Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Síða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988.
Afmæli
Margrét Jónína Karlsdóttir
Margrét Jónina Karlsdóttir frá
Bjargi í Miðfirði er níutíu og fimm
ára í dag.
Hún fæddist á Bjargi í Miðfirði í
Vestur-Húnavatnssýslu, fyrsta
barn þeirra hjóna Karls Á. Sigur-
geirssonar og Ingibjargar Jóhann-
esdóttur, er þá nýverið höfðu
byrjað þar búskap sem þau síðan
ráku í meira en hálfa öld með mikl-
um myndarbrag.
Þau Bjargshjón eignuðust auk
Margrétar flmm önnur böm, en
þau voru: Vigdís, f. 12.10.1895; Páll,
f. 8.11.1896; Olöf, f. 22.5.1898; Sigur-
geir, f. 29.3. 1908; og Jóhannes, f.
22.5. 1909. Eru þau nú öll látin.
Föðurforeldrar Margrétar voru
af þingeyskum ættum. Afi hennar
var Sigurgeir Pálsson Jóakimsson-
ar, er bjó í Svartárkoti í Bárðardal,
en fluttist síðar til Ameríku, og er
frá honum komin Bardalsættin í
Winnipeg. Kona Sigurgeirs var
Vigdís Halldórsdóttir af Hraun-
kotsætt í Þingeyjarsýslu.
Móðurætt Margrétar var úr
Húnavatnssýslu. Amma hennar
var Ólöf Jónsdóttir Jónssonar
hreppstjóra í Hindisvík, en maður
hennar var Jóhannes Guömunds-
son guU- og silfursmiður á Auð-
unnarstöðum í Víðidal, ættaður frá
Hvammi í Vatnsdal.
Margrét ólst að mestu upp í for-
eldrahúsum til sautján ára aldurs,
en fór þá til Ameríku, þar sem hún
dvaldi næstu þrjú árin hjá foöur-
frændum sínum í Winnipeg,
einkum Halldóri bóksala og Arin-
birni Bardal útfararstjóra, sem
báðir reyndust henni einkar vel.
Lagöi hún þar m.a. stund á tónlist-
arnám og þá einkum píanóleik, en
eftir heimkomuna lagði hún stund
á tónlistarkennslu um skeið.
Margrét stundaði nám í Hús-
mæðraskóla Akureyrar 1916. Ári
síðar giftist hún Axel VilhelmSsyni
bókhaldara á Akureyri, en hann
lést eftir tíu ára hjónaband.
Margrét giftist svo seinni manni
sínum, Arinbirni Árnasyni frá
Neðri-Fitjum í Víðidal, sem um
árabil var umsjónarmaður Mela-
skólans í Reykjavík. Þau hjónin
bjuggu um fjörutíu ára skeið á
Birkimel 6 í Reykjavík, en dvelja
nú á vistheimilinu Seljahlíð við
Hjallasel 55 í Reykjavík.
Margrét eignaðist sex börn. Þau
eru: Anna, f. 24.8.1918, ekkja Sigur-
Margrét Jónina Karlsdóttir.
geirs Karlssonar, fv. b. á Bjargi, en
þau eignuðust fjögur börn; Karl, f.
7.8.1920, en hann lést rúmlega tví-
tugur; Páll strætisvagnastjóri, f.
29.6. 1922, kvæntur Sigríði Hall-
dórsdóttur og eiga þau þrjú böm;
Sigurgeir vélstjóri, f. 27.5. 1926,
kvæntur Jónínu Guömundsdóttur
og eiga þau tvö böm, en auk þess
átti Sigurgeir tvö börn áður; Grett-
ir harmónikkuleikari, f. 2.5. 1931,
kvæntur Emu Geirsdóttur, en þau
eiga fjögur böm; Ámi, fiðlu- og
orgelleikari, f. 8.9. 1934, kvæntur
Dóru Lydíu Haraldsdóttur og eiga
þau þrjú börn.
Jónína Sigríður Bjarnadóttir
Frú Jónína Sigríður Bjarnadótt-
ir, til heimilis að Birkimel 8,
Reykjavík, er níræð í dag.
Jónína fæddist að Sandhólaferju,
en foreldrar hennar voru þau Sig-
ríður Sigurðardóttir í Ásmúla, f.
18.7.1866, og Bjarni Fillippusson frá
Sandhólaferju, f. 17.4. 1856.
Jónína giftist Guðjóni Bárðarsyni
símamanni, en hann fæddist að
Króki í Holtum, 5.11. 1883, en lést
19.2. 1963.
Systkini Jónínu voru átta og er
hún ein eftirlifandi. Þau voru:
Margrét, f.30.8. 1888; Fillippus, f.
23.11. 1890; Gunnar, f. 3.8. 1893;
Gunnar, f. 13.6. 1895; Guðrún, f.
21.10. 1896; Ágústa, f. 11.3. 1900; og
Guðjón, f. 10.11. 1904.
Jónína á þrjú börn: Guðrún Ing-
veldur, húsmóðir og starfsmaður
hjá Pósti og síma í Reykjavík;
Margrét, húsmóðir í Reykjavik; og
Leifur, símamaöur í Reykjavík.
Barnabörn Jónínu eru níu talsins.
Fram til þessa hefur Jónína verið
heilsugóð og gegnt öllum sínum
störfum, en nú sem stendur liggur
hún á Landakotsspítala.
Börn, tengdabörn, barnaböm og
langömmubörn senda kærri móð-
ur, tengdamóður, ömmu og
langömmu hugheilar afmælis-
kveðjur með aðdáun og virðingu.
Jónína Sigríður Bjarnadóttir.
Jón Jónsson
Jón Jónsson, Bakkagerði 7, Minna-Núpi, Brynjólfssonar, b. á
Reykjavik, er attræður í dag. Jón ,
er fæddur í Þjórsárholti og ólst þar
upp. Hann var lengi ferjumaður á
Þjórsá en fluttist þá til Reykjavíkur
og var leigubílstjóri á Hreyfli
1944-1987. Jón hefur verið afkasta-
mikill áhugaljósmyndari. Kona
Jóns er Bergþóra Jónsdóttir, f. 4.
nóvember 1905, í Tröllakoti í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Jón eignaðist
sjö systkini, þau eru: Gísli, f. 7. maí
1909, b. í Þjórsárholti; Ingibjörg, f.
19. júni 1910, saumakona í Rvík;
Halldóra, f. 15. júni 1911, gift Hauki
Kristóferssyni leirmunasmið í
Rvík; Þóra, f. 25. apríl 1914, d. 1968,
bústýra Gísla bróður síns; Mar-
grét, f. 9. október 1916, d. 24. júlí
1943; Elísabet, f. 4. júlí 1921, gift
Guðmundi Árnasyni, verslunar-
manni í Rvík. Bróðir Jóns sam-
feðra var Halldór, f. 3. janúar 1912,
d. 25. október 1929.
Foreldrar Jóns voru Jón Jóns-
son, b. í Þjórsárholti í Gnúpverja-
hreppi, og kona hans, Helga
Stefánsdóttir. Jón var sonur Jón,
b. á Minna-Núpi, bróðir Brynjólfs,
fræðimanns og skálds frá Minna-
Núpi. Jón var sonur Jóns, b. á
Minna-Núpi, Jónssonar Thorla-
cius, klausturhaldara og b. á
Stóra-Núpi, Brynjólfssonar
Thorlacius, sýslumanns á Hlíðar-
enda í Fljótshhð, Þórðarsonar,
biskups í Skálholti, Þorlákssonar,
biskups á Hólum, Skúlasonar.
Móðir Þorláks var Steinunn Guð-
brandsdóttir, biskups á Hólum,
Þorlákssonar. Móðir Brynjólfs á
Minna-Núpi var Þórunn Halldórs-
dóttir, biskups á Hólum, Brynjólfs-
sonar. Móðir Jóns Brynjólfssonar
var Þóra Erlingsdóttir frá Syðra-
Langholti, Ólafssonar og Helgu
Jónsdóttur.
Móðir Jóns Jónssonar á Minna-
Núpi var Margrét Jónsdóttir, b. og
hreppstjóra á Baugsstöðum í
Stokkseyrarhreppi, Einarssonar og
seinni konu hans, Sesselju
Ámundadóttir, smiðs og málara í
Syöra-Langholti, Jónssonar. Móðir
Jóns Jónssonar í Þjórsárholti var
Margrét Jónsdóttir, b. í Minni-
Mástungu, Guðmundssonar og
konu hans, Amþrúðar Einarsdótt-
ur, b. í Laxárdal í Eystrihreppi,
Jónssonar, ættfoður Laxárdalsætt-
arinnar.
Jón Jónsson.
Helga var dóttir Stefáns, b. á
Leirubakka á Landi, Eiríkssonar,
b. á Litlalandi í Ölfusi, og kom
niðjatal Eiríks út 1958. EiríKur var
sonur Ólafs, Sæmundssonar, b. á
Galtafelli í Hrunamannahreppi,
Tómassonar, b. á Tjörvastöðum á
Landi, Bjarnasonar, prests í-
Fellsmúla, Helgasonar. Móðir Ei-
ríks var Sigríður Einarsdóttir, b.
og lögréttumanns á Galtafelli, Ól-
afssonar. Móðir Stefáns var Helga
Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi,
Bjarnasonar. Móðir Helgu var Ingi-
björg Jónsdóttir, b. á Fellsmúla á
Landi, Þórðarsonar.
Kristín Þorgeirsdóttir
Kristín Þorgeirsdóttir, Keilufelli 20,
Reykjavík, verður níræð á morgun,
sumardaginn fyrsta.
Kristín fæddist að Stöðlakoti í
Fljótshlíð, dóttir Þorgeirs Guðna-
sonar frá Torfastöðum í Fljótshlíð,
b. að Stöðlakoti, og Höllu Björns-
dóttur.
Kristín ólst upp í Stöðlakoti en
lærði ung fatasaum hjá Andrési
klæðskera í ReyKjavík. Þá vann
hún á Breiðabólstað áður en hún
giftist.
Fyrri maður Kristínar var Ágúst
frá Steinmóðarbæ, sonur Bjarna
Sigurðssonar og Jónínu Sigurðar-
dóttur. Kristín og Ágúst eignuðust
einn son, Guðna Þorgeir, rafeinda-
virkja í Reykjavík. Þau hjónin
bjuggu í Miðeyjarhólmi í Austur-
Landeyjum en Kristín missti mann
sinn eftir skamma sambúð.
Seinni maður Kristínar var
Magnús, b. að Dufþaksholti í Hvol-
hreppi, sonur Ólafs Þorsteinssonar
og Höllu Þorsteinsdóttur. Sonur
Kristínar og Magnúsar er Ágúst
Kristinn, forstöðumaður Tré-
smíðaverkstæðis Kaupfélags
Ámesinga, en Magnús er látinn
fyrir allmörgum ámm.
Barnaböm Kristínar eru nú orð-
in tíu og bamabamabörnin eru
fjögur.
Krlstín Þorgeirsdóttir.
Haraldur Sigmundsson
Haraldur Sigmundsson bókari,
Kleppsvegi 34, verður sextugur á
morgun, sumardaginn fyrsta.
Haraldur fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð og ólst þar upp en hélt
tuttugu og eins árs til Reykjavíkur
í atvinnuleit eftir að hafa lokið
prófi frá VÍ sama ár.
Haraldur hafði starfaö við fyrir-
tæki föður síns fyrir vestan en faðir
hans rak verslun og sá um sam-
göngur bæði á sjó og landi. í
Reykjavík var Haraldur bókari og
fulltrúi hjá Olíuverslun íslands hf.
frá 1949-77 en þá gerðist hann fipr-
stöðumaður Sjúkrastöðvar SÁÁ í
Reykjadal í Mosfellssveit þar sem
hann starfaði tæp tvö ár. Hann
starfaði síðan tvö og hálft ár hjá
Álafossi í Mosfellssveit, tæpt ár hjá
Kexverksmiðjunni Frón og rúmt
ár hjá Flugleiðum hf. Haraldur
hefur svo unnið heima við en hann
hefur ekki verið heilsuhraustur og
hætti útivinnu vegna veikinda.
Kona Haraldar er Halldóra frá
Bakkafirði, f. 7.7. 1934, dóttir Þór-
halls Jónassonar, kennara og
útvegsb. sem lést 7.5.1964, og Dýr-
leifar Þorsteinsdóttur húsmóður
sem lést 211.1960.
Börn Haraldar og Halldóru era:
Erna húsmóðir, f. 25.9. 1955, gift
Þorvaldi Bjömssyni, fulltrúa veiði-
stjóra, en þau eiga tvö börn,
Halldóru og Val Örn; Haukur Þór
húsasmiöur, f. 16.10.1959, kvæntur
Guðríði Guðjónsdóttur íþrótta-
Til hamingju
90 ára
Ingibjörg Sigurðardóttir, Skjól-
vangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi, er
níræð í dag.
Sumarlína Eiríksdóttir, Holtsgötu
17, Reykjavík, er níræð í dag.
80 ára
Sara Magnúsdóttir, Skjólvangi,
Hrafnistu, Hafnaríirði, er áttræð í
dag.
75 ára
Katrín Jónsdóttir, Firði 7, Seyðis-
firði, er sjötíu og fimm ára í dag.
70 ára_______________________
Jóna S. Kristófersdóttir, Klepps-
vegi 120, Reykjavík, er sjötug í dag.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Holti I,
Torfalækjarhreppi, er sjötug í dag.
60 ára____________________
Svava Pálsdóttir, Hrafnkelsstöðum
III, Hrunamannahreppi, er sextug
í dag.
Haraldur Sigmundsson.
kennara en þau eiga einn son,
Guðjón; Kristín Rut, hjúkranar-
fræðingur og ljósmóðir, gift Einari
Ingvarssyni símvirkja en þau eiga
einn son, Viktor; Dýrleif Fríða,
skrifstofustúlka hjá JL-húsinu, f.
24.12. 1967, en hún býr í foreldra-
húsum; og Elísabet Lilja, f. 24.1.
1976, í foreldrahúsum.
Foreldrar Haraldar vora Sig-
mundur Jónsson kaupmaður, sem
lést á Hrafnistu í Reykjavík 12.12.
1974, og Fríða Jóhannesdóttir hús-
móðir, sem lést á Hrafnistu í
Reykjavík 2.1.1978.
Sigmundur var sonur Jóns Jóns-
sonar, b. í Villingadal á Ingjalds-
sandi, en Fríða var dóttir
Jóhannesar Ólafssonar, b. og al-
þingismanns í Haukadal, af
Amardalsættinni.
með daginn
Óskar Halldórsson, Syðri-Olfsstöð-
um, Austur-Landeyjum, er sextug-
ur í dag.
Birna Friðgeirsdóttir, Gunnólfs-
götu 18, Ólafsfirði, er sextug í dag.
Ingibjörg Gísladóttir, Unufelh 4,
Reykjavík, er sextug í dag.
50 ára ________________________
Gissur Þór Sigurðsson, Langholts-
vegi 174, Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
Hólmfríður Snorradóttir, Holts-
götu 1, Njarðvíkum, er fimmtug í
dag.
Karl Magnús Gunnarsson, Hamra-
gerði 30, Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
Sigurður Ingólfsson, Bleikjukvísl
16, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
40 ára
Steingrímur O. Ellingsen, Nesbala
126, Seltjarnarnesi, er fertugur í
dag.
Jón Ragnarsson, Viðarholti, Ár-
skógshreppi, er fertugur í dag.
Halla Bergsdóttir, Brekkuhvammi
7, Hafnarfirði, er fertug í dag.
Til hamingju með
morgundaginn
85 ára
Helga Jónsdóttir, Goðheimum 23,
Reykjavík, er áttatíu og fimm ára
á morgtm.
75 ára_____________________.
Þorsteinn Sigurðsson, Birkivöllum
18, Selfossi, er sjötíu og fimm ára á
morgun.
60 ára____________________
Gunnar Þ. Haraldsson, Dverg-
hamri 30, Vestmannaeyjum, er
sextugur á morgun.
50 ára______________________
Páll G. Sigurþórsson, Birkivöllum
29, Selfossi, er fimmtugur á morg-
un. ■
Herdis Haraldsdótir, Skjólbraut 4,
Kópavogi, er ílmmtug á morgun.
Halldór Gislason, Heiðarbæ 15,
Reykjavík, er fimmtugur á morg-
un.
Ragnhildur Björnsdóttir, Mávanesi
9, Garðabæ, er fimmtug á morgun.
40 ára
Sigþór L. Sigurðsson, Dalbraut 28,
Suðurfjarðarhreppi, er fertugur á
morgun.
Óskar Gíslason, Hombrekkuvegi
7, Ólafsfirði, er fertugur á morgun.
Stefán Friðfínnsson, Laugarásvegi
37, Reykjavík, er fertugur á morg-
un.
Baldur Sigurður Pálsson, Engimýri
7, Akureyri, er fertugur á morgun.
Kristín Sæmundsdóttir, Melseh 9,
Reykjavík, er fertug á morgun.
örn Guðmundsson, Funafold 101,
Reykjavík, er fertugur á morgun.