Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 1988.
31
LífsstíU
Slongubúrið hans Olafs er mjög fallegt. Hann hannaði það sjálfur.
En hvernig fekk Olafur áhugann á
slönguhaldi?
„Ég fékk áhugann strax þegar ég
sá fyrri eiganda þessara slangna gefa
þeim aö éta. Ég keypti þær og smy-
glaði þeim til landsins því það er víst
ólöglegt að vera með slöngur hér á
landi jafnvel þó þær séu meinlausar
og smithætta ekki fyrir hendi. Ég hef
mikinn áhuga á skriðdýrum og hefði
ekkert á móti því að sökkva mér í
skriðdýrarannsóknir. Ég hef verið
að velta fyrir mér að fá eðlur en það
er meira mál því þær þurfa að fá lif-
andi skordýr og skordýraræktun er
ekkert skemmtileg.
Ég hef hins vegar verið að velta því
fyrir mér að fá mér risakóngulær,
tarantúlur, því þær geta lifað á mús-
um eins og slöngurnar. Æth kóngu-
læmar verði ekki næstar á dagskrá
hjá mér.“
- Hafaslöngurnaraldreisloppið
út úr búrinu hjá þér?
„Jú, það gerðist einu sinni. Þá var
ég reyndar með aðra slöngu sem nú
er dauð. Hún var í bráðabirgðabúri
og slapp út úr því en fannst síðar í
plötuspilaranum," sagði Ólafur.
Ólafur hefur alla tíð verið með
gæludýraáhuga. Hann hefur átt
skjaldbökur, fiska, dúfur og páfa-
gauka.
„Ég er enn með nokkra páfagauka
en áhuginn fyrir þeim hefur minnk-
að. Ég er óðum að snúa mér að
skriðdýrunum," sagði ólafur Thorar-
ensen.
-ATA
Ótrúlegt en satt! Þessi voveiflegi atburður gerðist i húsi við Laugaveginn. Slanga að gleypa mús sem virðist vera
stærri um sig en slangan sjalf. DV-myndir S
Hef gaman af
t með
hegðun eðlanna
- segir Gunnar Roach eðlueigandi
Gunnar Roach með fjölskyldunni sinni. Smári er fjögurra ára og Davið fimm
ára. Þeir hjálpa mikið til við flugna- og kóngulóaveiðar á sumrin. Þóra
Andrésdóttir heldur á vikugömlum syni þeirra hjóna. Þóra sagði að sér
hefði ekkert litist á eðlurnar i fyrstu en nú hefði hún gaman af að fylgjast
með þeim.
Eðlur eru kvikindi sem Islendingar
setja yfirleitt í samband við sólar-
landaferðir. Lítil, snaggaraleg skrið-
dýr sem fæstir vilja koma of nálægt,
enda óttast menn oftast það sem þeir
þekkjaekki.
En það eru til eðlur hér á landi.
Flestir muna eftir eðlunum sem.
komu til landsins með trjágróðrin-
um, sem var plantað í nýju flugstöð-
inni í Keflavík, en eðlur eru einnig
til í Reykjavík sem gæludýr.
Einn eðlueigandinn heitir Gunnar
Roach. Hann er bankastarfsmaður
og býr í Ingólfsstræti.
„Ég er búinn að eiga eðlur í rúm
tvö ár og hef mikið gaman af að fylgj-
ast með hegðunarmunstri þeirra. Eg
held að þessi skriðdýraáhugi minn
sé bara hluti af almennum gælu-
dýraáhuga en ég hef alla tíð haldið
dýr. Égbjóí Bandaríkjunum sem
barn og þá eignaðist ég mína fyrstu
eðlu. Svo fann ég slöngu úti í garði,
sauðmeinlaust kvikindi, en móðir
mín var ekki hrifm af nýja gæludýr-
inu sem sonur hennar fann svo að
slönguna átti ég í stuttan tíma,“ sagði
GunnarRoach.
Auk eðlanna er Gunnar með tæp-
lega fjögur hundruð lítra fiskabúr og
segir hann að næst á dagskránni hjá
sér sé að fjölga fiskum í búrinu. Þá
langar hann hka til að fá sér fleiri
eðlur.
„Eðlumar em mjög snyrtilegar og
htil sem engin lykt af þeim og svo
eru þær þægilegar í meðfórum. Það
eina sem veldur erfiðleikum er fæðu-
öflunin fyrir eðlurnar. Þær lifa á
skordýmm og þurfa að fá þau lif-
andi. Á veturna fóðra ég þær með
mjölormshrfum sem ég rækta. Sú
ræktun er ekki alveg eins þrifaleg
og eðluhaldið en hrfurnar rækta ég
í skúr sem er byggður við húsiö. Ég
myndi veigra mér við að rækta þær
inni í íbúðinni. Á sumrin set ég svo
flugur og kóngulær inn í búrið til
eðlanna.
Þegar eðlurnar fá lifandi flugur inn
í búrið til sín færist heldur betur fjör
í leikinn. Önnur eðlan, aneolan eða
amerískt kamelljón, verður þá svo
æst að hún hreinlega skiptir litum.
Og veiðiaðferðir eðlanna eru svo
óhkar, enda ættaðar hvor úr sinni
heimsálfunni, að það er stórfróðlegt
að fylgjast með þeim. Eðlan, sem er
ættuö frá Rhodos, f>leypur bráðina
uppi á meöan aneolan, sem kemur
frá Suður-Ameríku, læðist að bráð-
inni.“
- Hvernigfékkstuþessareðlur?Er
leyfilegt að flytja þær til landsins?
„Ég held ekki. Fyrstu eðlurnar
mínar keypti ég í útlöndum og smygl-
aði þeim hreinlega til landsins. Þær
dóu reyndar báðar. Þær tvær sem
ég á nú fékk ég frá vinum mínum.
Áneolan eða ameríska kamelljónið
smyglaði sér sjálf tiflandsins með
blómasendingu. Kunningi minn, sem
vinnur hjá gróðrarstöðinni þar sem
eðlan fannst, gaf mér hana. Hina
eðluna fann vinur minn í bjórdós á
Rhodos. Hann vissi af eðluáhuga
mínum og tók hana með til landsins.
Annars held ég að enginn hafi
reynt að fá innflutningsleyfi fyrir
eðlum. Innflutningurinn er náttúr-
lega háður því að heilbrigðisvottorð
fylgi og vegna smithræðslu eru heil-
brigðisyfirvöld afar ófús á að veita
innflutningsleyfi. Það má þó vel vera
að slíkt leyfi fengist og ég held að
margir hefðu fullan áhuga á aö vera
með eðlur.“
- Enhversvegnaeðlur?Ergaman
aðklappaþeim?
„Ég er nú ekki mikið að handfjatla
eðlurnar enda væri það erfitt því aö
þær eru snöggar að forða sér þegar
þær sjá hönd nálgast. Hins vegar er
hægt að venja eðlur við manns-
höndina ef þær eru hafðar einar í
búri og þær handmataðar. En minn
áhugi beinist þó fyrst og fremst að
því að fylgjast með framferði eðlanna
og hegðun," sagði Gunnar Roach.
-ATA
Rhodos-eðlan nýtur hér ylsins frá Ijósinu en ameríku-kamelljónið lét ekki sjá sig.
DV-myndir S
Eðluleg gæludýr: