Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
17
Lesendur
Hiyðjuverkamaður í dag, ráðherra á morgun:
Um PLO og fleira
Konráö Friðfmnsson skrifar:
Hryðjuverk fordæmir friöelskandi
fólk og hryðjuverkamönnum vill
sama fólk láta refsa ótæpilega. Morð-
ingjar, morðingjar, hrópar það er
fregnir berast um spellvirki illmenn-
anna. Vissulega ber að fordæma
aðgerðir þeirra. En margt er skrýtið
í kýrhausnum og mikijl tvískinnung-
ur og hræsni er í gangi hjá þeim er
ræða þetta mál.
Ofbeldissinnar, eins og margir
kjósa að kalla skæruhða og aðra
álíka hópa, gætu sem hægast verið
orðnir æðsta vald sinnar þjóðar á
morgun, að undangengnum átökum
að sjálfsögðu. Slíkt hefur margoft átt
sér stað úti í hinum stóra heimi.
En það sem verra er og snýr að
okkur vesturálfumönnum er það, að
ekki eru hryðjuverkamenn gærdags-
ins fyrr búnir að hrifsa til sín völdin
en vestanmenn samþykkja að styðja
viðeigandi valdatöku og senda í kjöl-
farið hamingju- og heillaóskaskeyti.
Einu viröist gilda með hvaða hætti
herramir fengu sitt vald. Þetta hefur
mér ætíð þótt svolítiö einkennilegt.
En bíðið nú hæg. Máiinu er ekki
lokið. Sama gengið, eða það af því
sem eftir liflr, á harma að hefna.
Safnar hði, vopnar það og heldur í
víking gegn óréttlætinu og er þar
með komið í flokk með misindis-
mönnunum, sem við öh fyrirlítum.
Mikhr og illir menn. - Já, máhö er
eitt allsheijar rugl og þvæla.
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram
hjá neinum að hæstvirtur utanríkis-
ráðherra átti óformlegar viðræður
við einn af forkólfum PLO á dögun-
um. Þau orðaskipti fóru fyrir bijóstið
á mörgum og sér í lagi forsætisráð-
herra vorum. Hann vih kannski að
rykfallna hugtakiö, Kani góður,
Rússi vondur, sé í heiðri haft, án
undantekningar? Þaö má hins vegar
rétt vera að rödd Hólmans í norður-
höfum leysi ekki deilur araba og
ísraela.
En ég er engu að síður þeirrar
skoðunar og reyndar handviss um
að ráðherrann geröi rétt og framtak
hans muni leiða íslensku þjóðina til
aukinnar virðingar og velsældar,
verði framhald á. Hvers vegna ættu
íslendingar ekki að senda sinn full-
trúa á fund PLO, ef þeir óskuðu eftír
viðræðum? Er ástæðan máske sú, að
Frónbúar telji sig yflr araba hafna?
Nei, gott fólk, við skuium ekki temja
okkur þann leiða sið að hta niður á
aðra. Það kann ekki góðri lukku að
stýra.
Óll erum við samheijar og um leiö
jafningjar. Miklu nær væri að hta á
PLO og Araba sem hugsanlega við-
skiptaöila. Á þann hátt tengjast
þjóöir saman núna. En til að svo'
megi verða þurfa menn aö talast við.
Orð eru til alls fyrst.
Þessa sérkennilegu hringþoku má sjá í Hörpumerki, ef horft er til himins
á heiðskiru kvöldi.
Frá stjörnunum:
Orkustraumamir yndislegu
Dfaumar og vemleiki:
Útilokum ekki
Gautl skrifar:
Ég las greinina sem Ingvar
Agnarsson skrifaöi í lesendadálk
DV fyrir stuttu og er mjög sam-
mála honum. Ég ht þannig á aö
draumar og veruleiki sé oftast hið
sama. Þótt martraðir séu ruglaðir
draumar er það í rauninni lélegt
samband, eins og t.d. gerist iijá
sjónvarpi sem fær of margar rás-
ir sem trufla hver aðra. Oft
dreymir mig drauma sem ég læri
nýög mikið af. Tímiim, sem teng-
ist jörðu, er bara jarðbundinn og
er tímaskyn mannsins aðlagað
snúningi sólkerfis okkai-.
Fyrir stuttu dreymdi mig að ég
væri kominn flörutiu ár aftur í
tímann og var ég að útskýra fyrir
fólkinu í draumnum hvaöan ég
væri en fólkið í draumnum trúði
mér ekki svo að ég varð að sýna
því dagatahð á klukkunni minni.
Ég hef aidrei hugsað neitt út í
tímaferðir áður og hef því enga
fordóma eins og margir hafa en
þetta gæti verið hægt í draumum.
Það er greinilega ekki hægt að
sanna eða afsanna þessa hluti en
ég ætla að hvelja alla þá sem eru
aö lesa þetta núna að útiloka ekki,
hafa heldur ekki neinar fastar
skoöanir þegar einhveijum hug-
myndum er haldið á lofti því
fastar skoðanir eru ahtaf leiöin-
legar, ekki síst er maður upp-
götvar að þær hafa verið rangar.
Geymið aht sera okkur er sagt á
bak viö eyrað. Ekki úthoka.
Ingvar Agnarsson skrifar:
Fagurt er útsýni þegar htið er frá
jöröu til himins og stjama á heið-
skíru kvöldi. Hversu heihandi er að
horfa á þessi björtu blys, þar sem þau
sindra í fjölbreyttum litum um gjörv-
aha hveifingu himins. Hér eru
töfraheimar furðulegri en mannleg-
ur hugur getur í raun gert sér aö
fullu grein fyrir.
Enginn er svo stór, að ekki verði
htih gagnvart þessum töfrum,og eng-
inn er svo lítill, að ekki stækki, er
hann finnur lífsstrauma þá, er frá
stjömunum stafa, gagntaka hveija
taug, hveija hræringu lífs og sálar.
Því víst er, að frá lífheimum stjam-
anna berast magnandi orkustraum-
ar, er lyfta í æðra veldi, hverri þeirri
sál, er horfir og hlustar og lætur
hehlast af þeim mjúkamætti er það-
an bylgjast fram um geimdjúpin.
Stöndum úti á kyrm kvöldi, þegar
stjörnur loga sem bjartast og gemm
ráð fyrir að þar séu heimkynni lífs,
sem að mætti og visku standi okkur
mönnum óendanlega miklu ofar. Og
þá hygg ég, að flest getum viö fundið
í raun þessa gleðjandi orkustrauma,
sem ég er að tala hér um.
Þetta er ekki bara ímyndun eða
óskhyggja ein, heldur raunveruieiki,
sem flestir finna og hafa fundið á
öllum tímum, ef slakað er á og
streyta daganna látin víkja fyrir
þeim mætti, sem frá hfheimum
stjarnanna stafar.
Hvernig raðar þú inn í og hann-
ar híbýli þín? Ertu smekkmann-
eskja með bros á vör yfir
góðum árangri, eða finnst þér
þú geta breytt og bætt um bet-
ur? DV leitaði álits hjá sérfróð-
um manni hvað þetta snertir
og leiðir hann lesendur í sann-
leika um ýmis góð ráð sem
gott er að hafa í huga þegar
maður skipuleggur innan-
stokks. Farið verður yfir
samspil húsgagna og lita á
veggjum, gróðurs og annars
sem skiptir máli. Komið hefur
fram að efnis- og litaval hvers
konar og uppröðun húsgagna
er nú orðin frjálslegri en áður
var, svo ekki sé meira sagt.
Nánar i Lifsstil á morgun.
STEINULLARVERKSMIÐJAN H/F
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Steinullarverksmiðjunar hf. verður hald-
inn í Safnahúsinu Sauðárkróki, þriðjudaginn
19. apríl kl. 17.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin
THERMO TRIM!
HVAÐ ER ÞAÐ? II ■-
Thermo Trim er ^ Wýjar perur í IJfe,
djúphitunarmeð-
ferð til hjálpar í
megrun og gegn
cellulite.
Nýjar perur i
Ijósabekkjum
Einnig frábært
gagnvart bólgum,
bakverkjum og
lélegu blóðstreymi.
Nánari
upplýsingar
Sólbaðsstofan
Aestas,
Reykjavikurvegi 60,
sími 651092.
TILBOÐ ÓSKAST:
i eftirtaldar eignir Ræktunarsambands Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu.
1. Verkstæðishús við Nesveg í Stykkishólmi
ásamt tækjum.
2. Skurðgrafa, Atlas 1302, árg. ’83, notuð ca
4500 vinnustundir.
3. Jarðýta, Case 1150 C, árg. 1983.
4. Jarðýta, IH. TD.9B, árg. 1969.
5. Jarðýta, IH. TD.9B, árg. 1968, ógangfær.
6. 2 stk. Rome plógherfi.
Upplýsingar um ástand þessara eigna gefur Jón
Bæringsson, síma 93-81302 á daginn og í síma
93-81265 á kvöldin. Tilboð sendist Guðbjarti Gunn-
arssyni, Hjarðarfelli, 311 Borgarnes, fyrir 22. apríl
næstkomandi. Réttur er áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Stjórn Ræktunarsambands
Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum
fer fram sem hér segir:
Hraunbær 56, 2.t.h., þingl. eigandi
Skúli Sigurðsson, fer fram á eigninni
sjálfri íimmtud. 14. apríl ’88 kl. 16.00.
Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki ís-
lands hf., Tryggingastofiiun ríkisins
og Gjaldheimtan í Reykjavík.
SúðarvogUr 52, þingl. eigandi Jóhann-
es Þ. Jónsson, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtud. 14. apríl ’88 kl. 17.00.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Revkjavík
I Lifsstil á morgun
höldum viö áfram að
kynna þær vörur sem
stórmarkaðir ýmist
flytja inn sjálfir eða
láta pakka fyrir sig. í
biaðinu i dag er sagt
frá eigin innflutningi
Hagkaups og á morg-
un segjum við frá
eigin pökkun Mikla-
garðs.
Allt þetta stuðlar að
lægra vöruverói og
ekki er óliklegt að
stórmarkaóir eigi eftir
aö auka slika starf-
semi.