Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
15
Er Rás 2 heilög kýr?
Hver segir að ríkið eigi að reka
tvær útvarpsrásir? Nú þegar eru
til að minnsta kosti tvær útvarps-
stöðar, Stjarnan og Bylgjan, sem
geta tekið við hlutverki Rásar 2 rík-
isútvarpsins.
Á rétt rúmu ári hafa einkaaðílar
sýnt að þeir geta rekið útvarps- og
sjónvarpsstöðvar með sóma. A
sama tíma þenst ríkisútvarpið hins
vegar út og afnotagjöldin tvöfald-
ast. Þetta er öfugþróun. Ríkisút-
varpið heíði átt að draga sig smám
saman í hlé og leyfa einkaaðilunum
að taka við hlutverkinu í stað þess
að fara út í grimma samkeppni á
kostnað skattgreiðenda.
Útvarpsstöðvum hefur ijölgað ört
á skömmum tíma. Það eitt sýnir
auðvitað mikla grósku frá því að
útvarpsrekstur var gefinn frjáls.
Kjallariim
Ólafur Hauksson
útvarpsstjóri Stjörnunnar
„Það er hins vegar til annað ráð en að
leggja Rás 2 niður, eins og það að selja
einkaaðilum, til dæmis hæstbjóðanda,
dreifkerfi stöðvarinnar.“
Gróskan væri enn meiri ef ríkisút-
varpið stæði ekki í veginum.
Ekkert lögmál
Það er ekkert lögmál að ríkið eigi
að reka fjölmiðla. Ríkisútvarp er
ekkert betra en einkaútvarp. Ríkis-
útvarpið getur hins vegar gert
ýmislegt sem einkaaðilar geta ekki
gert vegna þess að það hefur pen-
ingana til þess. Reyndar ekki eigin
peninga heldur peninga skattgreið-
enda.
Oft er bent á hina vel mönnuðu
fréttastofu ríkisútvarpsins sem
ástæðu þess að ríkið eigi að stunda
útvarpsrekstur. Það er að sjálf-
sögðu hreint rugl. Auðvitað er
enginn vandi að hafa öfluga frétta-
stofu þegar helmingurinn af tekj-
unum kemur beint úr vasa
skattgreiðenda.
En hvers eiga skattgreiðendur að
gjalda? Meirihluti heimila á
landinu greiðir nær 13 þúsund
króna skatt til ríkisútvarpsins á
ári. Einkastöðvar eru tilbúnar til
að aflétta þessu oki af almenningi.
Þær geta tekið við hlutverki ríkis-
útvarpsins og fýrsta skrefið er Rás
2.
Rás 2 er hrærigrautur
Rás 2 er engin heilög kýr. Upphaf-
lega var hún hugsuð sem tónlist-
arrás. Nú er hún eins konar
hrærigrautur dægurþrasara og
fólks sem hefur enga tilfinningu
’
„Stóra húsið við Efstaleiti og mannmarga fréttastofan duga ekki til“, segir í greininni. - Nýja útvarpshúsið
í forgrunni.
fyrir tónhstarsmekk almenn-
ings.
Hlustendakannanir segja það
sem segja þarf um Rás 2. Á þeim
stöðum, sem fólk getur vahð um
Stjörnuna og Bylgjuna, auk Rásar
2, er alls staðar meira hlustað á
einkastöðvarnar. En auðvitað hef-
ur Rás 2 nokkuð marga hlustendur
þar sem ekkert annað er að hafa.
Skiljanlega.
Það er hins begar til annað ráð
en að leggja Rás 2 niður, eins og
það að selja einkaaðilum, til dæmis
hæstbjóðanda, dreifikerfi stöðvar-
innar. Þannig yrði tryggt að
þjónusta við landsbyggðina mundi
ekki falla niður heldur fyrst og
fremst batna.
Ríkisútvarpið verður að
draga sig í hlé
Sumir benda á aö einkastöðvarn-
ar geti sett upp eigið dreifikerfi.
Þær ná reyndar nú þegar til meira
en 80 prósent landsmanna. En af-
gangurinn af dreifikerfinu er dýr,
margfalt dýrari en það sem komið
er, og á meðan ríkisútvarpið er
styrkt með skattpeningum er ekki
beint auðvelt að keppa við það í
þessum efnum. Ríkisútvarpið'verð-
ur því að draga sig í hlé.
Markús Örn Antonsson ríkisút-
varpsstjóri fullyrðir að RÚV muni
tapa auglýsingatekjum ef Rás 2
verði ekki lengur fyrir hendi. Hann
bendir á að ríkisrásirnar tvær fái
fjölda auglýsinga vegna þess að
þær séu samtengdar. Þessar aug-
lýsingar yrðu vart fyrir hendi ef
aðeins Rás 1 væri eftir.
Ástæða er til að staldra við orð
Markúsar. Hann hefur ekki trú á
því að Rás 1 nái nægri hlustun til
að fá auglýsingar. Stóra húsið við
Efstaleiti og mannmarga fréttastof-
an duga ekki th. Ljóst er að
endurskoða þarf hlutverk gömlu
gufunnar.
En er ástæða til að standa í vegi
fyrir þróuninni af þeirri einni
ástæðu að ekki megi stugga við
risaeðlunni við Efstaleiti?
Ólafur Hauksson
Ráðamenn og
ráðhúsgróði
Mikið hefur verið rætt og ritað
um hina fyrirhuguðu ráðhúsbygg-
ingu í Reykjavík og ef til vill er
ekki á það bætandi. Hins vegar hef
ég ekki séð neitt koma fram varð-
andi aðalatriðið í þessum bygging-
arframkvæmdum, hvatinn að þeim
er ekkert annað en bisness. Ráð-
húsbyggingin er leið fyrir hags-
munaaðilana á bak við borgar-
stjórnina til þess að hagnast á
kostnað hins almenna borgarbúa.
Þetta eru verktakar, bisness- og
fjármálamenn sem kippa í spottana
á strengjabrúðum sínum, meiri-
hluta borgarstjórnar.
Forgangsröðin
Engin alvarleg umræða hefur
farið- fram um það hvort ráðhús-
byggingin er yfirleitt nauðsynleg
hér í borg sem er yfirfull af skrif-
stofuhöllum. Og jafnvel þótt við
gæfum okkur það að þörf sé fyrir
slíka framkvæmd þá er hægt að
spytja hvort hún sé forgangsverk-
efnið fyrir fólkið sem býr í borg-
inni. Eru þessar framkvæmdir
mikilvægari en að leysa dagvistun-
armálin eða að bæta úr því neyðar-
ástandi sem ríkir í húsnæðismál-
um borgarbúa m.a. vegna skorts á
leiguhúsnæði?
Nei, auðvitað er ráðhúsið ekki
reist til þess að þjóna hagsmunum
borgarbúa. Borgarbúum er fyrst
og fremst ætlað að borga bruðlið.
Kjallarinn
Bjarni Hákonarson
í landsráði Flokks mannsins
ferlíki í Reykjavíkurtjörn?' Ef við
viljum skilja kjarna málsins ættum
við að byrja á að spyrja: Hverjir eru
það sem græða á þessum fram-
kvæmdum? Þeir sem græða á
ráðhúsbyggingunni eru fram-
kvæmdaaðilarnir, verktakarnir og
bisnessmennirnir í hægri öílunum.
Einnig hinir svokölluðu vinstri-
flokkar í minnihluta borgarstjórn-
ar sem halda að þeir geti slegið sér
upp pólitískt með því að tönnlast á
að þetta sé höll Davíðs borgarstjóra
í „Davíðsborg". Minnihlutinnheld-
ur aö með þessu áróðursbragði
takist honum að fella Davíð í næstu
borgarstjórnarkosningum!
Málpípan
Það er annars alveg dæmalaust
hvað „vinstri pólitík" borgar-
„En eitt er mér alveg hulin ráðgáta í
öllu þessu byggingarstandi, þ.e. hvers
vegna ráðhúsbyggingin þarf endilega
að vera svona ljót og hvernig má græða
á því.“
Hverjir græða? stjórnarminnihlutans er grunn-
En hvers vegna þá þessi áhugi á hyggin. Það eina sem honum dettur
ráðhúsbyggingunni, þessu mikla í hug er að hefja ímynd „strengja-
Fyrirhugað ráöhús. Framtíðarverkefni næstu áratugi viö aö breyta þvi
eða flytja eða breyta umhverfinu í kring?
brúðunnar" Davíðs upp til skýj-
anna eins og hann geri sér ekki
grein fyrir því að auðvitað er Davíð
ekkert annað en málpípa fyrir sína
yfirboðara, flokkseigendafélagiö.
Hann og Þorsteinn Pálsson gætu
stofnað hagsmunafélag strengja-
brúða og boðið kollegum sínum úr
öörum flokkum með sér, því að
auðvitað eru stjórnmálamenn rétt-
indalausir ef þeir eru ekki hlýðnir
og nógu duglegir við að svíkja sam-
viskuna.
Hagsmunir fólksins?
En að öllu gríni slepptu þá er
ekki svo erfitt að skilja hvernig for-
gangsverkefnin eru valin. Flokks-
eigendurnir eru góðir bisnessmenn
og þeir eru fljótir að reikna það út
að þeir græða miklu meira á glæsi-
höllum og dýrum tæknilausnum,
eins og að byggja í vatni, lieldur en
á ódýru leiguhúsnæði og látlausum
dagvistunarheimilum. En óneitan-
lega væri það nú skemmtilegra ef
hægt væri að verja þeim 500 millj-
ónum, sem höllin á að kosta, til
þess aö bæta úr þessum brýnu
hagsmunamálum fólksins.
Framtíðarbruðl
En eitt er mér alveg ráðgáta í öllu
þessu byggingarstandi, þ.e. hvers
vegna ráðhúsbyggingin þarf endi-
lega aö vera svona ljót og hvernig
má græða á þ »'í. Og þó, ef maður
athugar dæmið nánar þá er þetta
kannski ekki svo slæm hugmynd
til að græða á, því að ef tekst að
gera húsið nógu ljótt og láta það
stinga nógu mikið í stúf við um-
hverfið er þarna komið framtíðar-
verkefni næstu áratugi við að
breyta ráðhúsinu eða flytja það eða
breyta bara öllum gömlu húsunum
í kring í samræmi við það.
Hreyfingin
En nú spyr ég landsmenn: Hvern-
ig líður ykkur aö láta plata ykkur
svona? Langar ykkur ekki til að
segja „hingað og ekki lengra“ og
gera eitthvað í málunum? Ég veit
ekki hvað ykkur finnst en mér
stendur stuggur af því að þurfa að
standa undir svona bruðli á öllum
sviðum og vera bjargarlaus gagn-
vart því. Ég held að við ættum að
mynda sterka samstöðu meðal
fólksins gegn þessu bisnessveldi og
handhöfum þess.
Hreyfingu sem setur hagsmuni
fólksins og manngildi númer eitt
og hafnar kerfisflokkunum eins og
þeir leggja sig. Þessi hreyfing húm-
anista er þegar farin af stað og
heitir Flokkur mannsins.
Bjarni Hákonarson