Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Fréttir Afpantanir streyma til flestra hótela - í sumum titfellum hafa 60 til 70 herbergi verið afpöntuð „Þetta er alvarleg staöa sem upp er komin því hér hjá okkur á Hótel Esju hefur sennilega um helmingur herbergjanna, sem eru í allt 134, ver- iö afpantaöur .nú um helgina vegna verkfalls verslunarmanna. Hér er bæði um aö ræöa útlendinga, sem ætluðu að koma til landsins en hafa hætt við þaö, og einnig fólk utan af landi sem hefur hætt við Reykjavik- urferð af ótta viö aö brenna inni ef innanlandsflugið stöövast," sagöi Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Esju, í samtali viö DV í gær. Sömu sögu er að segja af flestum ef ekki öllum hótelum í borginni: alls staðar streymdu inn afpantanir, bæöi frá fólki utan af landi og frá útlendingum sem hætt höfðu við aö 'koma til íslands vegna verkfaUsins. í sumum tilfellum voru hótehn full- bókuð en standa nú hálftóm eftir. Einar Olgeirsson hótelstjóri sagöi að það lægi alveg ljóst fyrir að starf- semi hótelanna yrði sama og engin strax eftir helgina. -S.dór Hörkudeilur um minnispunkta verkfallsvarða - stjóm Lffeyrissjoðs verslunarmanna kölluð saman í minnispunktum, sem allir verk- fallsverðir Verslunarmannafélags Reykjavíkur höfðu á sér í gær og sýndu fólki sem var að vinna í verk- fallinu, voru atriði sem ollu miklum deilum. í minnispunktunum sagöi meðal annars að skýra bæri fyrir fólki að með því að brjóta samninga Verslunarmannafélagsins ætti það á hættu að vera vísaö úr félaginu og þá um leiö svipt lífeyrissjóðsréttind- um í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, sem á sæti í stjórn lífeyrissjóðsins, fór fram á að kallaö- ur yrði saman fundur í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna vegna þessa máls og verður hann haldinn í dag. „Geðþóttaákvarðanir“ „Lífeyrissjóður verslunarmanna er ekki lífeyrissjóður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Hann er lífeyrissjóður starfsstéttar þar sem launþegarnir kaupa sér sjálfir lífeyr- istryggingar meö launum sínum og atvinnurekandinn greiðir iðgjald því til viðbótar. Við viljum að eytt sé þeirri óvissu sem kemur fram á þessu blaði verkfallsvarða Verslun- armannafélagsins og að þeir geti hótað verslunarfólki því að félag þess geti svipt það lífeyrisréttindum. Við viljum fá tafarlaust úr þessu skorið í stjórn lífeyrissjóðsins aö hann standi við skuldbindingar sínar við verslunar- og skrifstofufólk og að fólk eigi það ekki á hættu að geö- þóttaákvarðanir stjórnar Verslunar- mannafélagsins geti eyðilagt fyrir því lífeyrisréttindi," sagði Víglundur Þorsteinsson í samtali við DV í gær. Sorgleg krafa „Þessi krafa Víglundar er ekki einu sinni hlægileg, hún er sorgleg: að þetta skuh gert að einhverju stóru atriði þegar verslunar- og skrifstofu- fólk um allt land er komið í alls- herjarverkfall. Hér er aðeins um minnisatriði fyrir verfaUsverði að ræða þar sem þeir skýra fyrir fólki hvaða afleiðingar verkfallsbrot getur haft. Þar er bent á að menn geti misst réttinn tfl að vera í Verslunarmanna- félaginu og það geti síðan leitt tfl þess að það missi réttindin í lífeyris- sjóðnum. í reglum sjóðsins, sem er samningsatriði mUli Verslunar- mannafélagsins og vinnuveitenda, segir orðrétt: „Sjóðsfélagi er sá laun- þegi sem er félagi í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur og kjarasamning- ar þess og vinnuveitenda taka tU.“ Það liggur því alveg ljóst fyrir að tU þess að geta verið í lífeyrissjóðnum þarf launþegi að vera í félaginu. Und- antekning eru verslunarmenn úti á landi sem eiga ekki aöild að þessari reglugerð en samþykki stjórnar Verslunarmannafélags Reykjavíkur þarf að koma til ef þeir eiga aö verða félagar í sjóðnum,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélagsins, um þetta deUumál. -S.dór t gær kom til deilu milli verkfallsvarða Verslunarmannafélags Reykjavíkur og þeirra er standa að versluninni Vorleik i Kringlunni. Verslunin hafði ráðið sér fólk til starfa og sagði lögfræðingur verslunarinnar, sem er lengst til hægri á myndinni, að um verktaka væri að ræða. Fríður flokkur verk- fallsvarða kom á vettvang og þá var kallað á lögregluna. Málið leystist síðan friðsamlega og urðu verktakarnir að víkja. DV-mynd Brynjar Gauti Beathoven-flokkurinn á æfingu í gær. Sverrir Stormsker situr viö píanóið en með honum eru f.v.: Björn Emilsson, leiðbeinandi hópsins fyrir sjón- varpsútsendinguna, Kristján Viðar Haraldsson, Greifunum, Guðmundur Jónsson, Sálinni hans Jóns míns, Edda Borg, Módeli, Þorsteinn Gunnars- son, Hunangstunglinu, og Stefán Hilmarsson, Sniglabandinu. DV-mynd GVA Jón Páll fer með Sverri til Dublin Jón PáU Sigmarsson er í fóruneyti Beathovensbræðranna, Sverris Stormskers og Stefáns Hilmarsson- ar, í Eurovisionkeppninni. En fulltrúar íslands lögöu af staö til Dyflinnar eldsnemma í morgun. „Ég myndi kalla Jón Pál lífvörð Sverris í ferðinni,“ sagði Björn Em- ilsson í samtaU við DV. Björn sagði það liggja í augum uppi að Jón Páll færi m.a. í ferðina til að vekja at- hygli á íslandi og íslensku keppend-. unum. „Ég hef oft sagt áður að það er ákveðin landkynning í þessari keppni og Jón Páll tengist henni aö sjálfsögðu auk þess sem nafn hans kemur fyrir í texta lagsins. Hann verður viðstaddur á blaðamanna- fundum í Dublin en hann mun ekki verða á sviðinu með tónUstarfólkinu í sjálfri keppninni," sagði Björn. Eyjólfur ekki með Breyting hefur oröið á Uösskipan íslensku tónUstarmannanna í keppn- inni. Eyjólfur Kristjánsson fór ekki með í morgun tíl Dyflinnar en í hans stað kom Kristján Viðar Haraldsson úr Greifunum. Eyjólfur sagöi í sam- tali við DV að hann hafl ekki séð sér fært aö fara til Dyflinnar þar sem hann komst ekki frá vinnu. En Eyj- óUúr spilar um þessar mundir á Hótel Sögu. Aðrir íslenskir hljóðfæraleikarar í söngvakeppninni eru: Edda Borg, Þorsteinn Gunnarsson í Hunangs- tunglinu og Guðmundur Jónsson í Sálinni hans Jóns míns. -JBj Minnispunktarnir sem deilunni ollu Minnisblað verkfallsvarða Verslunarmannafélags Reykjavík- ur er langt og ítarlegt en í 3. Uö þess eru atriðin sem deilunni ollu í gær en þessi 3. Uður hljóðar svo: „Skrá sérstaklega niöur nafn, heimilisfang og vinnustað fólks sem neitar að leggja niöur vinnu og skýra því frá aö það sé að bijóta samninga VR, sem gæti leitt tíl: a Svipting réttinda til lágmarks- launa b Svipting réttar tU uppsagnará- kvæða c Svipting réttar til að vinna ann- ars staðar d Missir tíl lífeyrissjóðsréttinda e Svipting réttar til atvinnuleysis- trygginga f Svipting réttar til sjúkrabóta úr Sjúkrasjóði VR g Fjöldi annarra réttinda í hættu, sem stéttarfélögin tryggja." -S.dór MilliSandaflugið: Aukaferðir til að koma far- þegum heim Flugleiðir hf. hafa ákveðið að vera með eina aukaferö á morg- un, sunnudag, og fer vélin til Kaupmannahafnar og Ósló. Árni Sigurðsson þjá Flugleiðum hf. sagöi í samtali við DV í gær að sennUega myndi þessi eina auka- ferð duga til að koma þeim heim sem vilja flýta heimferð vegna verkfalls Verslunarmannafélags Suðurnesja sem hefst-á mánudag og lokar mUlilandafluginu. Ámi sagði aö vegna verkfalls- ins hefðu fjölmargir, sem ætluöu til útlanda í þessari viku, hætt við ferðina og þvi væri nóg af sætum laust fyrir þá sem vUja flýta heimfór um helgina. Ein vél fer á morgun tU Kaup- mannahafnar og London og kemur hún tíl baka á mánudag- inn. Síðasta flug frá Lúxemborg til íslands fyrir verkfall verður á morgun, sunnudag. Flugleiðir hf. munu síðan halda ' uppi flugi frá Evrópu til Ameriku án viðkomu á íslandi meðan á verkfalli verslunarmanna stend- ur. -S.dór Innaitlandsflugið: Amarflug heldur áfram - Flugieiðir stöðvast Arnarflug hf. mun halda uppi innanlandsflugiþrátt fyrir versl- unarmannaverkfalliö. Stöövar- stjórinn á afgreiðslu félagsins í Reykjavík afgreiðir flugmiöa og svarar i símann. Úti á landi munu svo umboðsmenn Arnarflugs hf. halda uppi fullri afgreiðsiu. Innanlandsflug Flugleiða hf. mun aftur á móti stöðvast með öllu vegna verkfallsins. Leigu- flugfélögin starfa öll í verkfallinu, hvort sem þau eru í Reykjavik eða úti á landi. Mjög miklar annir voru í innan- landsfluginu hjá Arnarflugi hf. í gær og á mörkunum aö einn maður gæti annað afgreiðslunni í Reykjavík. -S.dór Akureyri: Rólegt hjá verkfalls- vörðunum Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Hér er allt rólegt og ekkert stórmál hefur komið upp,“ sagði verkfallsvöröur á skrifstofu verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri við DV í gær. Á milli 40 og 50 manns eru við verkfallsvörslu á Akureyri og áttu þeir rólegan dag í gær. Ein- ungis nokkur smámál komu upp og var um athugunarleysi að ráeða í þeim tilfellum og málin voru leyst. Stór hluti verslana á Akureyri var opinn í gær, og eigendur þar við afgreiðslu. Allar matvöru- verslanir Kaupfélags Eyfiröinga eru lokaðar og einnig verslun Hagkaups. Hins vegar var opið í Matvörumarkaönum í Kaupangi og í fjórum minni verslunum. Það sem kemur til með aö valda mestum erfiðleikum á Akureyri er að allar bensínafgreiðslur bæj- arins eru lokaðar. Einú undan- þágumar, sem veittar hafa verið varðandi bensín, eru til slökkvi- liös, lögreglu og lækna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.