Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Side 32
32
MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1988.
Lífestfll
Ólöf Ananiasdóttir telur það bæði hafa haft kosti og ókosti i för með sér að fá svo mikla athygli sem raun bar vitni
í hennar lifi.
„Millamir" í lottóinu:
Oft er talaö um að peningamir fari alltaf þangaö sem þeir voru fyrir
hendi. Ekki er ætlunin að hafa um þaö mörg orð heldur kanna lítillega
hvar vinningar hjá íslenskri getspá hafa hafiiað síðan lottóiö fór af stað
fyrir um einu og hálfu ári.
Fjölmargir hafa tekið þátt í þessum einfalda leik og beðið spenntir eftir
að dráttur fari fram í sjónvarpinu á laugardagskvöldum éftir fréttir. Flest-
ir hafa sinn draum um aö detta nú ærlega í lukkupottinn. Sjálfsagt hafa
alhr sína drauma, hvort heldur þeir spila með eða ekki. Skyldi gangur
lífsins breytast eitthvaö verulega þegar vinningurinn kemur? Hér á síð-
unni fara viðtöl við nokkra vinningshafa „þess stóra“.
Einn vinningshafmn sagði það vera aöalatriöið aö vera með og styrkja
gott málefni. Þannig vinna aHir saman og enginn tapar.
-ÓTT
Fékk 3,2 milljónir:
„Bæði kostir
og ókostir"
Á annarri viku lottósins haustiö
1986 kom stór fjárhæð í hendur ný-
orðinnar ekkju, þriggja barna móður
á Akureyri. Yngsta bamið var ný-
fætt þegar faðirinn lést í slysi.
Tveimur og hálfum mánuði seinna
kom stóri vinningurinn í hlut Ólafar
Ananiasdóttur sem var í fæðingaror-
lofi og sá aðeins fram á basl og
erfiðleika eftir lát eiginmannsins.
„Það má segja að ég hafi verið dof-
in tilfinningalega þegar ég gekk í
gegnum þetta. Gerði mér ekki grein
fyrir þessu öllu fyrr en löngu seinna.
Þetta var að vissu leyti annað sjokk,
þó vissulega hafi það verið jákvætt.
Það vora þegar þarna var mikil um-
brot í lífi mínu. Nýfætt barn, missir
eiginmanns og síðan þetta með allri
þeirri athygli sem þessu fylgdi.
- Virkaði vinningurinn sem aukaá-
lag á þig?
„Já, tvímælanlaust þvi ég var svo
tætt eftir lát eiginmannsins. Ég fór
suður ásamt mágkonu minni i tilefni
af þessum vinningi. Þar voru blaða-
menn og aðrir sem gjama vildu gera
þessu skil. Mér finnst ennþá aö ég
hafi upplifað þetta eins og draum.
Þannig virkaði ferðin einnig á mág-
konu mína. Henni fannst ég í raun-
inni ekki á staðnum. Var bara í
öðrum hugarheimi. Mér finnst þetta
. ennþá þegar litið er til baka.“
Bæði kostir og ókostir
- Nú er orðið nokkuð langt um lið-
ið síðan þú fékkst þennan vinning.
Þegar þú lítur til baka, hvernig finnst
þér þetta þá hafa komið út?
„Vinningurinn var yndislegur út
af fyrir sig en þetta hefur bæði kosti
'og ókosti. í bæ eins og Akureyri, þar
sem flestir kannast hver við annan,
beinist athygli að manni eins og t.d.
á böllum. Þá era alltaf einhveijir sem
veitast að mér og vilja forvitnast um
hvernig peningunum var ráðstafað
og leggja eitthvað til málanna.“
- Hugsar þú um hvemig líf þitt væri
nú ef þú hefðir ekki dottið í lukku-
pottinn?
„Jesús minn! Þá væri þetta búið
að vera óttalegt basl. Þessi vinningur
hefur gert mér það kleift að vera
heima hjá börnunum í allan þennan
tíma. Núna tíl dæmis er ég að fara
að vinna úti og það er eingöngu
vegna þess að mig langar til þess.
Ef þessir peningar hefðu ekki komið
tíl hefði ég orðið að fara strax og
vinna tíl þess að sjá fyrir okkur. Þetta
hefur, gengið alveg prýðilega. Hins
végar er í mínu tílfelli ekki hægt að
segja að eitt komi í annars stað.“
-ÓTT
Raðir sem þessi eru algengar um land allt rétt áður en dregið er i lottói
í Sjónvarpinu á laugardagskvöldum.
Háir lottóvinningar
tvisvar í sömu götuna
í Vestmannaeyjum
Svo einkennilega vill tíl að af öllum
götum á landinu auk allra húsa í
dreifbýli hafa tveir háir lottóvinning-
ar hafnað í sömu götunni í Vest-
mannaeyjum. Ekki vitum við hvprt
fasteignaverð hefur hækkað í Ás-
hömrum í Vestmannaeyjum vegna
þessa, en víst er að aldrei era tilvilj-
anir langt undan. Þorbjörg Theo-
dórsdóttir, annar þessara heppnu
Eyjabúa, fékk tæpar þijár milljónir
í sinn hlut þegar dregið var í lottóinu.
Tvær mínútur í lokun
Þorbjörg sagði að hún hefði gert sér
grein fyrir að' sölustaðir lottómiða
væra í þann mund að loka. „ Ég sendi
strákinn minn, 10 ára, út og sagði
honum að kaupa tvo miða eins og
við eram vön að gera. Ef hann næði
ekki að fylla þá út átti hann að láta
vélina velja tölurnar. Það varð síðan
úr að vélin valdi tölurnar.
Við lottuðum bara af og tíl svo þaö
var engin regla á þessu, enda kom
þessi vinningur svo á óvart sem unnt
er. En hann kemur sér auðvitað vel,
því ég er ein með tvö börn.
Það hafa engar meiriháttar breyt-
ingar orðið á lífi okkar. Ég vinn enn
á sama stað í Kaupfélaginu. Það tek-
ur einhvem tíma að sjá tíl hvað gert
verður við peningana. Ég ávaxta þá
á meðan.
-ÓTT.