í þetta skipti. Hann var bestur í liði UMFN ásamt Helga Rafnssyni. • Eftir þennan sigur munar aðeins tveimur stigum á ÍBK og UMFN í deild- inni en Keflvíkingar eiga leik inni þannig að allt getur gerst. Staðan ÍBK-UMFN....87-86 Njarðvík.......13 11 2 1146-942 22 Keflavík.......12 10 2 943-782 20 Valur.........12 8 4 951-810 14 KR.............11 6 5 865-808 12 Haukar.........11 6 5 799-748 12 Grindavík......12 6 6 868-861 12 ÍR.............11 4 7 750-834 8 Þór......V...12 1 11 889-1129 2 Breiðablik...12 1 11 669-966 2 Keflavík-Njarðvík 87-86 (52-40) STIGIN FYRIR KEFLAVlK: Guðjón Skúlason 22, Ólafur Gottskálksson 17, Magnús Guöfinnsson 12, Jón Kr. Gíslason 11, Axel Nikulásson 8, Sigurður htgimundarson 7, Hreinn Þorkelsson 6, Matti Ó. Stefánsson 2 og Falur Haröarson 2. STIGIN FYRIR NJARÐVÍK: Valur Ingimundarson 38, Helgi Rafnsson 17, ísak Tómasson 9, Sturla Örlygsson 9, Hreiöar Hreiöarsson 7, Teitur Örlygsson 2, Ámi Lárus- son 2 og Friörik Rúnarsson 2. Dómarar voru Kristinn Albertsson og Ómar Schewing. Áhorfendur 460. Broddi Kristjánsson. Broddi komst í 5. umferð Dátar skipa hvert sæti í sterku liði ZSKA Moskva r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.