Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. I>V LífsstQI Slönguhald við Laugaveginn - og mýs ræktaðar uppi á háalofti Slönguhald viö Laugaveginn? Það hljómar ótrúlega en er engu að síður satt. Þrjár slöngur búa ásamt eiganda sínum á þriðju hæö í húsi við neðan- verðan Laugaveginn og í risinu ræktar eigandinn mýs sem eru fæða slangn- anna. Slöngur eru kvikindi sem fá hárið til að rísa á mörgum og flestir myndu afþakka það með öllu að deila íbúðinni sinni með þeim. Þó eru slöngur og snákar vel þekkt og vinsæl gæludýr víöa í útlöndum, sérlega þó í Bandaríkj- unum. Þær eru yfirleitt meinlausar, annaðhvort án eiturkirtla frá náttúrunn- ar hendi eða að þeir hafa verið fjarlægðir. Slöngurnar hans Ólafs Thoraren- sen tannlæknanema eru ekki eitrað- ar en drepa bráðina sína með því að vefja sér utan um hana og kæfa. Þær eru því í rauninni kyrkislöngur. „Slöngur skiptast í tvo hópa, eitur- slöngur og kyrkislöngur. Mínar slöngur kallast Amumetto og lifa aðallega í Austur-Rússlandi og norð- austurhluta Kína. Þær eru ekki eitraðar og kyrkja bráðina sína sem er aðallega nagdýr og fuglar og einn- igegg. Þessar.slöngur eru alveg sauð- meinlausar fólki og bíta ekki þó þær séu með litlar en hárbeittar tennur. 'Þessi tegund getur orðið næstum tveir metrar að lengd en stærsta Frjálst, óháð dagblað Askrifendur! Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmaigt: § Þær losa áskrifendur viðónæðivegnainn- heimtu. t Þæreiuþægilegur greiðslumátisem tryggirskltvísar greiðslurþráttfyrlr annireðaQarvistir. • Þærléttablaðberan- umstörflnenhann heldurþóóskertum tekjum. • Þæraukaöiyggi. Blaðberarerutil dæmisoftmeðtölu- verðarQáihæðirsem geta glatasi Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. slangan mín er 120-130 sentimetra löng,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að fólk skiptist í tvo hópa í afstöðu sinni til gæludýranna hans. Annars vegar fussaði fólk og sveiaði, ojaði og hryllti sig. Miklu stærri væri þó sá hópur sem fyndist slöngurnar athyglisverðár. „Ég geri lítiö að því að handfiatla slöngurnar. Minn áhugi felst í því að horfa á þær og fylgjast með hegð- unarmynstrinu. Þetta eru forvitni- legar og skemmtilegar skepnur að mörgu leyti.“ Ólafur Thorarensen með haminn af einni slöngunni. Slöngur skipta um ham á nokkurra mánaða fresti. Dægradvöl Ólafur sagði að slönguhaldið væri þægilegt og ódýrt tómstundagaman. Lítil lykt væri af dýrunum, slöngum- ar nýttu mat sinn vel og því væri lítill úrgangur frá þeim. Þær væru meinlausar og smithætta frá þeim nánast engin. „Það er meira maus með mýsnar sem ég rækta uppi í risi og el slöng- urnar á. Það er meiri lykt og óþrif af þeim. Slöngumar eru svo með- færilegar að þær þurfa í raun ekki að borða nema á þriggja vikna fresti. Þær geta jafnvel þolað nokkurra mánaða svelti ef þær hafa bara nægi- lega mikiðvatn að drekka.“ Ólafur sagði það fara fyrir brjóstið á mörgum þegar þeir heyrðu að slöngurnar ætu lifandi mýs. „Þetta eru engar hræætur en þær myndu sennilega éta mýsnar samt þó ég setti þær dauðar inn í búrið, svo framarlega sem þær væru ný- dauðar. Én slöngurnar eru bara miklu íljótari að drepa bráðina en ég og gera það betur. Þeir sem hneykslast hvað mest eru kannski búnir að gleyma því að það þarf að drepa dýr til að fá steik!" Það var töluverð lífsreynsla að fylgjast með slöngunni éta mús sem virtist vera mun stærri um sig en slangan. Þegar slangan var búin að sjá bráðina, sem Ólafur setti inn til hennar, dm hún sig saman og hvessti augun á músina. Síðan stökk hún eins og gormur og greip músina. Hreyfmgin var svo snögg að augaö náði vart að greina hana. Svo vafði slangan sig utan um músina og kæfði hana. Síðan hófst átið. „Slöngurnar fara úr kjálkaliðnum þegar þær éta svona stóra bráð. í hálsinum eru svo vöðvar sem slaka bráðinni niður eftir skrokknum hægt og hægt og maður getur fylgst með því hvar í slöngunni bráðin er stödd því þar er greinileg kúla á boln- um. Eftir svona át draga slöngumar sig venjulega í hlé og liggja á melt- unni í nokkra daga. Yfirleitt nægir að fóðra þær á nokkurra vikna fresti."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.