Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Page 53
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 57 DV Afmæli Guðríður Karísdóttir Guðríöur Karlsdóttir kennari, Mosabarði 8, Hafnarfiröi, er fimm- tug á morgun. Guðríður er fædd í Reykjavík og lauk verslunarskóla- prófi sextán ára. Hún er stúdent frá MH og lauk kennaraprófi frá KÍ 1969. Við lát foður síns hóf hún störf á tollstjóraskrifstofunni í Arnar- hvoli, einnig starfaði hún á Hótel Selfossi. Guðríður .hefur verið kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði frá 1970 og hefur sótt norræn kennaraþing og farið í námsferðir til Bandaríkjanna og Þýskalands. Hún hefur verið í stjórn Soroptimistasystra á íslandi ogf sótt alþjóðaráðstefnur á þeirra vegum og starfað að málefnum kaþólska klaustursins í Hafnar- firði. ■ Guðríður giftist 21. janúar 1960 Árna Rosenkjær, f. 28. febrúar 1932, rafvirkjameistara hjá Hótel Loft- leiðum. Foreldrar hans eru Carl Rosenkjær, verslunarmaður í Vestmannaeyjum, og Ágústína Jónsdóttir frá Gamla-Hrauni á Eyr- arbakka, systir Guðna prófessors og ættfræðings. Fósturfaðir. Árna er Skarphéðínn Helgason, skip- stjóri og verðlagsfulltrúi. Börn Guðríðar og Árna eru Karl Ingi Rosenkjær, f. 5. október 1955, tæknifræðingur og framkvæmda- stjóri Blikksmiðsins hf„ kvæntur Selmu Guðnadóttur og eiga þau þrjú börn; Guðrún Hildur, f. 31. mars 1962, ritari hjá Flugleiðum; Ágústa Ýr, f. 9. júlí 1963, mat- reiðslumeistari hjá Hótel Loftleið- um, unnusti hennar er Jóhann Viðarsson, verslunarmaður hjá Hljómbæ; og Guðný Birna, f. 27. maí 1969, nemi, unnusti hennar er Siguijön Einarsson málari. Bróðir Guðríðar er Guðlaugur Tryggvi, f. 9. september 1943, hag- fræðingur og fulltrúi hjá HÍ, kvæntur Vigdísi Bjarnadóttur, deildarstjóra skrifstofu forseta ís- lands. Foreldrar Guðríðar eru Karl I. Jónasson, f. 15. júní 1900, d. 18. okt- óber 1952, stöðvarstjóri á Bifreiða- stöð Steindórs og stofnandi Karlakórs Reykjavíkur, og kona hans, Guðný Guðlaugsdóttir, f. 16. apríl 1912, hótelstýra í Tryggva- skála á Selfossi, síðar verslunar- maður í Rvík. Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, Egill Gr. Thorarensen, forstjóri Síldarrétta í Kópavogi, og Guðlaug- ur Ægir Magnússon, forstjóri MM á Selfossi eru systrasynir Guðríð- ar. Ingibjörg Jóhannesdóttir, ritari í Seölabankanum, Hólmfríður Árnadóttir, kennari og myndlistar- maður, og Skjöldur Magnú'sson slökkviliðsmaður eru bræðrabörn við Guðríði og Pétur Júlíusson, for- stjóri í Borgarnesi, systkinabarn. Faðir Karls var Jónas, smiðs í Borgarnesi, Jónassonar, b. á Stóra-Kambi, Jónassonar, b. á Álftavatni í Staðarsveit, Samsonar- sonar, b. á Klömbrum í Vesturhópi, Sigurðssonar, b. á Klömbrum, Jónssonar, bróður Egils, langafa Eyþórs, afa Ásgeirs Asgeirssonar forseta. Móðir Jónasar á Stóra-Kambivar Sigríður Pálsdóttir, prests á Undir- felli, Bjarnasonar. Móðir Páls var Steinunn Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis, afa Bjarna Thoraren- sens skálds. Steinunn var dóttir Páls prests á Upsum, Bjarnasonar, prests í Vesturhópshólum, Þor- steinssonar, afa Amórs í Vatns- firði, forföður Hannibals Valdimarssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Bjarnadóttir, prests á Mælifelli, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Jóhannsdóttur, systur Einars, afa Einars Stefánssonar, afa Einars Benediktssonar skálds. Móðir Karls var Ingibjörg Lofts- dóttir, vinnumanns á Staðarhóli, Jónssonar og Sigríðar Magnús- dóttur. Móðir Sigríðar var Ingi- björg Jónsdóttir, b. í Snartartungu, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Sveinsdóttur. Systkinabarn við þau bæði var Sveinn Níelsson, for- faðir Sveins Björnssonar forseta, Haralds Níelssonar, Jónasar Har- alz, Leífs Sveinssonar, Níelsar Dungals og Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns Flugleiða. Faðir Guðnýjar var Guðlaugur, b„ kennari og organisti og síðar gestgjafi í Tryggvaskála og fyrsti formaður Héraðssambandsins Skarphéðins, Þórðarsonar, b. á Hellum á Landi, Guðlaugssonar, bróður Vilborgar, langömmu Þor- gerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Móðir Guðlaugs var Guðrún, systir Sæmundar, afa Guðrúnar Erlends- dóttur hæstaréttadómara. Bróðir Guðrúnar var Guðbrandur, afi Hauks Morthens og Kristins, fóður Bubba Morthens. Guðrún var dótt- ir Sæmundar, b. á Lækjarbotnum, Guðbrandssonar, bróður Sigurðar, langafa Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Móðir Guðnýjar var Guðríður Eyjólfsdóttir, landshöfðingja í Hvammi á Landi, Guðmundssonar, afa Eyjólfs Ágústssonar í Hvammi og aíkomanda Markúsar Bergsson- ar, sýslumanns á Ögri, forfööur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhannesar Nordal. Móðir Eyjólfs var Guðríður Jónsdóttir, b. í Gunn- arsholti, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðríður Árnadóttir, prests í Steinsholti, Högnasonar prestafóð- ur, Sigurðssonar, forföður Vigdísar Finnbogadóttur, Þorsteins Erlings- sonar, Tómasar Sæmundssonar og Jóhanns Hafsteins. Móðir Guðríð- ar var Guðbjörg, systir Guðna, afa Guðna Kristinssonar á Skarði. Guðbjörg var dóttir Jóns, b. á Skarði á Landi, Árnasonar, b. á Galtafelli, Finnbogasonar, fóður- bróður Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirssonar ritstjóra. Móðir Guðbjargar var Guðrún Kolbeins- dóttir, b. á Hlemmiskeiði á Skeiö- um, Eiríkssonar, b. á Reykjum, Vigfússonar, ættfóður Reykjaætt- ar. Móðir Guðrúnar var Solveig Vigfúsdóttir, af Fjallsætt. Sigurborg Sumariína Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir frá Súgandafirði er áttatíu og fimm ára í dag. Sumarlína er fædd á Gelti við Súgandafjörð og ólst þar upp. Hún giftist 28.11.1922 Bjarna Guðmundi Friðrikssyni, sjómanni á Suður- eyri, síðar vitaverði á Galtarvita, f. 31.7. 1896, d. 5.11. 1975. Sumarlína og Bjarni eignuðust sextán börn. Þau eru: drengur, f. 1923, d. sama ár; Elísabet Frið- rikka, f. 19.10.1924, d. 27.2.1958, en hún var gift Vilhjálmi Óskarssyni og eignuðust þau fimm börn; Berg- þóra, f. 2.6. 1926, d. 6.8. 1932; Ása, f. 10.8.1927, en hún á tvo syni; Eyj- ólfur Sigurður, f. 3.1.1929, kvæntur Guðfinnu Vigfúsdóttur, en þau eiga þrjú börn; Friðrik Þórður, f. 29.8. 1930, d. 7.8.1983, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur, ,en þau eignuðust einn son; Þórhallur, f. 6.8. 1932; Andrés Helgi, f. 10.7.1934, kvæntur Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Jónsdóttir Hrafnhildi Guðmundsdóttur, en þau eiga fjögur börn; Anna, f. 27.4. 1936, gift Magnúsi Hagalínssyni og eiga þau þijár dætur; Páll, f. 22.9. 1937, kvæntur Sigríði Gissurardótt- ur, en þau eiga íjögur börn; Karl, f. 14.6. 1939, d. 6.12. 1939; Karl, f. 16.11. 1940, kvæntur Hildi Þor- steinsdóttur og eignuðust þau fjögur börn; Sigríður Borghildur, f. 16.2. 1942, d. 3.6. 1946; Arnbjörg Jóna, f. 4.10. 1943,. gift Eövarö Sturlusyni, en þau eiga fimm börn; Borghildur Fríða, f. 9.5. 1946, gift Jóni Birni Jónssyni, en þau eiga þrjá syni; Hermann Alfreös, f. 17.2. 1948, kvæntur Pricillu Joan Stock- dale, en þau eiga tvö börn. Sumarlína dvelur nú á dvalar- heimilinu Hrafnistu í Reykjavík, en hún tekur á móti gestum í fé- lagsheimili Múrarafélags Reykja- víkur, Síðumúla 25, í dag á milli klukkan 15 og 18. Ættfræðirit óskast Ættfræðideild DV vill gjarnan kaupa eftirtalin ættfræðirit Kjósarmenn eftir Harald Pétursson Útg.: Átthagafélag Kjósverja Borgfirskar æviskrár I., III., og V. bindi eftir Ara Gíslason Útg.: Sögufélag Borgarfjarðar Dalamenn 1703-1961, æviskrár eftir Jón Guðnason Útg.: höf. Vestfirskar ættir l.-IV. bindi eftir Ara Gíslason og V.B. Valdimarsson Útg.: V.B. Valdimarsson Sléttuhreppur 1702-1952 eftir Kristin Kristmundsson gg Þórleif Bjarnason Útg.: Átthagafélag Sléttuhrepps Strandamenn eftir Jón Guðnason Útg.: höf. Þóra Valgerður Jónsdóttir Þóra Valgerður Jónsdóttir hús- móðir, Brávallagötu 46, Reykjavík, verður níræö á morgun. Þóra fæddist að Fögrueyri við Fáskrúðsijörð en flutti fimm ára með foreldrum sínum til Reykja- víkur. Maður hennar var Einar, bif • vélavirki í Reykjavík, f. 2.10. 1898, d. 7.10. 1946, sonur Guðmundar Þórðarsonar, b. á Fellsenda í Þing- vallasveit, og Halldóru Einarsdótt- ur. Þóra og Einar eignuðust íjögur börn. Þau eru: Guðjóna, f. 19.12. 1921, ekkja eftir Jón Jónsson, b. í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, en þau eignuðust flmm dætur: Guðmundur, f. 21.8. 1925, bíla- sprautunarmaður í Kópavogi, kvæntur Helgu Nikulásdóttur og eiga þau fjögur börn; Jón, f. 31.1. 1927, sjómaður í Reykjavík, kvænt- ur Jónu Sigurðardóttur; Valgerð- ur, f. 4.11. 1930, gift Magnúsi Jónssyni húsgagnasmið í Reykja- vík. Foreldrar Þóru voru Jón Bjarna- son, sjómaður á Fagranesi við Fáskrúðsfjörð, og Þórunn Bjarna- dóttir. Ami Heiðar Oskarsson Árni Heiðar Óskarsson vörubíl- stjóri, Kleppsvegi 56, Reykjavík, er flmmtugur í dag. Arni fæddist í Eagradal á Skarðs- strönd en ólst upp í Bjarneyjum, Bíldsey og Rauðseyjum á Breiða- firöi hjá móðurforeldrum sínum, þeim Árna Jónssyni verkamanni og Ragnheiði Sigurðardóttur. Árni flutti svo með afa sínum og ömmu til Reykjavíkur þegar hann var ell- efu ára. Árni fór ungur til sjós og var þá á ýmsum bátum frá Keflavík. Síðar hóf hann vörubílaakstur og hefur nú ekið 'vörubílum í tuttugu ár, fyrst hjá Keflavík hf„ en síðustu tiu árin hjá Þrótti. Sambýliskona Árna Heiðars er Soffia Óskarsdóttir. Árni Heiðar eignaðist fimm börn með fyrri konu sinni og eru fjögur þeirra á lífi. Börn hans eru: Árni 'Heiðar, vörubílstjóri og viðgerðarmaður í Keflavík, f. 11.7. 1959; Kristín Vil- borg, f. 22.2. 1961, en hún er látin; Pétur Ragnar, sjómaður í Njarð- víkum, f. 20.1. 1963; Gréta Lind, húsmóðir í Keflavík, f. 15.1. 1964; og Steinunn Björk, húsmóðir í Keflavík, f. 15.2. 1965. Árni Heiðar á þrjú hálfsystkini, sammæðra, sem öll eru á lifi. Þau eru: Hulda Björk Kolbeinsdóttir, húsmóðir á Norðfirði; Steingrímur Kolbeinsson, sjómaður á Noröfirði; og Sigurborg Kolbeinsdóttir, hús- móðir í Reykjavík. Árni Heiðar verður heima á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.