Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 9 HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 „Tel lagið harts Stormskers vera eitt af þremur sem koma til greina til sigurs i Dyflinni,“ segir Björn Emilsson, framkvæmdastjóri keppninnar. DV-myndir Brynjar Gauti aftur, sem þykir sjaldgæft. Bjöm út- skýrði það og sagði að hann hefði ekki fengið þá fullnægju í starfi sem hann sóttist eftir á Stöð 2. „Hrafn Gunnlaugsson hafði á orði við mig að koma aftur og það má ségja að ég hafi ákveðið að fara „heim“. Þaö var síðan Hrafn sem bað mig að sjá um söngvakeppnina en undanfarin tvö ár hefur sú vinna verið unnin af Agli Eðvaldssyni og Bimi Björns- syni. Ég gæti ímyndað mér að kostnaðarlega sé þaö hagkvæmara fyrir Sjónvarpið að láta innanhúss- mann sjá um þá framkvæmd þótt ég hafi ekki heyrt neinar tölur um það,“ sagði Björn. „Það má segja að við höfum verið undirmönnuð þar sem ég vinn núna verk sem tveir menn gerðu áður. Hins vegar hef ég haft gott aðstoðarfólk eins og Eggert Gunnarsson og Ágústu." Björn hefur auk söngvakeppninn- ar unnið að þáttum Hermanns Gunnarssonar, A tali, þar sem hann átti einnig hugmynd að sviðsmynd- inni. „Hrafn hefur úthlutað mér tiltölulega góðum verkefnum og ég lít á það sem traust. Það getur verið erfitt að halda úti þáttum í beinni útsendingu. Við höfum þó uppskorið árangur erfiðis okkar þar sem þátt- unum hefur verið vel tekið. í upphafi mætti ég nokkurri andstöðu gagn- vart leikmyndinni frá tæknimönn- um Sjónvarps og áhorfendum úti í bæ og þó aðallega frá eldra fólki. Yngra fólk lýsti hins vegar yfir áhuga með skemmtilega tilraun í leik- myndagerð, enda er svo komiö í dag að flestum fellur leikmyndin í geð. Gryfjan, sem Hemmi sat í og mörgum fannst undarleg, eins og til dæmis fjölmiðlagagnrýnanda Morgunblaðs- ins, þjónaði til dæmis þeim tilgangi að fela blaðarusl, upplýsingar fyrir Hemma, neyðarsíma, liijóðnema og leiðslur. Ég hækkaði sviðið upp'til að geta komið undir það hljóðmónit- orum fyrir listamennina sem annars væru mjög áberandi ljótir í forgrunni myndarinnar. Einnig var þar reyk- vél og ljós. Sviðsmyndin var öll hönnuö fyrir beinar útsendingar. Hljómsveitin vár ofan í gryfju en það var gert til að listamaðurinn, sem fram kæmi hverju sinni, nyti sín betur og hægt væri að taka myndir af honum án þess að hljómsveitin eða Hemmi sæjust ef svo bæri undir. Leikmyndin var því ekki bara stíllinn. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á formum og lýsingu og legg mikla áherslu á útlit og umgjörð þátta.“ Stóit verkefni framundan Nú þegar Hemmi Gunn er farinn í frí og söngvakeppnin afstaðin mega þá sjónvarpsáhorfendur búast við fleiru skemmtilegu frá þér? „Þegar unnið er undir verkstjórn eins hug- myndaríks manns og Hrafns Gunn- laugssonar má búast við hverju sem er og ég er ekki vafa um að áður en sumarið er liðið gaukar hann ein- hverju verkefni að mér.“ Björn Emilsson var ónáðaður af því fólki sem nú er á leiö með honum til írlands því komið var að fundar- tíma og að mörgu að hyggja. Senni- lega á það fólk eftir aö upplifa skemmtilega daga í Dyflinni en er eitthvaö sérstakt sem framkvæmda- stjórinn á von á. „Nei, ég vona bara að hryðjuverkamenn haldi sig í fjar- lægð frá þessum stað. Það er ekki hægt aö horfa fram hjá því að þarna fer fram atburður sem kemur inn á heimili manna um alla Evrópu og sjálfsagt gæti það verið kjörið tæki- færi fyrir hryðjuverkamenn að láta að sér kveða. Ég vona svo sannarlega að svo verði ekki. Ég efast heldur ekkert um að öryggisgæslan verði mjög öflug," sagði Bjöm Emilsson. ELA Ull PIQIT HE,MS,NS besta ryksuga !■■ Stór orð, sem reynslan réttlæfir /ranix Kistur, 3 gerðir Verð 7.900, 8.400 og 10.800. Símaborð kr. 4.700 NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG LÍTIÐ INN Opið alla daga kl. 10-19 SNýja ^ólsturgGrðin Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, sími 16541 NILFIS ára LETT, LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk. fljott og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Sófasett Borðstofusett Það er OPIÐ hjá okkur Húsgögn á 800 fm sýningarsvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.