Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 9 dv___________________________Útlönd Fjöldamorð í Kólumbíu Stjórnvöld í Kólumbíu telja mögu- legt að þeir sem frömdu fjöldamorð í afskekktu þorpi í norðurhluta landsins á páskadag hafi verið aö leita að aðkomumanni sem sést hafði í þorpinu fyrr um daginn. Segja tals- menn yfirvalda að öðrum kosti sé nær ómögulegt að skýra árásina því hún virðist með öllu tilgangslaus. Talið er að átta eða tíu menn hafi staöið að árásinni sem gerð var á sunnudagskvöld. Réðust mennirnir inn í hús þar sem íbúar þorpsins Mejor Esquina, um fjögur hundruð kílómetra norð-vestur af Bogota, höf- uðborg landsins, voru að skemmta sér. Hófu mennimir skothríð, að því er talið er af bandarískum herriffl- um, á íbúa þorpsins og myrtu að minnsta kosti tuttugu og átta þeirra. Meðal hinna myrtu voru nokkrir unghngar og aö minnsta kosti ein kona. Ekki er vitað hveijir það voru sem stóðu að fjöldamorði þessu. Tals- menn stjórnvalda segjast ekki vita hvort um öfgahóp í stjómmálum geti verið að ræða og benda á þann mögu- leika að morðin tengist eiturlyfja- málum. Rannsókn málsins er erfið, meðal annars vegna þess að þeir sem lifðu af árásina neita að gefa skýrslur vegna ótta um frekari aðgerðir gegn sér. Þetta er þriðja fjöldamorðið sem framið er í Kolumbíu á þessu ári. í febrúarmánuði var ráðist á áhorf- endur aö hanaslag í austurhluta landsins. Tíu þeirra vom þá myrtir og sex særðir. Þann tuttugasta og fyrsta mars var svo ráðist á hóp verkamanna á bananaplantekru ná- lægt landamærum Panama og þeir myrtir með köldu blóði. Skæruhðar úr röðum nýnasista hafa lýst á hendur sér ábyrgð á fjöidamorðunum á bananaplantekr- unni en ekki er vitað hverjir stóðu að hinum árásunum tveim. Mikil skelfing og reiði hefur gripið um sig í Kolumbíu vegna fjöldamorð- anna á páskadag. GOTTBOÐ FRÁ SAMSUKTG Samsung örbylgjuofnarnir eru traustir og öruggir. Þeir hafa reynst framúrskarandi vel og auðveldað mörgmn eldamennskuna. Getum áfram boðið þessa frábæru ofna á sérstöku afsláttarverði og ókeypis matreiðslunámskeið að auki. Sparið tíma og fé með hjálp frá Samsung. Verð 15.980,- stgr. 14.960,— JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SlMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.