Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. 5 Fréttir Uppsögn Ingva Hrafns: Röð atvika á löngu tímabili segir útvarpsstjóri Ingva Hrafni Jónssyni, fréttastjóra Sjónvarps, var sagt upp störfum í gær „eftir röö atvika á löngu tíma- bili,“ að sögn útvarpsstjóra. í upp- sagnarbréfmu, sem Ingva Hrafni var afhent í gær, var þess óskað að hann léti af störfum nú þegar og hefur hann gert það. Settur fréttastjóri nú er Helgi H. Jónsson, varafréttastjóri innlendra frétta. „Uppsögnin var mín ákvörðun sem útvarpsstjóra, tekin að vandlega at- huguðu máli, eftir röð atvika á löngu tímabili. Með hagsmuni Ríkisút- varpsins og fréttastofu Sjónvarps í huga var óhjákvæmilegt annað en Ingvi Hrafn léti af störfum. Var þess óskað í uppsagnarbréfinu að hann léti af störfum nú þegar og hefur hann gert það,“ sagði Markús Öm Antonsson í samtali við DV. -JBj Starfsmannafundur á fréttastofu í dag: GARÐURINN ÞINN VERÐUR „GÖTUPRÝÐI" EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ MEP M-l'í-WT Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 691600. Markús útskýrir brottvikninguna Stjóm Félags fréttamanna, sem hefur innanborðs fréttamenn starf- andi hjá fréttastofum Sjónvarps og Útvarps, ákvað í gær að fresta um- ræðu um brottvikningu Ingva Hrafns Jónssonar, fréttastjóra Sjón- varps, þar til Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði skýrt ástæður brottvikningarinnar fyrir starfs- mönnum fréttastofu Sjónvarps á hádegisfuhdi með þeim í dag. Árni Snævarr, varaformaður Fé- lags fréttamanna, sagði í samtali við DV að félagið hefði ekki fengið skýr- ingar á brottrekstrinum, hvorki frá Ingva Hrafni né útvarpsstjóra. Hins vegar myndi félagið væntanlega láta í sér heyra strax og þær lægju fyrir. Ami Snævarr sagöi aö strax eftir brottvikningu Ingva Hrafns hefði verið óskað eftir því við Markús Öm Antonsson að hann hitti starfsmenn fréttastofunnar að máli og skýrði brottvikningu fréttastjórans. Út- varpsstjóri tilkynnti að hann myndi ekki koma á Sjónvarpið þar sem ástæður brottvikningarinnar væra augljósar. Síðdegis í gær varð Mark- ús Öm við ítrekuðum beiðnum varafréttastjóra innlendra frétta, Helga H. Jónssonar, og stjómar- manna Félags fréttamanna um að koma á fund í hádeginu í dag með fréttamönnum og öðram starfs- mönnum fréttastofunnar. -JBj Hlýtur að vekja furðu segir varaformaður félags fréttamanna „Það hlýtur að vera alvarlegt ef fréttamanni eða fréttastjóra er vikið úr starfi vegna skoðana sem hann lætur í ljós opinberlega," sagði Árni Snævarr. varaformaður Félags fréttamanna í samtali við DV í gær. „Ef þetta er ástæðan fyrir brott- vikningu Ingva Hrafns hlýtur það að vekja furðu og spumingar um for- dæmisgildi. Strax og skýringar hafa fengist mun Félag fréttamanna væntanlega láta frá sér heyra og starfsmenn fréttastofu munu að sjálfsögðu ráða ráðum sínum. -JBj Þýski fiskmarkaðurinn: Mistókst að koma á öðra ormafári „Tvö blöð hér um slóðir reyndu að vekja umræðuna um orma í fiski upp aftur rétt fyrir páskana en það mistókst algerlega og málið lognaðist út af,“ sagði Samúel Sveinsson fisk- umboðsmaður í Þýskalandi í samtali við DV. Hann sagði aö nákvæmlega engin viðbrögð hefðu orðið við þess- um skrifum. Eins og fólk rekur ef til vill minni til hrundi sala og þá um leið verð á fiski á þýska markaðnum í fyrra þeg- ar sjónvarpsstöð þar í landi sendi út þátt um orma í fiski og sögur af fólki sem hefði veikst af því að borða danska síld með ormum í. Þetta hafði þær afleiðingar að sala á fiski var í lágmarki í marga mánuði og fisk- verðið eftir því. Samúel sagði að fiskverð eftir ára- mótin og alveg fram yfir páska-hefði sýnt að ormafárið svonefnda væri gengið yfir og bæði fisksalan og verð- ið væri komið í eðlilegt horf á ný. -S.dór Kona kærði nauðgun Kona kærði mann fyrir nauðgun um helgina. Hún segir hann hafa nauðgað sér í herbergi í vesturbæn- um í Reykjavík. Lögreglan handtók manninn skömmu eftir að kæran barst. Hann neitar alfarið að hafa nauðgað konunni. Manninum var sleppt eftir yfir- heyrslur og er málið nú til rannsókn- ar hjá Rannsóknarlögreglu ríksins. -sme FRABÆR AMERISKUR JEPPI Á HAGSTÆÐU VERÐI Frá kr. 1186.000 Útborgun 25%, eftirstöðvar á allt að 30 mánuðum. Opið: Laugardaga frá 10 - 17 Sunnudaga frá 13 - 16 TIL AFGREIÐSLU STRAX. Ford í Framtíð við Skeifuna Sími 685100 Vél 2, 9L V-6 m/tölvustýrðri innspýtingu og kveikju. Aflhemlar, diskar að framan, skálar að aftan m/ABS læsivörn. 5 hraða skipting m/yfirgír. Vökvastýri. Krómaðir stuðarar. Toppgrind. Hjólbarðar P205/75R x 15 Varahjólsfesting ásamt læsingu og hlíf. Felgu krómhringir. Skrautrönd á hlið. Stórir útispeglar. Vönduð innrétting m/tauáklæði á sætum, teppi á gólfi. Spegill í hægra sólskyggni. Framdrifslokur. Útvarp AM/FM stereo m/kassettuspilara, 4 hátölurum og sjálfleitun. Skyggðar rúður. Öryggisbelti í fram og aftursætum. ’ Skipt aftursætisbak. Þurrka, sprauta og afþíðing f. afturrúðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.