Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. 45 Islensk tunga Kaup, kjör og karp Þessa dagana er víða blásið í her- lúðra og herskarar kallaðir til vopna í kjarastríði. Þetta er sem betur fer ekki lífshættulegt stríð því menn vega með tölum og tákn- um í vopna stað. Það er þó að því leyti verri vopnabúnaður að engin leið er að sjá hver sigrar: ekki er unnt að telja hina föllnu eins og gjarnan í afvörustríðum erlendis og meiningin er yfirleitt alls ekki sú að annar aðilinn gefist upp eða tapi. Markmið þessa stríðs er þvert á móti að þáðir sigri á endanum (og nái samkomulagi í kristilegum kærleik og skrifl undir samning. Halda síðan heim á leið, hver í sinn stað, með þá fullvissu meðferðis, að sérhver hafi unnið án þess að hinn hafi tapað. Ég hitti um daginn mann sem var í öngum sínum vegna talna um kaupið hans. Hann hafði lesið í blöðunum að mánaðarlegt kaup hans væri tvöfalt það sem hann fékk í umslaginu. Þrátt fyrir að hann hefði haft frammi fyrirspurn- ir um afdrif kaupsins þá fékk hann engin svör. Rétt bara eins og hálft kaupið hans hefði gufað upp í bláan himininn, sem reyndar var grár og leit út fyrir rigningar. En þessi stríð hafa auðgað ís- lenska tungu svo um munar. Því miður hef ég ekki úr miklu að moða en frekari orðasöfnun stend- ur yfir og ég vonast til að þeir sem búa yfir frekari vitneskju leyfi mér að njóta góðs af. Tvö nýyrði Það virðist vera lenska nú um stundir að fara í feluleik með kaup. Svo rammt kveður að þessu að nú veit enginn lengur hve hátt/lágt kaup er greitt í landinu. Nema nátt- úrlega þeir sem telja upp" úr launaumslögunum sínum en á þeim er aldrei neitt mark tekið. Um daginn heyrði ég viðhöfð um kjarasamninga tvö orð sem bæði lúta að þessum feluleik. Þegar kjarasamningur felur í sér mikið af launahækkunum sem illt er að reikna út í prósentum er talað um að í samningnum séu kafbátar eða að í launakerfinu sé holræsa- kerfi. Hvorugt þarfnast nánari skýring- ar en ég vek athygli á því hvað orðalagið er myndrænt. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson cappuccio, og miðaldalatínu, capucium (= hetta) og er skylt orð- inu caput (= höfuð). Hvernig hefur þá karphús orðið til úr karpús? Orðið karphús er svokölluð al- þýðuskýring. Það er þegar tor- kennilegt orð sem menn hafa gleymt hvað merkir er betrumbætt og breytt á þann veg að unnt sé að lesa úr þvi merkingu. Seinni höur orðsins verður því -hús í stað -ús. Og karphús þýðir þá bara húfa. Látum þessu lokið að sinni en ég vonast til þess að geta gert frekari grein fyrir nýyröum í máli samn- ingamanna síðar. Svo óska ég þess að allir fái góða kauphækkun, með kafbátum eða án, og uni glaðir við sitt. Karphúsið Samningar um kaup og kjör á „hinum almenna vinnumarkaði" eins og þaö heitir fara fram í Karp- húsinu í Reykjavík. Þetta er vegleg bygging sáttasemjarans en hans hlutverk er að sætta ósátta aðila. Nafn hússins þykir mér mjög vel til fundið. Þetta minnir á orðtakið að taka einhvern í karphúsið. Eins má láta hugann reika og halda því fram að þarna sitji menn og karpi. Sjálfsagt er hvort tveggja rétt. En ekki er allt sem sýnist. Hvað þýðir orðið karphús? Þá verður fyrst fyrir okkur orðið karpús sem er upphafleg orðmynd karpúss. Það kemur fyrir í kvæði eftir Stefán Ólafsson í Vallanesi en hann lifði hér og dó á 17du öld. Merking orðsins þar á ekkert skylt við að karpa. Orðið merkir þar húfa. Nú fer að vandast málið. Karpús á bróður i norsku, orðið karpusa sem merkir einhvers kon- ar hetta. Orðin koma úr ítölsku, Vísnaþáttur Undarlegt símtal, vina- og ástavísur Mikil hugsjónakona Laufey Valdimarsdóttir var fædd í Reykjavík 1890 og dó í París í des- ember 1946. Fyrir skömmu birti ég eftir hana fiórar ljóðhnur, sem var sýnishom tekið upp úr afmælis- dagabók, gátu þær vel staðið sjálf- stæðar. Og þó það væri af vangá gert, þekkti ég vel til heilla vísna eftir hana, sem mátt hefði taka úr annarri bók. Laufey var á sinni tíð þjóökunn merkiskona, gáfuð og menntuð, og notaði hæfileika sína þeim til hjálpar, sem hún vissi að þurftu mest á því að halda: fátækar mæður og börn þeirra. Hún var skemmtileg kona viðræðu, kynnt- ist ég henni lítillega á fyrstu árum mínum í höfuðborginni. Við áttum sameiginlega vini. Ég er gamall blaðamaður. Og það er þeirra háttur að lýsa fólki nokk- uð frjálslega. Með áðumefndum ljóðlínum varð mér á að segja að Laufey hefði veriö mikil á velli, eins og móðir hennar og bróðir, og áttu þau orð að undirstrika að þar hafi ekki farið neinir veifiskatar. En ekki þar með sagt að grann- vaxið fólk geti ekki verið nógu virðulegt. Ég skal viðurkenna að mátt heföi komast betur að orði. Heföi ég verið maður til að biðjast afsökunar ef að hefði verið fundið. Ættingi hennar hringdi til mín og höfðum við ekki talast við fyrr. Það varð heldur ekki samtal að þessu sinni. Skammareinræða af hans hálfu og hlátur frá minni. Bar fram ósk um að fá að segja nokkur orð í minn eigin síma. En svarið var: Ég hlusta ekki á, eins og hringjar- inn á-kvað, karlrembusvín. Síðan var tækinu skellt á. Áður var búið að segja mér að sem hefnd fyrir ummæh mín um frænkuna skyldi ég fá dauöur eftirmælið „taðskeggl- ingur“, það var svo sem sjálfgefiö að ég skyldi fyrr kveðja táradalinn. Það var þá sem ósjálfráð viðbrögð voru léttur hlátur. Ég flýtti mér að ná í vísnaþáttinn. Hvað hafði ég sagt um Laufeyju heitna Valdim- arsdóttur? Lokaorð klausunnar um hana voru: „hlýleg í viðmóti og mikil hugsjónakona“. Ég sagði dag- bókinni minni frá þessum einstæða atburði sem ég hef hér minnst á. Það má kalla að undirritaður hafi lifað hálfopinberu lífi í meir en hálfa öld og víða komið við. En aldrei hefur nokkurri persónu te- kist á jafnskömmum tíma af jafn- litlu tilefni að sýna mér inn í slíkt hyldýpi mannlegs hroka og ókurt- eisi. Eg gat ekki einu sinni orðiö reiður og þykist ég þó hafa meðal- manns skap og stolt. Frú Ólöf Nordal valdi í bók Frú Ólöf Nordal valdi efni í bók eftir Laufeyju Valdimarsdóttur og haföi ég lengi ætlað mér að birta sýnishorn visna hennar. Á fertugs- afmæli Sigurðar Nordal: Okkar kynning áþekkt fer eyju djúpt í hafi, efsta tindinn einan sér, allt er hitt í kafi. Einhver lög fá orkað því, upp úr tímans djúpi skýst hún einatt ung og ný undan svölum hjúpi. Hér eru aðrar vinastökur: Eins og vorið leysir hnd, lengi bundna klaka, yngdi hjartað, er það synd? okkar ljósa vaka. Þakklát vinur þér ég er, þúsund raddir sungu. Síðan leika ljóðin mér létt og fleyg á tungu. Einnig svo: Áður en að inn ég steig, augna þræddi brúna, fleygði ég burtu gömlum geig, gleptu mér ekki trúna. Er mín blendin óðarveig? Yrkja lítið kunni. Því var ég að geta um geig, en gleymdi skýringunni. Þér að segja, það ég veit þó með fullum sanni: óhultar ég aldrei leit í augu nokkrum manni. Sinn þó bæinn byggjum hvort, brúlaust sé á milli, til þín stundum hef ég horft, heldurð’ það nokkuð spilli? Þér er það til lista lagt leiðindum að bægja. Eins og ég heföi ekkert sagt, aftur skulum hlægja. Fimm lokavísur Þessum vísum er hér eflaust illa raðað og enginn veit nú hvort þeim hefur verið stefnt, í sömu átt eða margar. En höldum samt áfram: 1. Heyrt hef ég þín harmaljóð, hugur mót þér spyrnir. Og þótt fölni rósin rjóð, rifiö getur þyrnir. 2. Spurning hugann krafði kallt: Hvar á að leita að vinum -, skyldi’ann vera eftir allt eitthvað hkur hinum? 3. Hjartað fullt af synd og sorg og sárum kvíða, allar stundir lengi að líða, lengur ekki neins að bíða. 4. Út í geiminn reiðin rann, þó rán og geimur brynni. Eg vil geyma aftan þann, þó öðru gleyma kynni. 5. Ljós og skugga lífið býður, ljá mér þína mund, eigðu mig, hvað sem öðru líður, eina sólskinsstund. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. t I f f -j i I • I ’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.