Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
17
Lesendur
Getur farþegi í leigubifreið krafist þess að ökumaður noti öryggisbelti? - Leigubílar í akstri með aldraða.
MYNDBAWDAGERÐ (VIDEO)
INNRITUN
7 vikna námskeið í myndbandagerð hefst 21. mars
nk. Kennt verður tvisvar sinnum í viku, mánudaga
og miðvikudaga, 4 kennslust. hvert kvöld kl. 19-22.
Megináhersla er lögð á: kvikmyndasögu, myndupp-
byggingu, eðli og notkun rnyndmáls I kvikmyndum,
handritsgerð auk æfinga í meðferð tækjabúnaðar
ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin
myndefnis nemenda.
Kennari er Ólafur Angantýsson og kennslustaður
Miðbæjarskóli.
Kennslugjald er kr. 6.000. Innritun fer fram í símum
12992 og 14106 kl. 13-19 þessa viku (til föstudags
18. mars).
Oiyggisbeltanotkun í leigubifreiðum:
Réttur farþega í lausu lofti?
E.S.K. skrifar:
Ég á varla orð til að lýsa andúð
minni á hinum nýju reglugerðum
umferðarlaganna nýju, sem knýja
borgarana ,til að hlýða hvers konar
misrétti og ranglæti sem í þessum
lögum er að finna. Flest stangast þar
á við heilbrigða skynsemi og annað
er svo teygjanlegt að seint verður
fullskýrt.
Ég er hér með tvær spurningar,
sem mig langar að koma á framfæri
að gefnu tilefni.
1. Er farþega í framsæti leigubif-
reiðar skylt að nota öryggisbelti
þótt bílstjóri bifreiðarinnar sé
ekki skyldur til að nota þau?
2. Ef svo er hvers vegna má þá öku-
maður vera án belta?
3. Nú finnst viðkomandi farþega
hann ekki öruggur sem farþegi í
bil hjá öðrum, nema ökumaður
sjálfur sé með öryggisbelti. - Get-
ur farþegi þá krafist þess af
ökumanni leigubifreiðar að hann
setji á sig öryggisbelti meðan
hann ekur þessum farþega?
Lesendasíða hafði samband við
varöstjóra hjá lögreglunni og benti
sá á ótvíræð fyrirmæli í umferðar-
lögunum þar sem segir: „Hver sá sem
situr í framsæti bifreiðar, sem búið
er öryggisbelti, skal nota það.“ Þetta
atriði virðist því vera óumdeilanlegt.
Að því er varðar spumingu númer
2 þá er einnig ákvæði í hinum nýju
lögum (kaflanum um öryggisbelti)
þar sem segir: „Ökumanni leigubif-
reiðar til mannflutninga er eigi skylt
að nota öryggisbelti í leiguakstri." -
Enginn segir hins vegar að leigubíl-
stjóri megi ekki nota þau eða geti
ekki notað þau á svipaðan hátt og
aðrir ökumenn.
Raunar telja margir, þ.á m. sumir
lögreglumenn, að ákvæðið um notk-
un öryggisbelta ætti einmitt að gilda
um leigubílstjóra meðan þeir eru
með farþega í bíl sínum. Aðrir eru
til sem telja að ákvæðið um notkun
öryggisbelta eigi að gilda um leigu-
bílstjóra, jafnt og aðra, þegar þeir aka
einir í bíl sínum.
Það skal þó tekið fram að við þess-
ari síðustu spumingu bréfritara
liggur ekki fyrir. fullkomin skýring
eða túlkun. - Kannski verða ein-
hverjir lögfróðir til að svara henni
hér á þessum vettvangi.
Frábært á Holiday Inn
Bryndís Jónasdóttir skrifar:
Mig langar mjög til þess að tjá
þakklæti mitt og einnig fyrir hönd
tíu annarra er fóra saman út að
borða á Hótel Holiday Inn föstudags-
kvöldið 26. febrúar sl. Framkoma
fólks, er þar starfar, var frábær.
Maturinn var mjög góður óg allar
vorum við mátulega mettar af hon-
um. Þaö er líka dálítil kúnst að
kunna að samræma rétti á matseðli
þannig að vel fari.
Við dáðumst einnig að því hve
maturinn var frábærlega fallega
framreiddur. Hreint listaverk. Það
gleymist svo oft, því miður, að þakka
það sem vel er gert. Þið, starfsfólkið
á Holiday Inn, verðskuldið mikið
hrós. Kærar þakkir.
Úr salarkynnum Holiday Inn
Vinningstölurnar 12. mars 1988
Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.731.238,-
1. vinningur var kr. 2.369.330,-
Þar sem enginn fékk fyrsta vinning færist hann yfir á fyrsta vinning
í næsta útdrætti.
2. vinningur var kr. 709.280,-
og skiptist hann á 220 vinningshafa, kr. 3.224,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.652.628,-
og skiptist á 6718 vinningshafa sem fá 246 krónur hver.
TVÖFALDUR 1. VINNINGUR LAUGARDAGINN 19.
MARS 1988
yvvo
yv\/MpwJzvict&eL
Hvað kostar að
reka einkabíl?
Þessi spurning
hefur vaknað með-
al margra í kjölfar
mikillar hækkunar
á iðgjöldum bif-
reiðatrygginga.
FÍB tók saman
kostnað við rekstur
á fjórum vinsælum
bíltegundum og
eiga niðurstöðurn-
ar eflaust eftir að
koma mörgum á
óvart.
Kostnaður við
rekstur einkabíla í
Lifssti I á morgun.
Garðhús, sólstofur, laufskál-
ar eða garðskálar. Mörg nöfn
hafa verið notuð um þessi
fyrirbæri. DV kannar á morg-
un kosti þess að hafa garð-
hús heima hjá sér. Hjón, sem
búa I Hlíðunum, ætluðu að
stækka við sig húsnæði en
hættu við og byggðu garðhús
I staðinn. Það hefur gjör-
breytt lifsstil þeirra heima
við. Þau voru heimsótt á dög-
unum og leiða okkur i sann-
leikann um hvernig við
snúum okkur ef við viljum
byggja við og hvað við vinn-
um með þvi. Morgunkaffið í
Lifsstíl DV á morgun mun
koma á óvart.