Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 23 Lokaúrslit íslandsmótsins í handbolta 1. deild karla VALUR-FH 26-23 (12-10) Mörk Vals: Valdimar Gríxnsson 10/4, Július Jónasson 7, Jakob Sig- urðsson 5, Þóröur Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 1. Mörk FH: Óskar Ármannsson 9/2, Héðinn Gilsson6, Þqrgils Óttar Mathiesen 5, Guöjón Árnason 2, Pétur Petersen 1. Áhorfendur: 750. KA-KR 24-30 (10-15) Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 7/3, Guðmundur Guðmundsson 5, Axel Bjömsson 4, Pétur Bjamason 3, Friðjón Jónsson 2, Hafþór Heim- isson 1, Ágúst Sigurðsson 1 og Þorleifur Ananfasson 1. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 8, Konráð Olavsson 7, Guðmundur Pólmason 5, Guðmundur Alberts- son 4, Jóhannes Stefánsson 3, Sigurður Sveinsson 2 og Bjarni Ólafsson 1. Áhorfendur: 298. VÍKINGUR-ÞÓR 30-27 (14-15) Mörk Víkings: Sigurður Gunn- arsson 7/1, Karl Þráinsson 6, Ámi Friðleifsson 6, Guömundur Guð- mundsson 5, Bjarki Sigurðsson 3, Hilmar Sigurgíslason 2, Einar Jó- hannesson 1. Mörk Þórs: Siguröur Pálsson 7, Erlendur Hermannsson 7/1, Jó- hann Samúelsson 6, Gunnar Gunnarsson 2, Atli Rúnarsson 2, Sigurpáll Aðalsteinsson 1, Þórir Rúnarsson 1, Sævar Sigurðsson 1. Áhorfendur: Landslið Japans, liö Fram og Stjörnunnar! UBK-ÍR 24-23 (12-5) Mörk UBK: Hans Guðmundsson 7/1, Björn Jónsson 5, Andrés Magnússon 3, Svavar Magnússon 2, Olafur Björnsson 2, Magnús Magnússon 2, Þórður Davíðsson 2, Paul Dempsey 1. Mörk ÍR: Frosti Guðlaugsson 6, Orri Bollason 6/4, Matthías Matt- hiasson 4, Róbert Rafnsson 4, Ólafur Gylfason 3. Áhorfendur: 200. FRAM-STJARNAN 23-32 (12-12) Mörk Fram: Atli Hilmarsson 7, Birgir Sigurðsson 5, Júlíus Gunn- arsson 3, Hermann Bjömsson 2, Ragnar Hilmarsson 2, Egill Jó- hannesson 2/1, Hannes Leifsson 2/1. Mörk Stjömunnar: Siguröur Bjamason 10/2, Hafstetnn Braga- son 7, Skúli Gunnsteinsson 6, Gylfi Birgisson 4, Einar Einarsson 3 og HUmar Hjaltason 2. Áhorfendur: 35. LOKASTAÐAN Valur.....18 14 4 0 410-313 32 FH........18 14 3 1 507-402 31 Víkingur... 18 11 0 7 459-419 22 UBK.......18 10 1 7 399-410 21 Stjaman.... 18 8 2 8 429-438 18 KR........18 8 1 9 405-428 17 Fram......18 7 1 10 424-448 15 KA...... 18 5 4 9 391-400 14 ÍR.........18 4 2 12 382-426 10 Þór........18 0 0 18 359-481 0 íslandsmeistari karla 1988: Valur. Fall í 2. deild: ÍR og Þór. Uppí 1. deild: ÍBV og Grótta. Fall i 3. deild: Fylkir og Aftureld. Uppí 2. deild: ÍBK og ÍH. íslandsm. kvenna 1988: Fram. Fall i 2. deild: KR og Þróttur. Uppí 1. deild: ÍBV og Þór. Júlíus Jónasson átti frábæran leik fyrir Val gegn FH i úrslitaleik íslandsmótsins og hér sést hann skora eitt sjö marka sinna i leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti Sagt eför lokauppgjör íslandsmótsins á Hlíðarenda: FH lá í Valnum Jón H. Karlsson, landsliðsmaður í Val á áttunda áratugnum: „Gömul tilfinning, alltof gömul, gerði vart við sig þegar Geir Sveinsson lyfti ís- landsbikarnum. Leikurinn var vel leikinn af beggja hálfu en Valur hafði tök á honum frá fyrstu mínútu. Vörnin var mjög sterk, Einar varði vel á áríðandi augnablikum, Júlíus lék frábærlega, Þórður Sigurðsson hefur sprungið út í síðustu tveimur leikjunum. Breiddin var meiri í Vals- liðinu en hjá FH þegar á reyndi þótt flestir hefðu fyrirfram talið hið gagn- stæða. Dómgæsla Stefáns og Ólafs var mjög góð, Stefán virkilega örugg- ur en Ólafur dálítið óstyrkur" Geir Sveinsson, fyrirliði Vals: „Ég hef aldrei verið jafn ánægður með leik sem ég skora ekki mark í. Einar var frábær í markinu og náði strax ákveðnu taki á Héðni Gilssyni. Við eyddumheilli æfingu i að skipuleggja hvernig ætti að stöðva Héðin og fundum jafnframt einu leiðina til að sigrast á hinni sterku vörn þeirra sem við réðum ekki viö í fyrri leikn- . um í Hafnarfirði." Júlíus Jónasson, sem skoraði 7 glæsileg mörk fyrir Val: „Viö vorum staðráðnir í að vinna og byrjuðum báða hálfleikana mjög vel. Allir sýndu 110 prósent baráttu, sóknar- leikurinn gekk mjög vel og við vorum ákveðnir í öllum okkar aðgerðum. Við stilltum vel upp fyrir fríköstin og þeir sem voru teknir úr umferð fengu mikla hjálp. Vörnin og mar- kvarslan voru í góðu lagi, og þáttur Þorbjöms Guðmundssonar í vörn- -inni ómetanlegur. Þorbjörn Guðmundsson, lykilmað- ur i vörn Vals sem væntanlega lék sinn síðasta deiidaleik eftir 15 ára feril: „Þetta var langþráður sigur, eftir níu ár frá þeim síðasta, og nú ætla ég að kveðja meö tveimur titl- um. Ég var staðráöinn í að halda Héðni niðri eins lengi og ég gæti og er stoltur yfir aö hann skyldi ekki skora mark, allan fyrri hálfleikinn." Jakob Sigurðsson, hornamaður úr Val og einn besti maður vallarins: „Reynslan og viljinn gerðu útslagið í leiknum - við höfðum, meira af hvorutveggja. FH er með yngra liö sem stóðst ekki álagið. Þorsta okkar í titil var svalaö - allir stóðu saman, leikmenn, stuðningsmenn, stjórnar- menn, eiginkonur og það var stór- kostlegt að vinna hér á Hlíðarenda. Ég vil sérstaklega minnast á Þor- björn, hann hefur leikið mjög vanmetið hlutverk með okkur í vet- ur, en viö hefðurn aldrei getað þetta án hans.“ Viggó Sigurðsson, þjálfari FH og fyrrum landsliðsmaður: „Þetta var gífurlegt áfall. Við höfum leikið mjög vel í allan vetur og vorum svo til með aðra höndina á bikarnum og því eru vonbrigðin tvöfóld. Það sem gerði gæfumuninn var að markvarsl- an og vörnin hjá okkur voru í molum en hjá Val gekk allt upp. Þeir voru einfaldlega betri í þessum leik og ég óska þeim til hamingju með titilinn". Óskar Ármannson, leikstjórnandi FH sem skoraði 7 marka liðsins í fyrri hálfleik: „Þetta eru mestu vonbrigði á mínum ferli. Valsmenn áttu alger- an toppleik á sama tíma og ótrúle- gustu hlutir klikkuðu hjá okkur. Stemmningin var góö hjá okkur fyrir leikinn og við komum vel undirbúnir en það dugði ekki. Áhorfendur voru frábærir og dómgæslan einnig. Valdimar Grímsson, sem setti tiu mörk kinnbeinsbrotinn: „Við pæld- um í aðferðum FH-inga fyrirfram og náðum því að svara leik þeirra, viss- um hvernig við áttum að bregðast viö. Við náðum upp mikilli stemmn- ingu í Valsliðinu og áttum geysilega góðan leik. Á sama tíma spilaði FH einhæfan sóknarbolta - hver sókn átti að enda á Héðni eða Þorgils. FH-ingar spiluðu raunar sömu takt- ík nú og gegn okkur í Firðinum, þeir léku eins vel og þeim er unnt en við vorum einfaldlega betri. Stuðningur áhorfenda í þessum leik var stórkost- legur og fyrst titillinn er loks kominn að Hlíðarenda þá látum við hann ekki af hendi í nánustu framtíð," sagði Valdimar. Þorgils Óttar fyrirliði FH, sem stóð upp úr liði Hafnfirðinga á svipaðan hátt og Óskar Ármannsson: „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með íslandsmeistaratitilinn, betra liðið vann. Varnarleikurinn, sem reyndar hefur verið höfuðverkur okkar í vet- ur, brást gjörsamlega í þessum leik. Sóknin var einhæf og meira hef ég í raun ekki að segja um þennan leik. Við FH-ingar getum vissulega bætt okkur heilmikið fyrir komandi tíma- bil, sérstaklega í vörn. Það er jákvætt. Þetta lið á mikið eftir enda ungt og okkar tími á eftir að koma.“ -VS/JÖG/RR Lokaúrslit í handbolta 2. deild karia Haukar-Grótta..............21-20 Ármann-UMFN................24-21 Reynir-Fyfldr..............24-23 LOKASTAÐAN ÍBV......18 15 1 2 472-355 31 Grótta...18 12 3 3 368-307 27 HK.........18 12 2 4 431-390 26 Haukar...... 18 10 1 7 441-395 21 Reynir.....18 10 0 8 439-451 20 Selfoss....18 8 1 9 420-459 17 Ármann.... 18 6 2 10 380-412 14 UMFN.......18 7 0 11 441-468 14 Fylkir......18 3 1 14 378-445 7 Aftureld.... 18 1 1 16 376^164 3 3. deild karla ÍH-Þróttur................27-22 Ögri-ÍA..................30-35 LOKASTAÐAN ÍBK......14 13 0 1 364-225 26 ÍH.......14 10 1 3 321-258 21 ÍA.........14 8 2 4 351-298 18 ÍS ........14 7 3 4 353-262 17 Völsungur 14 7 1 6 228-209 15 Þróttur....14 5 1 8 301-296 11 ÍBÍ........14 2 0 12 247-334 4 Ögri.......14 0 0 14 161-454 0 1. deild kvenna Haukar-Valur.............19-17 Þróttur-Stjaman..........13-27 LOKASTAÐAN Fram ..21 18 1 2 498-312 37 FH ..21 17 0 4 444-323 34 Valur -.21 14 1 6 426-328 29 Víkingur. „21 12 0 9 419-374 24 Haukar.... „21 9 2 10 398-358 20 Stjaman.. „21 9 0 12 443-436 18 KR „21 3 0 18 345-519 6 Þróttur.... „21 0 0 21 301-624 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.