Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
11
Utlönd
Kohl lét undan
Gizur Helgason, DV, Lubedc
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, veröin- að sætta sig við
þá staðreynd að Gorbatsjov Sovét-
leiðtogi mun ekki sækja hann heim
í ár. Kohl hafði þó gengið út frá því
sem vísu að Gorbatsjov kæmi nú í
vor en Kohl hafði í janúar síðastliön-
um gert honum formlegt heimboð.
Aíþökkun á heimboðinu er talin
besta sönnun þess að sambandið á
milli þessara tveggja þjóðhöfðingja
sé ekki sem skyldi.
Mikhail Gorbatsjov á erfitt með að
fyrirgefa Helmut Kohl þá smekk-
leysu fyrir einu og hálfu ári að líkja
Gorbatsjov við Göbbels, áróðurs-
meistara nasista. í viðtah við
bandaríska tímaritið Newsweek
sagöi Kohl: „Gorbatsjov er duglegur
að kynna land sitt og þjóö en það var
Göbbels líka og ég er vanur að segja
hlutina eins og þeir eru.“
Helmut Kohl hefur síðan reynt að
bera í bætifláka fyrir að missa þessa
setningu út úr sér en það hefur ekki
gengiö allt of vel. í stað þess að segja
að honum hafi orðið á mistök og síð-
an hreinlega að biðja Gorbatsjov
afsökunar sagði Kohl aðeins að hon-
um þætti það leitt að sumir hefðu
misskilið ummælin. Hann undir-
strikaði að það hefði ekki verið ætlun
sín að særa Gorbatsjov.
Hann slapp þó ekki svo auðveld-
lega. Síðan hefur andaö köldu, ekki
á milli Moskvu og Bonn, heldur á
milli sovéska flokksleiðtogans og
vestur-þýska kanslarans. I janúar
var Sévardnadze, utanríkisráðherra
Kohl, kanslari V-Þýskalands, hefur
látið i minni pokann og þegið heim-
boð Gorbatsjovs sem ekki segist
hafa tima til að heimsækja Kohl í
V-Þýskalandi. Simamynd Reuter
Sovétríkjánna, í Bonn og sú heim-
sókn þótti takast með afbrigðum vel.
Henni lauk með því að Kohl bauð
Gorbatsjov opinberlega tO Bonn og
gjarnan á fyrri helmingi ársins 1988
- en þetta er einmitt sá tími sem
kanslarinn situr einnig sem formað-
ur Evrópubandalagsins. Það átti
augsýnilega að setja enn meiri stór-
pólítískan geislabaug umhverfis
fundinn og ef til vill að lagfæra svolít-
ið þá staðreynd að Kohl hefur aldrei
lýst sömu hrifningu á Sovétleiðtog-
anum og ýmsir aðrir vestrænir
ráðamenn. Þessi fundur átti líka að
lækka rostann í vestur-þýsku stjórn-
arandstöðunni sem ásakar Kohl fyrir
Vínhneyksli í
V-Þýskalandi
Gizur Helgason, DV, Liibeck:
Við dómstólana í Mainzhéraði í
Vestur-Þýskalandi eru nú að hefjast
réttarhöld í einu mesta vínhneyksli
landsins. Ódýrt vín frá Ítalíu og
Frakklandi var selt sem fínt, þýskt
móselvín með tilheyrandi gæðast-
implum.
Hér er um að ræða 49 milljónir lítra
af víni eða um sjötíu milljón flöskur
og í þetta magn var svo blandað
sykri, gervisætindum, erlendum vín-
um, ávaxtamauki og vatni.
Þeir aðilar, sem ákærðir eru, voru
vel í stakk búnir til að framkvæma
þetta svindl því þeir höfðu yfir að
að hafa klúðrað sambandinu við
stórveldið í austri.
Það var því meira en lítill álits-
hnekkir þegar Gorbatsjov lét birta
opinberlega þá tilkynningu að hann
gæti ekki fírndið neinn tíma til fund-
arins - en bauö í þess staö Kohl til
Moskvu. Því hafnaði Kohl og nefndi
að hann hefði þrisvar veriö í Moskvu
en í síöustu tvö skiptin hefði
Moskvuheimsóknin verið í sam-
bandi við jarðarfór tveggja fyrir-
rennara Gorbatsjovs. Höfnun Kohls
gerði því illt verra og enn einu sinni
var allt komið í hHut. En um helgina
tilkynnti svo talsmaður ríkisstjórn-
arinnar að Kohl ætlaði sér samt sem
áður til Moskvu nú í haust og að
Gorbatsjov ætlaöi síðan að endur-
gjalda heimsóknina að ári liðnu.
Kohl varð sem sagt að kyngja þessum
erfiða bita og það var verðið sem
borga'þurfti til að milda það kalda
andrúmsloft sem verið hefur á milli
leiðtoganna tveggja.
Sótarii fasturí nn sat reykháfi ekki fyrr en tveimur tímum síðar eftir að slökkvilið staðarins hafði veriö kallað út til að bjarga honum. Slökkviliðsmenn urðu að brjóta niöur arin hússins og verulegan hluta eins burðarveggjarins til að bjarga sótaranum.
Gizur HeJgason, DV, Liibedc Sótari nokkur í borginni Mann- heim í Vestur-Þýskalandi neyðist nú til að fara í megrun. Dag nokk- urn, er hann var við vinnu sína, festist hann í reykháf og losnaði
J lörðin útpínd illgresiseyðandi efnum og 274 kíló af áburði á hvern hektara lands. Sá hektari gaf síðan af sér 29,7 tonn af korni. Nú er meðaltalsnotkun á illgresiseyði 2,6 kíló á hektara og 667 kílóum af áburði er dreift ár- lega. Uppskeran er og eftir þvi eða um 56,4>tonn á hektara.
Gizur Helgason, DV, Liibeck: Landbúnaðarhéruðin í Vestur- Þýskalandi eru útpínd. Samkvæmt nýjustu skýrslúm keraur í ljós aö bændur fá helmingi meiri afrakst- ur af jörðum sínum en fyrir tæpum fjörutíu árum. Árið 1951 voru notuð 0,7 kíló af
ráða átöppunarfyrirtæki, lager og
dreifingarmiðstöð. Hagnaður þeirra
er talinn vera um tveir og hálfur
milljarður íslenskra króna.
Það hefur tekið mörg ár fyrir rétt-
vísina að útvega sönnunargögn.
Pappírsflóðið fyllir mörg hundruð
möppur sem taka fjölmarga metra í
hillum. Ákæruskjalið eitt sér er nítj-
án hundruð blaðsíöur í sex bindum.
Einn af höfuðpaurum málsins hef-
ur sent þýsku fagblaði, sem ætlað er
vínframleiðendum og kaupendum,
bréf þar sem segir að málið í heild
sé svínarí og fullyröir að fyrirtæki
hans hafi aldrei haft neinn óheiðar-
leika í frammi.
BLAÐ
BURDARFÓLK
ás öé&Ærw <dc£'M
■fc ft
ÞVERHOLTI
$ í
Í í
1 $
% í
it $
í í $ it í $ it
í $ í
Stangarholt
Skipholt 2-28
Stórholt
Brautarholt
Nóatún 24-34
Sólheima 1-23
Goðheima
SIMI 27022
Hættur við að hætta
Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux:
Chirac, forsætisráðherra Frakk-
lands, tók nýlega á móti forseta
alþj óðaknattspy rnusambandsins
sem sagði Frakka eiga alla mögu-
leika á að halda heimsmeistarkeppn-
ina í knattspymu 1998.
Chirac virðist nú notfæra sér
íþróttirnar til framdráttar í kosn-
ingabaráttunni og nýverið, í viður-
vist hans, tilkynnti Jean-Claude
Kelly, þekktasti skíðakappi Frakka,
sem vann þrenn gullverðlaun á
ólympíuleikunum í Grenoble 1968,
að vegna margra áskorana tæki
hann aftur við undirbúningi að
vetrarólympíuleikunum 1992 í Al-
bertville í frönsku Ölpunum. Kelly
hafði barist hart fyrir því að leikarn-
ir yrðu haldnir þar en sjálfur er hann
frá þessu svæði Alpanna.
Kelly, sem er kaupsýslumaður með
mörg sambönd, þótti sjálíkjörinn
sem framkvæmdastjóri en hætti
vegna ásakana um að hann notfærði
sér stöðuna til fjárhagslegs fram-
dráttar.
B.M.VALLÁ HF HEFUR FLUTT
SKRIFSTOFUR SÍNAR UM SET
KORNGARÐA1
Við hjá B.M.Vallá hf. höfum flutt skrifstofur okkar í nýtt og
glæsilegt húsnæði við Korngarða 1 í Sundahöfn. Við það breyttist
einnig símanúmer okkar og er nú 680600.
NÝTT HEIMILISFANG NÝTT SÍMANÚMER
KORNGARÐAR1 SÍMI680600
Aðalskrifstofa:
Korngarðar 1
Pósthólf 4280
124 Reykjavlk
Sími 680600
Nafnnúmer 0908-0104
Kennitala 530669-0179
Steypustöð:
Steypupantanir:
Bíldshöfða 3
Sími 685833
Steinaverksmiðja:
Söluskrifstofa/sýningarsvæði:
Breiðhöfða 3
Sími 685006
SUNDAHÖFN