Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 5 Fréttir ■ m ■ ■ ■ jtf Keimlik merki Bessastaða hrepps og ferðaskrifstofu SKjaldarmerid Bessastaöahrepps og merki Ferðaskrifstofu Reykjavíkur hafa vakiö athygli runa merkjanna hjá sveitarstjóra Bessastaöahrepps og framkvæmdastjóra Feröaskrifstofu fyrir að vera mjög svipuð útlits. Bæði merkin eru hringlaga, blá að lit og með hvitum röndum, Reykjavíkur. Kom þá í ijós að skjaldarmerki Bessastaöahrepps er eldra. Merkin eru hins vegar þótt ekki sé það til vandræða hversu keiralik þau eru. DV leitaði upplýsinga um aldur og upp- hönnuð sitt í hvoru landinu og virðist því vera um skemmtilega tilvRjun að ræða. -JBj Táknar tjarnir og fuglalíf Bessastaðahrepps - segir svertarsfjóri „Þetta kemur mér mikið á óvart því að skjaldarmerki Bessastaðahrepps hefur ve- rið kynnt mjög vel í fréttabréfi sveitarfélaga og er því orðið fast,“ sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, sveitarstjóri Bessastaða- hrepps, í samtali við DV. Sigurður Valur hafði ekki séð merki Ferðaskrifstofu Reykjavíkur þegar DV ræddi við hann. Hann upplýsti að skjaldar- merki Bessastaðahrepps hefði litið dagsins ljós eftir að hugmyndasamkeppni um merk- ið var hrundiö af stað í desember 1984. Þann 28. mars 1985 var merkið svo tekið í notkun. 44 tillögur bárust í hugmyndasamkeppnina og var sigurvegarinn og höfundur skjaldar- merkisins Hildur Rögnvaldsdóttir, íbúi í Bessastaðahreppi. Sigurður Valur sagði rendurnar þijár í skjaldarmerkinu tákna þijár tjarnir sem eru í hreppnum en fuglinn er tákn hins mikla fuglalífs sem er í Bessastaðahreppi. -JBj BESSASTAÐAHREPPUR SKRIFSTOFA, BJARNASTÖÐUM SÍMI: 51950 221 BESSASTAÐAHREPPUR Skjaldarmerki Bessastaðahrepps var hannað árið 1985 og táknar tjarnir og fuglalíf í Bessastaðahreppi. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 101 REYKJAVÍK Merki Ferðaskrifstofu Reykjavíkur var hannað fyrir tæpu ári í Danmörku. Ef því er snúið á hlið má greinilega sjá bókstafinn R. Merkin ekki hvort fyrir öðru - segir framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur „Merkið okkar er hannaö úti í Danmörku og er þetta því alger tilviljun. Þeir úti hafa náttúrlega ekki nokkra hugmynd um hvernig skjaldarmerki Bessastaðahrepps lítur út. En merkin eru alls ekki þaö lík aö þetta sé eitthvað til að gera veður út af og er ég viss um að þau munu ekki verða hvort fyrir öðru. Raunar er þetta bara svolítið skondið," sagði Inga Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, í samtali við DV. Inga sagði danskan hönnuð hafa hannað merkið í apríl á síðasta ári en feröaskrifstof- an tók til starfa í júní. Hún benti svo á atriði sem gera merkin gjörólík. „Hönnuðurinn ætlaði upphaflega að láta stafina F og R myndast í merkinu. Ef því er snúið viö má greinilega sjá errið en einhverra hluta vegna hefur hann hætt við effið og lagt merkið á hliðina. Kannski hefur honum þótt það fallegra þannig,“ sagði Inga. -JBj iAEim hCAAD Kl I 1/AllDin Dll RS MANNS HUGUUFI Já, Peugeot 309 er Ijúfur bíll sem sameinar nútfmatœkni við einstaklega skemmtilega og góða hönnun. Fjöðrun og aksturseiginleikar í Peugeot gœðaflokki sem gerir 309 sérlega hentugan fyrir íslenskar aðstœður. Þessi rúmgóði og lipri fjölskyldubíll hefur sannað kosti sína í umferðinni. Peugeot 309, verð frá 476.200,» Bilar til afgreiðslu sfrax. 65 til 130 ha. vélar 5 gíra eða sjálfskiptur • Framhjóladrif • 309 er rúmgóður fjölskyldubfll • Sérlega skemmtilega hannaður • Einstök fjöðrun og aksturseiginleikar • Eyðslugrannur • Vönduð innrétting Ýmis aukabúnaður fáan- legur, s.s.: • Allœsing (central lock) • Aflstýri • Upphituð sœti • Rafmagnsrúðu- upphalarar • og margt margt fleira Alft niður í 26% óifeolgun og efgctngírtn riiá greiðo é qllf eð 2V5t árt Komið, roynslu ciKið og kynnist Peiigeof öPÍ© VIRKA DÁGA KL. 9» 6 LAUGARDAGA KL. 1 —5 JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.