Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 3 Fréttir Páskaferðin breyttist í bjórgunarleiðangur - fjórir Bronco-jeppar bensínlausir á Hofsjökli „Þaö má segja aö öll páskahelgin hafi farið í þessa björgunarleiðangra. Viö höfum orðiö aö breyta feröaáætl- un okkar og nánast haldið til á Hveravöllum á milli þess sem við höfum verið að bjarga fólki,“ sagði Kjartan Sigurðsson sem hefur dval- ist inni á hálendinu yfir páskana. Hann er í 22 manna hópi sem ferð- ast á 11 jeppum og var upphafleg ætlun þeirra að fara inn á Vatnajök- ul en vegna anna við að bjarga öðrum varö að breyta því. Á fóstudaginn langa fóru fjórir jeppar úr hópnum og aöstoðuðu jeppa sem fallið hafði niöur um sprungu á Langjökli. Á páskadag fóru síðan sjö jeppar úr hópnum inn á Hofsjökul að að- stoða fólk á fjórum Bronco-jeppum sem voru orðnir bensínlausir. Þegar hjálpin barst voru þeir með aðeins um 20 lítra af bensíni. Varu Bronco- jeppamir ferjaðir inn á Hveravelli, þaðan sem þeir fóru til Reykjavíkur. Að sögn Kjartans virtust þeir vera illa búnir í ferðalag sem þetta og alls ekki hafa nægilegá reynslu í jökla- ferðum. Hefðu t.d. staðarákvarðanir þeirra verið mjög ónákvæmar. -SMJ Gildi hf. á Hótel Sögu: ÖI9u faglærðu fólki sagt upp Öllu faglærðu fólki, matsveinum og þjónum, hefur verið sagt upp á Hótel Sögu frá og með 1. maí. í samtali við Vilhelm Vestmann, framkvæmdastjóra Gildis hf., sem sér um rekstur veitinga- og ráð- stefnuhalds á Hótel Sögu, kom fram að uppsagnimar væru vegna skipu- lagsbreytinga á rekstri. Samkeppnin á þessu sviði væri mjög hörð og fyrir- sjáanlegur einhvef samdráttur. Vilhelm bjóst við að líkt væri ástatt með öðram fyrirtækjum á sama sviði. Hann sagði að um nokkra fækkun yrði óhjákvæmilega að ræða í sumar en flestir yrðu þó endurráðn- ir. Síðan fyrirtækið Gfldi hf. hóf starf- semi, árið 1982, hefur shkum upp- sögnum einu sinni verið beitt áður, árið 1983. Vilhelm sagði ennfremur að ólögleg veitingastarfsemi félags- heimilanna væri samkeppni sem- erfitt væri að ráða við þar sem þau væra látin afskiptalaus af ríkisvald- inu og ekkert eftirlit væri með þeim. Félagsheimilin, sem era 50-80 og rúma um 5000 manns í sæti, tækju óneitanlega mikið frá veitingahús- unum. -ÍS TVeir véleleðamenn týndust á Botnsheiði: Gistu í skafli á meðan bjöigunar- sveitin leitaði Björgunarsveit frá Akranesi leit- aði aðfaranótt páskadags tveggja manna sem fariö höfðu á tveim vélsleöum upp af Svínadal og oröiö að gista í skafli vegna veðurs. Piltarnir tveir, sem eru bræður, 22 og 18 ára, eru mjög kunnugir á þessum slóðum enda búsettir í ná- grenninu. Þeir lögðu af stað um kl. hálfþijú á laugardaginn og sögöust ætla aö vera komnir heim um kvöldmatarleytið. Þegar ekkert hafði til þeirra spurst á tilsettum tíma var haft samband við björgun- arsveitina Hjálpina á Akranesi og fóra 12 vélsleöar og einn snjóbíll frá þeim til leitar. Meimimir fmidust síðan heiiir á húfi um kl. hálfsex um morguninn en þeir höfðu þá látið fyrirberast í skafli í Geldingadal á Botnsheiöi þegar veður hafði versnaö. Þegar þeir fundust var búiö að gera ráð- stafanir til að kalla út meira lið. Vora piltamir villtir en vel haldnir þó að búnaður þeirra hafi veriö miöaður við stutta ferð. -SMJ ...yst sem innst..! Fæst í verslunum um land allt. wmmmmmrnm . llilll ♦ Heildsölubirgðir: DAVIÐ S. JONSSON & CO. H.F. Otr. t)*iSJ IU tMf » CKki fyrír.hcíK l-í T RIKISU tfST*LEr ,03 RtVIU Eitt umslag ..engin bið! Starfsfólk Útvegsbankans segir biðröðum stríð á hendur! Þú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það. Pú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans. Við greiðum og millifærum samdægurs. hú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti. Komdu og kynntu þér málið. Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir. Þú getur gengið frá umslaginu heima. Það borgar sig að skipta við Útvegsbankann! mé!~ öo SK □p k ^ - - «s*&Oþj6nUm& U'T V E G SJB-A.N.k~~~ HtCLUfí HRADÞJONUSTU UTV6GSÖANKANS. í posa. • Gj»J<T lyw 6*5^« pfOnuitu \,0r ^jrvwro, mö vorfaX’á t>*r*Lan* > Orv , Op utvegsbanki Islands hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.