Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Side 25
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988.
41
Fólk í fréttum
Margrét Guðnadóttir
Margrét Guðnadóttir prófessor
hefur verið í fréttum DV af eyðni-
vömum hér á landi og af eyðni-
rannsóknum. Margrét Guðmunda
er fædd 7. júlí 1929 í Landakoti á
Vatnsleysuströnd og lauk læknis-
fræðiprófi frá HÍ 1956. Hún var í
sérfræðinámi í veirufræði á Til-
raunastöð háskólans í meinafræði
á Keldum 1956-1957 og við Central
Public Health Laboratory, Colind-
ale í London og New York
1957-1960. Margrét var sérfræðing-
ur í veirufræði við Tilraunastöð
HÍ í meinafræði á Keldum
1960-1969 og prófessor í sýklafræði
viö'læknadeild HÍ frá júní 1969. Þá
var hún forstöðumaður rann-
sóknastofnunar í veirufræði við
HÍ. Hún var varaborgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins í Rvík 1970-1974
og sat í heilbrigöismálaráði Rvíkur
1970-1982. Börn Margrétar og
Franz Donaldson, efnafræðings í
Glasgow, eru Guðni Kjartan, f. 21.
janúar 1961, klarínettuleikari, í
námi í Englandi, og Eydís Lára.'f.
31. mars 1963, óbóleikari, í námi í
Englandi.
Bróöir Margrétar er Eyjólfur, f.
4. janúar 1931, b. í Bryðjuholti,
kvæntur Helgu Magnúsdóttur.
Hálfsystkini Margrétar samfeðra
eru Eyrún, f. 28. febrúar 1912, Guð-
munda, f. 23. febrúar 1913, gift
Ingimar Karlssyni, málara í Rvík,
Jón Guðni, f. 7. mars 1914, b. í
Landakoti á Vatnsleysuströnd, síö-
ar skrifstofumaður í Rvik, kvæntur
Báru Jóhannsdóttur, Jóhanna
Lilja, f. 4. júli 1916, gift Kjartani
Stefánssyni, verkamanni í Rvik,
sem lést 1955.
Foreldrar Margrétar eru Guðni
Einarsson, b. í Landakoti á Vatns-
leysuströnd, og kona hans, Guðríð-
ur Andrésdóttir. Guöni var sonur
Einars, b. í Haga í Holtum, Pálsson-
ar, b. á Borg á Landi, Jónssonar,
b. á Önundarstöðum í Landeyjum,
Diðrikssonar. Móöir Guðna var
Guðrún, systir Guðbjargar,
langömmu Guðlaugs TYyggva
Karlssonar hagfræðings. Guðrún
var dóttir Jóns, b. pg hreppstjóra á
Skarði á Landi, Ámasonar, b. á
Galtalæk á Landi, Finnbogasonar,
bróður Árna, langafa Júlíusar Sól-
nes alþingismanns, og langafa
Sigurðar, afa Þórðar Friðjónsson-
ar, forstjóra Þjóðhagstofnunar.
Bróðir Árna var Jón, langafi Þóru,
móður Þórs Jakobssonar veður-
fræðings. Móðir Jóns var Margrét
Jónsdóttir, b. á Ægissíðu, Jónsson-
ar. Móöir Jóns var Guðrún, systir
Guömundar, langafa Gróu,
langömmu Þorsteins Gíslasonar
fiskimálastjóra. Guðrún var dóttir
Brands, b. á Felli í Mýrdal, Bjama-
sonar, b. á Víkingslæk, Halldórs-
sonar, ættfóður Víkingslækjarætt-
arinnar. Móðir Guðrúnar var
Guðrún Kolbeinsdóttir, b. á
Hlemmiskeiði, Eiríkssonar, b. og
dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vig-
fússonar, ættfóður Reykjaættar-
innar, fóður Eiríks, langafa
Sigurgeirs Sigurðssonar biskups,
föður Péturs biskups. Móðir Kol-
beins var Guðrún Kolbeinsdóttir,
prests og skálds í Miðdal, Þor-
steinssonar. Móðir Guðrúnar
Kolbeinsdóttur var Solveig Vigfús-
dóttir, systir Ófeigs ríka á Fjalli,
langafa Tryggva Ófeigssonar út-
gerðarmanns, afa Tryggva Páls-
sonar bankastjóra.
Guöríður er dóttir Andrésar, b. í
Hlöðversnési á Vatnsleysuströnd,
Vigfússonar og konu hans, Þór-
unnar Kjartansdóttur, sjómanns í
Miðgarði á Vatnsleysuströnd,
Herjólfssonar. Móðir Þórunnar var
Hildur Sveinsdóttir, b. á Reyni-
valla-Vesturkoti í Kjós, Erlingsson-
ar, bróður Erhngs, langafa
Þórmundar, fóður Jónatans pró-
fessors. Erlingur var einnig langafi
Ásmundar, föður Guðrúnar leik-
konu.
Afmæli
Trausti EyjóHsson
Trausti Eyjólfsson, kennari og
húsvörður við Bændaskólann á
Hvanneyri, er sextugur í dag. Hann
fæddist í Vestmgnnaeyjum og ólst
upp hjá móðursystkinum sínum að
Rauðafelli og í Vestmannaeyjum
hjá móður sinni. Trausti lauk bú-
fræðinámi frá Bændaskólanum á
Hvanneyri 1946. Hann hefur síðan
unnið margvisleg störf. Trausti var
bóndi í sautján ár, fyrst á nýbýlinu
Kombrekku á Rangárvöllum og
síðan í fimm ár á Breiðabakka í
Vestmannaeyjum en þar stundaði
hann jafnframt verslunarstörf um
skeið. Hann keypti svo Volasel í
Lóni 1958 og bjó þar í tíu ár en
flutti síðan aftur til Vestmanna-
eyja. Þar stunduðu þau hjónin
hótelstjórn og matreiðslu við Hótel
HB i þrjú ár þar til starfseminni
var hætt. Trausti var svo jafnframt
æskulýðsfulltrúi í Eyjum í tvö ár
eða fram að gosi. Hann hefur nú
verið félagsmálakennari og hús-
vörður við Bændaskólann á
Hvanneyri sl. fimmtán ár.
Kona Trausta er Jakobína Jónas-
dóttir frá Grænavatni í Mývatns-
sveit en þau eiga átta börn og
sextán barnabörn.
Foreldrar Trausta voru ’Sigurlína
Sigurðardóttir frá Rauðafelli og
Eyjólfur Þorsteinsson, b. á Hrúta-
felli undir Austur-Eyjafjöllum.
Birgir Sigurjónsson
Birgir Siguijónsson, yfirdeildar-
stióri tæknideildar Pósts og síma,
til heimilis að Lækjarhvammi 9,
Hafnarfirði, er fimmtugur í dag.
Birgir fæddist á Víðimelnum í
Reykjavik og ólst upp í foreldra-
húsum í vesturbænum. Hann lærði
rafeindavirkjun hjá Pósti og síma
en hóf síðan störf hjá tæknideild
Pósts og síma þar sem hann hefur
starfað síðan. Birgir hefur verið
verkstjóri og fulitrúi hjá deildinni
en 1978 varð hann yfirdeildarstjóri
þar og gegnir því starfi enn.
Kona Birgis er Ragnhildur Sig-
ríður, f. 9.3. 1939, dóttir Eggerts
Ólafssonar lýsismatsmanns, sem
er látinn, og konu hans, Ragnhildar
Gottskálksdóttur, en þau bjuggu
lengi við Tjamargötuna í Reykja-
vík.
Birgir og Ragnhildur Sigríður
eiga fjögur böm. Þau eru Hilda
Gerd, háskólanemi og starfsmaður
Pósts og síma, f. 1956, í sambýli
með Georg H. Gunnarssyni, starfs-
manni á Borgarspítalanum, en þau
eiga eina dóttm-; Birgir Örn, múr-
ari, búsettur í Gnúpveijahreppi, f.
1959, i sambýli með Kristjönu
Gestsdóttur húsmóður og verslun-
areiganda en þau eiga eina dóttur;
Ragnhildur, kennari, búsett í
Reykjavík, f. 1960, sambýlismaöur
hennar er Vilmundur Hansen
garðyrkjufræðingur og búfræðing-
ur, eiga þau einn son; Eggert
Siguijón, nemi í foreldrahúsum, f.
1972.
Birgir á tvö systkini. Þau eru
Hallvarður, bifreiðarstjóri hjá
Landsvirkjun, f. 1946, kvæntur
Lám Scheving húsmóður, þau búa
í Reykjavík og eiga íjögur börn;
Helga María, húsmóðir í Reykjavík
og starfsmaöur hjá Byggðastofnun,
gift Hreiðari Jónssyni, bifvéla-
virkja hjá Vélamiðstöð Reykjavík-
urborgar, þau eiga tvö böm.
Foreldrar Birgis eru Siguijón
Hallvarðsson, skrifstofustjóri lög-
reglustjóraembættisins, f. 16.7.
1905, d. 1987, og kona hans, Gerd
Hallvarösson, f. 13.8. 1913. Föður-
systkini Birgis: Jónatan hæstarétt-
ardómari, faðir Halldórs, forstjóra
Landsvirkjunar, Bergljótar, konu
Jóns Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra íslenska jámblendifélagsins,
og Sigríðar, konu Þórðar Þ. Þor-
bjarnarsonar borgarverkfræöings;
Jón sýslumaöur, faðir Bjama
Braga, aðstoðarbankastjóra Seðla-
bankans; Einvarður, starfsmanna-
stjóri Landsbankans og Seðlabank-
ans, faðir Hallvarðs saksóknara og
Jóhanns alþingismanns; Guðbjörg
sem lengi starfaði hjá Ölgerð Egils
Skallagrímssonar; og Ásdís sem er
látin. Hálfsystkin Siguijóns em svo
Hulda Guðmundsdóttir, húsmóðir
í Reykjavík, og Kristján Guð-
mundsson leigubílstjóri. Móður-
systkini Birgis em Leifur Mtiller,
heildsali í Reykjavík, og Tony
Mtiller Guðjónsson, húsmóðir í
Hafnarfirði.
Móðurforeldrar Birgis vom L.H.
Mtiller, kaupmaður í Reykjavík, og
kona hans, Marie Bertelsen. Þau
vom bæði norsk. Föðurforeldrar
Birgis voru Hallvarður, b. í Skut-
ulsey á Mýrum, Einvarðsson og
kona hans, Sigríður Jónsdóttir.
Hallvarður var sonur Einvarðs, b.
í Skutulsey og Hítarnesi, Einars-
sonar og konu hans, Halldóm
Stefánsdóttur. Foreldrar Einvarðs
voru Einar Sigurðsson, b. í Mið-
húsum í Álftaneshreppi, og Vigdís
Sigurðardóttir en foreldrar Halld-
óm voru Stefán Hallbjömsson, b.
í Skutulsey, og Þómý Snorradóttir.
Foreldrar Sigríðar vom Jón, b. á
Skiphyl, Jónsson og Guðbjörg Þor-
kelsdóttir. Foreldrar Jóns vom Jón
Jónsson, b. í Haukatungu, og kona
hans, Guðríður Benediktsdóttir, en
foreldrar Guðbjargar vom Þorkell
Jónsson, b. í Einarsnesi í Borgar-
hreppi, og kona hans, Guöríður
Þorvaldsdóttir.
Andlát
Guðrún Gísladóttir, Þórufelli 8,
Reykjavík, lést 17. febrúar.
Ágúst Núpdal Benjamínsson
lést í Landspítalanum þann 17.
febrúar.
Ólafur A. Þorsteinsson lést á
heimili sínu, Túngötu 19, Kefla-
vík, aöfaranótt 18. febrúar.
Árni Kristinsson prentari lést á
heimih sínu 17. febrúar.
Eriendur
Sigurðsson
Erlendur Sigurðsson bóndi, Nesi
í Aðaldælahreppi, er fimmtugur í
dag. Erlendur fæddist að Urriöaá á
Mýrum í Álftaneshreppi og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum. Hann fór
til Reykjavíkur um tvítugt og var
á togumm um skeið en síðan í far-
mennsku í nokkur ár. Hann flutti
noröur í land 1971 en þau hjónin
hafa stundað búskap í Nesi og ver-
ið þar með kúabú en em nú
eingöngu með minkabú.
Kona Erlends er Arndís, dóttir
Steingríms, b. í Nesi, Baldvinsson-
ar, og Sigríðar Pétursdóttur en þau
em bæði látin.
Erlendur á tvær systur. Þær em:
Guðrún, b. á Urriðaá, og Jóna, hús-
freyja í Borgarnesi, gift Kjartani
Magnússyni bifreiðarstjóra.
Foreldrar Erlends eru Sigurður,
b. á Urriðaá, sonur Guðjóns og
Guðrúnar á Leirulæk, og kona
hans, Hólmfríður, dóttir Guð-
mundar, b. í Álftatungukoti í
Álftaneshreppi, Þórðarsonar og
Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Til hamingju með daginn
80 ára________________________
Sigurjóna Sveinbjörnsdóttir,
Grundarstig 1, Reykjavík, er átt-
ræð í dag.
75 ára___________________
Dagný Wessman, Laugamesvegi
90, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára
í dag.
60 ára_________________1
Sigurður Ólafsson bifvélavirki,
Oddabraut 20, Þorlákshöfn, er sex-
tugur í dag.
50 ára_______________________
Svanhildur Þorbjörnsdóttir, Slétta-
hrauni 32, Hafnarfirði, er fimmtug
í dag.
Sigurður Gunnar Eiríksson, Hjalla-
vegi 1, Njarðvík, er fimmtugur í
dag.
Elsa Svandís Valentínusdóttir, Silf-
urgötu 26, Stykkishólmi, er fimm-
tug í dag.
40 ára
Magnús Jónsson verslunarmaður,
Skriöuseli 3, Reykjavík, er fertugur
í dag.
Jensina S. Guðmundsdóttir, Góu-
holti 2, ísafirði, er fertug í dag.
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Grund-
argerði 6G, Akureyri, er fertug í
dag.
Þórunn Þórhállsdóttir, Álftarima
1, Selfossi, er fertug í dag.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hveturafmælisbörn og að-
standendur þeirra til að senda því
myndir og upplýsingar um frænd-
garð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast
í síðasta lagi tveimur dögum
fyrirafmælið.
Munið að senda okkur myndir