Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Fréttir__________________________ Skipulagsstjóm ríkisins og graftraríeyfi að ráðhúsi: Kæran óviik vegna frestunar? Skipulagsstjórn ríkisins frestaði á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag afgreiðslu umsagnar til félagsmála- ráðherra um graftrarleyfi fyrir ráðhúsið. Þetta getur þýtt að bygg- ingarleyfi verði veitt áöur en kæra vegna graftrarleyfisins verður af- greidd og hafi hún því engin áhrif á byggingu ráðhússins. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra óskaði eftir umsögn Skipulagsstjórnar ríkisins og bygg- inganefndar Reykjavíkurborgar, eftir aö íbúar á Tjarnargötu 10 kærðu veitingu graftrarleyfisins á þeirri forsendu aö það væri ólöglegt. Stefán Thors, skipulagsstjóri telur graftrarleyfið ekki í samræmi viö lög. Hins vegar kom sú tillaga fram á fundi skipulagsstjórnar að óska eftir lögfræðilegu áliti og var af- greiðslu málsins því frestað um hálfan mánuö. Skipulagsstjóri benti á, i samtali við DV, að líklega veiti bygginganefnd byggingarleyfi fyrir ráðhúsinu í millitíðinni. Kæran fell- ur þá um sjálfa sig og hefur engin áhrif á byggingu hússins. Fundur bygginganefndar Reykja- víkurborgar verður næsta fimmtu- dag og má búast við að þar verði tekin til umfjöllunar fyrirspurn ráð- herra auk umsóknar um byggingar- leyfi fyrir ráðhúsi, sem líklega verður samþykkt. - Er með þessu verið að koma í veg fyrir að kæra íbúanna hafi áhrif á byggingu ráðhússins? „Það er ekkert óeðlilegt við að leita eftir lögfræðiáliti í ljósi þess að hér er um að ræða mjög viðkvæmt mál. En þetta snýst ekki bara um ráð- húsið heldur vill svo illa til að kæran. kemur upp vegna byggingar þess og verður því heldur meira mál en ella. Graftrarieyfi hafa áður verið veitt án þess að nokkuð hafi verið sett út á það. Máliö snýst því í grundvallar- atriðum um hvort graftrarleyfi eigi sér stoö í lögum og tel ég svo ekki vera þó að slíkt leyfi geti átt rétt á sér í vissum tilfellum,“ sagði Stefán Thors. -JBj Nefnd um stjómun ferskfiskútflutnings: Ekki samráð við gámaútflytjendur „Ég veit ekkert um þessa nefndar- skipun nema það sem ég hef lesið í blööum. Þar var sagt aö ráðherra hefði rætt við hagsmunaaðila. Þaö voru hins vegar bara stóru sölusam- tökin sem ég veit ekki til aö flytji út neinn ferskan fisk. Þaö var ekkert rætt við þá sem standa í þessum út- ílutningi," sagði Ævar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Seifs sem flytur út mikiö magn af gámafiski. „Það er hins vegar eðlilegt að ein- hver stjórn sé á þessu. í Noregi er rekin upplýsingamiöstöð þar sem menn geta fylgst með markaðinum. Ef þeir hins vegar láta sér ekki segj- ast er gripið til banna. Seifur flytur einnig út frystan fisk. „Það er ekkert síöur þörf á einhverju eftirliti varðandi þann útflutning. Þaö kom vel í ljós þegar hvað mest veiddist af grálúðu í vetur," sagði Ævar. -gse Vinna í yerkföllum Hverjum er heimilt aö vinna í verkfalli og þá hvaða störf? Eina lagaheimildin sem fjallar um hverjum er heimilt að vinna í verkfalli og hverjum ekki er 18.gr. laga, nr. 80/1938, um stéítarfélög og vinnudeilurog hljóðar þannig: "Þegar vínnustöövun hefur veriö Iðglega hafin, er þeim, sem hún aö einhverjuleytibeinistgegn, óhelmiltaö stuöla aöþvlaöafstýra henni meö aöstoö elnstakra meölima þeirra félaga eöa sambanda sem aö vinnustöövuninni standa." Vinnustöðvun nær eingöngu til félagsmanna þess félags sem stendur að verkfallsboöuninni og starfa á vinnustööum og við störf sem verkfallsboðunin nær til. Þeim starfsmönnum sem ekki eru (verkfalli, er heimilt að vinna sín venjulegu störf, en starfsskyldurþeirra þvorki aukast né minnka vegna verkfallsaögerðanna. Sem dæmi mátaka bifvélavirkja eða kjötiðnaðarmenn, sem starfa við afgreiðslu í krafti sérþekkingar sinnar. Verkfall raskar ekki stööu slíkra manna á neinh hátt. Eigendum fyrirtækja er heimitt að vinna viö fyrirtæki sín, hvort sem þeir hafa unnið þar að staöaldri eða ekki. Á það einnig við um maka, börn og nánustu ættingja. Hluthöfum er óheimilt að vinna í verkfalli nema að hlutafjáreignin sé grundvöllur lífsafkomu þeirra og starfiö jafnframt grundvallað á hlutafjáreigninni. Verkfall nær ekki til stjórnenda fyrirtækja, svo sem framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, starfsmannastjóra, skrifstofustjóra, verslunarstjóra og annarra sambærilegrayfirmannameðstjórnunarábyrgð. Slíkumyfirmönnumberaðsinna stjórnunarstörufm sínum og er tvímælalaust heimilt að ganga inn í störf aðstoöarmanna sinna, svo sem fulltrúa," ritara, símavarða og umsjónarmanna húsakynna. Vinnuveitendasamband íslands Farþegar ganga um borð i Twin Otter vél Flugfélags Norðurlands i fyrsta leiguflugið í verkfallinu á Akureyrarflugvelli í gærmorgun. DV-mynd gk, Akureyri Flugfélag Norðuriands á Akureyri: „Loftbrú“ milli Akur- eyrar og Reykjavíkur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi: Þótt innanlandsflug Flugleiða hafi lagst niður er verkfall verslunar- og skrifstofufólks hófst, liggur ekki allt flug niðri. Flugfélag Norðurlands á Akureyri, sem varð að leggja niöur allt áætlun- arflug sitt, stundar leiguflug af kappi í verkfallinu og strax kl. 9 í gærmorg- un fór fyrsta vél félagsins til Reykja- víkur með farþega sem voru á leið til fundarhalda þar. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, tjáði DV aö þeir myndu reyna að sinna leiguflugi til þeirra staða sem slíks væri.óskað. Hins vegar átti hann von á því að þeir hefðu nóg að gera eingöngu á flugleiðinni Akur- eyri-Reykjavík-Akureyri, enda er þetta sú flugleið innanlands sem langflestir farþegar fljúga á. Nú er Flugfélag Norðurlands með tvær Twin Otter vélar sem taka 18 far- þega, tvær vélar sem taka 9 farþega, og eina vél sem tekur 5 farþega. Akureyri: Bensínafgreiðslu- menn í verkfalli Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Bensínafgreiðslumenn á Akur- eyri eru í félaginu hjá okkur og því eru þeir í verkfalli,“ sagði Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags verslunar og skrifstofufólks á Akur- eyri, en verkfall þeirra hófst á föstudaginn. Yfirleitt eru bensínafgreiðslumenn ekki í félögum verslunarmanna, en þar sem svo háttar til á Akureyri eru bensínstöðvar lokaðar. Þaö er því hætt við að Akureyringar þurfi að bregða sér bæjarleiö eftir bensíni, jafnvel til Dalvíkur eða staða í ná- grenninu. - En eru verslunarmenn á Akur- eyri undir það búnir aö fara í langt verkfall? „Við höfum verkfallssjóð en hann er lítill. Við höfum ekki bolmagn til þess að hjálpa félögum okkar ef úr verkfallinu tognar, nema einstaka fólki sem verður mjög illa statt,“ sagði Jóna. Knattspyrna: Guðmundur í marki íslands í Búdapest Guðmundur Baldursson, mark- vöröur íslandsmeistara Vals í knatt- spyrnu, hefur verið valinn í landsliðið eftir sex ára íjarveru. Hann mun verja mark íslands gegn Ungverjum í Búdapest miðvikudag- inn 4. maí. Guðmundur tekur stöðu Bjama Sigurðssonar, sem leikur með Brann í Noregi, en hann verður að sleppa Ungveijalandsfórinni vegna fjölg- unar í íjölskyldunni. -VS Bílaþrenna með 42% vinningshlutfalli Styrktarfélagið Vogur er nú að ráðast í stóra fláröflum sem er bíla- þrenna. Er hér um að ræða smámiða- happdrætti sem er af svokallaðri skafmiðagerð. Hvert spjald mun kosta 100 kr. og verður vinningshlut- fallið 42%. í þessu skafmiðahappdrætti verður lítið um litla vinninga en vinningar eru 50 bifreiðir af Lancia gerð, svo- kallaðar skutlur, hver að verðmæti yfir 300 þús. kr. Einnig verða 250 geislaspilarar og 500 ljósmyndávélar í vinning. Þetta er annað stórátak Styrktarfé- lagsins Vogs til að styrkja starfsem- ina aö Vogi en í byrjun árs 1988 námu skuldir vegna byggingar sjúkrahúss- ins að Vogi tugum milljóna. Nú þegar hefur Styrktarfélagið aflað sér um 10 milljóna kr. til greiðslu á bygging- arskuldum. - SMJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.