Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
9
DV
Deila um eyjar
Kínverjar og Vietnamar saka
nú hverjir aöra um aö hafa byrjað
átök sem hófust á mánudags-
morgun um mikilvægar og
hugsanlega auðugar eyjar í Suö-
ur-Kíríahafi.
Vestrænir stjórnarerindrekar í
Bangkok lýstu undrun sinni á
átökum þessum í gær og sögöu
að deilur landanna um eyjarnar
heiðu legið niðri mánuðum sam-
an.
Kínversk herskip hófu á mánu-
dagsmorgun skothríð á tvö
víetnömsk flutningaskip við
Spratlys-eyjarnar, sem bæði eru
taldar hernaðarlega mikilvægar
og hugsanlega auöugar af olíu.
Vietnamar svöruðu skothríð
Kínveija i sömu mynt að eigin
sögn í sjálfsvöm.
Spratlys-eyjar og svæðið um-
hverfis þær hafa lengi verið
deiluefni ríkja í þessum heims-
hluta og auk Kinvetja og Viet-
nama hafa Taiwan, Malaysia og
Filippseyjar gert tilkall til yfir-
ráöa þar.
Myrtu tólf
Uppreisnarmenn úr röðum
Tamila myrtu í gærkvöldi tólf
manns í þorpi einu á austurhluta
Sri Lanka, að sögn talsmanna
stjórnarhers landsins. Meðal
hinna myrtu vom sex konur og
eitt bam.
Aö sögn hersins réðust um tutt-
ugu af skæruliöum Tamila á
þorpið Galmetiyawe skömmu
fyrir sólsetur í gærkvöldi. Réðust
þeir þar á almenna borgara og
felldu tólf þeirra, þar á meöal hóp
af fólki sem var aö baða sig í á.
Þaö sem af er þessum mánuði
hafa Tamilar fellt um sjötíu al-
menna borgara á austurhluta
Sri-Lanka.
Boli hafði betur
Spænskir nautabanar em
heimsþekktir fyrir hstir sínar og
sýna nú herskörum áhorfenda á
leikvöngum Spánar yfirburði
sína yfir nautgripum um hverja
helgi. Einstöku sinnum er það þó
boli sem hefur betur og svo fór
síðastiiðinn sunnudag í Madrid
þegar Miguel Marcos hlaut eld-
skím sína sem nautabani.
Boh hafði Miguel undir og tókst
aö særa hann á fótlegg þannig að
Miguel var úr leik, að minnsta
kosti um sinn.
Útlönd
Hart barist í lllinois
Tahð er líklegt að George Bush,
varaforseti Bandaríkjanna, muni
vinna sigur í forkosningum repú-
blikana í Iilinois-fylki í dag en Robert
dole, öldungadehdarþingmaður og
helsti kepinautur hans, hefur þó eng-
an veginn geíið baráttu sína upp á
bátinn.
Hörð barátta stendur einnig í for-
kosningum demókrata í fylkinu enda
eru tveir frambjóðenda þar búsettir
í Illinois og berjast því á heimavehi.
Era það þeir Jesse Jackson, sem enn
hefur möguleika til að hafa veruleg
áhrif á útkomu flokksþings demó-
krata síðar á árinu og Paul Simon,
sem gæti unnið sigur í Ilhnois, en er
í raun nær vonlaus um að hljóta út-
nefningu sem forsetaefni.
Skoðanakannanir benda flestar til
þess að mjótt sé á munum milh Jack-
son og Simon. Simon hefur viður-
kennt að kosningarnar í Illinois gætu
orðið „síðasta andvarp" kosninga-
baráttu hans. Hefur hann sagt að ef
hann verði að sætta sig við annað
sætið í Ilhnois muni hann endurmeta
framboð sitt.
Þótt þeir Jackson og Simon berjist
um fyrsta sætið, að því er virðist,
hefur Mikhael Dukakis, fylkisstjóri
Massachusetts, unnið mikið á í 111-
inois undanfarna daga og gæti vel
hafnað í öðru sæti. Albert Goré nýtur
ekki mikils fylgis í fylkinu og Ric-
hard Gephardt hætti kosningabar-
áttu sinni þar fyrir nokkru til þess
að einbeita sér að Michigan-fylki. '
Af repúbhkönum eru engir fram-
bjóðendur aðrir en Bush og Dole
verulega í sviðsljósinu í Illinois.
George Bush stefnir í sigur i forkosningunum i lllinois í dag og takist hon-
um að vinna þar má telja fullvist að hann verði forsetaframbjóðandi
repúblikana i kosningunum í haust. Simamynd Reuter
Ólga vegna launalaga
Páll Vilhjáinisson, DV, Osló:
Norska stjórnkerfinu er líkt við
fasísk yfirvöld á Ítalíu undir stjórn
Mussolinis og verkalýðsfélög boða
skæruverkfoll og andófsfundi.
Þetta eru afleiðingar lagafrum-
varps sem nú er til meðferðar á
Stórþinginu.
Frumvarpiö bannar allar launa-
hækkanir í norsku atvinnulífi
umfram þá einu krónu á tímann
sem samtök atvinnurekenda og al-
þýðusambandið komu sér saman
um að launþegar skyldu fá. Minni-
hlutastjórn Verkamannaflokksins
leggur fram frumvarpið og nýtur
stuðnings stærstu stjórnarand-
stööuflokkanna.
Á meðan hin breiða miðja í
norskum stjórnmálum leggur
blessun sína yfir launalögin er and-
staðan við lögin bæði frá hægri og
vinstri vængnum. Gagnrýnin er
aðallega sú að lögin og kjarasamn-
ingamir brjóti gegn frjálsum
samningsrétti og að lýðræðinu sé
hætta búin þegar ríkið taki hönd-
um saman við stærstu samtök
verkalýðsfélaga og atvinnurek-
enda og geri bindandi samninga
fyrir atvinnulífið allt.
Formaður Hægri ílokksins, Carl
I. Hagen, kvað sterkast að orði af
andstæðingum laganna og sagði að
lögin minntu á stjórn ítalskra fas-
ista á milhstríðsárunum. Þótt fáir
taki undir samlíkinguna eru þeir
íleiri sem segja að í henni sé að
finna sannleikskorn. ítalskir fasist-
ar lögðu áherslu á stéttasamvinnu
undir forystu ríkisvaldsins og náðu
þannig kverkataki á atvinnulífinu.
Mörg verkalýðsfélög, bæði innan
og utan alþýðusambandsins, eru
einnig óánægð. Forysta alþýðu-
sambandsins er sökuð um að svíkja
hagsmuni launafólks og setja
tryggðina við ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins í öndvegi.
Á fostudaginn efndu óánægð
verkalýðsfélög til skyndiverkfaha
sem meðal annars lömuðu opin-
berar samgöngur í rúma tvo tíma.
Jafnvel er búist við fleiri slíkum
verkfollum.
Gert er ráð fyrir að launalögin
verði afgreidd frá Stórþinginu um
eða eftir helgina. Um tima leit út
fyrir aö Hægri flokkurinn myndi
ekki styðja lögin nema gegn
ákveðnum skilyrðum. Hægri
flokkurinn virðist hafa skipt um
skoðun eftir að samtök atvinnurek-
enda gerðu grein fyrir afstöðu
sinni.
Næsta víst er því tahð að frum-
varpið verði samþykkt á Stórþing-
inu með mótatkvæðum Framfara-
flokksins og Sósíalíska vinstri
flokksins.
Felldu leyniskyttu
Breskir hermenn felldu í gær
leyniskyttu úr röðum írska lýðveld-
ishersins, IRA, á meðan yfir stóð
hkfylgd þriggja félaga hans úr
skæruhðasamtökunum, sem felldir
voru á Gíbraltar í síðustu viku.
Að sögn talsmanna breska hersins
á Norður-írlandi hafði leyniskyttan
skotið á varðsveit úr breska hernum
í Belfast.
Maðurinn er sá fyrsti sem fellur í
óeirðum þeim sem staðið hafa á N-
írlandi undanfarna átta daga, allt frá
því að breskir hermenn fehdu þijá
af skæruliðum írska lýðveldishers-
ins á Gíbraltar.
Lík þremenningana, tveggja karla
og einnar konu, vora flutt til irlands
og í gær tóku þúsundir karla, kvenna
og barna sér stöðu meðfram strætum
þeim sem líkfylgdin fór um. Fólkið
bar flest svarta fána utan fáein ung-
menni sem veifuðu breskum fána til
að mótmæla líkfylgdinni.
Þegar flugvélin, sem flutti líkin til
írlands, lenti á flugvellinum í Dubhn
tóku grímuklæddir skæruliðar úr
lýðveldishernum sér stöðu í fátækra-
hverfi kaþólskra í Belfast og skutu
þar kveðjuskotum yfir myndum af
þremenningunum.
Áætlað er að grafa þremenningana
í Belfast og búist var við miklum
aðgerðum af hálfu syrgjenda.
Breski herinn á N-Irlandi hefur
varað skæruhða lýðveldishersins við
því að komið geti til alvarlegra átaka
ef reynt verður að skjóta kveðjuskot-
um yfir líkkistum þremenninganna.
Þremenningarnir, Mairead Farrell,
Sean Savage og Daniel McCann, voru
skotnir til bana af hermönnum úr
sérsveitum breska hersins á Gíbralt-
ar fyrir liðlega viku. Þau voru
ÓVOjHlUÖ. /
Félagar úr irska lýðveldishernum, IRA, skjóta kveðjuskotum yfir myndum
af föllnum félögum sinum. Simamynd Reuter
Þar sem
PLUS° og MINUS
mætast í frystihúsinu, vöruskemmu'nni'
eða iðnaðarhúsnæðinu er lausnin að nota
W/ÍLiönaöarplasthengi
til varnar hita- og kuldatapi.
Hljóðeinangrandi og gegnsæ.
Leitið
upplýsinga
ASTRA
Austurströnd 8
- sími 61-22-44