Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988.
Spumingin
Ertu byrjuð/aður að
hamstra fyrir verkfall
verslunarmannna?
Ragnar Konráðsson: Nei, ég ætla aö
sjá til með það. Ég er ekki alveg klár
á hvort verkfallið skellur á ...en það
getur allt skeð.
Ásta Loftsdóttir: Nei, ég er ekki byrj-
uð, en maður hamstrar örugglega
eitthvað því ég geri ráð fyrir að verk-
fall skelh á og standi í einhvern tíma.
Ingibjörg Þórarinsdóttir: Nei, það er
á móti mínum lífsstíl að hamstra og
ég geri það aldrei. Síðan kemur það
bara í ljós hvort það kemur sér illa.
Guðrún Sveinsdóttir: Nei, ég þarf
þess ekki þvi ég vinn í búð.
Erla Magnúsdóttir: Nei, ég hef ekki
haft tíma til þess og auk þess er ég á
móti hamstri.
Ingvar Þór Ólafsson: Nei, ég fylgist
ekkert með þessu því þetta snertir
mig svo lítið. Ég er á togara og verð
líklegast úti á sjó meirihluta þess
tíma sem fer í þetta verkfall.
Lesendur
Skákeinvígi Jóhanns og Karpovs:
Akureyri ,,af öllum stöðum"!
Guðl. Björnsson hringdi:
.Skákeinvígi, sem átti að fara fram
á þessu ári, er nú til umræðu í
skákheiminum og jafnvel verið að
ræða um að það fari ekki fram fyrr
en á næsta ári, einkum vegna þess
að Karpov telur sig ekki geta teflt
í ágúst og september vegna annars
meistaramóts.
En það er annað sem ég vek at-
hygli á og það er að ég tel ekki
nokkra ástaeðu fyrir íslendinga að
vera að gera tilboð um mótsstaö
eða verðlaun, þvi þetta einvígi
veröur aldrei haldið hér á landi og
. dettur engum heilvita manni slíkt
í hug. - Hvers vegna? Jú, einfald-
lega vegna þess að það er svo
eindæma leiðinlegt að vera héma.
(bæði andrúmsloft og aðstæður
ófullnægjandi) og flestir þeir út-
lendingar sem til þekkja mundu
„Frekar vlldi ég vera i Seattle," segir hér. - Frá borginni Seattle á vest-
urströnd Bandarfkjanna.
ekki sætta sig viö það. Þá á ég ekki
við skákmennina sjálfa heldur
fremur við allt það starfslið, blaða-
menn og aðra, sem fylgir svona
mótum.
Og þótt Akureyri sé sögö vera
enn „inni í myndinni", eins og ein-
hvers staöar sagði, þá er bara
Akureyri ekki staður til þess að
halda alþjóðlegt mót á og heldur
ekki Reykjavík ef út í það er farið.
Ég segi bara eins og Guörún Á.
Símonar heitin sagði einhvem tima
um Kópavog - Akureyri, „af öllum
stöðum"! Nei, frekar vildi ég vilja
vera í Seattle í Bandaríkjunum,
Metz í Frakklandi eða hvar sem er
annars staðar, enda held ég að eng-
inn, hvorki íslenskir aðstandendur
né útlendir, mundi vilja vera hér
meðan á skákeinvíginu stendur.
Launahækkanir og vöruverð:
Allt veldur verðhækkunum
Skattahrammurinn
upp á matborðið
Lúðvig Eggertsson skrifar:
Ég tel Alþýðuflokkinn vera að
þurrkast út, svo mikil er andúð al-
mennings á „kerfisbreytingum"
leiðtoganna. Allar ríkisstjórnir, fyrr
og síðar, hafa leitast við að halda
niðri verði lifsnauðsynja. Jón Bald-
vin setti 25% skatt á matvörur,
einmitt þegar alþýðufólk barðist
mjög í bökkum. Um leið tók hann að
skattleggja lágtekjur með sömu
skattprósentu og hátekjur.
Jón Baldvin lofaði að afnema rán-
.vexti - og víkja Jóhannesi Nordal.
Þess í stað gerði hann handbendi
hans að bankamálaráðherra og hefir
sá látið vaxtaokur viðgangast, sem
ekki em dæmi til um áöur.
Kórónuna ber svo Jóhanna Sigurð-
ardóttir, sem grætur (þurrum táram)
yfir 8,5% raunvöxtum íbúðarbyggj-
enda, en lætur sig engu varða 24%
verðbótaþátt vaxta. Það er að hennar
mati í lagi að heimta okurvexti, ef
það er gert í nafni vísitölu, þótt
Jón Baldvinsson, stofnandi og for-
vígismaður Alþýðuflokksins.
verkamenn fái enga vísitölu á sitt
kaup.
Það er hlálegt að sá sem er að eyði-
leggja Alþýðuflokkinn skuli bera
nafn stofnanda og forvígismanns
hans, Jóns Baldvinssonar. - Sýnið
þó manndóm, kratar, leysið flokkinn
upp áður en fólkið gerir það fyrir
ykkur.
auglýsingakostnaður legðist á
vöruverðið.
Auðvitaö - og nema hvað! Það
sem almenningur getur látið þessa
gauka, sem alltaf eru á.móti versl-
un og viðskiptum, plata sig og
innprenta hjá sér. Jú, auðvitað er
auglýsingakostnaður tekinn með í
dæmið þegar verðútreikningar eru
gerðir. Én svo er líka með allt ann-
að, þar með talin vinnulaun versl-
unar- og skrifstofufólks og þar
verða launakröfur þær, sem versl-
unarfólk gerir nú, ekki undan-
skildar.
Hins vegar má líka segja að aug-
lýsingar geti lækkað vöruverð sem
launakostnaður gerir aldrei. Ef
vara er vel auglýst og hún selst
eins og heitar lummur kemur að
því að verðið lækkar smám saman
eða hækkar ekki eins mikið og
önnur vörutegund sem auglýsing-
ar hafa lítil áhrif haft á. - Auglýs-
ingar geta því haft tvenns konar
áhrif, til hækkunar - eins og allur
annar kostnaður við vöruna hefur
- og líka til lækkunar.
Menn skyldu muna að launakröf-
ur VR-fólks nú, um að lágmarks-
laun veröi kr. 42 þúsund á mánuði,
eiga eftir að koma heldur betur við
pyngju almennings í landinu. Þetta
verður eitt stærsta stökk og launa-
skrið sem gerst hefur um langa
hríð og á eftir að hafa áhrif á flesta
þætti í þjóðarbúinu ef af verður.
frá Kátumaskínu
Ragnars Grímssonar
í grein Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, sem
birtist I DV 14. apríl, er að flnna svo dæmalausar rangfærslur og ósann-
indi að ekki verður viö unað.
í þessari grein segir Ólafur Ragnar: „Rlkissjóður er látinn borga kostn-
aðinn af því að gylla ráðherrana í augum almennings. Auglýsingastofan,
sem annaðist áróður Alþýðuflokksins í síðustukosningum, hannar dýrð-
ina og fær að launum vænar fúlgur úr ríkiskassanum...
Pjármálaráöherra, sem spyr í heilsíöuauglýsingum „Hvar er bruðlað í
ríkisrekstrinum?“ hefur komiö sér upp sérstakri maskinu - auglýsinga-
stofunni Kátumaskinunni - til að geta látið ríkið borga flokkspólitískan
áróöur Alþýðuflokksins...
Auglýsingastofan hefur gert „góðan deal" við ríkið Hún fær í sínar
hendur dágóðan hagnað. Alþýöuflokkurinn hefur líka náð í „góöan de-
al“ við auglýsingastofuna. Innistæður vegna næstu kosningabaráttu
hækka í krafti viðskiptalegrar góðvildar flokksins hjá Kátumaskínunni.
Og ríkið borgar."
Kátamaskínan mótmælir þessum dylgjum Ólafs Ragnars, þar sem hann
gefur í skyn að verið sé að hygla og gefa eftir auglýsingakostnað Al-
þýöuflokksins frá síðustu kosningum á kostnað skattborgaranna. Reikn-
ingar Kátumaskínu til Alþýðuflokksins voru að mestu greiddir fyrir
kosningar og eftirstöðvamar fyrir júnflok 1987.
Þetta er í annað sinn á örfáum dögum sem þurft hefur að leiðrétta form-
annmn.
Virðingarfyllst, f.h. Kátumaskínunnar,
Þorvaldur Ó. Guðlaugsson
E. Björnsson skrifar:
Nýlega var umræðuþáttur, einn
af mörgum, í einni af" útvarpsstöðv-
unum. Þar var verið að óskapast
mikið yfir því að auglýsingar væru
eitt af því sem helst orsakaði hækk-
að vöruverð, eða a.m.k. væri mjög
ríkjandi, og þetta þyrftu vesalings
neytendumir aö greiða því allur
Launakröfur verslunarfólks eiga eftir að koma við pyngju aimennings, segir í bréfinu.