Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 52
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. ísafjörður: Heilsugæslustöðin fær peningagjöf frá Luxembuig Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi: Heilsugæslustöðinni á ísafirði barst fyrir stuttu peningagjöf sem kom skemmtilega á óvart, eins og framkvæmdastjóri stöðvarinnar orðaði það. Þar var um að ræða 2.700 dollara frá alþjóðlegum samtökum, International Bazar (IT). Það var Margrét Ingimarsdóttir frá Hnífsdal sem afhenti gjöfma en hún hefur veirð búsett í Luxemburg í þrettán ár. IT hefur á að skipa félög- um 23 þjóða sem halda fyrir hver jól basar einn mikinn í Luxemburg. Basar þessi er orðinn fastur liður í jólahaldi Luxemborgara og stendur hann í marga daga. islendingar bú- settir í Luxemburg hafa verið með í þessum basar frá stofnun eða í 21 ár. Framlag íslendinganna á basarinn er aðallega íslenskir lopavörur og matur ýmiss konar. Allt þaö fé sem kemur inn er sett í sameiginlegan sjóð IT. Hann skipt- ist síðan á milli þjóðanna 23 eftir að stærsta hluta hans hefur verið varið til hjálpar vanþróuðum ríkjum Þriðja heimsins. Guðmundur Marinósson, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á ísafirði, tekur við gjöfinni úr hendi Margrétar Ingimarsdóttur. Sá hluti fjárins sem kemur í hlut íslendinga nú er u.þ.b. 300.000 krón- ur. Skiptist það fé aö þessu sinni jafnt á milli Heilsugæslustöðvarinrtar á ísafirði, íþróttafélagsins Aspar og Reykjalundar. Guðmundur Marinósson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar- innar, þakkaði Margréti og hennar samtökum fyrir þann hlýhug sem þau hafa sýnt málefnum heilsugæslu á ísafirði með þessari gjöf. Þá af- henti Guðmundur Margréti sérstakt þakkarbréf til samtakanna. ísafjörður: Hvarverðurnýja kirkjan reist? - Ákvörðun tekin nk. fímmtudag að hafa áhrif á „andlit bæjarins", eins og Gunnlaugur Jónasson, for- maður sóknarnefndar, orðaði það. Á væntanlegum aðalfundi safnaðarins verður, auk heföbundinna aðalfund- arstarfa og ákvarðanatöku um framtíðarstað kirkjunnar, rætt um stærð og gerð nýrrar kirkju og bygg- ingarforsögn þá sem sóknarnefnd hefur gert um kirkju og safnaðar- heimili. Menning ______________________________________________________ Smátt og stórt Bjöig Þorsteinsdöttir í Norræna húsinu Á síðustu árum hefur átt sér stað tvíþætt þróun í verkum Bjargar Þorsteinsdóttur. Annars vegslr hef- ur hún verið að íjarlægjast hlut- lægan veruleika og byggja upp margræðar, hálf-afstrakt, mynd- heildir úr efniviði úr nánasta umhverfi sínu. Hins vegar hefur hún verið að slaka á þeim stundum kaldhamr- aða byggingarstíl, sem einkennt hefur myndlist hennar, og fikra sig í átt til litbrigðaríkari stemmumál- verks. Sýning Bjargar i Norræna húsinu er mikilvægur áfangi á þeirri braut. Þar er að finna nokkur málverk þar sem nákvæm uppbygging situr í fyrirrúmi, en þau eru fleiri sem ganga út á lithvörf og frjálslega teikningu - sem þó fara aldrei úr böndunum. Ný viðhorf Bjargar pr helst að finna í krítarmyndum hennar, en eins og margir vita er krítin góður skóli fyrir þá sem samræma vilja línu og lit. í hvert sinn sem lista- maður markar fyrir línú, þarf hann að hugsa bæði um byggingarlegt hlutverk hennar og áhrif hennar á þá liti sem fyrir eru. Þetta tekst Björgu alveg prýði- lega, og fyrir vikið verða krítar- myndir hennar, smáar og stórar, sérstakt augnayndi. Athyglisvert er hvernig hún not- ar formfræði hinnar japönsku Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson pappírslistar, origami, til að stilla af óstýrilæti línu og lita, eða beina þeim inn á réttar brautir. Ég er ekki eins sannfærður um ágæti þeirra akrýlmálverka sem hún sýnir að þessu sinni, ekki vegna þess aö þau séu of fóst í formi, heldur vegna þeirrar sund- urgerðar sem stundum gerir vart við sig í þeim. Fyrir minn sníekk er einfaldlega of mikið að gerast í þessum verk- um, smá form og stór bítast um athygli okkar - ekki ósvipað því sem gerðist forðum í pappírsverk- um listakonunnar. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að listakonan leiti nú leiða til að steypa saman aðföngum sínum og gera úr þeim sterkar heildir, sjá mynd eins og „Sólstafi" (nr. 9). -ai Björg Þorsteinsdóttir, ásamt einu málverka sinna. Sigmjón J. Sigurðsson, DV, Isafirði: Það er kunnara en frá þurfi að segja aö Ísaíjaröarkirkja varð eldi að bráð í júlí sl. Frá því það átti sér stað hefur mikið verið rætt og ritað um hvar ný kirkja skuli rísa. Aðallega hafa þó tveir staðir verið nefndir, annars vegar bæjarhóllinn norðan Hafnarstrætis og hins vegar uppfyll- ingin sunnan Hafnarstrætis. Það er aðalsafnaðarfundur einn sem hefur vald til þess að ákvarða hvar ný kirkja rís og nú er komið að því að taka þarf þessa stóru ákvörðun. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 28. apríl nk. kl. 20.30 í sal Mennta- skólans á ísafiröi. Á blaðamannafundi, sem sóknar- nefnd boðaði til, kom fram aö nefndin væntir þess að sóknarbörn mæti á fundinn og taki þátt í að taka þessa ákvörðun sem svo mjög á eftir Afmæli Guðrún Sumarrós Vigfusdóttir Guðrún Sumarrós Vigfúsdóttir, Dvalarheimilinu Hornbrekku, Ól- afsfirði, er áttræð í dag. Sumarrós fæddist á Másstöðum í Skíðadal en ólst upp á Þverá í sömu sveit. Hún giftist 1928 Gunnlaugi Rögnvaldssyni, f. 12. aprfi 1902, verkamanni á Ólafsfirði. Foreldrar hans vorU Rögnvaldur Rögnvalds- son, b. á Kvíabekk í Ólafsfirði, og kona hans, Guðlaug Kristjánsdótt- ir. Sumarrós og Gunnlaugur eign- uðust fjögur börn. Þau eru: Guð- laug, f. 9. 3. 1929, gift Gunnlaugi Magnússyni, húsasmið á Ólafsfirði; Soífía, f. 14. desember 1930, gift Rósant Skúlasyni, bifreiðarstjóra í Keflavík, en hann lést í apríl 1987; Ragnhildur, f. 9.janúar 1933, gift Gunnari Skarphéðinssyni, raf- eindavirkja í Garðabæ; og Vigfús Skíðdal, f. 24. október 1937, húsa- smíðameistari á Ólafsfirði, kvænt- ur Hómfríði Jóhannsdóttur. Systkini Sumarrósar: Ólöf, sem var gift Jóhanni Jónssyni, skrif- stofumanni á Dalvík, en þau eru bæði látin; Björn, b. og smiður á Dalvík, er einnig látinn; Jónína, gift Sævaldi Sigurðssyni sjómanni, eru á Dalbæ á Dalvík; Sveinn, fyrr- verandi b. á Þverá í Skíðadal en nú búsettur á Dalvík, kvæntur Þór- dísi Rögnvaldsdóttur, og Ari, búsettur á Dalvík. Foreldrar Sumarrósar voru Vig- fús Björnsson, b. á Þverá í Skíðad- al, og kona hans, Soffía Jónsdóttir. Til hammgiu 60 ára með daginn 80 ára Brandís Guðmundsdóttir frá Bæ verður sextug nk. fimmtudag, 28.04. Hún tekur á móti gestum eft- ir kl. 15 á morgun, 24.04., að heimili sínu Erluhrauni 3, Hafnarfirði. Þorsteinn Matthíasson, Hátúni 10B, Reykjavík, er áttræður í dag. 50 ára Jóna Jónsdóttir, Spítalastíg 4, Reykjavík, er áttræð i dag. Sigríður Sigfinnsdóttir, Hólalandi 22, Stöðvarhreppi, er áttræð í dag. Eysteinn Arason, Álfhólsvegi 58, Kópavogi, er fimmtugur í dag. ísleifur Vilhjálmsson, Hraunbæ 44, Reykjavík, er fimmtugur í dag. . 75 ára 40 ára Sigurbjörg Gísladóttir, Selvogsgötu 19, Hafnarfirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Heiðrún Rútsdóttir, Sjávarflöt 7, Stykkishólmi, er fertug í dag. Haukur S. Valdemarsson, Skeið, Svarfaðardalshreppi, er fertugur í dag. Kristófer Valgeir Stéfánsson, Álf- hólsvegi 46D, Kópavogi, er fertugur í dag. 70 ára Sigurbjörn Stefánsson, Túngötu 13, Keflavík, er sjötugur í dag. Til hamingju með morgundaginn 90 ára Emil Wilhelmsson, Löngufit 38, Garöabæ, verður fimmtugur á morgun. Dóra Egilson, Laugarásvegi 50, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Guðríður Karlsdóttir, Mosabarði 8, Hafnarfirði, verður fimmtug á morgun. Gunnþórunn Sigurðardóttir, Fífu- sundi 1, Hvammstanga, verður níræð á morgun. Karen Louise Jónsson, Kapla- skjólsvegi 63, Reykjavík, verður níræð á morgun. 85 ára 40 ára Magnús Guðmundsson, Eyrarvegi 8, Flateyri, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Auðbjörg Guðjónsdótir, Meistara- völlum 7, Reykjavík, verður fertug á morgun. 80 ára Steinar Karlsson, Víkurbakka 22, Reykjavík.verður fertugur á morg- Guðrún Halldórsdóttir, Spítalastíg 6, Reykjavík, verður áttræð á morgun. Hanna Kristín Guðmundsdóttir, Kringlunni 65, Reykjavík, verður fertug á morgun. Hildur Leifsdóttir, Kjarrhólma 18, Kópavogi, verður fertug á morgun. 75 ára Kristján Sævaldsson, Grænuhlíð 7, Akureyri, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Hann verður ekki heima á afmællisdaginn. Ásta Björnsdóttir, Sundstræti 35A, ísafirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Ása Norðflörð, Tunguvegi 8, Reykjavík, verður fertug á morgun. Sigriður B. Blöndal, Unufelli 1, Reykjavík, verður fertugá morgun. Reynir Adamsson, Ásbúð 53, Garðabæ, verður fertugur á morg- un. Hafsteinn Guðmundsson, Þing- hólsbraut 12, Kópavogi, veröur fertugur á morgun Guðmundur J. Jónsson, Hraunbæ 178, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Aðalheiður Ingvarsdóttir, Hóla- baki, Sveinsstaðahreppi, verður fertug á morgun. Óli Viðar Thorstensen, Kleifarseli 45, Reykjavík, verður fertugur á morgun. 70 ára Þórunn Gísladóttir, Norðurgötu 21, Miöneshreppi, verður sjötug á morgun. 50 ára Ingibjörg Vestergaard, Haukanesi 4, Garðabæ, veröur fimmtug á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.