Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
Viðskipti
Fimmmenningar á Selfossi
stofna alls 10 lyriitæki
- og það sama daginn
„Þetta eru fyrirtæki sem eiga að
starfa. Sum þeirra eru þegar vel á
veg komin. Ætlun okkar er að efla
atvinnulífið hér á Selfossi, ekki veitir
af,“ segir Eriendur Hálfdánarson,
formaöur í stjórn 10 fyrirtækja sem
hann, ásamt fjórum öðrum Selfyss-
ingum, hefur stofnað nýlega.
Stofnun fyrirtækjanna var auglýst
í Lögbirtingablaðinu 3. mars síðast-
liðinn. Þar kemur fram að þau hafa
öll sama tilgang sem er umboðsrekst-
ur, lánastarfsemij rekstur fasteigna,
inn- og útflutningur, fiskeldi, fiski-
rækt og önnur skyld starfsemi. Öll
eru fyrirtækin stofnuð á sama
degi, eða 14. nóvember á síðasta
ári.
Þau fjögur sem stofna fyrirtækin
ásamt Erlendi eru Elínborg Karls-
dóttir, Guðmundur Sigurðsson, Þóra
Þetta er Selfoss. Þar stofnuðu fimmmenningar tíu fyrirtæki á sama degi á dögunum. Oll hafa fyrirtækin sama til-
gang samkvæmt Lögbirtingarblaðinu.
Grétarsdóttir og Sigurður Guð-
mundsson.
„Stofnun fyrirtækjanna er fyrsta
skrefið, aðeins byrjunin. Við ætlum
að fá fleira fólk í lið með okkur til
að efla fyrirtækin og atvinnustarf-
semina héma,“ segir Erlendur.
- Én er ekki óvenjulegt að stofna
10 fyrirtæki, öll með sama tilgangi, á
sama degi, heföi ekki dugað að stofna
eitt?
„Ekki tel ég það,“ segir Erlendur
Hálfdánarson. Þess má geta að Er-
lendur var bæjarstjóri á Selfossi á
árunum 1974 til 1982. Hann starfar
nú hjá Brunabótafélagi íslands á Sel-
fossi.
Fyrirtækin tíu heita Magn, Snæ-
kollur, Dugur, Rof, Dáð, Berserkir,
Gagn, íslensk-spænska verslunarfé-
lagið, Hafranes og Hrísar. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverötryggð
Sparisjódsbækur ób. 19 20 Ib.Ab
Sparireikningar
3ja mán uppsogn 19 23 Ab.Sb
6mán. uppsogn 20 25 Ab
12 mán. uppsogn 21 28 Ab
18mán.uppsogn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb
Sértékkareikningar 9 23 * Ab
Innlán verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsogn 3.5 4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb.Sp
Innlán með sérkjörum 19 28 Lb.Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 5,75 7 Vb.Sb
Sterlingspund 7.75 8.25 Úb
Vestur-þýskmork 2 3 Ab
Danskar krónur 7,75-9 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv) 29.5 32 Sp
Vióskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31 35
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr ) 32,5 36 Sp
Utlan verötryggö
Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema
Útlán til framleiðslu Ub
isl. krónur 30.5 34 Bb
SDR 7.75 8.25 Lb.Bb. Sb
Bandarikjadalir 8.75 9.5 Lb.Bb. Sb.Sp
Sterlingspund 11 11.5 Úb.Bb, Sb.Sp
Vestur-þýsk mork 5 5.75 3.5 Úb
Húsnæðislán
Lifeyrissjóðslán 5 9
Dráttarvextir 45.6 3.8 á mán.
MEDALVEXTIR
överðtr. feb. 88 35.6
Verðtr. feb. 88 9.5
ViSITÖLUR
Lánskjaravisitala mars 1968stig
Byggingavisitala mars 343 stig
Byggingavisitala mars 107.3stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1 . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avoxtunarbréf 1.3927
Einingabréf 1 2,670
Einingabréf 2 1.555
Einingabréf 3 1.688
Fjolþjóðabréf 1.342
Geng'sbréf 1.0295
Kjarabréf 2,672
Lifeynsbréf 1.342
Markbréf 1.387
Sjóðsbréf 1 1.253
Sjóðsbréf 2 1.365
Tekjubréf 1,365
HLUTABRÉF •
Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv .
Almennar tryggingar 130kr.
Eimskip 384 kr.
Flugleiðir 255 kr.
Hampiðjan 138kr.
Iðnaðarbankinn 155kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr
Verslunarbankinn 135kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýsingar um peningamarkað-
Inn blrtast i DV á fimmtudögum.
Ingvarssynir og Benedikt
Blöndal stofna Isbjörninn hf.
Bræðumlr Jón Ingvarsson og
Vilhjálmur Ingvarsson ásamt eig-
inkonum og Benedikt Blöndal,
lögmanni og reyndar nýskipuðum
hæstaréttardómara, hafa stofnað
fyrirtæki undir heitinu fsbjörninn
hf., en þeir Jón og Vilhjálmur áttu
aö hluta og stjómuðu, sem kunnugt
er, sjávarútvegsfyrirtækinu ís-
bjöminn. Þaö fyrirtæki sameinað-
ist BÚR og úr varð Grandi hf.
Tilgangur nýja ísbjamarins er
samkvæmt Lögbirtingablaðinu
fj árfestingarstarfsemi, bygging og
rekstur fasteigna, verslun, lána-
starfsemi og annar skyldur at-
vinnurekstur.
Illutafé hins nýja ísbjamar er ein
miiljón króna. Hlutafé er allt inn-
borgað. Framkvæmdastjóri með
prókúmumboð er Vilhjálmur
Ingvarsson. Gengið var frá stofnun
félagsins 12. desember.
Þá er stofnun Hafsíldar hf. á
Seyðisfirði einnig auglýst í sama
Lögbirtingablaði. Stofnendur eru
bræðurnir Jón og Vilhjálmur Ingv-
arssynir, Benedikt Blöndal lög-
maður og Seyðisfirðingamir Jónas
Hallgrímsson og Theódór Blöndal.
Hlutafé Hafsíldar er 10 milijónir
króna.
ísbjörninn átti og rak fiskimjöls-
verksmiðju á Seyðisfirði um árabil
og er Hafsíld arftaki þeirrar verk-
smiðju. Tilgangur Hafsíldar er
annars að reka síldar- og loðnu-
bræðslu, fiskverkun, verslun,
skipaútgerð, fiskveiðar, rekstur
fasteigna og annan skyldan at-
vinnurekstur.
-JGH
Fórnaivextir?
„Fórnarvextir eru þær tekjur
sem menn fórna með því að ráð-
stafa fé sínu á einn hátt frekar en
annan,“ segir í fréttariti Fjárfest-
ingafélagsins, Verðbréfamarkaðn-
um, um hugtakið fórnarvexti sem
algengt er í fiármálalífinu en fólk
gefur lítinn gaum.
Blaðið tekur dæmi um bifreiða-
kaup. „Maður hyggst kaupa sér bíl
á eina milljón og til þess að losna
við fiármagnskostnað ákveður
hann aö staðgreiða bílinn.“
Þessi maður ber samt vexti, fóm-
arvexti. Hefði hann ekki keypt
bílinn hefði hann getað keypt verð-
bréf sem bera rúmlega 13 prósent
raunvexti. Fórnarvextir hans eru
13 prósent.
Tæki hann lán fyrir bílnum á 9,5
prósent vöxtum og keypti verðbréf
með 13 prósent raunvöxtum fyrir
sína eigin milljón yrðu fórnarvext-
ir hans 9,5 prósent. -JGH
Lausnin á viðskiptahallanum:
Draga úr eriendum
lántökum frekar en
að fella gengið
- segir Ólafur Bjömsson, fyrrum hagfræðiprófessor
Olafur Bjömsson, hagfræðingur og
fyrrum prófessor við Háskóla ís-
lands, segist telja það misráðiö aö
fella gengið til að minnka viðskipta-
hallann. Betri leið sé að draga kröft-
uglega úr lántökum erlendis og þar
með fiárfestingum innanlands og
taka á sig þau óþægindi sem því geti
fylgt eins og atvinnuleysi.
„Ef gengisfelling hefði aðeins þau
einu áhrif að innflutningur minnkaði
væri sú leið best til að draga úr viö-
skiptahallanum. En það vita allir að
þannig er dæmið ekki. Gengisfelling
hefur áhrif á verðbólguna eins og við
íslendingar þekkjum manna best.
Þess vegna er besti kosturinn aö
mínu mati að halda genginu fóstu
áfram,“ segir Ólafur Björnsson.
Að sögn Ólafs myndi fiárfesting
dragast stórlega saman í kjölfarið á
minni erlendum lántökum. „Þetta
þýðir færri framkvæmdir sem að
vísu getur leitt til atvinnuleysis. Og
spurningin er sú hvort það sýni fólki
ekki best alvóru málanna.“
„Ég get þess vegna tekið undir það
sem Jón Baldvin Hannibalsson fiár-
málaráðherra hefur sagt um að
nauðsynlegt sé að standa fast á fast-
gengisstefnunni því ef fólk trúi að
svo verði gert er það líklegast til að
draga úr óraunhæfum kaupkröfum
Ólafur Björnsson, hagfræðingur og
prófessor við Háskóla íslands í ára-
tugi.
þar sem atvinnuleysi sé þaö sem fólk
vill síst,“ segir Ölafur Bjömsson,
fyrrum hagfræðiprófessor.
-JGH
íslenski fiskurinn eriendis:
Ég hef ekki trú á miklum verðlækkunum
- segir Friðrik Pálsson, forsfjóri SH
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
segir að töluvert annað útlit sé á
helstu fiskmörkuðum okkar í
Bandaríkjunum og Englandi en á
sama tíma í fyrra. Markaðirnir séu
þyngri og eftirspurn minni.
„Ef framboð verður svipað og
menn hafa spáð tel ég ekki ástæðu
til að óttast miklar verðlækkanir,"
segir Fríðrik um það hvort við blasi
stórfelldar verðlækkanir ytra á
næstunni.
Að sögn Friðriks hækkaði verðið
fram á mitt síðasta ár. „Þær breyt:
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna.
ingar, sem hafa orðið síöan, eru
heldur til iækkunar."
Friðrik segist vita að nokkur
birgðasöfnun eigi sér stað hjá
keppinautum íslensku fisksölufyr-
irtækjanna erlendis. „Það segir
okkur að markaðurinn er orðinn
erfiður. Á meðan eftirspurnin reis
sem hæst jókst eftirspurn keppina-
uta okkar og þeir hækkuðu verðið
en nú hafa þeir lækkað það.“
Engin birgðasöfnun hefur oröið
hjá íslensku fisksölufyrirtækjun-
um, sem þýðir að íslenski fiskurinn
er ennþá eftirsóttur. Hann selst á
hærra verði en fiskur keppinaut-
anna.
Að sögn Friðriks á fiskur í Banda-
ríkjunum og Bretlandi í harðri
samkeppni við kjúklinga og nauta-
kjöt. „Á meðan gæði íslenska
fisksins eru jafnmikil og raun ber
vitni stendur hann vel að vígi í
samkeppninni. En þetta eru harðir
markaðir og það má aldrei slaka á
í gæðum og áreiðanleika," segir
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna.
-JGH