Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. NÁMSKEIÐ Sækið námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi Eftirfarandi námskeið verða haidin á næstunni á vegum Verzlunarskóla íslands: NÁMSKEIÐ DAGSETNING TÖLVUNOTKUN: Gagnagrunnur (dBase III +)........... 9.-10. apríl Tölvubókhald (Ópus)................16.-17. apríl Töflureiknir (Multiplan)...............23.-24. apríl SKRIFSTOFU OG VERSLUNARSTÖRF: Vélritun (byrjendanámskeið).18., 20., 21., 25., 27. og 28. apríl Bókhaid (færslur og uppgjör).5., 7„ 9., 12., 14. og 16. apríl Skjalavarsla (virk skjöl)..............11 _13. aprj| Þjónustunámskeið (samskipti við viðskiptavini).26. og 27. apríl Sölu- ogafgreiðslustörf í verslunum.5., 7., 12. og 14. apríl STJÓRNUN FYRIRTÆKJA OG DEILDA: Fjárfestingar...............5., 7., 9., 12„ 14. og 16. apríl Samskipti og hvatning i starfi........10. og 11. maí Starfsmannaþjónusta...................3.; 4 0g 5. maí - INNRITUN FER FRAM Á SKRIFSTOFU SKÓLANS - VR og BSRB félagar fá styrk sinna stéttarfélaga. Frek- ari upplýsingar veitir Þorlákur Karlsson í síma 688400. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Kenndu ekki Öðmm Um. Hver bað þig að hjóla í myrki og hálku? Utlönd HnvQöfn barátta Ólafur Amaison, DV, New York Forkosningar fara fram í dag í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum. Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitum hjá demókrötum. Samkvæmt skoðanakönnunum um helgina hafði Michael Dukakis gott forskot á Jesse Jackson með 43 pró- sent á móti 35 prósent. í gærkvöldi benti hins vegar allt til aö baráttan væri orðin hnífjöfn. Mönnum er í fersku minni að Jack- son sigraði glæsilega í Michigan á dögunum þrátt fyrir að Dukakis hefði þar verið spáð sigri. Mikið er í húfi fyrir bæði Jackson og Dukakis í dag því Wisconsin er talið skipta miklu máli. Forkosningamar í dag eru opnar og geta þvi demókratar og aðrir tekið þátt. Þetta hafa repúblikanar oft nýtt sér vel í Wisconsin þegar svipaö er ástatt og nú, það er að sigurvegari er kominn fram í þeirra herbúðum. Þeir hafa þá flykkst'til og greitt at- kvæði hjá demókrötum og reynt að styðja þann frambjóðanda sem talinn er auðveldust bráð fyrir frambjóð- anda repúblikana í kosningunum. Sá frambjóðandi að þessu sinni er Jesse Jackson sem flestir eru sammála um að eigi ekki möguleika á að ná sigri gegn frambjóðanda repúblikana í kosningunum í haust. Ríkisstjóri Wisconsin, sem er repú- blikani, hefur farið fógrum oröum um Jackson og óbeint hvatt repúblik- ana í ríkinu til að greiða honum atkvæði. í gær birtist síðan viðtal við Richard Nixon, fyrrum forseta Bandaríkjanna, í The Washington Times. Nixon lýsti því yfir að Jesse Jackson væri hæfasti frambjóðandi beggja flokka í þessari kosningabar- áttu og einhver hæfasti forsetafram- bjóðandi á þessari öld. Nixon taldi hins vegar að skoðanir hans væru svo róttækar að ekki væri hægt að kjósa hann forseta. Það má því búast við að repúblik- anar geti haft mikil áhrif á úrslitin hjá demókrötum í dag og jafnvel komið því til leiðar að Jackson sigri í ríki þar sem einungis 4 prósent íbúa eru svartir. Búast má við að repúblikanar hafi áhrif á úrslitin hjá demókrötum í forkosn- ingum i Wisconsin í dag, sem eru opnar, og greiði Jesse Jackson atkvæði. Símamynd Reuter Chervolet Monza árg. 1987, ekinn 25.000 km, 3 dyra, beinsk., vökvast., toppbíll. silfur. Verð 495.000. VW Golf 1,6 CL, árg. 1987, 4ra dyra, grænsans., ekinn 20.000 km. Verð 570.000. Citroen GSa SP, árg. 1986, hvitur, ekinn 40.000 km. Verð 250.000. Buick Century LDT, árg. 1984, 4ra dyra, með ýmsum auka- hlutum. Verð 750.000. Mazda 626 GLX árg. 1986, ekinn 30.000 km, sjálfsk., vökvast., góður bíll. Verð 580.000. PERLA DAGSINS Mazda 323 1,5 GLX station árg. 1987, 5 dyra, sjálfsk., vökvast., GTi innrétting, ekinn 17.000 km. Verð 580.000. Alfa Romeo 33, árg. 1986 og 1987, framdrifsbilar eða 4x4. Verð 450-500.000. Opel Corsa, árg. 1987, rauð- ur, ekinn 20.000 km. Verð 355.000. Peugeot 505 GR, station, árg. 1987, sjálfsk., vökvast., ekinn 35.000 km. Verö 680.000. Honda Accord EX, árg. 1982, 4ra dyra, topplúga, ekinn 65.000 km. Verð 350.000. Opel Ascona 1,6, árg. 1984, 4ra dyra, blásans., ekinn I68.000 km. Verð 340.000. Nissan Cherry, árg. 1985, gullsans., sjálfskiptur, ekinn 30.000 km. Verð 350.000. JOFUR HF Nýbýlavegi 2. Fiat 127, árg. 1984, 5 gíra, blár, ekinn 34.000 km, útvarp, sumar- og vetrardekk. Verð 170.000. Opið laugardaga 1-5. Opið virka daga 9-6 Dodge Aries, árg. 1987, 2ja dyra, sjálfsk., vökvast., út- varp, ekinn 20.000 km. Verð 690.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.