Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
13
Fréttir
Fiskmarkaður Norðurlands:
Ákvörðun um framhald
markaðarins frestað
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Niðurstaða fundarins var sú að
fela nýkjörinni stjóm fyrirtækisins
að kanna það á næstu dögum og
vikum hvort grundvöllur er fyrir
áframhaldandi starfsemi markaö-
arins,“ sagði Siguröur P. Sig-
mundsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðar Norðurlands, í sam-
tali við DV í gær.
Aðalfundur Fiskmarkaðar Norð-
urlands var haldinn um helgina og
stóra mál fundarins var hvort
hætta'ætti starfsemi markaðarins.
Markaðurinn tók til starfa í sept-
ember á sl. ári og hefur lítill flskur
borist til hans. Um 520 tonn hafa
verið seld á markaðnum eða álíka
og selt er á einni viku hjá stærri
mörkuðunum fyrir sunnan.
„Stjómin mun nú hafa samband
við útvegsfyrirtæki á Norðurlandi,
og þá ekki síst þau sem eru hlutha-
far í markaönum," sagði Sigurður.
„Þegar niðurstaða þeirrar athug-
unar hggur fyrir verður boðað til
framhaldsaðalfundar og ákvörðun
þá tekin um framhaldið."
Sigurður sagði að það sem þyrfti
að koma til væri hugarfarsbreyting
hjá hluthöfum sem hafa yfir afla
að ráða. „í upphafi var talað um
að slæmar gæftir og lítill afli væri
ástæðan íyrir því hvað markaður-
inn fékk lítinn fisk til sölu, en síðan
hefur því ekki verið til að dreifa.
Það virðist vera sama hvað mikill
afli kemur til Akureyrar, það kem-
ur varla sporður inn á markaðinn.
Á sama tíma gengur starfsemi fisk-
markaðanna fyrir sunnan mjög
vel. Nýju markaðirnir í Vest-
mannaeyjum og á Vesturlandi hafa
svo „kóperað" það kerfl sem við
látum vinna fyrir okkar markað
og njóta þannig góðs af okkar
starfi,“ sagði Sigurður.
Þorleifur Þór Jónsson, Akureyri,
var kjörinn formaður Fiskmarkað-
ar Norðurlands, en aðrir í stjórn
eru Kristján Ólafsson, Dalvík, Guð-
mundur Steingrímsson, Akureyri,
Sverrir Leósson, Akureyri, og
Knútur Karlsson, Grenivík.
Suöumes:
Fiskvinnslan bjargar
sér með útlendingum
Ámi E. Albertsson, DV, Ólafevik:
Nýr veitingastaður hefur verið
opnaður hér í Ólafsvík, Hafnarkaífi,
sem, eins og nafnið ber með sér,
stendur við höfnina, í nýju og glæsi-
legu húsnæöi. Það er þó ekki aðeins
kaffi og meðlæti sem er á boöstólum
heldur er og seldur heitur matur á
góðu verði.
Matar- og kaffigestir ættu ekki að
þurfa að kvarta yfir útsýninu því að
höfnin, með allri sinni rómantík, fyr-
ir þá sem hana vilja, blasir við út um
gluggana og sjómenn, ungir sem
gamlir, sitja oft yfir kaffibollum og
fylgjast með lífinu við höfnina. Hin
ýmsu félagasamtök hér í bæ hafa
nýtt sér þessa nýju og góðu aðstöðu
til fundahalda en eigendur Hafnar-
kaffis, hjónin Sigurður A. Guð-
mundsson og Súsanna Hilmarsdótt-
ir, hafa boðið húsið endurgjaldslaust
til fundahalda og ýmissa uppákoma
og þá látið sér nægja aukin viðskipti
sem þetta óneitanlega hefur í fór með
sér.
Þegar veitingahús sem Hafnarkaffi
er komið til sögunnar er ekki nema
von að menn hugsi tfi sumarsins og
þeirra gesta sem því fylgir, þ.e.a.s.
ferðamanna. Það verður án efa
byggðarlagi eins og Ólafsvík til fram-
dráttar á sviði ferðamála að geta
boðið upp á veitingar í umhverfi sem
tverður aö teljast hfæð byggðarlags-
ins. Til þess eru eigendurnir strax
farnir að hugsa og eru með margar
nýjar hugmyndir á sviði ferða-
mannaþjónustu í tengslum við
rekstur staöarins í sumar.
í vetur hefur verið mikill vinnu-
aflsskortur hjá fiskvinnslunni á
Suðumesjum og hefur í fyrsta sinn
í einhverjum mæh orðið aö ráða er-
lent vinnuafl til að leysa vandann.
Að sögn Óskars Hallgrímssonar hjá
vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins - sóttu Suðumesja-
menn og. nokkrir staðir á Noröur-
landi eystra í fyrsta sinn um
atvinnuleyfi fyrir útlendinga á þess-
ari vertíð.
„Við vorum að ráða 10 stúlkur frá
Ástralíu og Englandi fyrir skömmu,
um annað var ekki að ræða vegna
erfiðleika á að fá fólk í fiskvinnslu,"
sagði Júlía Ævarsdóttir hjá Hrað-
frystihúsi Keflavíkur í samtali við
DV.
Sömu sögu er að segja frá Njarðvík-
um, Sandgerði, Garði og Grindavík,
alls staðar hefur orðið að fá erlent
vinnuail th bjargar á vertíðinni.
Óskar Hallgrímsson sagði að hér á
landi væru nú á miili 300 og 400 út-
lendingar í fiskvinnu og væri það
heldur meira en verið hefur undan-
farin ár. Hann sagði að skrifstofa
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í
London annaðist mannaráðningar
ytra og væri mest um fólk frá Nýja-
Sjálandi, Ástralíu, Englandi og
eitthvað líka um fólk frá írlandi.
Fjölgun erlends verkafólks á þessari
vertíð sagði Óskar fyrst og fremst
vera vegna þess að nýir staðir hefðu
komið inn sem sóttu um atvinnu-
•leyfi fyrir útlendinga. Um langt
árabh hafa ákveðnir staðir, svo sem
á Vestíjörðum, bjargast við erlent
vinnuafl í fiskvinnslunni.
-S.dór
Frá Hafnarkaffi í Olafsvík.
DV-mynd ÁEA
Nýr veitingastaður í Olafsvík
Akureyri:
Nefndirnar ekki á sama máli
- við veitingu á lóð á hafnarsvæðinu á Akureyri
Gyifi Kristjánsson, DV, Aknreyri:
Hafnarstjórn á Akureyri og
byggingarnefnd bæjarins voru
ekki á sama máli er þessir aöOar
tóku afstöðu tO þess hvaða aöOa
skyldi úthlutað lóöinni Norðurt-
anga 3 á hafnarsvæði bæjarins.
Hafharsfjóm fjallaöi fyrst um
máhð og mælti meö að Jámtækni
h.f. fehgi lóöina, en alls sóttu 4 aöO-
ar um hana. Þvínæst fór málið til
bygginganefhdar og meirihluti
hennar samþykkti aö veita fyrir-
tækinu Aöalgeir Finnsyni lóðina.
Heimir Ingimarsson, bæjarfuh-
trúi Alþýðubandalags, sem á sæti
í byggingarnefhd, lét bóka afstöðu
sína á fundinum og sagði þan
„Ég mótmæh harðlega þeirri af-
greiðslu sem þessi dagskrárliður
fær, og tel með öllu óveijandi að
byggingarnefiid gangi þvert á vilja
hafnarstjómar um úthlutun á þess-
ari lóð tíl Járntækni hf. Ég tel
meirihluta byggingamefndar hafa
brugðist faglegri skyldu sinni í
þessu máh. Að fenginni þessari
niðurstöðu krefst ég þess aö þeim
umsækjendum, sem þess hafa ósk-
að 1 umsóknum sínum og ekki
fengu úrlausn, verði þegar fundnar
lóðir við þeirra hæfi.“ Bæjarstjóm
Akureyrar mun taka máhð til af-
greiðslu á fundi sínum í dag.
SPAÐUISK0DANN
G0TTAÐ KEYR'ANN
AUÐVELT AÐ BORG'ANN
Cóö greiðslukjör.
Handhöfum VISA bjóöum viö 25%
útborgun og afganginn á
12 mánuðum.
verö frá kr. 176.600.-
JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL