Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Lífshætta á fjöllum Páskahelgin er um garö gengin meö ferðalögum, fermingum og fríum. Páskarnir eru lengsta samfellda fríið á árinu aö sumarfríum undanskildum og engin furöa þótt dagarnir séu notaðir til hins ýtrasta til afþrey- ingar og upplyftingar. Samt verður aö ætla aö helgi þessarar kirkjuhátíðar komist til skila enda mun kirkju- sókn hafa verið góð og almennt má fullyrða að kristnin og kirkjan eigi rík ítök í íslendingum og sé frekar í sókn heldur en hitt. Enda þótt þorri fólks hafi þannig notið hátíðardag- anna, hvort heldur í trúrækni eða orlofi, ber þann skugga á að voveifleg dauðaslys áttu sér stað á fjöllum uppi. í báðum tilvikum var um að ræða ferðalög í óbyggðum þar sem jeppabifreið annars vegar og vél- sleði hins vegar hröpuðu með þeim afleiðingum að tvennt fórst og tveir aðrir menn sluppu naumlega. Frétt- ir hafa einnig verið sagðar af fleirum sem lentu í hrakningum á hálendinu en sluppu með skrekkinn eftir að björgunarsveitir höfðu verið kallaðar út. Þessi slys eru því hörmulegri sem hér er um að ræða ferðalög ungs fólks sem í upphafi leggur af stað sér til skemmtunar en hvorki af nauðsyn né skyldu. Slik slys eru því sorglegri sem þau ber að vegna ævintýraleitar og svaðilfara sem ekki eiga sér annan tilgang en svaðil- farirnar. Á undanfórnum árum hefur vélsleðaeign íslendinga vaxið stórlega og jeppabifreiðar skipta þúsundum. Þessi farartæki eru í auknum mæh notuð til aksturs inn í óbyggðirnar, ekki síst um helgar og hátíðar, þar sem þær fá notið sín í fannkyngi og á jöklum og láta engan farartálma stöðva sig. Slík ferðalög heilla margan mann- inn og eru eflaust mikil ævintýri þegar allt gengur vel. En það er ekki heiglum hent að sækja öræfin heim. Veður eru enn válynd þótt vor sé í lofti og það er sitt- hvað að þeysa um á vélsleða niðri í byggð ellegar bjóða óbyggðunum birginn. Enda er það segin saga að um hverja páska endurtaka sig sömu voðafréttirnar um dauðaslys eða hrakfarir ofurhuga sem lenda í gildrum óveðurs, jökulsprungna eða snjóbhndu. Er ekki kominn tími til að slysavarnafélög, björgunar- sveitir eða opinberir aðilar vari fólk við slíkum ferðalög- um, jafnvel banni þau með öllu, nema þá undir traustri leiðsögn? Það er ekkert gamanmál fyrir björgunarmenn að leita uppi týnda og hrakta ferðamenn sem gera sér leik að því að bjóða hættunum heim. Hvað þá fyrir að- standendur hinna týndu eða látnu að bíða þeirra ótíð- inda sem af slíkum svaðilfórum hljótast. Nú kann einhver að segja að það sé mál hvers og eins hvort hann leggur sig í hættu, menn séu frjálsir ferða sinna. En er það svo? Er það hverjum og einum í sjálfsvald sett að fara sér að voða vegna fífldirfsku eða ævintýralöngunar eða til þess eins að reyna bhinn sinn eða sleðann um ókunna stigu og stofna þannig lífi sínu og annarra í hættu, valda ómældum kostnaði við leit og björgun, skilja ástvini sína eftir í ótta og sorg þegar slysið ber að höndum? Hvers er ábyrgðin og afleiðingin? Ef ofurhugarnar kunna ekki að hafa vit fyrir sjálfum sér þá verða aðrir að gera það. Það er tímabært. að stemma stigu við þessari flfldirfsku og þessum óþörfu dauðaslysum, með skipulögðu átaki. Ferðafélög eða klúbbar, sem fyrir fjahaferðum standa, eiga að hefja áróður og halda úti aðvörunum um gildrurnar og hætt- urnar sem því fylgja að leggja á óbyggðir út og suður. Lífið verður ekki endurheimt. EUert B. Schram Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, meðflutningsmenn greinarhöfundar að tillögu um jafnréttisráðgjafa. Verkefhi fyrir jafnréttis- ráðgjafa Staða kvenna í samfélaginu verð- ur ekki bætt með einni patentlausn, þaðan af síður með aðgerðaleysi. Á þvi sviði eins og annars staðar í baráttu gegn óréttlæti er um flókið samhengi að ræða og því þarf margt að koma til: Félagslegar umbætur, breyttar hefðir, endur- mat á flestum leikreglum samfé- lagsins. Staða kvenna á vinnu- markaöi, bæði varðandi laun og áhrif er þar þýðingarmikill þáttur sem jafnréttisráðgjöfum er ætlað að hjálpa til við. Þriggja ára reynslutímabil í tillögu, sem undirritaður hefur flutt á Alþingi ásamt þingmönnun- um Kristínu Einarsdóttur, Árna Gunnarssyni og' Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur, segir: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að ráða á végum félags- málaráðuneytisins þijá jafnréttis- ráðgjafa til þriggja ára sem hafi það verkefni að vinna að leiðréttingu á stöðu kvenna í stofnunum og fyrir- tækjum um land allt í samvinnu við starfsmenn og stjómendur. Laun ráðgjafanna og annar kostn- aður vegna starfa þeirra greiðist úr ríkissjóði." Tillaga þessi er nú til meðferðar í félagsmálanefnd Sameinaðs þings og þess verður að vænta að hún fái stuðning jafnt innan sem utan þingsins. Verkefnin blasa við Undanfarin ár hefur margt komið fram sem sýnir bága stöðu kvenna á vinnumarkaði, bæði hafa þær að jafnaði langtum lægri laun en karl- ar og lítil áhrif innan fyrirtækja og valdastofnana. Tillagan um jafnréttisráðgjafa er lóð á vogarskálina til að reyna að bæta hér um. Meðal verkefna sem slíkir ráðgjafar gætu tekist á við eru eftirtalin: * Söfnun upplýsinga um hindranir á vegi jafnréttis í stofnunum og fyrirtækjum. * Áðstoð við starfsmenn og stjóm- endur við að móta áætlanir um jafnréttisaðgerðir og að fylgja þeim eftir. * Upplýsinga- og skipulagsstörf, þar sem m.a. verði miðlað reynslu milli fyrirtækja og stofn- ana um aðgerðir í jafnréttismál- um svo og aflað vitneskju erlendis frá. * Stuðningur við mótun og fram- kvæmd sérstakra verkefna sem miða að því að bæta stööu kvenna. Þar hafa flutningsmenn sérstaklega í huga séraðgerðir til KjaUaiinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið að flýta fyrir að jafnstaða náist á grundvelli 3. greinar laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kynj- anna. * Fræðslu- og útgáfustarfsemi um jafnréttismál og vinnumarkað- inn. * Samvinna og tengsl við starfs- mannafélög, verkalýðsfélög, atvinnurekendur, ráðuneyti og ríkisstofnanir, svo og sveitarfé- lög um aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. * Hvating til stærri fyrirtækja og stofnana um að koma upp jafn- réttisráðgjöf á eigin vegum, eins og sums staðar hefur gerst er- lendis. Hér er engan veginn um tæmandi upptalningu verkefna að ræða, en af henni má vera ljóst, að viðfangs- efnin eru óþijótandi fyrir jafnrétt- isráðgjafana og vandinn verður að velja og raða þeim í forgangsröð. Fjármagni vel varið Leiða má líkur að því að kostnað- ur af starfi eins jafnréttisráðgjafa nemi 3-3,5 milljónum króna á ári eða samtals 10 milljónum fyrir þijá ráðgjafa. Hver sér eftir slíkri upp- hæð, sem líkleg er til að skila talsverðum árangri viö að bæta stöðu kvenna í samfélaginu. í þessu sambandi er rétt að benda á hve illa fiárveitingarvaldið hefur búið að Jafnréttisráði allt frá því það var sett á fót. Þar eru í fastri vinnu aðeins framkvæmdastjóri og kona í hálfu starfi að auki. Slíkt er fyrir neðan allar hellur þegar litið er til lagaákvæða um verkefni Jafnréttisráðs. Ráðgjöfunum er ætlað að hafa nána og góða samvinnu við Jafn- réttisráð og þannig myndu þeir bæta verulega úr skák þótt jafn- framt þurfi að efla ráöið. Við sem að tillögunni stöndum gerum ráð fyrir að konur sitji fyrir um störf að jafnréttisráðgjöf og miðað verði við að þær skipti með sér verkefnum svæðisbundið. Tveir ráðgjafar yrðu væntanlega búsettir utan höfuðborgarsvæðis- ins í sem nánustum tengslum við það umhverfi sem þeim er ætlað að sinna. Reynslan frá öðrum Norð- urlöndum Góð 'reynsla er fengin af starfi jafnréttisráðgjafa á öðrum Norður- löndum. í Svíþjóð störfuðu slíkir ráögjafar um 17 ára skeið og með nýrri skipan þarlendis á jafnréttis- starfið að ganga sem rauður þráður í gegnum allt atvinnumálasviðið. í Danmörku hafa jafnréttisráðgjafar verið starfandi í tengslum við ömt- in frá því 1981 og hefur þeim nýlega verið fiölgað um helming og eru nú 28 talsins. í Noregi byijaði þetta með kvennaráðgjöf árið 1975 og nú starfa ráðgjafar þar í hveiju fylki. Finnar eru að móta stefnu í jafn- réttisráðgjöf um þessar mundir. Segja má að norræna „Bryt“- verkefnið, sem Valgerður Bjama- dóttir á Akureyri hefur unnið að hérlendis sé vísir að því sem koma skal í víðara samhengi. Þar er um að ræða fiögurra ára verkefni sem lýkur um áramótin 1989 og 1990. íslendingar hafa engin efni á að hafna því sem vel hefur til tekist í grannlöndum okkar. Vaxandi skilningur á misrétti gagnvart kon- um á íslandi þarf að kristallast í raunhæfum aðgerðum til úrbóta. Jafnréttisráðgjöfin er þar einn þáttur af mörgum nýmælum sem beita þarf. Hjörleifur Guttormsson „Góö reynsla er fengin af starfl jafn- réttisráðgjafa á öðrum Norðurlönd- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.