Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
13
dv Útlönd
Flugstjórinn neytti
kókaíns fyrir flug
Flugmennimir
reynslulittir
Awia Bjarnason, DV, Denver:
Rannsóknarréttarhöldunum
vegna flugslyssins, er DC-9 far-
þegaþota fórst í flugtaki á
Stapleton flugvellinum i Den-
ver í nóvember sl, er nú lokiö.
Úrskurðar um orsök slyssins
er ekki aö vænta fyrr en í árs-
lok.
Í síðari hluta réttarhaldanna
komu meðal annars í ljós eftir-
farandi atriði. Aðstoðarflug-
maðurinn, 26 ára, stjómaði
þoturmi í flugfakinu. Hann átti
að baki aðeins 36 flugtíma á
DC-9 þotu og sex vikna starfs-
tíma Iflá Continental flugfélag-
inu. Flugsfjórinn, 43 ára, hafði
mikla reynslu sem flugvélvirki
og aðstoðarflugmaður. Hann
fékk réttindi til að stjórna DC-9
þotu aðeins sex vikum fyrir sly-
sið og átti að baki aðeins 33
flugtíma sem flugstjóri. Flug-
stjórinn og aðstoðarflugmaður-
inn vora meðal þeirra tuttugu
og átta sem fórust af þeim átta-
tíu og tveimur sem um borð
voru.
Aðstoðarflugmaðurinn hafði
ekkert flogið á tímahilinu frá
apríl til október sl. þegar hann
hóf þjálfun fyrir flug á DC-9
þotum hjá Continental flugfé-
laginu. Reglur bandarísku
flugstjórnarinnar kveða á urn
að ekki megi lfða meira en 90
dagar milli þess sem flugmenn
fljúga án sérstaks æfingaflugs
og stjórnendur sumra flugfé-
laga bára að þeir vildu ekki láta
líða meira en þrjár vikur milli
þess sem flugmenn þeirra færu
í loftið án æfingaflugs.
Aðstóðarflugmanninum gekk
illa í flugtaki og lendingum í
svokölluöu „flugvé]arlíki“ á
þjálfunartímabilinu og eín tii-
raun hans til lendingar var
stöðvuð. Hún hefði ella endað
með „flugslysi'L Hann lauk þó
24 stunda æfingaþjálfun og
flaug f tólf stundir sem fullgild-
ur aðstoðarflugmaður áöur en
slysið varð. Hann hafði þó ekk-
ert flogið síðustu 24 dagana
fyrir slysið.
Mörg skaðabótamál hafa ve-
rið þingfest vegna flugslyssins.
Þau bíða þó þar til fyrir liggur
úrskurður um hvað olli slysinu,
Veröi það úrskurður um
„mannleg mistök'* er talið að
flugfélagið verði dæmt til að
greiða gífurlegar skaðabætur.
Slysið hefur þegar oröið til
þess að rnörg flugfélög hafa sett
reglur sem tryggja að tveir lítt
reyndir flugmenn geti aldrei
lent saman í áhöfn. Fyrir slysið
hafði aðeins eitt af tíu stærstu
flugfélögum Bandaríkjanna
shkar reglur í gilcli.
Airna Bjamason, DV, Denver:
Það var sem sprengju hefði verið
varpað í heimi bandarískra flugmála
um helgina þegar öryggisráð- sam-
göngumála birti niðurstöður rann-
sóknar sem sýndi að flugstjóri
flugvélar, sem fórst í Colorado þann
19. janúar síðastliðinn, hafði neytt
kókaíns. Með flugvélinni fórust níu
manns, þar á meðal báðir flugmenn-
irnir. Átta komust lífs af.
Þetta er í fyrsta sinn í flugsögu
Bandaríkjanna að sannast hefur að
flugmaður vélar, sem fórst, hafi neytt
eiturefna. Flugstjórinn, sem var 36
ára, átti 4500 flugtíma að baki og
skorti því ekki reynsluna. Aðstoðar-
flugmaðurinn átti um 9000 flugtíma
að baki. Niðurstöður krufninga á lík-
ama hans verða birtar í næstu viku.
Ekki hefur verið gefið upp hvor
þeirra er talinn hafa verið við stjórn
vélarinnar þegar hún skall til jarðar
á hæðarhrygg fjórtán mílur frá flug-
vellinum i Durango sem hún stefndi
að. Vélin var að koma frá Denver.
Farþegarnir, sem komust af, sögðu
í yfirheyrslum að ekkert hefði verið
athugavert við flugið áður en slysið
varð. Lögregluyfirvöld í Durango til-
kynntu skömmu eftir slysið að
flugmennirnir hefðu ekki verið und-
ir áhrifum áfengis eða annarra efna.
Nákvæmari rannsókn fór hins vegar
fram að skipan flugmálastjórnarinn-
ar og þá fundust leifar kókaíns í blóði
og þvagi flugstjórans. Töldu vísinda-
mennirnir magnið sýna að hann
heföi neytt eiturlyfsins þremur til
tuttugu og fjórum stundum áður en
slysið varð.
Búist er við hörðum viðbrögðum
flugmálastjórnarinnar vegna þessa
máls. James Burnley, ráðherra sam-
göngumála, hefur tilkynnt að í
undirbúningi sé áætlun um skyndi-
kannanir á því hvort flugliðar neyttu
kókaíns eða annarra eiturefna. Eiga
slíkar kannanir að ná til um fimm
hundruð þúsund flugmanna, flug-
freyja og þjóna, vélvirkja og annarra
starfsmanna flugfélaga sem bera
ábyrgð á lífi flugfarþega.
Þessi ummæli ráðherrans hafa
valdið úlfaþyt í röðum flugmanna og
þeir hafa mótmælt harðlega. Á síð-
asta ári byrjaði samgönguráðuneytið
að gera skyndikannanir varðandi
notkun eiturlyfja meðal starfsmanna
í þýðingarmiklum öryggisstörfum.
Af tólf hundruð, sem prófaðir voru,
reyndust átta hafa neytt eiturlyfja.
Sönnunin um kókaínneyslu hins
látna flugmanns hefur riljað upp nið-
urstöður rannsókna sem dagblað í
Rittsburg gerði meðal starfsfólks á
sautján slysavarðstofum víðsvegar
um Bandaríkin í september 1986.
Fyrir þær rannsóknir fengu starfs-
menn blaðsins Pulitzer-verðlaunin
það ár.
Læknar og hjúkrunarfræðingar
þessara slysavarðstofa staðhæfðu að
þeir tækju oft á móti starfsfólki flug-
félaga sem hefði innbyrt of stóra
skammta af eiturlyfjum. Starfsfólk á
slysavarðstofum getur ekki skýrt
flugfélögum frá því hvaða fólk þetta
er vegna þagnarskyldu.
Blaðið komst líka að því í þessari
umfangsmiklu rannsókn sinni að
sextíu og níu flugmenn höfðu farið í
meðferð vegna kókaínneyslu án þess
að bandarísku flugmálastjórninni
væri kunnugt um það. Blaðiö lauk
skrifum sínum um eiturlyfjanotkun
flugmanna á þá leið „að á sama tíma
og allir flugfarþegar verða að sæta
ítarlegri öryggis- og tollskoðun geti
áhafnir flugvéla löglega sneitt hjá
allri skoðun. Þó liggi fyrir vaxandi
vitneskja um að sumir þessara flug-
liða séu á kafi í neyslu eiturlyíja og/
eða flutningi eiturlyfja."
VANTARÞIG HURÐIR?
Stálhurðir: þykkt 50 mm.
Einangrun: Polyurethane "Ú gildi 0,32
W/m2, 7 litir.
Með og án mótordrifs.
Sendum menn til uppsetningar um land
allt.
ASTRA
AUSTURSTRÖND 8, SÍMI 612244
Urval
Tímarit fyrir alla
HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA
MEÐAL EFNIS:
Skop 2 • Drengurinn sem gat ekki talað 3 • Fóstureyðingum fækkar • ef konur hætta að taka pillu-
hlé 9 • Handriðjð á stiganum 19 • Kína: Holskefla af reiðhjólum 22 • Husun í orðum 28 • Gríski
harmleikurinn 30 • Fimm leyndarmál um lofnaryndi • (sem konur vildu að • karlar vissu) 37 •
Vísindi fyrir almenning: • Darwin gegn Biblíunni fyrir hæstarétti 43 • Hótelið logar 49 • Þáttur af
Stuttu-Siggu 74 • Síðasti möguleiki Vladimirs 83 • Draumar sem rættust 89 • Völundarhús 96 •
,
'í. í &. i i I L I k