Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Page 9
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988. 9 Utlönd Herða aðgerðir á herteknu svæðunum Yflrvöld í ísrael bönnuðu í gær saxntök Palestínumanna á herteknu svæðunum, sem þau segja að hvatt hafl til rósta. Talið er að yfirvöld séu með þessu að undirbúa frekari brott- vísun Palestínumanna frá vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu. Yitzhak Rabin vamarmálaráð- herra tilkynnti um aðgerðimar í gær. Hann sagði að meðlimir sam- takanna yrðu gerðir brottrækir. Alls em tuttugu og níu Palestínumenn virkir í samtökum þessum sem hafa hvatt til uppreisftar Palestínumanna gegn yfirráðum ísraels á herteknu svæðimum. Hinar nýju aðgerðir ísraelsstjórnar gera þeim kleift að handtaka og vísa úr landi forystumönnum uppreisnar Palestínumanna á herteknu svæðun- um án þess að sanna að þeir hafi staðið fyrir uppþotum. Nú er þaö brottvísunarsök að eiga aöild að samtökum sem berjast gegn ísrael. ísraelsk stjórvöld vísuðu flórum Palestínumönnum úr landi á mið- vikudag og áð sögn talsmanna yfir- valda mun tuttugu og fimm til við- bótar verða vísað úr landi. Fimmtán þeirra munu áfrýja ákvörðun yfir- valda til herdómstóls í dag. 3&B «| í \ > U JK Í|«. 5^ W. Israelsstjórn hefur nú hert mjög aðgerðir sínar gegn uppþotum Palestinu- manna á herteknu svæðunum Simamynd Reuter Harðorðir í garð Zia Benazir Bhutto, leiðtogi þjóðar- flokksins, stærsta stjómarand- stöðufiokks Pakistan, gaf til kynna aö hún væri reiðubúin til viðræðna viö forystumenn í her Pakistans en þeir voru dyggir stuðningsmenn Zia. Bhutto hefur lítiö látiö hafa eftir sér um lát Zia en sagði að hún hygðist ekki láta af baráttunni. Aörir forystumenn Þjóðarflokks- ins sögðu að ellefu ára stjóm forset- ans hetði ekki skilið neitt eftir sig neraa örbirgð og neyð. Þjóðarflokkurinn er talinn hafa góöa möguleika á sigri í kosningun- um sem fram fara í nóveraber. Sérfrceðhigar frá Bandaríkjunum eru komnir til Pakistan til að rann- saka tildrög dauöa Zla-ul-Haq, for- seta landslns. Getgátur eru uppi um að fiugskeyti eða sprengja hafi grandað vélinni sem fórst skömmu Benazir Bhutto hefur litið tátið ha«a aftir sér eftlr iát Zia, forseta miðvfkudag. Símamynd Reuter Forsetaval mistókst Fulltrúum líbanska þingsins tókst ekki að Ijúka vali á nýjum forseta landsins í gær, eins og fyrirhugað hafði verið. Abcullah Rassi, innan- ríkisráðherra Líbanons, sakaði í gær harðlínumenn úr röðum kristinna Líbana, sem og her landsins, um að hafa beitt þingmenn harðræði til að koma í veg fyrir forsetakjör. Sagöi hann sumum þingmanna jafnvel hafa verið rænt. Lögreglumaður á verði við bygglnguna þar sem fulltrúar þingsins eru sam- an komnir tll að velja nýjan forseta. Simamynd Reuter Fulitrúar Norður- og Suður-Kóreu hittust í morgun i fyrsta sinn síöan árið 1985. Simamynd Reuter Munu ræða kröfu Norður-Kóreu Fulltrúar Suður- og Norður-Kóreu samþykktu á fimdi í morgun frekari viðraeður um þá kröfu Norður-Kóreu um að fá að halda hiuta ólympíuleik- anna sem hefjast í Seoul í Suður- Kóreu í næsta mánuði. Fulltrúar ríkjanna tveggja hittust í landa- mærabænum Panmunjon til viö- ræðna, þeirra fyrstu um samskipti rikjanna síðan 1985. Markmiö fundar fulltrúanna er að undirbúa frekari viðræður stjóm- valda í báðum ríkjum síðar í þessum mánuöi. Á þeim fundi verður aöal- umræðuefnið krafa Norður-Kóreu um að fá að halda hluta ólympíuleik- anna sem hefjast í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, eftir mánuð, en auk þess er taliö aö bætt samskipti ríkj- anna veröi rædd. Samskipti Suöur- og Noröur-Kóreu hafa verið í lág- marki síðan Kóreustyijöldinni lauk áriö 1953. í morgun kynntu fulltrúar Suður- Kóreu blaðamönnum kröfur sínar um efni sem þeir æskja aö veröi rædd á fundinum sem nú er í undirbún- ingi. Auk kröfu Norður-Kóreubúa um ólympíuleikana leggja þeir til að forsetar ríkjanna fundi, að viðskipti milli ríkjanna verði tekin upp að nýju, að rætt verði um undirritun sáttmála ríkjanna um friðsamlega sambúö og landamærin verði opnuö fyrir frekari samskiptum íbúa beggja landa. Fréttaskýrendur telja ólíklegt að fundurinn beri mikinn árangur. Þeir telja aö þaö eina sem fulltrúarnir geti komið sér saman um séu frekari viöræður. Einn stjórnmálaskýrandi í Suður-Kóreu kvaöst telja ólíklegt að yfirvöld í Norður-Kóreu féllu frá kröfunni um að fá að halda hluta ólympíuleikanna en þau hafa til- kynnt aö norður-kóreskir íþrótta- menn muni ekki taka þátt í þeim nema kröfu þeirra veröi mætt. Ríkin tvö á Kóreuskaganum áttu í viðræðum fyrir nokkrum árum en yfirvöld í Noröur-Kóreu komu í veg fyrir frekari samskipti vegna þess sem þau sögöu vera fjandsamleg af- skipti Bandaríkjanna og Suöur- Kóreu. 0/ STAÐ- o GREIÐSLU- AFSLÁTTUR w i MATVÖRU MARKAÐI staögreiðslu- afsláttur í öllum deildum /A A A A A A 4 ÍCDCD 3'3'BiU: ^CuaqQOqm ■ Cr. Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600 UHnuuUliUIII tlftli,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.