Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. Lífsstm í nútímaþjóöfélagi er hætta á aö við gleymum að varðveita gamla siði og venjur. En það er algengt að einstaka félagssamtök vinni að varðveislu og geymslu gamalla siða og er Þjóðdansafélag Reykjavíkur eitt slíkra félaga. Þar vinna ungir jafnt sem aldnir að því að skrá, sýna og varðveita stóran hluta arf- leifðar okkar, íslenska dansa og búninga. Þjóðdansafélagið var stofnað 17. júní 1951 og telur nú á milli 60 og 70 virka meðlimi, böm jafnt sem fullorðna. Á dögunum hélt félagið sína árlegu vorsýningu, og DV leit þar viö. Sýningar fyrir ferðamenn „Þjóðdansafélagið heldur alltaf vorsýningu sem þessa,“ sagði Kol- finna Sigurvinsdóttir, einn af kennurum félagsins. „Einnig höld- um við sýningar fyrir ferðamenn og ýmsar uppákomur á vegum ferðaskrifstofanna. Við sýnum einnig á árshátíðum og fjölda ann- arra skemmtana, þó slíkt hafi minnkað með árunum.“ Mikil þátttaka í mótum Félagið ferðast mikið erlendis, að sögn Kolfinnu, og tekur þátt í mörgum mótum og sýningum. „Við höfum fengið boð á mót eða sýning- ar frá fjölmörgum löndum, t.d. Ungverjalandi, Hollandi og Þýska- landi.“ „Við tökum einnig þátt í Noröur- landamóti sem haldið er þriðja hvert ár. Þetta mót verður haldið í Bergen í Noregi á sumri kom- anda. Þátttakan á mótum sem þessum er mjög góö, og sýnir hver hópur dansa frá sínu landi.“ Þjóðdansafélag Reykjavíkur heldur einnig eins konar Norður- landamót. Þetta mót er minna í sniðum en ílest mót erlendis, en að sögn Kolfmnu hefur þátttakan ve- rið nokkuð góð. Um 200 manns sóttu síðasta mót sem haldiö var 1984. Næsta mót af þessu tagi hér- lendis verður haldið að ári. Varðveitir íslenska menn- ingu „Á stefnuskrá Þjóðdansafélags- ins er kveðið á um að félagið vinni að varðveitingu íslenskra þjóð- dansa,“ sagði Kolfmna. „Því miður ' . | í Þjóðdansafélagi Reykjavikur eru á milli 60-70 virkir meðlimir á öllum aldri. DV-myndir KAE hljómsveit til umráða fyrr,“ sagði Kolfinna, „en hópurinn sem byrj- aði að æfa í vetur kemurmú fram á sýningum með félaginu." Sýningaflokkur félagsins, sem í eru milli 30 og 40 manns, æfir regiu- lega einu sinni í viku á veturna. Æfingum fjölgar að sjálfsögðu þeg- ar sýningar eöa mót eru framund- an. Þjóðdansafélagið er nýbúið að fá góða aðstöðu í húsi sem það rek- ur í samstarfi við Farfuglahreyf- inguna í Reykjavík. Námskeiðin vel sótt Að sögn Lilju Petru Ásgeirsdótt- ur, formanns Þjóðdansafélags Reykjavíkur, fær félagiö enga beina ríkisstyrki, en fjármagnar starfsemi sína með félagsgjöldum, sýningum, búningaleigu og nám- skeiðahaldi. Námskeið félagsins eru vel sótt að sögn Lilju, sérstaklega þau sem kenna gömlu þjóðdansana. Þessum námskeiðum er skipt í tvennt, byrj- enda- og framhaldsnámskeið. Námskeiðin fyrir lengra komna eru svokölluð opin kvöld, þar sem nemendur geta mætt einu sinni eða oftar, eftir áhuga hvers og eins, og borga eingöngu fyrir hvert skipti. Fjölskylduhefð Að sögn Lilju er algengt að heilu fjölskyldurnar séu í félaginu, og í sumum fjölskyldum er þetta orðin hefð. Þetta á vel við hvað varðar Jakob Jóhannesson og hans fjöl- skyldu. Jakob hefur verið meðlim- ur í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur síðan 1956, en í dag eru fjórir ætthð- ir fjölskyldu hans þátttakendur í félaginu, dóttir, barnabarn, og barnabarnabarn. „Þetta er ljómandi skemmtilegt, að öðrum kosti væri ég ekki í þessu,“ sagði Jakob. „Félagsskap- urinn er mjög góður, og mikið um skemmtileg ferðalög. Við kynn- umst mörgum mismunandi lönd- um í gegnum ferðalög og höfum ferðast víða um heiminn. Það er mikill og góður áhugi á þjóðdöns- um.“ Að sögn Lilju er mikill áhugi á starfsemi félagsins. „En á hinum Norðurlöndunum hefur orðiö nokkurs konar vakning hvað varð- ar áhuga á þjóðdönsum, og ég vona að slíkt hið sama gerist hér.“ -StB Þjóðdansafélag Reykjavíkur: Tveir barnahópar eru starfandi með Þjóð- dansafélagi Reykjavík- ur, yngri og eldri börn. Á vorsýningu Þjóð- dansafélagsins á dögunum sýndu með- limir þess dansa frá mörgum þjóðlöndum, þar á meðal tékknéska og skoska dansa, svo og dansa frá Norður- löndunum eru heimildir um íslenska dansa mjög takmarkaðar, en konur á veg- um félagsins fara um landið og skrá íslenska dansa. Þessir ís- lensku dansar eru flestir söngdans- ar, þar sem ekki er notast við hljóðfæraleik, heldur einn eða fleiri forsöngvara." íslendingar eiga sér líka hefð í svokölluðum gömlum dönsum, en Tíðarandi jað eru samnorrænir dansar. Þess- ir dansar hafa varðveist á Norður- löndunum á mismunandi máta, og hefur hvert land varðveitt sín eigin sérkenni." Þjóðdansafélagið vinnur einnig að uppbyggingu íslenska þjóðbún- ingsins. Margar konur í félaginu eiga sinn eigin búning, og félagið á einnig gott safn innlendra sem er- lendra búninga. „Það er ekki til neinn löggiltur íslenskur þjóð- búningur fyrir herra,“ sagði Kol- finna, „svo okkar herrar sýna í gamla bændabúningnum." Félagið eignast hljómsveit Fyrsti vísirinn að hljómsveit fyrir félagið sá dagsins ljós í vetur þegar nokkrir meðlimir byrjuðu að æfa þjóðlög. „Félagið hefur ekki haft Meginmarkmið Þjóð- dansafélagsins er að varðveita og vinna að uppbyggingu íslenskra dansa. Það má víst segja með sanni að þjóðdans sé hefð í fjölskyldu Jakobs Jóhannessonar, því auk hans eru dóttir hans, Jette Jakobsdóttir, barnabarn, Elín Elias- dóttir, og barnabarna- barn, Dagbjört Jónsdóttir í Þjóðdansa- félagi Reykjavikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.