Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988.
7
dv Fréttir
Óheppni bílakaupandinn:
Þeirfara báðir
með ósannindi
„Þeir fara báðir með ósannindi. Ég
get auðveldlega hrakið hluta af því
sem Halldór Snorrason á Aðalbíla-
sölunni og Kristinn Valtýsson hjá
Bifreiðum og landbúnaðarvélum
sögðu í DV í gær. Halldór Snorrason
sagði að sölumaðurinn, sem skrifaði
undir afsal fyrir hönd seljanda, hefði
haft umboð. Við Halldór vitum báðir
betur. Seljandinn hefur sagt mér að
hann hafi aðeins gefið munnlegt
umboð. Við vitum báðir að það er
ekki löglegt. Kristinn Valtýsson hjá
Bifreiðum og 'landbúnaðarvélum
sagði að fyrirtækið hefði aflýst veði
sínu af bílnuln strax eftir að þeir
seldu hann. Þetta er ekki rétt. Þeir
seldu bílinn 7. janúar á þessu ári.
Veðinu var ekki aflýst fyrr en 4. júlí,
eða tæplega hálfu ári eftir að þeir
seldu bílinn. Og rúmum tveimur
mánuðum eftir aö ég keypti hann,“
sagði Jón B. Sigurðsson.
Eins og kom fram í DV í gær keypti
Jón Lödu station árgerð 1986 hjá
Aðalbílasölunni í apríl. Jón stað-
greiddi bílinn og greiddi fyrir hann
145 þúsund krónur. Á afsali, sem Jón
fékk, stóð að seljandi ábyrgðist að
engin veðbönd væru á bílnum. Það
reyndist ekki rétt. Bíllinn var veð-
settur fyrir nærri 700 þúsund krón-
ur. Mikil hreyfmg hefur verið á veð-
bók bílsins. Nú hvíla á honum nærri
500 þúsund krónur.
Jón hefur lítil afnot haft af bílnum
frá þvi hann keypti hann. Að kröfu
lögfræðings var bíllinn settur í
geymslu hjá Vöku. Þá stóð til aö selja
bílinn á uppboði. Af því varð ekki
og Jón hefur bílinn til umráða í dag
hvað sem síðar verður. -sme
EINSTAKT TÆKIFÆRI
allt að
Opið
á morgun,
laugar-
dag,
kl. 10-14
AFSLÁTTUR
"ft'pUírH' PA&4Z
Æ FISHER
HLJOMFLUTNINGSTÆKI
MYNDBÖND-SJÓNVÖRP
ÚTVÖRP 0G FLEIRA
Sjónvarpsmiðstöðin hf.
Laugavegi OA
Sími 62-19-90 ****
UTSALA
UTSALA
UTSAI.A
Sendum í póstkröfu
»hummel
Ármúla 40 Reykjavík — sími 83555
AFSLATTUR
Opið laugardaga 10-12.