Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1988. 29 Lífsstfll Sumardagurinn fyrsti: Sumargjafir og skrúðgöngur „Við gefum hvert öðru sumar- gjafir. Við ólumst upp við þennan sið og höfum haldið hann í heiðri. Þær gjaflr sem við gefum eru ekki stórar heldur reynum við að velja einhveija litla skemmtilega gjöf. Svo skreppum við eitthvaö í göngutúr og förum út að borða. Það er hðin tíð að við förum í skrúð- göngur en þegar við vorum krakk- ar fórum við alltaf í göngu,“ sögðu þau Ame Wehmeier og Ásta Lárus- dóttir, er þau voru spurð að því hvað þau geröu sér til hátíðabrigöa á sumardaginn fyrsta. Forskot á sæluna Sumardagurinn fyrsti er jafn- framt fyrsti dagur hörpu, fyrsta sumarmánaðarins. Hann er al- mennur frídagur hér á landi. Það á sér langa hefð að gefa frí þennan merkisdag og í heimildum frá miðri átjándu öld er sumardagurinn fyrsti talinn mikill hátíðis- og veit- ingadagur. Víðast hvar var hann talinn ganga næst jólum og nýári að fyrirferö. Þá var á borð borið allt þaö besta, sem til var af mat og drykk. Reyndar var oft orðið þröngt í búi á vorin. Því var oft reynt aö luma á einhverju góðgæti til dagsins frá haustinu áður. Sums staðar var hefð að setja mat í sérs- takt kvartél á haustin, sem ekki mátti snerta fyrr en á sumardaginn fyrsta. Hátíðahöld Eins og áður sagði var öll vinna felld niður á sumardaginn fyrsta nema brýnustu nauðsynjastörf. Alfons Hannesson ætlar að skreppa i Bláa lónið með félögum sínum á morgun. Þar sem vertíð stóð yfir var róður- inn haföur í stysta lagi. Fólk fór þá yfirleitt í sparifótin að afloknum morgunverkum. Sumargjafir voru . viða tíðkaðar þennan dag og eru elstu heimildir þar að lútandi frá því rétt fyrir aldamótin 1600. Oftast var um heimaunna hluti að ræða en á stöku stað var farið í kaupstaö til að kaupa gjafir. Leikir og skemmtanir Börnum var ekki haldið til verka þennan dag, þvi var nokkuð um að krakkar af nágrannabæjunum kæmu saman til leikja. Tóku og fullorðnir stundum þátt í þeim. Einnig heimsótti þá eldra fólk hvort annað, öðrum dögum frem- ur, og skiptist stundum á gjöfum. Samkomur fyrir heilar sveitir voru fátíöar þar til kom fram yfir síð- „Ég er alveg laus við alla hjátrú,” segir Lára Ingólfsdóttir. ustu aldamót. Þó var til siös sums staðar á landinu að halda brúð- kaupsveislur á þessum degi. í byrjun aldarinnar tók ungmenna- félagshreyfingin daginn upp á sína arma og gerði hann að almennum •samkomudegi með ræðum, kvæð- um, íþróttum, söng, dansi og jafnvel leikritum og hélst svó um margra ára skeið. í dag er margt gert til hátíða- brigða á sumardaginn fyrsta en fólk hefur orðið meira val um hvemig það eyðir deginum en áður var. Skátamessur eru í kirkjum landsins. Fólk fjölmennir í skrúö- Brynja Þórarinsdóttir og Vallý Haraldsdóttir ætla að fara i skátamessu og kfkja svo i bæinn ásamt stöllu sinni Rögnu Haraldsdóttur til að at- huga hvað er aö gerast þar. „Maöur athugar alltaf hvort að vetur og sumar frýs saman," segir Sigríður Sigurðardóttir. göngur og fjölskylduskemmtanir em haldnar í félagsheimilum viða um land. Forskot á sæluna Sumir taka nú raunar forskot á sæluna og byija að fagna sumar- komunni að kvöldi síðasta vetrar- dags. Ýmsir frjálsir leikhópar og leikhús nota þetta kvöld gjarnan til sýninga og þess má geta til gamans að í Reykjavík verða tvö verk frum- sýnd í kvöld, hópurinn Pras Pro Toto frumsýnir verkið ...en andinn er veikur og í Þjóðleikhúsinu verð- ur frumsýning á gamanleiknum Lygaranum eftir Calro Goldini. Samkvæmt upplýsingum frá veitingamönnum borgarinnar mun það færast mjög í vöxt að aö fólk fagni sumarkomunni með því að fara út að borða og á þöll sem standa fram til klukkan þrjú. Skátar og sumardagurinn fyrsti „Við trúum ekki á neitt sérstakt í sambandi við sumardaginn fyrsta. Og við hvorki gefum né fáum sumargjafir. Það er alveg nóg að fá 'jóla- og afmælisgjafir. Það er betri matur á borðum heima hjá okkur en venjulega, yfirleitt er einhver steik á borðum,“ sögðu þær stöllur Brynja Þórarinsdóttir, Ragna Haraldsdóttir og Vallý Ein- arsdóttir. „Þennan dag förum við í skrúð- göngu með skátunum og í skáta- messu í Hallgrímskirkju," sögðu þær Brynja og Vallý. „En ég ætla að skreppa í bæinn og athuga hvað er aö gerast þar,“ sagði vinkona þeirra Ragna Haraldsdóttir. Skátar hafa haldið sumardaginn .fyrsta hátíðlegan síðan árið 1913 en það var einmitt á sumardaginn fyrsta, það sama ár, sem séra Frið- rik Friðriksson stofnaði skátafélag- ið Væringja. Hátíðahöld fyrir almenning voru til margra ára í höndum Barnavinafélagsins Sum- argjafar en síðan tóku skátar viö umsjón þeirra og hefur svo verið um árabil. Bænastundir Svo eru aörir sem nota daginn til annarra hluta en skemmtana. Al- fons Hannesson kvaðst til að Sumardagurinn fyrsti er fyrst og fremst hátíðisdagur barnanna. DV-myndir KAE. mynda ætla að byija þennan dag með samverustund og Biblíulestri með trúsystkinum sínum í Trú og líf. Síðan væri ætlun þeirra að skjótast i Bláa lónið og eyða deginu þar. Lára Ingólfsdóttir meölimur í Vottum Jehóva sagði hins vegar að þessi dagur yröi eins og hver annar dagur hjá henni því það sam- ræmdist ekki trú Votta Jehóva að vera með neitt tilstand þennan dag. Þjóðtrúin „Maöur gáir alltaf aö því hvort að vetur og sumar frýs saman en það er líklega eina hjátrúin sem maður hefur í sambandi við þenn- an dag,“ segir Sigríður Sigurðar- dóttir. „Við förum út að borða,“ segja þau Ámi Wehmeler og Ásta Lórus- dóttir. „Annars er þessi dagur að mínu mati fyrst og fremst fyrir bömin, og þegar krakkamir mínir voru litlir gaf ég þeim alltaf sumargjafir og fór svo með þá í skrúögöngu." Líklega er það best þekkta hjátrú- in í sambandi við sumardaginn fyrsta aö það viti á gott sumar ef að vetur og sumar frýs saman. Áður fyrr var það talið að ijóminn ofan á ijómatrogunum yrði jafn- þykkur og ísskánin á vatninu. Annað kennimerki um veðriö var háttemi farfugla, einkum var tekið mark á lóunni, spóanum og hrossa- gauknum. Þegar spóinn heyrðist langvella var talið að öll hret væm úti. Þegar hrossagaukurinn heyrð- ist hneggja í fyrsta sinn á vorinu var athugað úr hvaöa átt hneggið kæmi. Ef það kom úr austri eða suðri vissi það á gott en ef það heyrðist úr norðri eða vestri þótti það verra. Á norður- og austurlandi þótti þaö boða haröindi ef lóan kom snemma en annars staöar þótti þaö vita á gott kæmi hún með fyrra fallinu. Einnig var tekiö mark á háttemi hrafnsins. Ef hann geröi sér hreið- ur í skjóli fyrir noröanátt eöa nálægt byggð mátti búast við hret- um. En hreiðraði hann um sig á skjóllitlum stöðum og fjarri bæjum þótti það vita á gott. Og svo er bara að vona að frost veröi í nótt svo viö getum altént lifað í voninni um sólríkt sumar. -J.Mar Heimildír: Árni Bjömsson, Saga daganna, Reykjavík 1977 og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.