Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Page 30
- 30
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988.
Jarðarfarir
Hildur Geirfinnsdóttir, sem lést 4.
apríl, hefur verið jörðuð í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Lilja Vikar Finnbogadóttir frá Galta-
læk, Starmýri 8, Reykjavík, verður
>• jarðsungin frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 20. apríl kl. 13.30.
Alfreð Elíasson, veröur jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík mið-
vikudaginn 20. apríl kl. 15.
Ágústina Sigurðardóttir, Stangar-
holti 12, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 20.
apríl kl. 10.30.
Sóley Jónsdóttir, Tonderbindervej 4,
Kaupmannahöfn, verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
20,'apríl kl. 15.
Þórarinn Sigurðsson, Kópavogs-
braut 5, verður jarðsunginn frá
”■* Kópávogskirkju, miðvikudaginn 20.
apríl ki. 13.30.
Helgi Bjarnason, Selbrekku 10, er
látinn. Utförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.30.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, þriðju-
dag. Kl. 14:00 félagsvist, kl. 17 söngæfing.
Ungmennafélag Biskups-
tungna áttrætt
Afinælishátíð verður í Aratungu á sum-
ardaginn fyrsta, 21. apríl nk. Þar verður
rifiað upp ýmislegt frá félagsstarfinu á
fyrri árum og eitthvað fleira gert gestum
til fróðleiks og skemmtunar. Um kvöldið,
kl. 20 verður dansleikur fyrir sveitunga
yngri en 12 ára í Aratungu og þar verður
boðiö upp á veitingar við þeirra hæfi.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Um þessar mundir á Borgarbókasafn
Reykjavíkur 65 ára afmæli. í tilefni af-
mælisins hefur verið ákveðiö að bæta
nýjum þætti við þjónustu safnsins og
hefja útlán á geisladiskum í Borgarbóka-
safni í Gerðubergi, hefjast þau á afmælis-
daginn 19. apríl. Ennfremur verður
sektarlaus vika í öllum útlánadefidum
safnsins í tfiefni afmælisins dagana
19.-26. apríl.
Árshátíð Grikklandsvina
Grikkiandsvinafélagið Hellas efnir til
aðalfundar og árshátíðar síðasta vetrar-
dag, miðvikudaginn 20. apríl. Aðalfund-
urinn verður haidinn í Geirsbúð við
hliðina á Naustinu og hefst kl. Í9.30: Strax
að aðalfundi loknum eða kl. 20.30 hefst
síðan árshátíðin í sjálfu Naustinu. Þar
verður snæddur grískur matur og hiýtt
á söngva á grísku og íslensku. Ræðumað-
ur kvöldsins verður Thor Vilhjálmsson
rithöfundur sem verður nýsnúinn heim
úr langri utanlandsreisu. Mánudaginn
25. apríl verður efnt til fyrstu grisku kvik-
myndaviku á íslandi í Regnboganum við
Hverfisgötu.
Soroptimistasamtökin styrkja
hús Rauða krossins
Sunnudaginn 20 mars sl. héldu Soroptim-
istasamtökin tjölskylduskemmtun í
Broadway til styrktar starfsemi RK-
hússins að Tjarnargötu 35 en það er neyð-
arathvarf fyrir börn og unglinga.
Mánudaginn 29. mars síðastliðinn af-
hentu Soroptimistaklúbbarnir síðan
ágóðann af skemmtuninni, kr. 251.000,
formanni stjómar RK-hússins.
Heilsulínan hf. flutt.
Fyrir nokkru keypti' Heilsulínan hf„
Laugavegi 28, fyrirtækið Hárræktina sf„
Hverfisgötu 50. Heilsulínan var sérversl-
un með lifrænar snyrtivörur og vítamín.
Hárræktin starfrækti hárrækt. Eftír
kaupin var starfsemin sameinuð undir
nafni Heilsulínunnar. Nú hefur heilsu-
línan flutt alla starfsemi í myndarlegt
húsnæði að Laugavegi 92, porti
Stjörnubíós.
Antikmunir fluttir á Hverfis-
götu
Verslunin Antikmunir er flutt að Grettis-
götu 16 1 stórt og rúmgott húsnæði. Á
boðstólum eru antik sófasett, borðstofu-
húsgögn, bókahillur, skrifborð, speglar,
málverk, klukkur, silfur, ljósakrónur,
postulín og margt flei^a. Eigandi verslun-
arinnar er Magnea Bergmann. Verslunin
er opin frá kl. 12 til 18, fóstudaga til kl.
19. Síminn er 24544.
Raðsamkomur í Krossinum
Á sumardaginn fyrsta kl. 20:30 hefjast
raðsamkomur í Krossinum , Auðbrekku
2, Kópavogi. Samkomumar verða á fóstu-
dags- og laugardagkvöld á sama tíma, og
á sunnudaginn kl. 16:30. Ýmsir einsöngv-
arar koma fram og hljómsveitin Júda
mun leika á laugardagskvöld. Samkomur
þessar verða í beinni útsendingu á út-
varpsstöðinni Alfa FM 102,9.
Stórstúka íslands
efnir til skáldsagnakeppni í tilefni af 90
ára afmæli æskunnar, verðlaun verða
kr. 200.000 að viðbættum venjulegum rit-
launum. handritum skal skila á skrif-
stofu stórstúku íslands, Eiríksgötu 5 101
Reykjavík, merktum dulnefni, fyrir 1.
júni næstkomandi. Áskilinn er réttur tfi
að taka hvaða handriti sem er eða hafna
öllum, ef dómnenfnd telur ekkert hand-
rit verðlaunahæft.
Uppskeruhátíð Framara
Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar
Fram verður haldin í félagsheimfii Fram
fimmtudaginn 21. apríl nk. kl.15.00, verð-
launaafhendingar, kaffiveitingar.
Tímarit
Gangleri
er kominn út, fyrra hefti 62. árgangs. Það
flytur greina um andleg og heimspekfieg
mál. Alis eru 13 greinar í heftinu auk
smáefnis.
Happdrætti
Ferðahappdrætti handknatt-
leiksdeildar Vals
Dregið hefur verið í ferðahappdrætti
handknattleiksdeildar Vals. Vinningar
féllu þannig. 1. Ferð til Mílanó nr. 784,
2. Ferð til Zúrich nr. 395,3. ferð til Amst-
erdam nr. 70, 4. ferð til Amsterdam nr.
240,5. ferð til Hamborgar nr. 32. Vinninga
má vitja í Valsheimilinu.
Tónleikar
Síðan skein sól
Stórtónleikar verða í LæKjartungli á
sumardaginn fyrsta með hljómsveitinni
Síðan skein sól. Meðlimir sveitarinnar
eru: Helgi Bjömsson, söngur, Eyjólfur
Jóhannsson, gítar, Jakob Magnússon,
bassi og Ingólfur Sigurðsson, tommur.
Þeir spila melódískt rokk og munu á tón-
leikum þessum flytja lög sem verða á
væntanlegri hljómskifu sem tekin verður
upp í maí. Fleira verður um hljómsveitir
í Lækjartungh á fyrsta degi sumars því
Katla kalda (áður Mosi frændi) kemur
einnig fram. Áætlað er að tónleikamir
standi frá kl. 10:00-1:00.
KvHanyndir ___________________
Regnboginn:
Bless, krakkar
Leikstjóri: Louis Malle.
Helstu leikendur: Francine Racette,
Philippe Morier-Genoud, Peter Fitz,
Francois Berleand, Gaspard Manesse,
Raphael Fejto, Benoit Henriet.
Það er veisla í Regnboganum
þessa dagana. Eftir að kvikmynda-
framboðið í Reykjavík hefur í vetur
einkennst af amerískum sölu-
myndum hefur Regnboginn tekið
Au revoir les enfants
sig á og sýnir nú hvern gimsteininn
á fætur öðrum.
Aðalrétturinn í veislunni er
mynd Louis Malle, Au revoir les
enfants, en þessi mynd er fádæma
góð og hefur sópaö til sín verðlaun-
um hvar sem hún hefur verið sýnd.
Hún fékk t.d. gullljónið í Feneyjum
í fyrra og sópaði nýlega til sín fjölda
César-verðlauna. Hún var einnig
tilnefnd til óskarsverðlauna sem
besta erlenda kvikmyndin.
Söguþráður myndarinnar er á þá
leið að í.stríðinu kynnist Juhen,
sem er nemandi í katólskum
drengjáskóla, nýjum nemanda, Je-
an Bonnet. Eitthvað í fari Jean
pirrar Julien og eftir því sem á líð-
ur kemst hann á snoðir um að Jean
er gyðingur sem er í felum.
Þeir verða óaðskiljanlegir félag-
ar, allt þar til einhver klagar í
Gestapo, Jean er fluttur til Aus-
witch ásamt tveimur drengjum
öðrum sem einnig voru í felum í
skólanum.
Saga þessi er sögð, af einstakri
næmni og alúð. Fyrir vikið verður
raunveruleiki stríðsins enn meira
yfirþyrmandi og þrátt fyrir að eng-
inn sé drepinn og hvergi sjáist blóð
í allri myndinni er hún mögnuð
stríðsmynd. Það að sjá stríðið end-
urspeglast í hinu smáa samfélagi í
drengjaskóla er mun áhrifameira
en blóðsúthellingar og endalausar
bardagasenur.
Regnboginn á lof skilið fyrir að
sýna það áræði að taka til sýninga
myndir frá öðrum málsvæðum en
því enska og er vonandi að dæmiö
gangi upp og áframhald verði á
veislunni.
-PLP