Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. 19 Sviðsljós Ólyginn sagði... Brigitte Nielsen hefur hingað til ekki verið feimin við að sýna sinn fagra líkama. En hún virðist ekki vera búin að átta sig fyllilega á stærðarhlutföllunum á hon- um eftir ýmsar aðgerðir sem hún hefur látið gera á sér. Hún fór um daginn út að skemmta sér á diskóteki í Los Angeles og fékk sér snúning á dans- gólfinu. Hún var klædd í leðurtopp að ofanverðu sem var allt of lítill fyrir það sem hann átti að hylja. Enda fór svo að dýrðin hoppaði út úr umgjörðinni í látunum við mikinn fögnuð viðstaddra. Elísabet Taylor hefur alla tíð fjárfest mikið í verðbréfum. En í verðbréfa- hruninu mikla um daginn tapaði hún stórum fúlgum og missti við það trúna á verð- bréfunum. Hún leitaði ráða hjá góðkunningja sínum, margmilljónaranum Malcolm Forbes, sem ráðlagði henni að kaupa fasteignir. Hún hefur farið að ráðum hans og keypt fasteignir fyrir um 450 milljón- ir króna í Beverly Hills. Marlon Brando fær enn fjöldann allan af kvik- myndatilboðum en hann hafnar þeim flestum því að hann er maður vandlátur. Syl- vester Stallone bauð honum nýlega hlutverk rússnesks generáls í mynd sinni Rambo III en Brgndo taldi slík hlut- verk langt fyrir neðan sína virðingu. Engu máli skipti þótt Stallone hefði boðið honum 40 milljónir fyrir viðvikið. Misstu stjóm Lisa Bonet, sem leikur Denise í þáttunum „Fyrirmyndarfaðir“, hef- ur verið hundelt af ljósmyndurum síðan hún steig inn í frægðarsólina. Hún er vinsælt ljósmyndaefni því að hún klæðir sig á sérstakan máta og hefur óvenjulegan lífsstíl. Lisa giftist um daginn rokkhljóm- listamanninum Lenny Kravitz, sem þykir ekki síður sérstakur útlits, og ekki minnkaði áhugi ljósmyndara við það. Um daginn fóru þau á frumsýningu bíómyndar og hugðusi síðan fara þaðan á veitingastað. Fyrir utan biðu nokkrir Ijósmyndarar sem vildu taka mynd af þeim. Þau vildu ekki stansa alveg á sér og stilla sér upp fyrir ljósmyndarana en þeir gáfust ekki upp og eltu þau og pirruðu. Það endaði allt með ósköpum því aö þau misstu bæði stjórn á sér og réðust á ljósmyndar- ana með höggum- og spörkum og auðvitað náðist allt saman á filmu.' Lisa Bonet hefur látið hafa eftir sér að ljósmyndarar hafi gert líf hennar að martröð" en hún hafi áöur verið velviljuð þeim. Lisa gerir sér grein fyrir að það er þýðingarmikiö fyrir kvikmyndastj örnumar að halda góðu sambandi við ljósmyndara en stundum vilja þeir gerast fullágeng- ir, eins og í þetta sinn. Eyjóliur Kristjánsson þótti syngja hlutverk Jesú af mikilli innlifun í söng- leiknum. Þau sungu helstu hlutverkin í söngleiknum, Arnhildur Guðmundsdóttir sem hafði nokkur hlutverk á hendi, Elín Ólafsdóttir sem söng Maríu Magdalenu, Eyjólfur Kristjánsson sem túlkaði Jesú og Stefán Hilmars- son sem fór með hlutverk Júdasar. Jesús Kristur Lisa Bonet og eiginmaður hennar, Lenny Kravitz, misstu stjórn á sér um daginn og réðust á Ijósmyndara sem pirraði þau. súperstjama í Evrópu Hið gamalkunna en sígilda verk, Jesus Christ Superstar, hefur nú verið tekið til flutnings í skemmti- staðnum Evrópu. Söngleikurinn er fluttur í myndrænum búningi og þykir hafa tekist mjög vel til með flutninginn. Að minnsta kosti ætlaði aUt um koll aö keyra í Evrópu hjá á annað þúsund gestum staðarins er hann var fluttur í fyrsta sinn, og gestir tóku hraustlega undir með söngv- urunum. Með hlutverk Jesú fer Eyjólfur Kristjánsson, María Magdalena er sungin af EUnu Ólafsdóttur, Júdas af Stefáni Hilmarssyni og AmhUd- ur Guðmundsdóttir sér um að syngja nokkur hlutverk. Jón Ólafs- son sér um hljómsveitarstjórn. Söngleikurinn eins og hann er fluttur í Evrópu er byggður á upp- færslum Andrews Lloyd Webber og Tim Rice en þeir hafa fært upp . marga af vinsælustu söngleikjum nútímans. Gestirnir á söngleiknum, sem voru vel á annað þúsund, tóku hraustlega undir með söngvurunum. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.