Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Paul Newman hefur alla tíð langað tíi að starfa aftur með vini sínum Robert Red- ford í kvikmynd. Þeir þóttu stórkostlegir saman í sígildu myndinni „Sting“ og hafa menn saknað þess að fá þá ekki saman í kvikmynd síðan. Þeir eru nú að velta fyrir sér að leika saman í kvikmynd sem byggð er á söng- leiknum „Phantom of the Opera“. Báðir hafa þeir þótt með myndar- legri leikurum á hvíta tjaldinu, og því spennandi aö sjá hvor þeirra muni leika drauginn af- skræmda. Rob Lowe leikarinn saétí sem sló í gegn í myndinni „Youngblood" er sífellt að breyta um útlit. Hann var lengi fúlskeggjaður og með kringlótt prófessorsgleraugu, en hefur nú hætt við þá ímynd. Nýjasta útht hans er stífgreitt brilljantín hár og engin gleraugu að þessu sinni. Líklegt er talið að brilljantín- greiðslan hjá karlmönnum komist í tísku aftur á þessu ári. Rock Hudson sem lést úr alnæmi fyrir nokkru var á samningi hjá Uni- versal kvikmyndaverinu þegar hann lést. Nú ætlar sama fyrir- tæki að búa til sjónvarpsþætti sem byggðir veröa á lifi hans, og mun ekkert verða dregiö undan. Rock lét skrá endurminningar sínar á dánarbeði og upplýsti þar meðal annars að hann væri hommi. Jj Hjónin Dave Stewart og Siobhan Fahey sjást hér með afkvæmi sitt, soninn Samúel, en til hægri við þau er Jerry Hall, eiginkona Micks Jagger. Nýr og betri maður Það þótti tíðindum sæta þegar einn af villtari sveinum tónlistarheims- ins, Dave Stewart úr Eurythmics dúettnum, gekk í hjónaband. Hann kvæntíst annarri þekktri popp- stjömu sem var heldur ekki af rólegra taginu. Siobhan Fahey heitir hún og er liðsmaður úr Bananarama stúlknahljómsveitinni. Dave var þekktur fyrir sukksamt lífemi og því vom menn þegar fyrir hjónabandið famir að efast um að þaö gengi. En þau eignuðust dreng saman fyrir þremur mánuðum og eftir það vill Dave hvergi annars staðar vera en við bamagæslustörf. Við fæðingu bamsins urðu Dave og Siobhan strax áhyggjufull um að Los Angeles-borg væri ekki heppileg sem uppeldisstaður fyrir lítíð barn. Þess vegna var drifið í búferlaflutn- ingum til lítils bæjar um klukku- stundar akstur frá borginni. Annie Lennox, hinn helmingurinn af Eurithmics dúettnum, bjó í París áður en Dave og Siobhan eignuðust krakkann. Hún hefur neyðst til að flytja þaðan og til Los Angeles til þess að þau geti haldið tónsmíðum áfram því Dave Stewart vill ekki lengm- feröast langar leiðir frá htla stráknum sínum til þess að sinna tónlistinni. Menn geta greinilega breyst við aö verða feður. Leikendur hvíslari og leikstjóri. Efri röö frá vinstri; Rögnvaldur Guðmunds- son, Elfn Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson og Sigurður Bjarki Guöbjartsson. Fremri röö frá vinstri; Þóra Hallsdóttir hvísl- ari, Petrína Sigurðardóttir, Oktavía Stefánsdóttir leikstjóri, Soffía Hauksdóttir og Jarþrúður Ólafsdóttir. DV-myndir Sigurjón Sig. Siguxjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði; Leikfélag Bolungarvíkur fram- sýndi 8. apríl síðastiiðinn sakamála- gamanleikinn Slettirekuna eftir Jack Popplewell í leikstjóm Oktavíu Stef- ánsdóttur. Þann sama dag var afmælisdagur félagsins, en það er 20 ára um þessar mundir. Fmmsýningin tókst með miklum ágætum. FélagsheimihBolungarvík- ur var þétt setið og var leikendum og leikstjóra klappað mikið lof í lófa í lok sýningarinnar. Allir leikend- umir skfiuðu sínu hlutverki vel, en þó bar mest á aðalleikaranum Jar- þrúði Ólafsdóttur, enda hlutverkið buröarás verksins. Leikfélag Bolungarvíkur mun sýna verkið víðar á Vestfiörðum á næst- unni. Gunnar Sigurðsson og Jarþrúður Ólafsdóttir í lokakafla verksins. Slettirekan sýnd í Bolungarvík Aö loklnni skófiustungunni flutti Davið Oddsson, borgarstjóri Reykjavfkur- borgar, ávarp. DV-myndir GVA Fyrsta skóflustung- an að nýju ráðhúsi við Tjömina Fyrir skömmu var tekin fyrsta skóflustungan að nýju ráðhúsi við Tjömina að viðstöddu fiölmenni. Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykja- víkurborgar, tók skóflustunguna, og fluttí síðan ávarp við það tækifæri. Einn íbúa Tjamargötu tók sig til og settí hátalara út í glugga og spfiaði jarðarfarartónlist eftír Chopin, en eins og kunnugt er þá era ekki allir aðilar sáttír við byggingu ráöhúss á þessum stað. Davíð báuð síðan borgarráðs- mönnum til móttöku í, eins og borgarstjóri sagöi, húsi sem borgin hefur haft á leigu tfi langs tíma í Pósthússtrætí. Ljósmyndari DV var viðstaddur og tók nokkrar myndir. Glösum lyft í tilefni þess að framkvæmdir við nýtt ráðhús viö Tjörnina eru hafnar. í forgrunni eru Jón Tómasson borgarlögmaður og Davið Oddsson, bakatil má þekkja meðal annars Hilmar Guðlaugsson, formann bygginga- nefndar Reykjavíkurborgar og Magnús L. Sveinsson, forseta borgarstjórnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.