Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1988. 15 Forsætisráðherra og PLO Mikla athygll og umræöur hefur vakið að utanríkisráðherra varð við ósk fulltrúa PLO um aö ræða við hann. Forsætisráðherra birtist í flölmiðlum og var mikið niðri fyr- ir. Lýsti hann því yfir að hann hefði sjáífur alls ekki rætt við fulltrúa PLO þótt eftir hefði verið leitað. Við hefðum öðrum hnöppum að hneppa. Utanríkisráðherra taldi hins veg- ar sjálfsagt að ræða við menn, afla upplýsinga og fá þannig sem besta yfirsýn yfir gang mála. Deilan fyrir botni Miðjarðarhafs Deila Palestínumanna og ísraels- manna fyrir botni Miðjarðarhafs er einstæö fyrir nær allra hluta sakir. Hún er erfiðasta, einstæð- asta og líklega merkilegasta landa- þrætumál sem um getur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og málið er í ákveðnum farvegi, þótt enn séu óleyst vandamál hrikaleg. Gyðingar reistu kröfur sínar til landsins á fomum bókum Bibli- unnar. Guð leiddi ætt ísraels inn í „fyrirheitna landið“. Landnáma- bók ísraelsættar og sögurit Gamla testamentsins sanna að ísraelsætt tók landið til eignarvörslu. Palestínuarabar beita hins vegar einfaldlega þeim rökum að þeir hafi búið í þessu landi mann fram af manni í þúsundir ára. Þeir em afkomendur Fihsteanna sem nafn Palestínu er dregið af. Öll er þessi saga mikil raunasaga, dreifing ísraelsættar, gyðingurinn gangandi, Holocaust, ótrúlegar hörmungar. Saga Palestínuaraba í flóttamannabúðum og nýjustu átök KjáUaxiiui Guðmundur G. Þórarinsson þingmaöur fyrir Framsóknarflokkinn á hernumdu svæðunum em einnig hörmuleg. Fréttir og myndir fjölmiöla af framkomu ísraelsmanna á Gaza- svæðinu og Vesturbakkanum vekja hrylling. Menn spyija sig hvort ísrael sé að verða ný Suöur-Afríka. Palest- ínumenn em lægra sett þjóð í ísrael. Um þá gilda önnur lög en gyðingana sjálfa. Þetta minnir óþægilega á kynþáttaaöskilnaðar- stefnu Suður-Afríku. PLO Hér verður ekki rakin saga frels- issamtaka Palestínuaraba. Hún er blóði drifin og hryðjuverk vekja óhug og hrylling allra góðra manna. Afstaða íslendinga hefur og alla tíð verið ljós. Þeir hafa stutt Israel og tilverarétt ríkisins. Hér á landi virðist eigi að síður sem menn hafi verið talsvert ein- angraðir. Forsætisráðherra virðist telja að það eitt að ræða við fulltrúa PLO sé fráleitt, komi ekki til greina. Við höfum öðrum hnöppum að hneppa. Lítum aöeins á málið. 1) PLO hefur áheymarfulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hann situr þar, að mig minnir, við hhð fuhtrúa Vatikansins, páfaríkis. Þessi samkunda þjóðanna telur ekki PLO óhreinni en það að þeim er heimilað að sitja þingin. Fuhtrúi PLO hefur setið alþjóða- þing jafnaðarmanna. 2) PLO hefur skrifstofu í New York. Nýlega hefur þing Banda- ríkjanna ákveðið að loka skrif- stofunni. „Opin og drengileg vinnubrögö utan- ríkisráöherra eru Islendingum meira að skapi en fílabeinsturnsstefna for- sætisráðherra.“ Það vorar Dagamir lengjast og jafndægur á vori boða sumarið. Lóan er komin og bráðum hoppa lömbin út um aha móa. Grásleppukarlamir koma með spriklandi rauðmaga og gúrkutíðin byijar í búðunum. Ijós- ið umvefur aht, landiö breytist í græna paradís og hestamenn stefna til fjalla. Mikið er gott að vera ís- lendingur. Hamingja og hreysti Sérfræðingarnir segja að myrk- rið eigi illa við mannkynið, menn verði önuglyndir, uppstökkir og þunglyndir. Sjónvarpið er tvisvar búið að sýna okkur hve máttur birtunnar er mikih á velhðan fólks svo að íslendingar ættu að temja sér mikla útivist. Sumir hafa þá trú að fjöllin beri í sér strauma heil- brigði og orku. Fomindíánar fóm með sjúkhnga upp á fjallstoppa. Aha vega er gott aö trúa einhveiju og þegar maður ber augum hraust- lega skíðamenn, glaðbeitta hesta- menn eða sauðlétta fjahgöngu- menn þá víkur vísindahyggjan fyrir aðdáun og sá gmnur læðist að manni að ef til vih hefði ein- hverri stundinni verið betur varið í dýröarríki íslenskrar náttúm. Fjöllin, trölhn og hrossin hafa líka þann fágæta eiginleika aö vera ekkert að abbast upp á skoðanir manna. Menn geta hugsaö óáreitt- ir, sungið án þess að vera skamm- aðir og meira að segja haldið hrókaræður yfir fullu hesthúsi án þess að nokkur andmæh. Hvílíkur lúxus, hvílík efling sjálfstraustsins. Sól og vor Maðurinn er samt félagsvera, „maður er manns gaman“ stendur þar. Mikil ósköp. Það segir samt ekkert um þaö aö einstaklingurinn eigi ekki að styrkja sjálfan sig og finna hamingju í kyrrðinni til þess þá að verða eftirsóknarverðari fé- lagi. Einhvers staðar stendur aö menn eigi fyrst að rækta garðinn sinn áður en farið sé að skipta sér af náunganum. Þessar vorhugleið- ingar geta sem sagt leiðst út í ahs konar vangaveltur, heimspeki og „metafysik". Gott og vel, það er líka KjaUaiinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræöingur hluti af menningunni. Eftir stendur sú bjargfasta sannfæring að það sé gott að vera íslendingur, það sé hoht stundum að taka undir með skáldinu sem þakkaði af hjarta gjafimar sól og vor og það sé ekk- ert óeðhlegt við það í heimi vímugjafa og uppákoma að reyna að leita hamingjunnar í heilbrigðu lífemi og óbrotnu úti í náttúrunni. Samhljóða menning íslensk menning er einstök fyrir okkur, af því að hún er lífsreynsla okkar sjálfra. Á margan hátt er ís- lensk menning samhljóma alþjóða- menningu t.d. eins og hún birtist okkur í lestri bóka sem afhjúpar okkur söguna, líf kynslóðanna. Bókin er hinn þögh vinur, hljóðlát bíður hún þess að hún sé tekin til handargagns og lesin. Hún abbast ekki upp á okkur en er samt grund- völlur margra annarra menningar- forma. Hún er eins og fjölhn og hrossin, hún er tíl staðar þegar sálin þráir endumæringu. íslensk menning hluti okkar sjálfra Eitt af því sem bókin segir okkur úr íslenskri menningu og sem þjóð- in trúir á, hefur enda ekki gert minni kröfur á góðúm stundum en aö hún varpi ljóma á gjörvalla heimsmenninguna, er aö menn séu breyskir og iht sé að egna óbh- gjaman. Þjóðin trúir á Egil Skalla- grimsson, Einar Þveræing, Gunnar á Hhðarenda og Hrafnkel Freys- goða vegna þess að hún finnur þessa menn í sjálfri sér og dregur sinn lærdóm af söguhetjunum. „Sonur kappakyns" þarf líka að lifa við myrkrið „aJftaninn vetrarlang- an“ og ahar aðrar áhyggjur lífsins en „enginn grætur íslending" þótt hann brotni undir stigaskörinni og farist. Aukið framboð, aukin hætta Það er mikih ábyrgöarhluti, eins og íslendingar em skapi famir, að egna þá frekar með aukinni Qöl- breytni vímugjafa. „Flaskan fríöa" hefur orðið nógu mörgum að fjör- tjóni. Aukiö framboð býður hætt- unni heim, að fleiri ánetjist. Það þarf oft sterk bein til þess að vera Islendingur, ekki síst ungur íslend- ingur. Lífið brýtur menn niður, myrkrið brýtur menn niður, óveðr- in hamast á hinum brákaöa reyr. Þá geta fjöllin verið víðs fjarri, hrossin ekki til taks og bókasafnið veðsett. Þá er freisting aö halla sér að vímunni. Persónufrelsi -farsælt val Nú er svo sem ekki erfitt að fara í ríkið og fá sér flösku, spumingin er hvort það sé farsælt að auðvelda „Sumir halda sig líka frá öllum vímu- efnum lífið út og virðast ekki fara á mis við neitt.“ Þjóðir Sameinuðu þjóðanna hafa nánast samhljóða fordæmt þessa ákvörðun. Telja hana frá- leita því að nauðsynlegt sé að fuUtrúi PLO sitji þingin. Utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst því yfir aö þessi ák- vörðun Bandaríkjaþings sé sú vitlausasta í sogu þingsins. 3) Við höfum í vaxandi mæh átt samleið með öðrum Norður- landaþjóðum í utanríkismálum. Utanríkisráðherrar allra Norð- urlanda nema íslands höfðu rætt við fuUtrúa PLO og sumir við Arafat sjálfan. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda hafði verið ákveð- ið að fjalla um Palestinumáhð. Þegar fuhtrúi PLO óskaði eftir viðtah við Steingrím Hermanns- son, átti hann þá að taka sömu afstöðu og forsætisráðherra og neita að ræða við hann? Auðvitaö ekki, sbr. afstöðu ann- arra Norðurlanda. Slíkt hefði verið fráleitt. Ógjömingur er fyrir íslendinga aö taka afstöðu á þingum Sameinuðu þjóðanna og Norðurlanda án þess aö setja sig inn í viðhorf deUuaðUa. Utanríkisstefna sjálfstæöismanna Utanríkisstefna sjálfstæðis- manna minnir að mörgu leyti á steintröh aftan úr fomeskju, sem dagað hefur uppi. 1) Sjálfstæðismenn börðust í Víet- nam löngu eftir að Bandaríkja- menn hættu að beijast þar. 2) Sjálfstæðismenn börðust gegn aðUd alþýðulýðveldisins Kína aö Sameinuðu þjóðunum löngu eft- ir aö Bandaríkjamenn og flest- aUar þjóðir heims höfðu samþykkt aðUdina. 3) Sjálfstæðismenn hafna allri umræðu um endurskoðun vam- arsamningsins við Bandaríkin þótt hann sé áratugagamah og viðhorf hafi breyst í ftölmörgu frá því að hann var gerður. 4) í hinni erfiðu deUu fyrir botni Miðjarðarhafsins vUja þeir neita að ræða við suma deUuaöUa. Málin em í blindgötu. Nýrra vinnubragða verður að leita. En forsætisráðherra situr eftir sem fuhtrúi steintröhsins. Lausnin virðist að hans mati Uggja í því aö ræða ekki við menn. Lausn hans virðist hggja í því að látast ekki sjá vandamáhn, sjá ekki veruleikann. 5) Viö höfum öðrum hnöppum að hneppa, segir forsætisráðherra. Við eigum að neita að ræða við menn um vandamál þeirra, jafn- vel þótt við samþykkjum að fjaha um þau á fundum Norður- landa. Hvað með hungursneyð í Eþíóp- íu? Hvað með málefni Afganist- an o.s.frv.? Eru íslendingar ekki fuhvalda þjóð í samfélagi þjóð- anna? Em utanríkismál ekki á dagskrá íslensku ríkisstjómar- innar? Uppþot forsætisráðherra í þessu máh vekur undmn. Hvað veldur þessum viðbrögöum hans er erfitt að skhja. Boð Sovétmanna til forseta ís- lands er annað dæmi. Opin og drengileg vinnubrögð utanríkisráðherra era íslending- um meira að skapi en filabeins- tumsstefna forsætisráöherra. Guðmundur G. Þórarinsson .Vímuefni eru að leggja heilu þjóðirnar í rúst,“ segir greinarhöfundur. það enn frekar. Sumir halda sig líka frá öllum vímuefnum lífið út og virðast ekki fara á mis við neitt. Menn em samt misjafnir og ber aö virða þaö og auðvitaö varöar það persónufrelsi að neita mönnum um eitthvað. En er það ekki löngu ljóst að frelsi okkar endar á nefi náung- ans? Hvers virði er frelsi sem eyðileggur, veldur böh og öðmm óhamingju. Má aldrei hugsa neina hugsun til enda? Af hveiju leita menn ekki til læknis í velferðar- þjóðfélaginu ef þeim líður iha? Heldur þarf að gera þeim eins auð- velt og mögulegt er að ánetjast vímuefnum. Einn bjór-hræsni Tölfraeði lýgur aldrei, er sagt, það sé bara auðvelt að ljúga með tölum. Halda menn að sú tölfræði, sem sannar að aukið framboð vímuefna auki hættuna á að ánetjast, sé lygi. Þeir bendi þá á það sem sannara er. Heldur nokkur því fram í alvöra að „einn bjór“ fyrir ungling sé ekk- ert mál? Það er hræsni. Það verður enginn neytandi þess sem hann byijar aldrei á og því yngri sem hann byijar þeim mun hættara er honum til þess að verða háður efn- inu. Er verið að mála skrattann á vegginn? Af hveiju fer þetta vesl- ings fólk, sem slær um sig með persónufrelsi, alþjóðaháttum og ís- lenskum púkaskap ekki á næsta spítala og horfir upp á afleiðingar vímuefnanotkunar. Les það ekki blöðin? Hlustar það ekki á fjölmiöl- ana? Vímuefni era aö leggja heilu þjóðirnar í rúst. Á samt ekkert að gera, dingla bara sjálfsákvörðunar- rétti? Hver er réttur hinna sem þjást, sem em að reyna að sjá ör- vita fólki farborða, sem verða fyrir baröinu á vímuefnanotkun, sem em rændir ástvinum og heimih? Hefur það engan rétt? Fellið bjórfrumvarpið - þrengið að vímuefnum Skert framboð á vissulega rétt á sér. „Lífsgæðin“ em einu sinni tak- mörkuð. Ef einhvem langar í bjór á hann bara að hafa fyrir því að verða sér úti um hann, beija upp á hjá næsta sjómanni eða næsta flug- manni sem mega koma með kassa í land. Best væri að hann langaði aldrei í bjór eða neitt vímuefni. Með fullri virðingu fyrir persónufrelsi og sjálfsákvörðunarrétti er miklu meiri áhætta tekin með auknu framboði heldur en takmörkun á einhveiju sem reynist svo einskis virði, verra en ekki neitt. Þaö verö- ur aldrei gengið í gegnum lífð öðruvísi en að velja og hafna. Þeir sem em sérstaklega kjömir til þess verða aö gera það af skynsemi. Þeir hafa fyrir heilh þjóð að sjá. Sækjum hamingjuna í birtuna, fjöllin og áhugamálin. Höfnum vímuefnanotkun. Alþingi íslend- inga! Verið menn til þess að axla ábyrgö. Felhö bjórfrumvarpið og þrengiö á ahan hátt að vímuefna- notkun. Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.