Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Qupperneq 42
'42 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRIL 1988. Jarðarfarir Merming Sigríður Ósk Einarsdóttir lést 24. mars sl. Hún var fædd í Reykjavík 3. júlí 1914. Hún giftist Jóni H. Bjamasyni en hann lést árið 1980. Þeim hjónum varð fimm barna auð- ið. Útfor Sigríðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag kl. 13.30. Ásgeir Valur Einarsson veggfóörara- meistari, Langholtsvegi 143, veröur jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 15. Ásgeir Sigurðsson, Grundargötu 6, ísaflrði, lést 26. mars. Útför hans fer fram á ísafirði miðvikudaginn 6. apríl. Jóhanna Þ. Einarsdóttir frá Rúfeyj- um verður jarðsett frá Hallgríms- kirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Hilmar Norðfjörð verður jarösung- inn frá Dómkirkjunni miðvikudag- inn 6. apríl kl. 15. Hafsteinn Jónsson, áöur til heimilis að Snæfellsási 9, Helhssandi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 6. apríl kl. 15. Þorbjöm Sigurgeirsson prófessor, Digranesvegi 113, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 6. apríl kl. 10.30. Andlát fást í símum 12829 og 673265. „Merkilegasta saga allra tíma“ Upprisan, páskaóratória eftir Þorkel Sigurbjömsson í Hallgrimskirkju Laugardaginn fyrir páska var boðað til stórviðburðar í HaU- grímskirkju. Þar átti aö flytja nýja páskaóratóríu, Upprisuna eftir Þorkel Sigurbjömsson. Það var Mótettukór kirkjunnar sem sá um þennan flutning ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum, en stjórnandi var Hörður Áskelsson kantor. Kórinn er ljómandi góður og Hörður er hörkustjómandi ,á sínu sviði. Upphaf óratóríunnar og end- ir vom best. Þar var 1000 ára gömul Tónlist Leifur Þórarinson páskasekvensían í nýjum búningi og það er alveg sama hvaö mönnum dettur í hug aö fjasa um þetta merkilega lag, það lifir. En það sem var á miUi, söngur og þó sérstak- lega tal „deklamasjón“, var mis- heppnað og næstum álappalegt. Margþæfður „minimalismi“ er löngu orðinn óþolandi í höndum gömlu drengjanna, Philips Glass og Steve Reichs, og hann er heldur ekkert áhugaverður þó Þorkell fari um hann sínum músíkölsku hönd- um. Þið fyrirgefið hvað maður er svekktur á þessu en þama var tæpt á „merkUegustu sögu aUra tírna" og útkoman var núU. En það er samt þakkarvert fram- tak hjá Listvinafélagi HaUgríms- kirkju að örva Ustamenn og tónskáld tU trúarverka. Þessa óra- tóríu mætti áreiðanlega taka upp fyrir sjónvarp með góðum árangri. En þá þyrfti góðan leikstjóra eins og fyrri daginn og þar sem hér er staddur á vegum Þjóðleikhússins merkUegur ítaU, mætti hugsanlega bregða strax á leik. Þessi leikstjóri mun vera spesíaUsti í Commedia dell’arte! LÞ Sigurður A. og lúðrasveit Það var á skírdag sem Sigurður A. varð sextugur. Mitt í afmæUs- fagnaðinum, eftir að Þrándur afhenti tölvuna og Ragnar sagði gamansöguna, já, reyndar í miðri þakkarræðu afmæUsbamsins, brá ég mér stundarkom á tónleika í Fríkirkjunni. Þar vom samankomnir margir bestu blikkblásarar landsins, t.d. Ásgeir Steingrímsson og Láms Sveinsson trompettleikari, Oddur Bjöms og Bjöm R. á básúnur, Joe Ognibene og Emil á hom og margir Ueiri. Og þessir yndislegu lúðra- þeytarar, ásamt einum eða tveim slagverksmönnum, komu öUum viðstöddum í stórhátíðarskap hafi þeir þá ekki verið í því fyrir. Þarna mátti heyra kansónu eftir GabrieU, Motettur efdr Brahms, Sorgarmars eftir Grieg og gleðimúsík eftur Dukas o.U. Fátt hljómar fegurra en velblásið bUkk og ég var að hugsa um á leiðinni í partíið aftur að mik- ið er sú þjóð efnuð sem hefur svona Uð á sínum snæmm. Og ekki er hún á Uæðiskeri með hann Sigurð A. Magnússon í bakhöndinni. Ég rétt náði að hrista á honum kruml- una og kyssa hann á vangann, en mikið hlakka ég til að sjá hvaö kemur úr tölvunni á sjötugsaldrin- um. LÞ Antonía K. Einarsdóttir, Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði, andaðist á EUiheimU- inu Grund aðfaranótt 30. mars. Lára Loftsdóttir, Austurbyggð 6, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri að morgni þriðju- dagsins 29. mars. Halldór Einarsson, Vesturvegi 13, Þórshöfn, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu Akureyri 29. mars. Helgi Kristinn Gíslason, Skúlagötu 64, lést í öldrunardeild Landspítal- ans, Hátúni lOb, að kvöldi föstudags- ins langa. Gestur Magnússon cand. mag., Drápuhhð 41, lést í Landakotsspítala á sldrdag, 31. mars. Tilkyimingar Trúnaðarbréf afhent Hinn 22. mars 1988 afhenti Benedikt Gröndal sendiherra, Akihito krónprins Japans, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Japan með aðsetri í Reykjavík. Minningarkort Sambands dýraverndunarfélaga íslands Gránufjélagið - leikhús er um þessar mundir að sýna sjónleikinn „Endatafl" eftir nóbelsskáldið Samuel Beckett. Þýðinguna hefur Árni Ibsen gert og leikstjóri er Kári Halidór Þórsson. „Endatafl" er sýnt í leikhúsi Gránufjé- lagsins að Laugavegi 32 og verður næsta sýning í kvöld, 5. apríl, kl. 21. Aðgöngu- miða er hægt að panta allan sólarhring- inn í síma 14200. Leikarar í „Endatafli" eru fjórir, þau Rósa Guðný Þórsdóttir, Barði Guðmundson, Hjálmar Hjálmars- son og Kári Halldór Þórsson. Almanakshappdrætti Lands- samtakanna Þroskahjálpar Vinningurinn í mars kom á nr. 19931, áður útdregin númer: janúar 23423 og febrúar 11677. Námskeið Samnorrænt námskeið fyrir aldraða Lýðháskólinn í Sund í Þrændalögum býður upp á samnorræna sumardvöl dagana 1.-14. ágúst í sumar. Ferðin verð- ur skipulögð á vegiun starfs aldraðra í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Brottfór er áformuð 27. júli, en heimkoma 16.-18. ágúst. Dagamir fyrir og eftir námskeiðið verða nýttir til dvalar í Osló og/ eða skoð- unarferða eftir þvi sem unnt er. Flug og dvalarkostnaður í Sund verður samkv. síðustu upplýsingum rúmlega 37 þúsund krónur og eru þá innifaldar allar kynnis- ferðir frá skólanum. Við þetta bætist svo ferðakostnaður milli Osló og Þrándheims ásamt gistingu í Osló. Allt að 25 geta kom- ist með í þessa ferð. Innritun þarf að gerast sem allra fyrst og ljúka fyrir páska. Hana annast Dómhildur Jóns- dóttir í Hallgrímskirkju, og veitir hún allar nánari upplýsingar. Tónleikar Tónleikar á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30 verða tónleikar með tón- list Atla Heimis Sveinssonar á Kjarvals- stöðum. Tilefni þessara tónleika er ekkert sérstakt nema ef vera skyldi að gefa tónlistarunnendum nokkra mynd af fjölbreyttum ferli Atla og bregða nokkru ljósi á kammerverk hans sl. tíu ár. Á tónleikunum verða eingöngu flutt verk eftir Atla Heimi. Skákmótið í Okham: íslensku skákmönn- unum hefur gengið illa íslensku skákmönnunum, þeim Jóni L. Ámasyni, Þresti Þórhallssyni og Hannesi Hlífari Stefánssyni hefur gengið heldur illa á opna alþjóðlega skákmótinu í Okham í Englandi sem staðið hefur yfir um páskahelgina. Eftir 8 umferðir af 9 vpru þeir Jón L. og Þröstur í hópi 11 skákmanna með 4,5 vinninga en Hannes var enn aftar með 3,0 vinninga. Síðasta um- ferð mótsins verður tefld í dag og fyrir hana er lítt þekktur Englend- ingur, Howell að nafni, í efsta sæti með 7,0 vinninga. -S.dór Til hamingju Kammertónleikar í Bústaðakirkju Alltaf færir Kammermúsík- klúbburinn manni eitthvað fallegt og gott. Þriðju tónleikar hans á starfsárinu voru í Bústaðakirkju sl. miðvikudag og komu þar fram fjórir öndvegis músíkantar: Guðný Guðmundsdóttir, Einar Jóhannes- son, Gunnar Kvaran og amerísk stúlka, Delana Thomsen, sem lék listavel á píanó. Efnisskráin var eftir Mozart, Schumann og Brahms og hófst á „Kegelstatt-tríóinu", fyrir klarín- ettu, víólu og píanó. Einar bregst aldrei í Mozart, hann hefur akk- úrat þennan melankólíska húmor sem til þarf. Og píanistinn svaraði þessu einmitt mjög fallega. Hins vegar var eins og Guðný væri ekki alveg búin að ná tökunum á víól- unni, það vantaði eins og herslu- muninn í leik hennar. En hún bætti sannarlega fyrir það í Márchen- bilder, íjórum lögum fyrir víólu og píanó eftir Schumann. Leikur hennar var í senn innilegur og skarpur og þær Delana náðu fram óvenju elskulegum tilþrifum. . Lokaverkið, Tríó op. 114 í a moll, fyrir klarínettu, selló og píanó, eftir Jóhannes Brahms, var þá engin lágkúra. Gunnar Kvaran hóf upp sellóið með miklum og músíkölsk- um myndarbrag og síöan gekk allt upp í einlægri kammermúsíser- ingu eins og hún gerist best nú á dögum. Til hamingju. LÞ Kvikmyndir Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ingólfs Theodórssonar netagerðarmeistara, Höföavegi 16, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. SigriAur Siguröardóttir bðrn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Laugarásbíó/Hrópað á frelsi ÁhrHamikil skilaboð Cry Freedom FramlelðandhDavid Attenborough Lelkstjórl: David Attenborough Aðalhlutverk: Kevin Kline, Penelope Wilton, Denzel Washington Alls staðar í heiminum, hvert sem htið er, eru mannréttindi brot- in. Slíkir hlutir virðast fjarlægir og fréttir af slíku vekja alltof sjaldan næga athygli. Suður-Áfríka er eitt þeirra ríkja þar sem mannréttindi eru fótum troðin og andstæðingar stjómar- innar beittir miskunnarlausu harðræði. Um það íjallar myndin Hrópað á frelsi, nánar til tekið um baráttumál andófsmannsins Ste- ven Biko. Handrit myndarinnar er eftir bókum Donalds Woods, ritstjóra nokkurs sem kynntist Biko náið. Woods er einn hinna frjálslyndu Suður-Afríkubúa og ritstjóri virts dagblaðs. Hann kemst í kynni við Biko og verður meira og meira var við baráttuaðferðir stjórnvalda sem em heldur ógeðfelldar. Þegar sagan hefst er Biko í banni þannig aö hann má ekki vera á ferli utan tiltekins svæðis og má ekki hitta fleiri en einn mann í einu. Biko fer hins vegar viðar og er óhræddur að boða jafnrétti og af- nám kynþáttaaðskilnaðarstefn- unnar. Stjórnvöld reyna að halda honum í heljargreipum með þvi að gera húsleit og fylgjast sífellt með honum en allt kemur fyrir ekki, hann gefst ekki upp. Biko er loks gripinn utan síns svæðis og settur í fangelsi. Þar deyr hann vegna harsmíða en stjómvöld segja hann hafa verið í „hungur- verkfalli". Að Biko látnum hyggst Woods beita sér enn frekar gegn stefnu stjórnvalda en þá er ofsóknum snú- ið að honum og fjölskyldu hans. Honum er bannað að fara í fyrirles- traferð um Bandaríkin og lýstur í bann. Þá ákveöur Woods aö skrifa bók um ástandið og flýja land ásamt íjölskyldu sinni. Myndin er vel gerð og feikilega áhrifamikil. Að visu segir hún sög- una aöeins frá einu sjónarhorni en vekur athygli á því sem þama er að gerast. Leikararnir standa sig allir vel og eiga sinn þátt í því að myndin er jafnspennandi og eftir- minnileg og raun ber vitni. Þetta er mynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.