Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Fréttir Hrrfunesmálið: Krafist álits annars læknls Ættingjar Áma Þórarins Jónssonar, vistmanns á dvalar- heimili aldraöra á Kirkjubæ- jarklaustri, hafa nú krafist þess að kallaöur verði til sérfræðing- ur til að meta hvort Árni Þórarinn hafl veriö fullfær um að veita tveimur frændum sín- um fullt umboð yfir Hrífunesi, jörð í Skaftártungu. Einar Oddsson, sýslumaður í Vík, fékk héraðslækninn á Klaustri til aö skoða Árna Þór- arinn. Niðurstaöa Jjeirra skoðunar hefur ekki enn verið send sýslumanni, en sam- kvæmt heimildum DV kemst hann að þeirri niðurstöðu að Ámi Þórarinn sé ekki það sjúk- ur aö rétt sé að svipta hann sjálfræði. Þeir ættingjar sem kærðu umboðið vilja ekki sætta sig viö þetta og hafa faiið fram á að sérfræðingur gefi sitt álit á sjálfræði gamla mannsins. -gse Fiskvinnsla til fyrirmyndar Ómar Garöarsson, Vestmannaeyjum; ---------------*-------------- Hraðfrystistöðin í Vestmannaeyj- um var í hópi átta fiskvinnslufyrir- tækja, eitf úr hverju kjördæmi, sem fékk viðurkenningu sjávarútvegs- ráöherra fyrir skömmu. Viðurkenn- ingin er veitt fyrir umgengni, hreinlæti og búnað jafnt utan húss sem innan. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- arinnar, veitti viðurkenningunni viðtöku ásamt einum starfsmanni sínum, Ástu Maríu Jónasdóttur. Sigurður sagði það mikils virði að fá slíka viðurkenningu og mjög ánægjulegt fyrir Hraðfrystistöðina. Hann sagði einnig að fiskmatsstjóri, sem var viðstaddur aíhendinguna, hefði sagt að fiskvinnsla í Vest- mannaeyjum væri almennt til fyrir- myndar og vandasamt hefði verið að velja fyrirtæki úr til verðlaunaveit- ingar. Ásta María Jónasdóttir var einnig viöstödd afhendinguna sem fulltrúi starfsfólks fyrirtækisins og var það að beiðni sjávarútvegsráðherra. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: Norðmenn góðir í að gagnrýna aðra „Ég hef heyrt þetta en þetta er þá aöeins vegna þess að herinn semur af sér,“ sagöi Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra í samtali við DV, þegar hann var spurður hvort rétt væri að Norö- menn hefðu gagnrýnt hversu dýrar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli væru. Svo sem kunnugt er hafa íslenskir aðalverktakar aUar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli á hendi en fyrir- tækið er í eigu þriggja aðila: ríkisins sem á 25%, Regins sem á 25%, en það fyrirtæki á SÍS, og Sameinaðra verk- taka en þeir eiga 50% í íslenskum aðalverktökum. „Forráðamenn hersins og Aöal- verktaka sitja alltaf langa og stranga fundi áður en samið er um greiðslur fyrir verk. Einnig gerir herinn sér grein fyrir þeim skyldum sem Aðal- verktakar hafa, en þeim ber skylda til að eiga jafnan mikinn lager fyrir- liggjandi af vélum og tækjum,“ sagði Steingrímur. Norðmenn hafa gagnrýnt háan kostnað við ýmsar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og átta sig ekki á því af hverju framkvæmdir á íslandi þurfa að vera dýrari en í Noröur- Noregi. Um gagnrýni Norðmanna sagði Steingrímur: „Norðmenn eru góðir í að gagnrýna aðra.“ -ój Ásta María og Sigurður Einarsson. Hann heldur á árituðum verðlaununum - greiptum steini frá Álfasteini hf., Borgarfirði eystra. DV-mynd Ómar Kaupfélag Svalbarðseyrar: Uppboð auglýst hjá bændunum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Búið er að auglýsa uppboð hjá fimm bændum sem gengu í persónu- ábyrgðir fyrir Kaupfélag Svalbarðs- eyrar á sínum tíma. Uppboðið er auglýst að kröfu Iðnaðarbankans og á að fara fram í byijun næsta mánað- ar. Að sögn eins bændanna, sem ekki vildi láta nafn sitt koma fram, hefur ekkert gerst í máli bændanna og Samvinnubankans sem einnig er með fjárkröfur á hendur bændunum. Iðnaðarbankinn hefur hins vegar þrýst á með sitt mál og m.a. boðið bændunum skuldbreytingu. En bóndinn sem DV ræddi við sagði að staða málanna gæfi ekki tilefni til bjartsýni. Flugvöllurinn í Reykjahlíð lengdur Fmnur Baldursson, DV, Mývatnssveit: Síðastliðið sumar var byrjað að lengja flugvöllinn í Reykjahlíð og sá Sniðill hf. um verkið. Syðsti hluti gamla vallarins verður tekinn undir öryggissvæði og í vor verður lokið við að lengja völlinn og mun hann þá verða þúsund metra langur. Slit- lag verður lagt á flugvöllinn í þessum áfanga. Einnig verður lagður nýr vegur að vellinum, sem mun liggja yfir hraunið vestan við byggðina í Reykjahlíð, svo framvegis verður ekki ekið í gegnum tjaldstæðið.að vellinum. Þá má geta þess að flugfé- lagið Mýflug er að reisa myndarlegt flugskýU við völlinn. Stúdentapolitíkin í dag ku vera kosið til stúdentar- áðs í Háskólanum. Tveir listar eru í kjöri, annar borinn fram af Vöku, hinn af Röskvu. Ýmislegt hefur verið skrifað um þessar kosningar í dagblöðunum og Dagfari hefur gert sér far um að kynna sér um hvað þessar kosningar snúast, vegna þess að venjulega, þegar ko- sið er um eitthvað, þá er verið að kjósa um eitthvað. Þaö verður hins vegar að segjast eins og er að það hefur reynst býsna flókið að átta sig á mismun- inum á þessum tveim listum sem bornir eru fram. Morgunblaðið gerir tilraun til að útskýra það fyr- ir lesendum sínum á sunnudaginn og kemst ekki mikið lengra heldur en Dagfari í þessum rannsóknum sínum. Þar segir meðal annars: „Við lestur á útgefnum stefnu- skrám fylkinganna verður ekki ljóst hvaða málefni það eru sem helst skilja fylkingarnar aö. í flest- um efnum virðast markmiðin vera svipuð. Þaö takmarkar að vísu mögulegan samanburö á stefnu- málunum að fylkingarnar virðast hafa lagt mismikla vinnu í aö skil- greina stefnumál sín og markmið. Þannig setur Röskva stefnu sína fram í mjög knöppu formi og birtist hún einkum í stuttum, almennt oröuðum setningum, eins konar markmiðslýsingum. Stefna Vöku birtist hins vegar ítarlega útfærð og skilur það á milli að þar er ein- ungis getið um hugmyndir félags- manna um hvernig ná eigi þeim markmiðum sem sett eru fram.“ í spjalli við efstu menn listanna kemur fram að þeir hjá Vöku telja það helsta veikleika á starfi stúd- entaráðs að enginn veit hvað það hefur verið að gera. Vaka telur-að með því að gera fundi styttri og markvissari muni það auka virð- ingu stúdenta fyrir stúdentaráði. Röskvumenn vilja að stúdentar- áö meti hvað teljist til hagsmuna stúdenta. Þeir segja til dæmis að stúdentar eigi ekki að standa í þrasi um hluti sem koma til með að spilla fyrir eða tefja störf ráðsins. Eflaust eru þetta hinar merkustu stefnuskrár og vonandi er að stúd- entarnir, sem eiga að kjósa og ekki eru á framboðslistunum, átti sig á því hvað kosningarnar snúast um. Dagfari gerir það ekki, en það er ekki að marka því hann er ekki stúdent. Dagfari getur hins vegar vel fallist á að það sé betra fyrir stúdenta að stúdentar viti hvað stúdentaráð er að gera og eins er hann alveg sammála þeirri upp- götvun Vökumanna aö betra sé að hafa stutta fundi heldur en langa. Ef Röskva vill halda langa fundi meðan Vaka vill hafa stutta fundi þá styður Dagfari Vöku. Ef Vaka vill hins vegar vera að þrasa um hluti, sem tefja fyrir og spilla störf- um ráðsíns, en Röskva ekki, þá styður Dagfari Röskvu. Niðurstaða blaðamanns Morgun- blaðins af rannsóknum sínum er afar athyglisverð. Ef Vaka fær fleiri atkvæði en Röskva, þá vinnur Vaka. Ef Röskva fær aftur á móti fleiri atkvæði en Vaka, þá sigrar Röskva. Þetta er upplýsandi og gagnlegt fyrir stúdenta að vita, sem eru í Háskólanum. Nýlega var nefnilega tekin upp sú aðferö í einni af deild- um Háskólans að láta hlutkesti ráða um þaö hverjir kæmust aö og hverjir ekki. Þetta er mun einfald- ari aðferð en kosningar og í raun- inni skrítið að stúdentafélögin skuli ekki taka hana á stefnuskrár sínar úr því þau vilja auka virðingu sína með því að hætta að þrasa um það sem tefur fyrir. Enda er engin vissa fyrir því að frambjóðendur til stúdentaráðs sitji í Háskólanum þegar þessu skólaári er lokið, þegar hvorki námsárangur né kosningar geta tryggt þeim skólagönguna áfram, eftir að hafa orðið undir í hlutkesti, þegar háskóladeildirnar eru aö ákveða framtíð námsmann- anna. Efstu menn listanna tveggja heita báðir Arnar. Annar er að vísu Jónsson en hinn Guðmundsson, en þetta er sennilega gert til að leggja áherslu á að listamir eru í raun- inni eins. Kannske er þetta leið til að rugla fyrir háskóladeildunum þegar þær varpa um það hlutkesti hvort Arnar eða Arnar eigi að fá að halda áfram námi. Ef sá er til- gangurinn eru þetta kosningar sem skipta máli, því það er alveg sama hvernig kosningin fer og hvor vinnur hlutkestið. Amar kemst alltaf að. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.