Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Spumingin Lesendur Hvað finnst þér um hækk- un bifreiðatrygginga? Þorsteinn Þórsson: Mér fmnst þær of dýrar, slaga hátt upp í bílverð. Tómas Gíslason: Mér flnnst hún bara allt of mikil. Sigurgeir Sveinsson: Mér fmnst hún bara hæfileg miðað viö bílaæði landsmanna. Kristjana Ingibergsdóttir: Þetta á ekki að geta skeð. Sigurður Guðmundsson: Trygging- arnar þurfa að fá sitt, en þetta er of hátt. Torfi Sverrisson: Hún kom mér á óvart. Síðasta úrræðið: Að leggjast í spamað - og siglingar Þetta er kannski ekki svo galið? Ól. Guðbjörnsson skrifar: Eftir að útséð er um að ríkisstjórn- in geri fleiri ráðstafanir, eins og fram kemur í dálkinum Stjórnmál í DV í gær(10. þ.m.), þegar rætt er við fjár- málaráðherra, þá er bara að setjast niður og hugsa, og hugsa djúpt. „Ríkisstjórnin greip til sinna ráð- stafana eins og hún hafði sagt fyrir,“ sagði íjármálaráðherra m.a. Iðnaðar- ráðherra segir í þessum sama pistli að engin ástæða sé til sérstakra að- gerða nú enda ekki á dagskrá, þegar hann er spurður hvað ríkisstjórnin ætli að gera þegar kjarasamningar hafa víðast verið felldir. Það má líka kannski segja að þetta sé svo sem satt og rétt og var það ekki einmitt þetta sem ríkisstjórnin boðaði með komu sinni; að koma þenslunni nið- ur og gera tilraun til aö kenna almenningi að fara með fé, spara? Ég sé ekki betur en að henni sé að takast það fyrrnefnda. Þenslan er að detta niöur, þótt einstaka maður sé enn á hlaupum úti um allan bæ að gá hvort ekki sé enn til þvottvél á „gamla verðinu" eða hvort hann eigi að staðfesta sólarlandaferðina strax með staðgreiðslu. Því í sólarlanda- ferð eða alla vega utanlandsferð fórum við, hvað svo sem það kostar. Og hér er ég kominn að kjarnanum í því sem ég ætlaði að segja í sem fæstum orðum, þótt það sé of seint héðan af. Það er nú komiö þannig málum að enginn hlutur er hér ódýr lengur, hvorki matur né þjónusta. Og enginn skyldi halda að það lagist eitthvað þótt verkföll verði hér til vors og ríflegar kauphækkanir komi tll. Við þessar aðstæður tel ég eftirfar- andi ráðleggingar koma öllum vel. Að hætta að kaupa hvaðeina sem mest maður má, hvort sem það er til hnífs eða skeiðar, að nú ekki sé talað um til drykkjar, endá vatnið best og hollast eins og heilbrigðisráðherra hefur kveðið upp úr með. Að leggja á sig þol og þröng frá „dags dato“ og alveg til vors, jafnvel fram að sólstöð- um, kaupa sem minnst og aðeins það allra brýnasta, þ.m.t. fyrir blessaðan heimilisvininn, bílinn. Með öðrum orðum: leggjast í sparnað. Síðan, að þessu loknu, eða eftir hentugleikum hvers og eins, þá legg- ist menn í siglingar og sumarferðalög til útlanda, vopnaðir þeim sjóði í er- lendum gjaldeyri sem þeir hafa sparað saman með hóflegu líferni. Margir munu undrast hve digur sá sjóður getur orðið. Síðan geta menn bara lifað í vel- lystingum praktuglega erlendis alit til hausts, ef menn vilja þá koma aft- ur. Það að dvelja erlendis í sumar- húsum, litlum íbúðum eða hjólhýs- um, sem alls staöar má fá á mjög góðu verði, ásamt því að kaupa mat og aðrar nauðsynjar er margfalt ódýrara en aö vera hér, jafnvel þegar ferðalagið sjálft er meðtalið. Enginn sími, enginn rafmagns- eða hita- kostnaður, engin útgjöld vegna bíls og síðast en ekki síst engir himinháir matar- eða heimilisreikningar. Farið nú bara að reikna og þið komist að undraverðri niðurstöðu. Þetta er spamaður sem segir sex, fyrir okk- ur, fyrir þjóðarbúið! Umferðarlögin: „Níð“ að vera þeim ekki sammála? Bréfritari vill verja heiður síns hverfis, Breiðholtsins. Vegna ummæla frú Biyndísar Schram: Kona, lítið yður nær Göngu-Hrólfur skrifar: í viötalsþætti á Bylgjunni helgina, 5. eða 6. þ.m. lét umferðarráöunautur nokkur þá skoðun í ljós að það mætti flokka undir „níð“ ef menn væru ekki meðmæltir hinum nýju um- ferðarlögum í einu og öllu. Þá höfum við það, meirihluti þjóðarinnar (þ. m.t. hinn þögli meirihluti) sem venjulega lætur sér fátt um finnast. Það er sem sé ekki vel séð að vera á móti því sem þröngvað er upp á landsmenn af örfáum og ofstækis- fullum ,,umferðarséníum“. Við eigum kannski von á sektum af því einu að vera á móti nokkrum atrið- um í þessum nýju lögum? Væri nú ekki nær fyrir þessa um- ferðarpostula að aka um borgina og þá Reykjavíkursvæðið allt og sam- ræma stillingár götuljósa en þau mál eru í hir.um mesta ólestri. Til að taka dæmi: í sumum tilfellum er „göngu- karls-myndin" á umferðarljósunum stillt þannig að snögglega eftir að „karlinn" breytist í rautt þá kemur rautt ljós eiginlega strax og er þá nokkuö auðvelt að átta sig á að rautt stoppljós sé í vændum. í öðrum til- fellum, þegar rautt ljós kviknar í karlinum, líöur langur tími áður en rauðu ljósin koma á að nýju og því ekki eins auðvelt að átta sig. Væri ekki ráð að samræma þessi ljós? Svo er annað sem er alveg forkast- anlegt í umferðarmálum okkar og raunar einkennilegt að „séníin“ skuli ekki hafa lagfært fyrir löngu. Það eru merkingar á götum sem eru í viðgerð. Merkingarnar hafa í sum- um tilvikum engan aödraganda, meira að segja ekki á aðalumferða- ræðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Svona atriði, eins og dæmi hafa veriö tekin af hér, ætti auðveldlega að vera hægt að lagfæra. Þetta.eru miklar slysagildrur eins og hver maður sér. Hinn þögli meirihluti ætti að taka höndum saman og senda inn kærur á Umferðarráð ef þessum málum verður ekki kippt í lag. Og sérstaklega ef menn lenda í árekstr- um vegna þessa. Ný ogbreytt umferðarlög ein og sér eiga lítið erindi í samfélag þar sem enn hafa ekki verið samræmdar ein- faldar og sjálfsagöar umferðarreglur fyrir hinn almenna borgara. Byrja hefði átt að útiloka allan þann urmul af slysagildrum sem hér finnast í umferðinni og taka svo til við að endurskipuleggja umferðarlögin. Bryndís Jónasdóttir skrifar: Eg ofanrituð bý í Breiöholtshverfi, „villingah\erfi“, að mati háæru- verðugrar frúar, Bryndísar Schram. Tel ég mig mæla fyrir ótal marga íbúa í Breiðholtshverfi. Hvernig má það vera að þér, frú Bryndís, leyfið yður að fella slíkan dóm yfir ftmum Breiðholtshverfis? - Kona, lítið yöur nær! Ýmislegt hefur verið á seyði þar sem þér búið. Dæmi: Skothríð á bíl - hnífstungur á Vesturgötu (að hugsa sér!) - logandi kínverja kastað ofan í barnavagn! Ekki dytti mér í hug að kalla vesturbæinn „vill- ingabæ" eftir að hafa lesið slíkar fréttir. En mennirnir eru ákaflega misjafnir, sem betur fer. Ástæðan fyrir því að ég tek mér penna í hönd er sú að mér hreinlega oíbauð. Ég heyrði yður og sá í sjón- varpinu er þér kynntuð fegurðar- samkeppni karla. - Þér kynntuð þann sem varð sigurvegari í keppn- inni, hr. Diego, en hann er, vesalings maðurinn, úr þessu „villingahverfi". En vann samt! Einnig áunnuð þér yður lófaklapp og húrrahróp norður á Akureyri er þér iýstúð því yfir hve Reykjavík væri „skítug borg“. En er ekki Reykjavík höfuðborg allra lands- manna? Það eru vinsamleg tilmæli til yðar að gæta orða yðar í fjölmiðl- um. Bréfritari telur m.a. nauðsyn á samræmingu umferðarljósa. Hrífunesmálið Við undirrituð viljum koma á framfæri athugasemd vegna fréttar í DV laugardaginn 5. mars 1988 undir fyrirsögninni Hrífunesmál, þar sem segir: „Miklar deilur hafa' risið upp í Staftártungu í kjölfar þessa máls, umboðið sem hefur valdiö þessum deilum hljóðar svo...“ - tilvitnun lýkur. Vegna þessa teljum við okkur undirrituð, hreppstjóri, hrepps- nefnd og varahreppsnefnd í Skaft- ártunguhreppi tilneydd að taka fram eftirfarandi: Okkur er ekki kunnugt um neinar deilur í Skaft- ártunguhreppi vegna máls þessa og lítum þessa frétt sem staðlausa stafi. Enginn hefur efast um eign- arrétt Árna Jónssonar á lögbýlinu Hrífunesi, né eignarrétt systkina Árna á smábýlinu Hrífunesi eða Jóns Kjartanssonar á Söluskálan- um Hrífunesi og rétt þessara aðila til að ráðstafa eigum sinum. - Ráð- stafanir Árna vegna eigna sinna teljum við fullkomlega eðlilegar miðað við aðstæður. Viö teljum blaðaskrif um þetta mál siðlaus og höfum ekki hug á að taka frekar þátt í slíku. Helga Bjarnadóttir, Valur Odd- steinsson, Gísli Vigfússon, Árni Jóhannesson, Oddsteinn Sæ- mundsson, Ólafur Björnsson, Bergdís Jóhannsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.