Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 40
<"V FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988. Togariílandmeð fótbratinn mann Togarinn ivlár SH 127 frá Ólafsvík kom í nótt til Þorlákshafnar meö —slasaðan skipverja. Maöurinn varð fyrir toghlera meö þeim aíleiðingum aö hann brotnaði á báðum fótleggj- um. Þaö var um klukkan tvö í nótt sem togarinn kom til Þorlákshafnar. Skipverjinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þegar slysiö varð var Már aö veið- um viö Surt, suöuraf Vestmannaeyj- um. -sme Skákmótið á Akureyri: „íslendinga- slagur" í kvöld Gylfi Kristjánsson, DV, Akoreyri: Ekki varð úr skák þeirra Helga Ólafssonar og Jóhanns Hjartarsónar í alþjóölega skákmótinu á Akureyri í gær þar sem Helgi fékk skákinni frestaö vegna veikinda. í dag verður 6. umferö mótsins tefld og þá eigast viö Jóhann og'Jón L., Margeir og Helgi, Gurevits og Adorj- ^pn, Dolmatov og Polugajevsky, Ólafur og Karl, Jón G. og Tistall. Skákirnar hefjast kl. 17 í Alþýöuhús- inu. Umferðin: Sjö árekstrar til lögreglu Á síðasta sólarhring haföi lögregl- an afskipti af sjö árekstrum og haföi vitneskju um þrjá til viðbptar, Slys varö í einu tilfelli. Það var skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Þá var bíl ekiö á staur á Rafstöðvarvegi. ■fcÓkumaður bílsins var fluttur á slysa- • deild. Einn ökumaöur var sviptur öku- réttindum. Hann var tekinn fyrir aö aka á 108 kílómetra hraöa á Kringlu- mýrarbraut. Sjö aðrir ökumenn voru kæröir fyrir of hraðan akstur. Lögreglan í Kópavogi tók um helg- ina ökumann á 130 kílómetra hraöa á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfi samstundis. -sme Bílstjórarnir aðstoða SETlDIBiLRSTÖÐin LOKI Það sakar ekki bjórlíkið hjá Gutta! Kjarasamningamir: Kemur ekki til greina að skipta samninganefndinni - segir framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins Sú einkennilega staöa er komin framkvæmdastjóriVinnuveitenda- verkaiýösfélögum áf Suður- og upp aö kjarasamningaviðræður sambandsins, í samtali viö DV í Vesturlandi undir stjórn Guðlaugs munu fara fram á 3 til 4 stööum á morgun. Þorvalssonar sáttasemjara. Enn er landinu en samninganefnd Vinnu- „Ég geri mér grein fyrir þvi að óvíst meö viöræðurnar við félögin veitendasambandsins er aðeins samningaviöræðurnar veröa í Vestmannaeyjum, hvort þær fara ein, þannig aö hún þarf að fljúga á þungar í vöfum með því að láta þær fram í Reykjavík eöa í Vestmanna- miÚi staða til að halda fundi. fara fram á í þaö minnsta þremur eyjum. „Það kemur ekki til greina af stööum á landinu en ég taldi nauð- Fyrir utan allt þetta standa svo okkar hálfu að skipta samninga- synlegt að hafa þetta svona vegna Verkalýðsfélagið Vaka á Sigluflrði nefnd okkar og því er ekki um eindreginna óska verkalýðsfélag- og Verkaíýðsfélagið á Skagaströnd, annað aö gera en að hún fari á anna um samninga heima í hér- sem eru í einkaviðræðum heima í milli staða og haldi fundi. Við bent- aöi,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson hémðum. Kvennadeild Verkalýðs- um ríkissáttasemjara á þetta og sáttasemjari í morgun. félaga Akraness er heldur ekki í töldum þetta fyrirkomulag á samn- Samningarnir munu fara fram á neinum af þessum hópum en gerir ingaviðræðunum óskynsamlegt. Egilsstöðum þar sem Austfirðing- sömu kröfur og Austfirðingar. Að sjálfsögðu verður þetta fyrir- amir veröa undir stjórn Sigurðar Samningaviðræður í Reykjavík komulag viðræðnanna til þess að Eiríkssonar á Akureyri með Norð- hefjast í dag klukkan 14.00. þær verða þyngri í vöfum en ella,“ lendingum undir stjóm Ásgeirs P. -S.dór sagði Þórarinn V. Þórarinsson, Ásgeirssonar og í Reykjavík með Guttormur Einarsson, forstjóri Ámunnár, þreytti svokallað „Guölaugssund" á laugardaginn en þá voru liðin fjögur ár frá þvl Guðlaugur Friðþórsson bjargaði lífi sínu með frækilegu sundi. Guttormur synti fimm og hálfan kíló- metra eins og Guðlaugur forðum, 2 'A tima viðstöðulaust skriðsund. „Ég gerði þetta aðallega tii að reyna að viðhalda minningunni um afrek Guðlaugs. Ég var orðinn svolitið lúinn í liðamótum og skeggið á hökunni skrap- aði skinnið af öxlinni en annars leið mér vel eftir sundið," sagði Guttormur sem léttist reyndar um 1 'A kíló við þessa áreynslu. Þess má geta að Guttormur er fimmtugur í dag. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Áfram norðaust- ankaldi Gert er ráð fyrir áframhaldandi norðaustanátt um allt land á morgun, víðast kalda. Dálítil él verða með norðaustur- og austur- ströndinni en þurrt og víða bjart veður annars staðar. Frost verð- ur á bilinu 4-10 stig. Launamál Guðjóns B.: Rannsókn lokið Geir Geirsson, endurskoðandi Sambandsins, lauk í gær við rann- sókn sína á launagreiðslum til Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, frá því hann var for- stjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. í samtölum við DV í morgun sögðu Valur Arnþórsson,- stjórnarformaður Sambandsins, og Guðjón B. Ólafsson, stjórnarformað- ur Iceland Seafood, að þeir hefðu enn ekki fengið skýrslu Geirs í hendur og vissu ekki hvert innhald hennar væri. Að sögn Vals verður skýrslan send stjórnarmönnum Iceland Sea- food fyrst allra, þar sem þessi deila væri fyrst og fremst innanhússmál í því fyrirtæki. Stjórnarfundur Iceland Seafood hefur verið ráðgerður í kjölfar loka á rannsókn Geirs. Þá var fundi í fé- lagi Sambandsfrystihúsa frestað síðastliðinn laugardag vegna óvissu í samningamálum en einnig vegna þess að skýrslu Geirs var ólokið, að sögn Marteins Friðriksssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskiðju Sauðárkróks og stjórnarmanns í Iceland Seafood. Valur Arnþórsson sagði í morgun að líða færi að reglulegum stjórnarfundi í Sambandinu. -gse Landakotsspítali: 180 milUóna heildarskuld „Til að fá þá lagfæringu, sem við þurfum á íjárlögum þessa árs, þurf- um við 10-12% hækkun eða sem nemur 90 milljónum," sagði Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landakotsspítala, en miklir rekstr- arerfiðleikar eru nú hjá spítalanum og hefur stjórn hans ákveðið að loka tveim deildum með 53 rúmum og hætta bráðavöktum. Fjármálaráðherra hefur gefið í skyn að ekki liggi fyrir að ríkið komi til bjargar heldur muni hann krefjast rannsóknar á því af hverju spítalinn fari alltaf fram úr fjárlögum. Logi sagðist ekkert vita um fyrirætlannir fjármálaráðherra enda hefði ráð- herra ekki haft samband við þá Landakotsmenn. Heildarskuldir spítalans munu nú nema um 180 milljónum kr. -SMJ Vestmannaeyjar: Frestun á verk- falli hafnað aftur Á laugardaginn var harst Verka- kvennafélaginu Snót í Vestmanna- eyjum öðru sinni ósk frá vinnuveit- endum á staðnum um að fresta verkfalli félagsins sem staðið hefur á aðra viku. Þessi ósk var svo tekin fyrir í félaginu á sunnudaginn og niðurstaðan varð sú að henni var hafnað. -Ómar/-S.dór Hafísinn: Höfninni á Rauf- arhöfn lokað Hafís er nokkuð mikill úti fyrir Norðurlandi. í gær þurfti að loka höfninni á Raufarhöfn vegna ísjaka sem sáust fyrir utan höfnina. Meginísjaðarinn á enn langt í land en stakir jakar og ísspangir eru þétt við landið norðaustanvert, að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Siglingaleiðir eru þó ekki lokaðar því að hægt er að sigla gegnum ísinn I björtu. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.