Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
15
Fjáröflun til Skák-
sambands íslands
SPARIBANKINN HE
V/SA
4000
'■fl* "
•r
H r* I — I O ;; r
~r aa-lo r
ssbf oo/oo cy
J.-JJOE .
■->»* V<t* v«v* >-:u Ifti* YiU Y,u v41
>»' v.U Manu .11« t V». >». »,!*> .<*
>». V.U »1» Wv» .:•» V,t 1». ,». >». ».u
>»* V.-W v.y< ♦ i* )/<.)>.(/ k.U VtM V.U
: 1s j: ^ía^íiSSp :|
k* >»< »•(*
EUROCARD
«.< tv«»i;>-A«*íw jf>&.
<;x> <,A'T5>.
»<Ví' í >s;ív ,'.»><<.
*í *>}$'*> <<#::>;) >•><<«).*■■'.,; .'<<>;■<* ',<4
M>11 i^’v- ■*■■<<■'**'<!( >•?< »>'■ <<<.':!-: '«í»
RP»|s'> txij »><» íf ;<Á>á'r
szm bis mz m$
1051 fWRO I rv£760
aOS«fif SOfiUMAHM
■íimm,
I frumvarpi greinarhöfundar, Alberts Guðmundssonar og Streingríms
J. Sigfússonar er gert ráð fyrir að gjald verði lagt á greiðslukort, 20 kr.
á mánuði.
Fyrir nokkru lagði ég fram á Al-
þingi frumvarp til laga um fjáröfl-
un til Skáksambands íslands.
Meðflutningsmenn eru alþingis-
mennimir Albert Guðmundsson og
Steingrímur J. Sigfússon.
Skáksamband íslands stendur
frammi fyrfr gífurlegum verkefn-
um. Gríðarleg vinna er unnin í
sjálfboðavinnu og stór hluti starfs-
ins er bardagi við fjármálin.
Gróska hefur aldrei verið meiri í
skáklífi þjóðarinnar. Ævintýri er
að gerast. Starsemin er kostnaðar-
söm. Taka þarf þátt í mótum víða
um heim ef okkur á að verða sem
mest úr þessu ævintýri og hlúa
þarf að unga fólkinu sem með vax-
andi áhuga og krafti tekur þátt í
skákkeppnum. Árangurinn er nán-
ast ótúrlegur. Erlendar þjóðir eru
undrandi.
Skáksambandið fær til starfsemi
sinnar almennrar rúmlega milljón
krónur á fjárlögum. Margra ára
reynsla sýnir að ekki dugar að
treysta á flárveitinganefnd. Þar er
einfaldlega verið að deila út allt of
htlum peningum til allt of margra
aðila. Frjáls framlög eru ágæt en á
þeim verðúr ekki byggt til lengdar.
Því er nauðsynlegt aö sjá SÍ fyrir
öruggum tekjum.
Gjald á greiöslukort
I frumvarpinu er gert ráð fyrir
að gjald verði lagt á greiðslukort,
20 kr. á mánuði. Hér er um að ræða
svo lítið gjald að enginn fmnur fyr-
ir því. Tveir tíkallar á mánuði.
Menn beygja sig varla til að hirða
tíkall af götunni nú orðið. Undan-
þegnir eru þeir sem ekki greiða
útskriftargjald, þ.e. þeir sem hafa
viðskipti á greiðslukorti neðan
ákveðins lágmarks.
Þær raddir hafa heyrst að gjald á
greiðslukort sé rangt. Ég vísa slík-
um staðhæfingum á bug.
KjaUarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
Rökin eru:
1) Skattar á ákveðinn hóp fólks,
þ.e. greiðslukortahafa, koma
ekki ranglátar niður en margir
aörir skattar. Gjald er alltaf
matsatriði. Óbeinir skattar, svo
sem tollar og vörugjald, koma
mjög misjafnt niður á einstakl-
ingum. Gjöld á hljómplötur eða
plötuspilara koma harðar niður
á tónhstarunnendum en öðrum.
Söluskattur er lagður á þá sem
stunda leikfimi en ekki þá sem
stunda skíði o.s.frv., o.s. frv,
Þannig mætti lengi telja. Aldrei
hefur tekist að finna tekjuöflun-
arleið sem ekki kemur ójafnt
niður. Hér er hins vegar um að
ræða svo lítið gjald að enginn
finnur fyrir því en gagnið er
feikn mikið.
2) Mér gengur illa að skilja stjórn-
málatnenn sem einfaldlega geta
ekki fallist á þetta gjald
„prinsippsins“ vegna. Flestir, ef
ekki allir, stjórnmálamenn hafa
staðið að erfiöri skattlagningu.
Menn leggja skatta á einstæðar
mæöur og öryrkja. Menn leggja
söluskatt á nauðsynjavörur,
matvörur 25%. Sú skattlagning
kemur æði misjafnt niður.
En þegar talað er um að leggja 20
kr. gjald á greiðslukort rísa
sumir upp og segja: „Nei, þetta
er ekki hægt.“ Gjald sem enginn
verður var við. Slík rok finnst
mér ekki sannfærandi. í Dan-
■ mörku hefur t.d. mikið verið
rætt um skatt á greiðslukort,
gott ef eitthvert gjald er ekki
komið á þar.
3) Ég tel fordæmi ekki til staðar.
Skákin hefur sérstöðu. Ég gæti
gert grein fyrir því í löngu máli.
Skákin er orðin tengd sögu ís-
lendinga, menningu þeirra og
hefð. Jafnframt væri hrapahegt
að láta það ævintýri, sem nú er
að gerast, koöna niður af fjár-
skorti.
4) Álagning þessa htla gjalds á
greiðslukort er mjög einíöld.
Gjaldið skilar sér mánaðarlega.
Innheimtukerfi er tíl staðar.
Innheimtan kostar nánast ekk-
ert. Staðreyndin er sú að
mönnum þykir venjulega
vænna um málstaö sem þeir
leggja eitthvað af mörkum til.
Ég hugsa að skákáhugi mundi
aukast. Mönnum fyndust þeir
vera að taka þátt í þessu öllu
saman með þessu lága gjaldi.
Gjaldið myndi eigi að síður afla
S.í. 1,5 m. kr. á mánuði og gjör-
breyta allri starfsemi. Jafnframt
hygg ég að mönnum líki vel að
vita til hvers gjaldið rennur og
greiða það með glaðara geði, ef
menn yfirhöfuð taka eftir þessu
gjaldi á reikningnum, það er svo
lágt.
5) Þetta er ekkert mál. Við eigum
að sippa þessu í gegn og treysta
þannig grunn skákíþróttarinnar
í landinu, þeirrar íþróttar, sem
við höfum mesta möguleika til
■ að skara fram úr í á heimsmæli-
kvarða.
6) Lottóið sér nú ÍSÍ og UMFÍ fyrir
myndarlegum tekjum. E.t.v.
hefði skákhreyfingin átt að vera
þar með. Mér er ljóst aö því
verður ekki breytt nú. En skák-
hreyfinguna má ekki skilja eftir.
Að koðna niður í vöflum
Ég gef ekkert fyrir rök manna,
sem segja: „Við eigum að gera þetta
öðruvísi" nema þeir bendi á leiðir.
Meðan menn ekki koma með aðrar
leiðir verður ekkert gert. Það má
ekki drepa málinu á dreif. Menn
geta velt svona málum fyrir sér
árum saman án þess að neitt ge-
rist. Ákvörðun veður að koma.
Stjórnmál eru val. Erfitt er að
finna leið sem ahir eru ánægðir
með. „Vandskeft er almanna
spjót“.
Þessi leið er alveg kjörin. Það
finnur enginn fyrir henni, en hún
leysir vandann.
Menn mega ékki koöna niður í
vöflum.
„Þær raddir hafa heyrst að gjald á
greiðslukort sé rangt. Ég vísa slíkum
staðhæfmgum á bug.“
Menntun og
húmanismi
„Ekki er svo vanþörf á aö kenna opin og einlæg tjáskipti svo fólk þori
aö tjá skoðanir sínar þegar það langar til, “ segir greinarhöf. m.a.
Ég held að það sé ekkert ofsagt að
menntakerfi okkar þarfnast mik-
hla breytinga th þess að taka mið
af þeirri nýju þjóðfélagsgerð sem
við búum við í dag.
Núverandi menntakerfi er úr sér
gengiö enda varð það th þegar flest-
ir störfuðu við ýmis framleiðslu-
störf. Það tekur ekki mið af
nútímanum þar sem meginþorri
landsmanna vinnur við þjónustu-
störf.
Menntakerfið í dag er samkrull
úr erlendum fyrirmyndum. Það er
t.d. blanda af danska embættiskerf-
inu og því sem sett var á fót á
hippatímabilinu í Bandaríkjunum
sem barst til íslands með viðkomu
í Svíþjóð. Einnig eru í þessari
blöndu leifar frá grísk-rómverska
menntakerfinu sem var upp á sitt
besta fyrir tvö þúsund árum.
Röng aðferðafræði
Út úr svona blöndu kemur auð-
vitað vitlaus aðferðafræði og
sálarfræði sem skilar okkur óá-
nægðum nemendum og kennurum
því þeir vita ekki í hvom fótinn
þeir eiga að stíga. Hvað hefur svo
verið lagt til af yfirstjórn mennta-
mála? Jú, t.d. að breyta lögum, laga
þau til og stytta þannig að stýringin
verði meiri í þá átt að viðhalda vit-
leysunni. Aldrei er tekiö á rótum
KjaUaiinn
Áslaug Ó. Harðardóttir
grunnskólakennari
vandans heldur einungis hrært í
yfirborðinu til að sýnast vera að
gera eitthvað.
Hvað þarf að gera?
Það sem við raunverulega þurf-
um að gera er aö velta fyrir okkur
(skhgreina) hvað sé menntun og
hvort við séum raunverulega að
mennta fólk? Hvert stefnum við
fólki? Hvaða sameiginlega takmark
hefur þjóðin? Kannski að horfa
meira á sjónvarp, setja á fót fleiri
útvarpsstöðvar eða kaupa fleiri
bíla? Við höfum í raun ekkert göf-
ugt takmark sem þjóð og þar af
leiðandi enga menntun.
Við húmanistar eða manngildis-
sinnar teljum að menntun sé fyrir
framtíðina og þess vegna þurfum
við aö hafa sterkt sameiginlegt tak-
mark sem við stefnum markvisst
að frekar en ákveðnar
kennslubækur. Námsefnið verður
síðan til þegar leiðir hafa verið
fundnar til að ná settu takmarki;
sumt er þegar th.
Hvað þarf að kenna?
Menntun þarf að fela í sér aukið
frelsi fyrir einstaklinga, þ.e.a.s. við
þurfum að kenna fólki að hugsa
sjálfstætt og aö vinna saman á hf-
andi og skapandi hátt. Ekki er svo
vanþörf á að kenna opin og einlæg
tjáskipti svo fólk þori að tjá skoðan-
ir sínar þegar það langar th. Einnig
þarf að vekja fólk til umhugsunar
um aht misréttið svo að það sætti
sig ekki við óréttlæti heldur skapi
samstöðu um leiðir til úrbóta.
Þitt er valið
Spurningin er annars vegar: Vhj-
um viö aö börnin okkar séu glöð
og skapandi, með skýra hugsun og
skýra framtíðarsýn. Að þau hafi
trú á sjálf sig og aðra og finni til
samábyrgðar með öðrum? Og hins
vegar: Vhjum við að börnin okkar
séu óánægð og láti mata sig á
hverju sem er. Að þau trúi ekki á
sjálf sig né aðra og finnist aðrir
ekki skipta máli.
Við húmanistar veljum fyrri
kostinn vegna þess að við höfum
þá trú að þá fái það mennska að
blómstra.
Skipulögð hreyfing fólks
En hvað getur þú gert, lesandi
góður, til að okkar kostur veröi að
veruleika? Þú getur komið með í
Hreyfingu húmanista sem vinnur
markvisst að miklum breytingum
á þjóðfélaginu, þ.á m. menntakerf-
inu. Við erum að byggja upp
skipulagða hreyfmgu fólks sem vill
raunverulega breyta þessu kerfi og
það er vel hægt ef við bara vfijum
það.
Áslaug Ó. Harðardóttir
„Núverandi menntakerfi er úr sér
gengið enda varð það til þegar flestir
störfuðu við ýmis framleiðslustörf.“