Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988: Utlönd Iranar heita frekari hefhd- um fyvir aðgerðimar Ólafur Amaison, DV, New York Átökin milli bandaríska flotans og írana á Persaílóa í gær voru þau hörðustu sem orðið hafa milli ríkj- anna tveggja. Átökin stóðu í hartnær níu klukkustundir og þegar upp var staðið voru tveir íranskir oÚubor- pallar ónýtir, tvær íranskar freigátur stórlaskaöar, einn íranskur fall- byssubátur sokkinn og allt að þremur írönskum hraðbátum, sem notaðir eru til að skjóta eldflaugum á skip og flugvélar, hafði verið sökkt. Ekki var vitaö um manntjón hjá írönum. Atburðarásin var í grófum dráttum þessi. Klukkan 20.30 í fyrrakvöld að bandarískum tíma tók Reagan forseti ákvörðun um að eyðileggja tvo olíu- borpalla, Sirri og Sassan. Banda- ríkjamenn segja að á olíuborpöllun- um hafi verið radarstöðvar sem notaðar hafi veriö til að aðstoða írani viö árásir á skip. Klukkan 21 gerði forsetinn leið- togum beggja flokka í bandaríska þinginu grein fyrir fyrirætlunum sínum. Milli klukkan 1 og 1.30 í fyrrinótt hófust árásir Bandaríkjamanna á ol- íuborpallana. Starfsmenn á pöllun- um voru varaðir við og beðnir um að forða sér. Annar pallurinn var eyðilagður með skotárás en sjóliðar komu fyrir sprengiefni á hinum og var það síðan sprengt. Meðan á þess- um aðgerðum stóð gerði íranskur fallbyssubátur sig líklegan til að leggia til atlögu við bandarísku skip- in. Er hann sinnti ekki aðvörunum var honum sökkt. Eftir þessa fyrstu lotu gerðu íranir árás á breskt olíuflutningaskip og þurftu skipverjar að yfirgefa skipið. Einnig gerðu íranir árás á olíu- vinnslusvæði við Persaflóa sem þeir telja að Bandaríkjamenn stjórni. Klukkan 8.30 í gærmorgun gerðu bandarískar herþotur og bandarísk freigáta árás á íranska freigátu, eftir að hún hafði skotið á þoturnar, og stóriöskuðu freigátuna. Laust fyrir klukkan 9.30 skaut önnur írönsk frei- gáta á bandaríska freigátu og var því svarað með sprengjuárás sem stór- laskaöi freigátuna. Aö þessu búnu linnti átökum ehda komið fram í myrkur við Persaflóa. I gærkvöldi leituðu Bandaríkja- menn að herþyrlu sem þeir segja að hafi verið á reglubundnu eftirlits- flugi yfir Persaflóa er hún hvarf og Iranar reyna aö slökkva eldinn á öórum olíuborpallanna sem Bandaríkjamenn gerðu árás á í fyrrinótt á Persaflóa. Simamynd Reuter Átökin hófust þegar Bandaríkjamenn gerðu árásir á borturna írana við Sirri og Sassan og til átaka milli bandaríska flotans og írana kom meðal annars á Hormuz-sundi. ekkert bendir til þess að hún hafi lent í bardaga. íranar segjast hins vegar hafa skotið niður bandaríska herþyrlu. íranar hafa heitið því aö hefna þessara hemaðaraðgerða Banda- ríkjamanna og sendiherra íráns hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir í gærmorgun að það væru engin tak- mörk fyrir því hvemig sú hefnd gæti orðið. I gær var talað um það hér vestra að öryggi gíslanna í farþega- þotunni frá Kúwait, sem nú hefur verið á valdi flugræningja í tvær vik- ur, gæti verið í töluverðri hættu. Flugræningjamir eru sem kunnugt er taldir mjög hliðhollir stjórn Kho- meinis erkiklerks. Frekar eiga menn hér þó von á að íranar muni fremja hermdarverk gegn bandarískum rík- isborgurum og fyrirtækjum. Banda- rísk stjómvöld vömðu írana í gær við því að hvers kyns hermdarverk- um gegn Bandaríkjamönnum, hvar sem er í heiminum, yrði svaraö af hörku. Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerðir bandaríska flotans á Persaflóa hefðu verið hlutfallslegt svar við árásum írana á skip á al- þjóðasiglingaleið. í gærkvöldi sagði Frank Carlucci, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, að Banda- ríkjamenn álitu þessum átökum þar með lokið nema að íranar héldu áfram ófriði. Það kom mjög á óvart að íranar skyldu svara árásum Bandaríkja- manna á olíuborpallana af einís mikilli hörku og raun bar vitni. Er talið að þessi hörðu viðbrögð írana hafi að vissu leyti komið bandaríska flotanum í opna skjöldu. Bandaríkja- menn hafa áöur gert árásir á írönsk •mannvirki og hingað til hafa íranar haldið að sér höndum á meðan á ár- ásum hefur staðið. í þetta skipti börðust þeir af vanbúnaði gegn vel búnum flota Bandaríkjanna. Afleið- ingin varð sú að tvær af sex eða sjö freigátum írana eru óvígar og úr leik um langan tíma. Mönnum hér vestra gengur erfiðlega að skilja þá ákvörð- un Irana að reyna að etja kappi við bandaríska flotann nema þá að til- gangurinn hafi verið sá að þjappa írönsku þjóðinni saman í baráttunni við bandaríska óvininn. Nær einróma stuðningur Ólafur Amaison, DV, New York; Ákvörðun Reagans Bandaríkjafor- seta um að eyðileggja tvo íranska olíuborpalla í hefndarskyni fyrir að bandaríska freigátan Samuei B. Ro- berts sigldi á íranskt tundurdufl í síðustu viku hefur hlotið nær ein- róma stuðning í Bandaríkjunum. Leiðtogar bæði demókrata og repú- blikana í bandaríska þinginu lýstu því yfir í gær að þeir teldu forsetann hafa gert rétt og nauðsvnlegt væri að Bandaríkin geröu allt sem í þeirra vaidi stæði til að stöðva hemaðarað- gerðir írana á alþjóðasiglingaleiðinni á Persaflóa. Sam Nunn, demókrati frá Georgiu, sem er foríhaður vamarmálanefndar bandarísku öldungadeildarinnar, lýsti því yfir að hann styddi ákvörð- un forsetans af alhug. Þessi stuðn- ingsyfirlýsing Nunns er talin mikilvæg fyrir Reagan þar sem Nunn er mjög virtur og talinn vera mesti sérfræðingur bandaríska þingsins á svið vamarmála. ‘ Richard Nixon, fyrrum Banda- ríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann teldi Reagan hafa gert hárrétt. Nixon sagðist hins vegar telja að því ófriðarástandi, sem nú ríkir viö Persaflóa, muni ekki linna fyrr en Bandaríkin fái Sovétríkin til u3 hætta að leika tveimur skjöldum í þessum heimshluta. Nixon sagði það nauðsynlegt fyrir frið á þessu svæði að Sovétríkin hættu að styðja írana og íraka sitt á hvaö og tækju saman höndum við Bandaríkin um aö beita írana þrýstingi til aö þeir hlíti samþykktum Sameinuðu þjóð- anna. Forsetaframbjóðendur demókrata vom ekki sammála í afstöðu sinni gagnvart aðgerðum bandariska flot- ans. Albert Gore lýsti því yfir að hann teldi Bandaríkin hafa fullan rétt á að grípa til svona aðgerða tii að vemda hagsmuni sína. Michael Dukakis vildi enga skoðun hafa á málinu og sagðist ekki hafa fengið nægar upplýsingar til að mynda sér afstöðu. Jesse Jackson var fullur efa- semda um réttmæti aðgerða banda- ríska flotans og á honum var helst að heyra að honum þætti það mátu- legt á Reagan að íranir skyldu hafa svarað af hörku. Jackson sagði að íranir heíðu sjálfsagt notað vopn sem Reagan og Bush hefðu selt þeim á ólöglegan hátt til að skjóta á banda- rísk skip og flugvélar í gær. Samkvæmt óformiegri skoðana- könnun CNN-sjónvarpsstöðvarinn- ar, sem gerð var í gærkvöldi, styðja 93 prósent Bandaríkjamanna aðgerð- ir flotans. Þessi skoðanakönnun var þó ákaflega óvísindaleg því hlustend- ur hringdu inn afstöðu sína. Jackson með gott veganesti Ólafur Amarson, DV, New York; í dag fara fram forkosningar í New York-ríki. Flest bendir til að Michael Dukakis fari með sigur af hólmi hjá demókrötum en talið er að mjótt geti orðið á mununum hjá honum og Jesse Jackson. Jackson hlaut gott veganesti fyrir kosningarnar í dag er hann sigraði með yfirburðum í forkosningum í Delaware sem fram fóru í gær. Hlaut Jackson 45 prósent atkvæða, Dukakis 27 prósent og Albert Gore 2 prósent. Delaware er hins vegar mjög fámennt ríki sem skiptir ekki miklu máli í kosningabaráttunni. Frambjóðendurnir lögðu í gær lokahönd á undirbúninginn fyrir kjördag og létu sig hafa það að standa á götuhornum og heilsa veg- farendum þó ekki væru veðurguð- irnir þeim hliðhollir. Það helli- rigndi. Michael Dukakis hafði sér til að- stoðar frænku sína, Olympiu Dukakis, sem á dögunum hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Moonstruck. Albert Gore var heldur ekki einn á ferð því að í fylgd með honum var Ed Koch, hinn orðhvati borgar- stjóri New York-borgar. Jesse Jackson var sá eini þeirra að af neinni stórstjörnu í sínu þremenninganna sem ekki gat stát- fylgdarliði. Michael Dukakis hafði sér til aöstoöar frænku sína og óskarsverölauna- hafa, Olympiu Dukakis, er hann biólaði til New York-búa i gær. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.