Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988. Iþróttir • Sandy Lyle frá Skotlandi er komirin í annað sætið á heims- listanum í golfi eflir sigur sinn í bandarísku meistarakeppn- inni, US Masters, um síöustu helgi. Hann komst upp fyrir Severiano Ballesteros og er með 1258 stig. Greg Norraan er efst- ur með 1333 stig en Ballesteros þriðji með 1102. Næstir koma Bemhard Langer með 1024, lan Woosnam með 842 og Curtis Strange 801 stig. • Verona á Ítalíu hefur áfrýj- að úrskurði aganefndar Knatt- spyrnusambands Evrópu, sein fyrir skömmu dæmdi einn leik- manna félagsins, Silvano Fontolan, í eins árs bann. Hann var fundinn sekur um að hafa neytt örvandi lyfja fyrir leik Verona gegn Werder Bremen i Evrópukeppninni fyrr í vetur. Talsmenn Verona segja aö Fon- tolan hafi notað lyf við bronkít- is sem er löglegt á Ítalíu. Félagið var um leið dæmt i 36 þúsund dollara sekt og þeim úrskurði var einnig áfrýjaö. • Steaua og Dinamo frá Búk- arest hafa mikla yfirburði í rúmensku 1. deildinni i knatt- spymu og unnu bæði ömgga útisigra um siðustu helgi. Ste- aua er með 40 stig eftir 21 leik, hefur gert 2 jaíhtefli en unniö 19 sinnum, og Dinamo hefur 40 stig eftir 22 leiki, hefúr unnið 19, gert 2 jafritefli en tapaö einu sinni. f þriðja sæti er Victoria frá Búkarest með 29 stig. • ÖUu fleiri lið eiga mögu- leika á titlinum í Ungverja- landi. Honved er efst eftir 21 umferð með 28 stig, Ujpest Doz- sa er með 27, Tatabanya og Raba ETO 26 og Haladas hefur 25 stig. • Enn tvísýnni er staðan í Júgóslavíu. Eftir 23 umferöir em Velez og Dinamo Zagreb með 29 stig á toppnum, Partizan og Rauöa Stjaman 28 og Sloboda Tuzla er með 27 stig í fimmta sæti. • John Toshack, fyrram mið- heiji Liverpool og velska landsliðsins, hefur framlengt samning sinn við spænska fé- lagið Real Sociedad til ársins 1991. Toschack tók við liðinu áriö 1985 og það er nú í ööra sæti 1. deildar, tíu stigum á eft- ir Real Madrid. • Nasko Sirakov, einn snjall- asti knattspymumaður Búlgar- íu, er genginn til liðs við spænska félagið Real Zaragoza. Sirakov varð þriöji markahæsti knattspyrnumaöur Evrópu sl. vetur er hann skoraði 36 mörk fyrir Vitosha. Hann gerði þriggja ára samning og kaup- verðið er talið um 900 þúsund dollarar. • Alex Czerniatynski, belg- íski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu sem leikur með Standard Liege, sagði í viðtali nýverið við íþróttablaðið Sport 90 að aöeins 3-4 knattspymu- menn í Belgíu hefðu meira en hálfa milijón í mánaðarlaun. Czemiatynski sagöi aö í þeim hópi væru Amór Guðjónhsen og Jan Cuolenmans. • David Fairclough, áður „super sub“ hjá Liverpool, er nú orðinn varamaður hjá Be- veren. Hann vill nú fara frá félaginu og hefur náð munnlegu samkomulagi við forráðamenn enska 2. deildar liðsins Oldham e'n þar er fyrram félagi hans hjá Iáverpool, Phil Neal þjálf- ari. ______DV Heinjsmeistaramótið í goKheimi: Sveit Islands lék vel og hreppti bronsverðlaun lögðu Bandaríkjamenn að velli í úvslvtunum í leik um bronsið Fjórða heimsmeistaramótið í golf- hermi var haldið um helgina á Glen Eagles hótelinu í Skotlandi. Sveit frá íslandi hélt nú í fyrsta skipti utan til þátttöku í mótinu. Síðastliðinn vetur keppti Hannes Eyvindsson sem ein- staklingur í sömu keppni en nú var ákveðið aö senda heila sveit. Hana skipuöu þeir Einar L. Þórisson og Ragnar Olafsson en liðsstjóri var Björgúlfur Lúðvíksson, allir úr GR. Á fóstudag mætti sveitin Argent- ínumönnum en leikin var holu- keppni og gilti betra skor kylfmgs í hvorri sveit. Sigur vannst á Argent- ínumönnum á 21. holu en keppni var geysilega hörö og tvísýn. Léku Arg- entínumenn raunar betur en þeir áttu sjálfir von á. Þannig komust ís- lendingar í átta þjóða úrslit og á laugardagsmorgun mættu þeir V- Þjóðverjum. Voru V-Þjóðverjar lagðir með gífurlegum yfirburðum, 7 og 5, þ.e. íslendingar áttu sjö holur góðar þegar fimm voru eftir. Þannig fór sveit okkar manna í undanúrslit en þar átti hún í höggi við Norðmenn. Sú viðureign var geysilega hörð og að flestra dómi úrslitaleikur mótsins. Þarna töldu enda flestir aö tvær bestu sveitir mótsins væru að reyna með sér. íslendingar leiddu lengst af eða fram að 18. holu. Þar jöfnuðu Norð- menn. 19. holan féll síðan en á 20. holu slógu bæði Ragnar og Einar út af,- Þar með tapaðist leikurinn en Norðmenn fóra í úrslit og mættu þar Finnum. íslendingar mættu hins vegar Bandaríkjamönnum í viðureign um þriðja sætið og fór sá leikur fram í gærmorgim. ísland sigraði 3 og 1 og var sá sigur aldrei í hættu. Norð- menn urðu síðan meistarar en þeir lögðu Finna, 1 og 0. Þá fór fram teighöggskeppni (drive-keppni) þ.e. keppni um hver kyifinganna slægi lengst af teigi. Ragnar Ólafsson sýndi þá mikla yfir- burði og átti 6 lengstu höggin. Hann sló 291 metra, 290 metra, 289 metra, 288 metra tvívegis og loks 287 metra. Næstur honum kom Norðmaður með 286 metra sem var hans langlengsta högg. íslenska sveitin náði betri árangri á heimsmeistaramótinu en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. Vakti sveitin enda gífurlega athygli þar sem ekki var gert ráð fyrir svo sterk- um golfmönnum frá íslandi. Sveitin kemur heim með bronsverðlaun auk verðlauna fyrir mestu högglengd. Margir leika þennan leik - DV ræðir vlð hinn raunverulega njösnara Anderiecht • Stelnar Birgisson. Steinar áfram hjá Runar? „Eins og staðan er í dag eru meiri líkur á að ég verði áfram hér í Nor- egi. Ég átti fund með fofráðamönn- um félagsins í gærkvöldi og þá skýrðust ýmis atriöi en þó eru nokkr- ir þræöir lausir ennþá sem við munum reyna að leysa á fundi síðar í vikunni,“ sagöi Steinar Birgisson, handknattleiksmaður hjá norska fé- laginu Runar, í samtah við DV en félagið vann sér eins um kunnugt er sæti í 1. deild með sigri í 2. deild fyr- ir nokkru. Ef Steinar verður áfram hjá Runar mun hann einungis leika með félag- inu á næsta keppnistímabili en í vetur þjálfaði hann jafnframt hðið. Steinar hefur að undanfórnu aðstoð- að félagið við leit að þjálfara og einnig sterkum línumanni. Steinar sagði einnig við DV að ef góður þjálfari og línumaður fyndist fyrir næsta keppnistímabil væri hann bjartsýnn á gott gengi liðsins í 1. deild en fyrir hjá félaginu væri ágætis mannskapur. -JKS Kristján Bemburg, DV, Belgíu: „Ef Anderlecht kaupir óþekkta leikmenn verða þeir að vera 15-16 ára gamlir - eins og þegar Lokeren náði í Arnór Guðjohnsen á sínum tíma - til að þeir geti skrifað undir samning fyrir 17. afmæhsdaginn og teljist því ekki útlendingar," sagði Martin Lippens, aðalþjálfari And- erlecht, í samtali við DV í tilefni af fregnum um að „yfirnjósnari" félags- ins hefði sýnt mikinn áhuga á Þórsaranum HaUdóri Áskelssyni á dögunum. Lippens gegnir stöðu „yfimjósn- ara“ Anderlecht, fylgist meö þeim leikmönnum sem áhugaveröir þykja fyrir félagið. „Margir leika þann leik að kynna sig sem útsendara frá þekktum félögum, með það að mark- miði að gerast miiliiiðir og hljóta sjálfir prósentur ef samningar tak- ast. Þessir menn eru mjög óæskileg- ir, þeir hirða peninga frá knattspym- unni sem er slæmt mál. Það er miklu betra að borga litlu félagi beint fyrir góðan leikmann, þá haldast fjármun- imir innan knattspyrnuhreyfingar- innar,“ sagði Lippens. Hann sagði ennfremur að nú færu í hönd erfiðir tímar hjá Anderlecht við að senya viö leikmenn, sérstak- lega þá erlendu. „Við megum aðeins nota þrjá hverju sinni og þurfum því að selja a.m.k. einn í vor til þess að geta keypt þekktan erlendan leik- menn eins og við stefnum að,“ sagði Lippens. Svíinn Lindmann, Ástralinn Krncevic og Hoilendingurinn Janss- en teljast útlendingar hjá Anderlecht en Amór og Danimir Frimann og Andersen hafa sömu réttindi og Belg- ar þar sem þeir geröu samninga við belgísk félög áöur en þeir uröu 17 ára. Ljóst er að Lindmann verður skilað heim til Svíþjóðar í vor enda hefur hann lítið náð að sýna. JKGÍlVlKmga.r tryggðu sér i gærkvöldi íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. ÍBK sigraði ÍR í Seljaskóla i gær- kvöldi meö 47 stigum gegn 64 og hér sést fyrirliöi liðsins hampa sigurlaun- unum eftir leikinn. DV-mynd Brynjar Gauti Leikmenn ÍR rændir a eigm heimavelli - um 70 þúsund hurfú úr veskjum leikmanna og þjálfara körfúbottaliðs ÍR „Þetta kom auðvitað flatt upp á okkur og þá kannski ekki síst það að hér vora að öllum líkindum að verki unghngar úr okkar hverfl," sagði einn leikmanna í úrvalsdeild- arliði ÍR í körfuknattleik en nokkrir leikmenn liðsins og þjálf- ari þess, Einar Bollason, lentu í heldur leiðinlegu máli éftir síðari undanúrslitaleikinn í bikarkeppn- inni í íþróttahúsi Seljaskóla á dögunum. Þegar leikmenn ÍR komu til bún- ingsklefa síns aö leik loknum blöstu tóm veskin við nokkrum þeirra. Þjófar höfðu látið greipar sópa og stolið samtals um 70 þús- undum króna. Báru kennsl á þjófana Atburð þennan kærðu ÍR-ingar þegar til Rannsöknarlögreglunnar en nokkrir leikmenn í yngri flokk- um ÍR báru kennsl á pilta sem voru á vappi við búningsklefa ÍR-inga. Nokkrir fílefldir leikmenn IR-liðs- ins hófu þegar leit í hvérfinu að þjófunum en þeir fundust ekki og málið er enn óupplýst. Einar Bolia- son, þjálfari ÍR-inga, mátti sjá á eftir nokkrum tugum þúsunda í hendur þjófanna en aðrir leikmenn misstu minni fjárhæðir. Ef þjófarn- ir hefðu gefið sér betri tíma við verknaðinn heföu þeir að öllum lík- indum getaö náð sér í önnur 70 þúsund þvi sumir sluppu betur en aörir og þar á meðal einn leik- manna ÍR sem var með um 40 þúsund í veskinu. -SK I ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988. 21 íþróttir Dómur fallinn í máli Elíasar Sveinssonar gegn borgarsjóði: Hæstiréttur dæmdi Bíasi eina miilión s Elias Sveinssoilvann á dögunum mál fyrir Hæstarétti gegn Davið Oddssyni borgarstjóra fyrir hönd borgarsjóðs Reykjavikurborgar. Elias slas- aðist er hann rann í bleytu sem myndaðist við leka i þakinu á Baldurshaga og sést hér benda á staðinn þar sem óhappið varð árið 1982. Hæstiréttur dæmdi Elíasi rétt rúma milljón í skaðabætur. DV-mynd Brynjar Gauti „Þetta eru ekki miklar bætur miðað við það tjón sem ég varð fyr- ir en engu að síður var það miög gott aö vinna þetta mál. Þetta er að mörgu leyti prófmál og ég veit um marga íþróttamenn sem orðið hafa fyrir svipuöum áfóllum og ég í þessu tilfelli,“ sagöi Elías Sveins- son frjálsíþróttamaöur en hann hefur nú unnið mál fyrir Hæsta- rétti gegn Davíö Oddssyni borgar- stjóra fyrir hönd borgarsjóðs Reykjavíkur sem hann áfrýjaöi úr héraðsdómi. Rann i bleytu i Baldurshaga Tiidrög þessa máls eru þau aö29. dag nóvembermánaðar árið 1982 var Elías Sveinsson, sem um langt árabil var einn okkar snjallasti frjálsíþróttamaður, við æfingar í Baldurshaga undir stúku Laugar- dalsvallar. Elias var að hlaupa grindahlaup er hann rann til í bleytu sem myndast hafði á gólfmu í salnum og meiddist alvarlega á fæti. „Þetta var grátlegt svo ekki sé meira sagt“ Elías Sveinsson sagði í gær: „Þeg- ar þetta gerðist var.ég búinn aö vinna íslandsmeistaratitilinn í tug- þraut samtals níu sinnum. Val- björn Þorláksson hafði unnið þennan sama titil tiu sinnum og ég ætlaði mér svo sannarlega að slá það met hans og til þess halöi ég aUa burði. Þetta óhapp batt hins vegar snöggan endi á allar þessar áætlanir. Eg dró á eftir mér löppina í heilt ár en hún var lömuö frá hné og niður.“ „Fór í læknismeðferð til Bandaríkjanna“ Elías heldur áfram: „Þegar hér var komið sögu fór ég til Bandaríkj- anna'í læknismeðferð. Ég fór í leysigeislameðferö og varð mun betri í fætinum en þó aUs ekki nægilega góöur. Kostnaðinn viö þessa ferð varð ég að greiða sjálf- ur. Þessi meiðsli há mér ennþá og Uklega næ ég mér aldrei fullkom- lega af þessu.“ Elías fékk rúma milljón Elías tapaði þéssu máU fyrir hér- aðsdómi en áfrýjaði þeim úrsUtum til Hæstaréttar sem dæmdi í mál- inu á dögunum. Elías fær rétt rúma mUljón í sinn vasa en það er um helmingurinn af því sem hann fór fram á. í dómnum segir meðal ann- ars: „Þeir tveir íþróttamenn sem meö áfrýjanda voru þama við æf- ingar kveöast báðir hafa orðið varir við bleytu er þeir komu í sal- inn og annar þeirra, þjálfari hinna tveggja, kveðst hafa þurrkaö upp bleytu af gólfinu. Verður sam- kvæmt þessu að telja að áfrýjandi hafi mátt verða var við bleytu á • gólfinu og hafi honum því borið að sýna sérstaka aðgæsiu við æfingar sínar. Þykir hann ekki hafa sýnt af sér þá aðgát sem af honum mátti krefjast í umrætt sinn og verði þvi að bera tjón sitt að nokkra leyti sjálfur." -SK Bestu golfkonur heims láta bíða eftir sér: Konumarmæta ekkl norður í ár Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þeir hjá stjóm PGA eru búnir að fresta þessu móti um eitt ár þannig að bestu golfkonur heims munu mæta til Akureyrar á næsta ári. Við höfum litlar skýringar fengið hjá PGA vegna þessarar uppákomu en það er staðreynd að þeir hafa tvíselt mótið að þessu sinni og það er greini- legt að vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir,“ sagði Gunnar Sól- nes, formaður Golfklúbbs Akur- eyrar, í samtaU við DV í gærkvöldi. Það verður sem sagt ekkert úr því að bestu golfkonur heims sýni Ustir sínar á JaðarsveUi í sumar eins og tíl stóð. Mótið, sem halda átti á Akureyri, er mót atvinnukvenna í golfi og eitt af mörgum mótum hjá veika kyninu í Evrópu ár hvert. Golfklúbbur Ak- Leikir í kvöld ÍBK og Haukar leika þriðja og síð- asta leik sinn í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í kvöld kl. 20 í Keflavík. Liöin hafa unnið sína viö- ureignina hvort og það lið sem stendur uppi sem sigurvegari í kvöld mætir UMFN eða Val í úrslitaleikj- unum um meistaratitUinn. • KR og Fram mætast í sannjsölluð- um stórleik í Reykjavíkurmótinu í kvöld. Leikið er á gervigrasinu og hefst slagurinn kl. 20.30. ureyrar verður að sjá á eftir þessu mikla móti tíl Skotlands og stjórn GA bíður nú skýringa á öUu saman ásamt afsök- unarbréfi frá PGA. „Við erum með alla pappíra og samninga undirskrifaða en Elísabet Þórðardóttir, DV, Kristiansand- íslendingar unnu glæsUegan sigur á Ungverjum, 5-0, í fyrsta leik 3. deildar Evrópumeistaramótsins í gær. íslenska Uðið var sigurstranglegra fyrirfram en ekki var reiknað með því að sigur ynnist á þennan hátt. • Broddi Kristjánsson mætti Gabor Petrovits í fyrstu viðureign og vann 15-8 Og 15-10. • 'Þórdís Edwald lék næst við CsiUa Forian. Þórdís vann óvæntan sigur, 11-6, 6-11 og 11-9, og það eftir að hafa lent 1-7 undir í síðustu lotunni. • Árni Þór Hallgrímsson og Ármann Þorvaldsson tryggðu íslenskan sigur í leiknum með því að vinna Csaga Kiss og Voros 18-13 og 15-8. • Óvæntustu úrslitin urðu í tvíliðaleik kvenna þar sem Elísabet Þóröardóttir og Inga Kjartansdóttir sigruðu Juska Fejes ég reikna ekki með því að við fórum að gera fjárkröfur vegna þessarar niður- stöðu. Viö fáum þetta mót á næsta ári, fyrir því höfum við 100% tryggingu,“ sagði Gunnar Sólnes. -SK og Wigh 15-8, 8-15 og 15-10. • Broddi og Þórdís innsigluðu síöan sig- ur íslendinga með því aö vinna Nagy og Dovalovszki í lokaleiknum. Þau höfðu lagt sömu mótherja að veUi í einstakUngs- keppninni á sunnudag. Þau unnu fyrstu lotu 16-18. En Broddi og Þórdís snera blað- inu viö og unnu hinar 15-12 og 15-3. • Þórdís Edwald hefur 'nú keppt átta sinnum á Evrópumeistaramótinu sl. tvo daga og sigrað í öll skiptifi. Eins og fram kom i DV í gær vann hún alla leiki sína í fyrstu umferðum einstaklingskeppninn- ar á sunnudag og þau Broddi eru einnig komin í aðalkeppnina í tvenndarleik. Þriöja Uðið í riölinum er þaö norska en íslendingar mæta því í dag. SigurUöið í riðlinum mætir Tékkum eða Finnum í úrslitaleik 3. deUdar og þeir sem vinna deildina leika aukaleik við botnlið 2. deild- ar um sæti í henni. • Halldór Áskelsson sést hér i leik meó Þór gegn Lokeren. Úrslit kosn- ingarinnar á Akureyri koma engum á óvart. DV-mynd Marc de Waele Halldór Askels íþróttamaður Akureyrar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: HaUdór Áskelsson, knattspyrnu- maður úr Þór, hefur verið kjörinn íþróttamaöur Akureyrar árið 1987. Kjör HaUdórs þarf ekki að koma neinum á óvart, hann átti geysUega gott keppnistímabil á síðasta ári og var jafnbesti leikmaður Þórs. í kjörinu fékk Halldór 169 stig. Guðrún H. Kristjánsdóttir skíða- drottning kóm í næsta sæti með 135 stig, Hans Rúnar Snorrason júdó- maður í 3. sæti með 116 stig, ErUngur Kristjánsson, knattspyrnu- og hand- knattleiksmaður úr KA, fékk 92 stig í 4. sæti og í 5. sæti varð Svavar Þór Guðmundsson, sundmaður úr Óðni. I IR 1 5. flokkl, sem varð um sfðustu helgi | íslandsmeistari i körfuknattleik, ásamt þjálfara sinum, Birni Leóssyni. DV-mynd Brynjar Gaut Stórsigur íslands gegn Ungverjalandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.