Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Qupperneq 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Pearlie tannfarðinn gefur aflituðum
tönnum, fyllingum og gervitönnum
náttúrulega og hvíta áferð. Notað af
sýningarfólki og fyrirsætum. KRIST-
ÍN - innflutningsverslun, póstkröfu-
sími 611659. Sjálfvirkur símsvari tekur
við pöntunum allan sólarhringinn.
Box 127, 172 Seltjarnarnes. Verð kr.
490.
■ Bílar tíl sölu
Toyota Tercel 4x4 '87 til sölu, ekinn
24 þús., sem nýr. Uppl. í síma 41775
eftir kl. 17.
Mazda 323 GT 16i ’87 til sölu, ekinn
20 þús. km. Uppl. í síma 78420 e.kl. 17.
Honda Accord 4wALB EX 2.0i, ’86, til
sölu. Bíllinn er með sóllúgu, 5 gíra og
ALB bremsukerfi, ekinn 22.000 km.
Uppl. í síma 19184.
Blazer S-10 ’83. Til sölu glæsilegasti
Blazer landsins, allur modelsmíðaður,
skipti á ódýrari pickup eða sendibíl.
Uppl. í síma 667363.
Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9,
býður þér mikið úrval af garni í barna-
og fullorðins peysur á mjög góðu
verði. Ókeypis uppskriftir fylgja.
Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9, sími
621530. Póstsendum.
Hröðum akstri fylgin
örygglsleysi, orkusóun
og streHa. Ertu sammála?
UMFHCWR
rad
■ TUsölu
Glæsilegir, rúmgóðir barnavagnar á
mjög góðu verði. Kerrur, stólar,
göngugrindur, leikgrindur, rimlarúm,
baðborð o.fl. Allir velkomnir. Dverga-
steinn, heildverslun, Skipholti 9, 2.
hæð, sími 22420.
■ Bátar
Þessi bátur er til sölu, 9,5 tonn, ný-
smíði, enskur, 115 ha. Ford, spildæla,
alternator, grunninnréttingar, stýri,
stammi o.fl. Skipasalan Bátar og bún-
aður, sími 622554 og hs. 72596.
■ Verslun
" Vanish-undrasápan. Ótrúlegt en satt.
Tekur burtu óhreinindi og bletti sem
hvers kyns þvottaefni og sápur eða
blettaeyðar ráða ekki við. Fáein
dæmi: Olíur, blóð-, gras-, fitu-, lím-,
gosdrykkja-, kaffi-, vín-, te-, eggja-
bletti, snyrtivörubletti, bírópenna,
tússpennablek og fjölmargt fleira.
Nothæft alls staðar, t.d. á fatnað, gólf,
teppi, málaða veggi, gler, bólstruð
húsgögn, bílinn, utan sem innan, o.fl.
Úrvals handsápa, algerlega óskaðleg
hörundinu. Notið einungis kalt eða
volgt vatn. Nú einnig í fljótandi formi.
Fæst í flestum matvöruverslunum um
land allt. Heildsölubirgðir. Logaland,
heildverslun, sími 1-28-04.
Benz 190 E ’86 til söluýekinn 44.000
km, sjálfsk., sportfelgur, litað gler,
topplúga o.fl. Úppl. í síma 42120 og
eftir kl. 19 í s. 40920.'
Honda Fourtrax 250 til sölu, lítið ekið
hjól. Uppl. í síma 93-11795 eða 93-
12830.
Peugeot 205 GTI ’84 til sölu, hvítur,
ekinn 51 þús. km, 18 þús km á vél,
glæsivagn, verð 510 þús. Uppl. í síma
685273 næstu daga.
Áttu: vasadiskó, ferðakassettutæki,
fjarstýrðan bíl eða annað tæki fyrir
rafhlöður sem þú notar mikið? Ef svo
er þá eru Sanyo-cadnica rafhlöðumar
og hleðslutækið fyrir þig.
• GunnarÁsgeirsson hf., Suðurlands-
braut 16, sími 691600.
■ Ymislegt
Frábært úrval at sokkabeltum, nælon-
sokkum, sokkaböndum, corselettum,
sexí nær- og náttfatnaði, margs kon-
ar, fyrir dömur og herra. Sjón er sögu
ríkari. Sendum í ómerktum póstkröf-
um. Rómeó og Júlía.
Vörurnar frá okkur eru lausn á t.d.
spennu, deyfð, tilbreytingarleysi,
einmanaleika, framhjáhaldi, hættu-
legum sjúkdómum o.m.fl. Leitaðu
uppl. Opið frá kl. 10-18 mán.-föstud.,
10-16 laugard. Erum í húsi nr. 3
v/Hallærisplan, 3. hæð, sími 14448.
Smókingaleiga. Höfum til leigu allar
stærðir smókinga við öll tækifæri,
skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna-
laugin, Nóatúni 17, sími 16199.
■ Þjónusta
Ertu með lélegar neglur? Nagarðu en
langar til að safna? Eða langar þig
að breyta til? Ný tegund af gervinögl-
um sem gera þér kleift að safna þínum,
styrking á eigin nöglum. Viðgerðir Og
ATH! nýtt efni sem hentar vel karl-
mönnum sem vilja hætta að naga.
Mikið úrval af naglasnyrtivörum.
UPP Á TÍU FINGUR, naglasnyrti-
stofa, sólbaðstofunni Nóatúni 17. Sími
21116.
Vélaleiga Arnars. Tökum að okkur alla
almenna jarðvinnu, gerum föst verð-
tilboð, erum með vörubíl. Uppl. í síma
46419, 985-27674 og 985-27673.
dPtM
Fæst
á öUum
blað-
sölustöðum
Fréttir
Astandið í miðbænum:
yyAtti rúður á lager“
- segir Garðar Sigurgeirsson kaupmaður
„Þetta hefur batnað mikiö í vetur.
Áður þurfti ég að eiga rúður á lager.
Það fór ein eða tvær rúður um hverja
helgi. En ástandið er aUt annað núna.
Maður varð að lifa með þessu,“ sagði
Garðar Sigurgeirsson, kaupmaður í
Herragarðinum í Aðalstræti, þegar
hann var spurður um hvort breyting
hefði orðið á ólátum unglinga í mið-
bæ Reykjavíkur um helgar.
Magnús Einarsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn sagði að erfitt væri að
dæma um hvort breyting hefði orðið
á. Um síðustu helgi hefði ein rúða í
miðbænum verið brotin. Magnús
sagðist vilja spyija hvar foreldrar
unglinganna væru um helgar og
hvort þeim hefði aldrei dottið í hug
að fara niður í miðbæ og sjá þetta
með eigin augum. Magnús sagðist
eins vilja spyija hvar kirkjan,
íþróttafélögin, skólarnir með dans-
æfmgarnar og félagsmisðtöðvamar
væru á þessum tíma. Hvort ekki
mætti finna hollari tómstundaiðkun
handa unghngunum. Hann sagðist
eiga erfitt meö að sætta sig við að
unglingarnir hefðu ekkert annað við
að vera en hópast í miðbæinn.
Borgari, sem leið átti um miðbæinn
aðfaranótt laugardagsins, sagðist
aldrei hafa getað ímyndað sér það
sem hann varð vitni að. Glerbrot og
rasl um allt og misdrukknir ungling-
ar ráfandi stefnulausir um.
Garðar Sigurgeirsson kaupmaður
segist telja að skemmdarfýsnin sé
ekki eins áberandi nú og áður. Hann
sagðist ekkert sjá að því þó ungling-
arnir hópuðust saman í miðbænum
meðan þeir væru ekki skemmandi
eigur fólks. -sme
Veiðimaður vippar 5 punda fiski á land í Fossálunum fyrsta dag veiði-
tímans og hann tók spún. OV mynd Gunnar.
Fjör í sjóbirtingsveiðinni
Boltafískur slapp í
Fossálunum og einn
12 punda náðist
Sjóbirtingsveiðin hefur farið
óvenjulega vel af stað og veiðimenn
hafa verið að fá mest um hundrað
fiska. í Fossálunum veiddist núna
um helgina 12 punda fiskur og er það
stærsti fiskurinn sem veiðst hefur
núna það sem af er. „Þetta hefur
gengið mjög vel það sem af er og
ætli það séu ekki komnir um 500 fisk-
ar úr læknúm," sagði Þorlákur
Kolbeinsson á Þurá í gærdag, er við
spurðum um Þorleifslækinn, Varmá.
„Haukur Haraldsson var hérna í
gærdag og veiddi stutt, fékk 10 fiska,
þessi veiðitúr þeirra í byrjun apríl
er sá besti í 30-40 ár, mjög gott. Það
er veitt á 6 stangir og líklega er
stærsti fiskurinn, sem kominn er á
land, um 4 pund.“
„Við fengum 25 fiska á eina stöng
og sá stærsti var 12 pund, hann tók
spún,“ sagði Hahgrímur Marinós-
son, en hann var að veiða í Fossálun-
um á sunnudag og mánudag.
„Spúnninn gaf best, svo sandsílið og
flugan. Ég lenti í miklu stærri fiski
en þessum 12 punda, en hann sleit
Ununa með látum, ég var með 17
punda Unu, en það dugði ekki,“ sagði
HaUgrímur.
Vatnamótin og Geirlandsáin hafa
gefið ágætlega, en dagaskipti era í
veiðinni og spilar veðrið þar inn í. Á
sunnudaginn fréttum við að komið
hefðu 23 fiskar á land í Vatnamótun-
um.
„Þetta var spennandi viðureign og
fiskarnir þrír tóku flugu á urriða-
svæðinu, skemmtilegir fiskar, sá
stærsti var 8 punda,“ sagði veiðimað-
ur, sem renndi dagsstund í Rangárn-
ar á mánudaginn. „Við sáum væna
fiska bylta/sér í vatnsskorpunni, en
þeir fengust ekki tU að taka almenni-
lega,“ sagði veiðimaðurinn úr
Rangánum.
Dagurinn í vorveiðinni í Rangán-
um er seldur á 1400.
-G.Bender
Breytingartillaga gegn bjómum:
Gjaldtaka tií safna
Breytingartillaga á bjórfrumvarp-
inu hefur verið lögð fram á Alþingi
og standa að henni einn bjórand-
stæðingur og þrír stuðningsmenn
bjórsins, Sverrir Hermannsson,
Guðmundur G. Þórarinsson, Guðrún
Helgadóttir og Kjartan Jóhannsson.
Þessi mótleikur setur afgreiðslu
málsins í óvissu en þeir stuðnings-
menn bjórsins, sem rætt var við,
töldu þó að tillagan mundi ekki koma
í veg fyrir afgreiðslu málsins.
Bjórinn verður á dagskrá Alþingis
í dag og verður þá breytingartiUagan
rædd í leiðinni. Það er algengt að
breytingartUlögur komi við mál eftir
2. umræðu því þá er litið svo a að
vilji deUdarinnar sé kominn fram.
Búast má við annarri breytingartil-
lögu í efri deild -og ef hún verður
samþykkt kostar það aftur umræðu
í neðri deild.
í breytingartíllögunni er gert ráð
fyrir að af hverri sölueiningu áfengs,
sem er 33 sentíUtrar, skuli greiða
fimm krónur í sérstakan safnasjóð
og hlutfallslega af öli seldu í öðrum
einingum. Gert er ráö fyrir að gjald
þetta haldi fuUu verðgUdi og leiðrétt-
ist ársíjórðungslega en safnasjóður-
inn skal hafa að hlutverki vöxt og
viðgang safna í landinu. -SMJ