Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
Sandkom
Ekkert of góðir
til að borga
VEGAGHRÐIN
DaguráAk-
ureyriereina
staHræktadag-
blaðiðutan
Reykjavíkur-
svæðisins og
aukþesshið
ágætastablað.
Þaö kom á óvart í síðustu viku þegar
DV barst áskriftarrukkun trá Degi.
Þetta var venj ulegt gluggaumslag en
á því var merki Vegagerðarinn.ar og
auk þess stimpill fyrirtækisins. Þetta
kemur manni til að álykta aö Vega-
gerðin fjánnagni rukkunarherferðir
Dags. Skrásetjari Sandkoms er nú
að hugsá um að láta Land9virkjun
standa skil á reikningum sem allt of
ört berast inn um bréfaiúguna hans.
Það ætti varla að hafa mikil áhrif á
afkomu Landsvirkjunar í saman-
buröi við heildarveltuna!
Fjandvinir!
Flestirmuna
sjálfsagteftir
rimmunnisem
varðámilli
Friðriksstór-
meistaraólafs-
sonarog
Campomanes-
ar þegar Friðrik sóttist eftir endur-
kjöri í forsetastól FIDE á sínum tíma.
Campomanes hefur alla tíð verið
umdeildur og var á sinum tíma jafn-
vel kaliaður „alþjóðlegur glæpamað-
ur og bóö“ í íslenskumfjölmiðlum
og var sú yfirlýsing fengin frá vini
vorum Kortsnoj sem lítið álit liafði á
kappanum. Campomanes vann Frið-
rik í baráttu þeirra um forsetastólinn
og þótti ýmsum illt í efni að illmenni
veeri koihið svo hátt til vegs og virö-
ingar á meðan prúðmennið Friðrik
sæti heima með sárt ennið. Nú er svo
komiö að áiit manna á Campomanesi
hefúrbreystnokkuð. Hannvirðist
vera frekj udallur en afar klár og auk
þess hefur hann reynst íslendingum
sæmilegur vinur. Þaö var honum að
þakka að kæra Friðriks Ólafssonar á
liendur Kortsnoj í SL John vegna
óprúðmannlegrar framkomu við Jó-
hann Rjartarson náði fram að ganga.
Og nú styður Campomanes beiðni
Akureyringa um að fá að halda ein-
vigi Karpo vs og Jóhanns í haust.
Campomanes er kannski ekki sem
verstur eftir allt saman!
Auglýsingu
frestað
Sjónvarpið
auglýstiísíð-
ustuvikuyfir-
burðisínasem
framkomuí
skoöanakönn-
un Félagsvís-
indastofnunar.
meðalannars
stórar myndir af Ingva Hrafni frétta-
stjóra með sínum mönnum. Nú er
Sandkomi tjáð að auglýsing þessi
hafi átt að birtast daginn sem viðtalið
viö Ingva Hrafn birtist í Nýju lífi þar
sem hann úthúðaði yfirmönnum
stofnunarinnar. Auglýsingin var aft-
urkölluð í flýti, samkvæmt heimild-
um Sandkorns, þar sem forráðamenn
töldu umfalið vegna viðtalsins og
auglýsinguna ekki fara vel saman.
Auglýsingin var svo sett inn aftur
ægar ljóst mátti vera að enginn yfir-
gæfi stólsinn.
Lauf- eða Laug-?
Ólafúr Lauf-
dalhefursem
kunnugterver*
íðstórtnafní
skemmtiiðnað-
inumáíslandi
undanfíirinár.
ÍReykjavík
hafa nokkrir staðir barist gegn Lauf-
dals-stórveldinu. Þeirra á meðal og
kannski einna stærstur þessara staða
er Þórscafé. Framkvæmdastjóri
Þórscafé heitir Björgvin L. Ámason.
í Ijósi samkeppninnar hefúr Björgvin
ekki farið hátt með hvað L-ið i nafni
hans stendur fyrir en góðkunningja
hans tókst þóaöhafaþaöuppúr
honum á dögunum. Ellið stendur sem
sé lyrir Laugdal! Það eru þ vi Laufdal
og Laugdal sem sjá um að s vala
skemmtanaþorsta Rey kvíkinga þessa
dagana.
Umsjón Axel Ammendrup
Fréttir
Hörmulegar bvýr í
Hvalfirdi og KJós
segir forstöðumaður brúardeildar Vegagerðarínnar
„Það má telja víst að brýrnar
tvær í Hvalfjarðarbotni og brúin
yfir Laxá í Kjós verða ekki leystar
af hólmi næstu árin. Þetta eru
hörmulegar brýr. Á brúnni inni við
Botnsskála er trégólf og þar getur
orðið hált í bleytu. Brúin yfir Laxá
í Kjós er orðin það léleg að handrið-
in eru hætt aö tolla á henni. Þessar
þrjár brýr eru án efa þær verstu á
hringveginum," sagði Guðmundur
Arason, forstöðumaður brúar-
deildar Vegagerðar ríkisins.
Að sögn Guðmundar er helsta
ástæðan fyrir því að ekki hefur
verið ráðist í endurgerð þessara
brúa sú að ýmsar hugmyndir eru
uppi um hvernig umferð um Hval-
íjörð eigi að verða í framtíðinni.
Vegagerðin hefur gert tillögu um
brú yfir fjörðinn en hugmyndum
um undirgöng hefur einnig verið
haldið á lofti. Nú liggur fyrir Al-
þingi tillaga um könnun á bestu
lausn þessa máls og ákvörðun þar
um hefur því verið frestað. Svipaða
sögu er að segja um brúna yfir
Laxá. Beðið hefur verið með brúar-
smíði þar til endanlegt vegarstæði
kemst á vegaáætlun. Það er ekki á
vegaáætlun sem gildir næstu þrjú
árin og ekki heldur neinar þær
framkvæmdir er gætu leýst brýrn-
ar í Hvalíjarðarbotni af hólmi.
„Miðað við umferðarþunga eru
þessar þrjár brýr mest aðkallandi
af þeim verkefnum sem bíða brúar-
deildarinnar og svo hefur verið í
nokkur ár. Þær hugmyndir að
lausnum, sem uppi hafa verið, eru
hins vegar það fjárfrekar að ekki
hefur fengist fjármagn til aö hefjast
handa,“ sagði Guðmundur Arason.
-gse
Reiðhöllin gefur mikla möguleika
Hestamannafélögin Andvari, Fák-
ur, Gustur, Höröur og Sörli stóðu að
opnu hestaíþróttamóti í Reiðhöllinni
um síðustu helgi og var það jafnframt
fyrsta hestamótið sem þar er haldið.
Það kom í ljós aö annað andrúmsloft
verður á hestamótum í Reiðhöllinni
en undir beru lofti. Því valda ólíkar
aðstæöur. Minni asi var á allri fram-
kvæmd hestamótsins í Reiðhöllinni.
Áhorfendur lalla út og inn, fá sér
veitingar og rabba saman.
Þrátt fyrir að einungis eitt mót
hafi farið fram, er þegar hægt að
bera saman ýmsa þætti móta í Reið-
hölhnni og móta úti í náttúrunni.
Veðurfar veröur auðvitað svipað all-
an ársins hring í Reiðhöllinni, þó svo
að hiti sé mismunandi mikill. Knapar
eiga því auðveldara með ýmiss konar
skrautklæðnað, þurfa ekki aö klæða
af sér hita. Betri tengsl eru milli
knapa og áhorfenda því keppnis-
svæðið og áhorfendasvæðið eru mjög
nálægt hvort öðru. Aðstaða er fyrir
hestana í hesthúsi í Reiðhöllinni og
geta knaparnir því blandað geði við
áhorfendur fyrir og eftir sýningar,
þurfa ekki að hafa áhyggjur af því
hvort hesturinn sé á tryggum stað.
Áhorfendur kunna að meta áhyggju-
leysið á áhorfendapöllum, geta farið
og komið eins og þeir vilja, fengið sér
veitingar og hitt kunningja. Öll að-
staða er slík að hægt er að mynda
mikla stemmningu meðal áhorfenda.
Þulir þurfa að vera mjög vel að sér
í sögu hesta, knapa og hestamóta og
gefa upplýsingar um hvern kepp-
anda um leið og hann kemur til
keppni. Einnig þarf að gefa upplýs-
ingar um stöðu keppninnar öðru
hvoru og segja hvaða keppandi er
efstur og hverjir eiga möguleika.
Tölvur eru notaðar til aö reikna út
árangur hvers keppanda. eftir að
dómarar hafa gefið einkunnir. Þaðan
fær þulurinn upplýsingar sem eiga
að berast til áhorfenda jafnóðum.
Er undirlagið of mjúkt?
Það sem helst telst miður er
keppnisvöllurinn sjálfur. Margir
knapanna telja að undirlag í vellin-
um sé ekki nógu hart og því sé
erfiðara að sýna fágaða reið-
mennsku. Ekki er hægt að keppa í
gæðingaskeiði, til þess er völlurinr,
of stuttur, og erfitt að keppa í fimm-
gangi af sömu ástæðum. Margir
hestanna eru ókunnir aðstæðum,
beinlínis hræddir. Hringvöllurinn er
mjög nálægt áhorfendum og þvi
hætta á truflunum, sérlega vegna
barna sem eiga þaö til að hætta sér
of nálægt keppnisvellinum og eru þá
ekki meirá en í metra fjarlægð frá
keppanda þegar munurinn er
minnstur.
Fyrsta hestamótið í Reiðhölhnni
olli nokkrum vonbrigðum, en gaf
fyrirheit um betri tíma. Keppendur
fengu ekki háar einkunnir, yfirleitt
DV myndir E.J.
Gylfason var annar á Stormi og Sig-
urður Vignir Matthíasson þriðji á
Greiða.
Halldór Viktorsson á Herði sigraði
í fjórgangi unghnga, Álfur Þráinsson
var annar á Rökkva og Edda Sólveig
Gísladóttir var þriðja á Janúar. Sig-
urbjörn Bárðarson sigraði fjórgangi
fullorðinna, sat Fálka. Sigurður Mar-
ínusson var annar á Krákustíg og
Sigríður Benediktsdóttir þriöja á
Árvakri. Edda Rún Ragnarsdóttir
sigraði í töltkeppni barna á Kría, Sig-
urður Vignir Matthíasson var annar
á Greiða og Ragnar E. Ágústsson
þriðji á Njáli. Tómas Ragnarsson
sigraði í fimmgangi á Snúði, Sigur-
björn Bárðarson var annar á ívani
og Jón P. Ólafsson þriðji á Glaumi.
Sigurbjörn Bárðarson sigraði í tölt-
keppninni á Fálka, Sævar Haralds-
son var annar á Kjarna og Elsa
Magnúsdóttir þriðja á Skagfjörð.
Edda Rún Ragnarsdóttir sigraði í
fjórgangi barna á Kría, Róbert Pet-
ersen var annar á Rúti og Gísh Geir
Gylfason þriðji á Stormi. Halldór
Viktorsson sigraði í töltkeppni ungl-
inga á Herði, Álfur Þráinsson var
annar á Rökkva og Rakel Sigurðar-
dóttir þriðja á Kasmír.
Sigurbjörn Bárðarson varð stiga-
hæstur knapa í flokki fullorðinna og
sigraði einnig í íslenskri tvíkeppni.
Halldór Viktorsson geröi hið sama í
flokki unglinga. Gísli Geir Gylfason
varð stigahæstur í barnaflokki en
Edda Rún Ragnarsdóttir sigraði í ís-
lenskri tvíkeppni. Krákustígur
Gunnars Dungal, sem Sigurður Mar-
ínusson sat, var valinn glæsilegasti
gæðingur mótsins og hlaut feikistór-
an bikar að launum.
Aö kvöldi laugardags og sunnu-
dags var dagskrá með úrslitum á
hestamótinu, svo og sýningum á
kynbótahrossum og söluhrossum.
E.J.
Krákustlgur, sem Sigurður Marínusson sýndi, var valinn glæsilegasti gæð-
ingur mótsins.
Sigurbjörn Bárðarson bætti sex verðlaunagripum í safn sitt.
arsvæðinu og einnig voru keppendur
úr Borgarfirði, af Suðurlandi og frá
Suðurnesjum. Sigurbjörn Bárðarson
heldur sig við efnið og sankaði að sér
sex verðlaunum. Þau bætast við tæp-
lega tvö þúsund verðlaunagripi sem
hann hefur náð á tuttugu ára ferli
sínum í hestamennsku.
Helstu úrslit urðu þau að Þórður
Þorgeirsson sigraði í hindrunar-
stökki á Eldi, Sigurbjörn Bárðarson
var annar á Hæringi og Hjörný
Snorradóttir þriðja á Stimi. Benedikt
Þorbjörnsson sigraði í hlýðnikeppni
fullorðinna á Spora, Barbara Meyer
var önnur á Sóloni og Sigurbjöm
Bárðarson þriðji á Fálka. Edda Sól-
veig Gísladóttir sigraði í hlýðni-
keppni unglinga á Janúar, Hjörný
Snorradóttir var önnur á Stirni og
Elín Rós Sveinsdóttir þriðja á Rispu.
Róbert Petersen sigraði í hlýðni-
keppni barna á Þorra, Gísh Geir
frá 7,00-8,00, sem gæfi samkvæmt
gæðingakeppnisskalanum um 5,00 í
einkunn. Vera má að ökunnugleiki
vegna aöstæðna hafi valdið þessu,
og ættu framfarir að verða á næstu
mótum. Framkvæmd á mótinu var
ekki nógu traust. Til dæmis þurftu
kepþendur sjálfir að raða upp hindr-
unum fyrir keppni í þeirri grein og
fékk hver keppandi að fara æfinga-
stökk áður en hann keppti. Slíkt er
ekki gert í öðrum íþróttagreinum.
Eins vantaöi nánari tengsl milli
keppenda og áhorfenda, en það er
verkefni þula. Ýmsir aðilar gáfu veg-
lega bikara til eignar.
Sigurbjörn með sex sigra
Það er greinilegt að Reiðhöllin
verður vettvangur barna og ungl-
inga. Þátttaka var mjög almenn en
áberandi góð hjá unga fólkinu. Þátt-
fakendur vom víða að af höfuðborg-