Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 60
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháö dagbíað LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Samningafundurinn í verslunarmannadeilunni: Það er enn hafsjór á milli í deilunni - nærri 150 kærur um verkfallsbrot Þaö var allt annað en létt hljóö í mönnum í Karphúsinu um kvöld- matarleytið í gær. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, orðaði það svo í samtali við DV að það væri jgg^nn „hafsjór á milli deiiuaðila." Hann sagði að Vinnuveitendasam- bandið væri búið aö gera kjarasamn- inga við verkalýðsfélög með um 45 þúsund félaga og það kæmi ekki til mála að svíkja það fólk með^því að semja um eitthvað allt annað og meira viö verslunarmenn. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavikur, sagði að nákvæmlega ekkert hefði miðað í deilunni síðan fyrri sátta- fundurinn hjá ríkissáttasemjara hófst. Á fundinum í gær, sem hófst klukkan 14.00, heföi nákvæmlega ekkert gerst og það væri enn ekki farið aö nefna launaliðina sem eru þó aöalkrafa versiunarmanna. í gær var mikiö að gera hjá verk- fallsvörðum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Nær 150 kærur bárust til félagsins um verkfallsbrot og að sögn Grétars Hannessonar hjá verk- fallsvörslurini þurftu verkfallsverðir að taka á um 60 málum. Mest var deilt um hverjir úr fjölskyldum eig- enda mættu vinna í verkfallinu. Allar deilur leystust samt friösam- lega. I gær var á þriöja hundrað manns við verkfallsvörslu hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. -S.dór - sjá einnig bls. 2 Miðstjómarfundur Framsóknarfíokkslns í dag: Stolaskipti til að fylgja eftir efna- hagsaðgerðum? Stjórnarsamstarfið verður tekið til rækilegrar endurskoðunar hjá framsóknarmönnum nú um helg- ina þegar miðstjórn Framsóknar- tlokksins kemur saman til fundar á Holiday Inn. Á fundinum verður samþykkt ályktun sem verður dreift til fjölmiðla en einnig má búast við aö ráöherrar flokksins fari með alvarleg skilaboð til ríkis- stjómarinnar. Framsóknarmenn segjast vifja aðgerðir, það sé aðgerðaleysi ríkis- stjómarinnar sem sé allt að drepa. Þaö er því ætlun þeirra nú að setja fram hugmyndir um ýmsar- efha- hagsaðgerðir og er líklega gengis- felling þar efst á blaði. En einnig hefur heyrst aö hugsanleg stóla- skipti geti fylgt í kjölfarið enda hafa framsóknarmenn talið sig af- skipta þegar kemur að efnahags- málum í þessari ríkisstjórn. Stólaskiptin gætu einnig gefið stjórninni hressilegra yfirbragð og þvi má ekki gleyma að fordæmið var gefið í síðustu ríkisstjórn, þá reyndar til að leysa innanflokks- vandamál. Því mun ekki vera að heilsa núna - um stöðu ráðherra Framsóknarflokksins er ekki deilt. -SMJ - sjá fréttaljós, bls. 5 Langflestar matvöruversl- anir opnar Langflestar matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar þrátt fyrir verkfall verslunarmanna. DV kannaði í gær hvaða matvöru- verslanir væru opnar í verkfallinu. í blaðinu í dag er birt kort með upp- lýsingum um 69 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu sem verða opn- ar áfram. - sjá bls. 6 Ók á Ölfusárbrú Ölvaður ökumaður ók á brúar- handriðið á Ölfusárbrú. Ökumann- inn, sem heilsaði sumri með þessum hætti, sakaði ekki en bíll hans var óökufær á eftir. Brúarhandriðið varð ökumanninum til bjargar. -sme Bílstjórarnir aðstoða senDiBíLnsTöÐin Eftir litlar stimpingar en hvöss orðaskipti milli Hrafns Bachmanns, eiganda Kjötmiðstöðvarinnar í Garðabæ og verkfallsvarða Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Hafnarfjarðar snemma í gær náð- ist samkomulag milli deiluaðila. Sæst var á að Hrafn sjálfur og annar eigandi fyrirtækisins mættu vinna í versluninni, sem og eiginkonur þeirra. Allir aðrir, sem voru að störfum, gengu út. Þessi mynd var tekin þegar atgangur var hvað harðastur í Kjötmiðstöðinni í Garðabæ í gær og viðskiptavinir áttu erfitt með að komast fram hjá verkfallsvörðum inn í verslunina. DV-mynd GVA Akureyri: Verkfalls- vörður sleginn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Til handalögmála kom við Shell- nestið viö Hörgárbraut á Akureyri í gær og var verkfallsvörður sleginn í andlitið. Eigandi verslunar þar var að störf- um í versluninni ásamt systur sinni og sinnti ekki tilmælum verkfalls: varða símleiðis um að systirin hætti störfum. Verkfallsverðir fóru því á staðinn og lögðu bifreiðum sínum þannig að viðskiptavinir kæmust ekki að versluninni. Eigandinn var ekki sáttur við þetta og færði eina bifreiðina frá sjálfur. Þá urðu verkfallsverðir ósáttir og kom til handalögmála og urðu lyktir þær að verslunarmaöurinn sló einn verkfallsvarðanna í andlitið. Verk- fallsvörðurinn mun ekki hafa meiðst mikið. LOKI Varla fer Steingrímur að sleppa Arafat-ráðuneytinu? Veðrið á sunnudag og manudag: Hæg suð- vestlæg átt um allt land Á sunnudag og mánudag verö- ur fremur hæg suðvestlæg átt með skúrum við suðvestur- og vesturströndina en bjart veður noröan- og austanlánds. Hiti verður á bilinu 4-6 stig að degin- um en nálægt frostmarki á nóttunni. Verðlag í borgum: Reykjavík langdýrust Þaö er dýrara að dvelja í Reykjavík en í öðrum evrópskum borgum. Þetta kemur fram þegar dvalar- kostnaður í Reykjavík er borinn saman viö dvalarkostnað í borgum innan Efnahagsbandalags Evrópu. Samkvæmt þessari könnun, sem er birt í DV í dag, er dvalarkostnaöur í Aþenu 6.300 krónur, í Róm 13.534 krónur en í Reykjavík 17.040 kr. Það kostar því 10.740 krónum meira fyrir tvo ferðamenn að dveljast tvo daga í Reykjavík en í Aþenu. -EG. - sjá bls. 4647

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.